Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 Hellisland, kjörinn staður fyrir fólkvang Selfossbúa f framtíðinni, í baksýn er Selfoss. Fyrir kynslóðir en ekki kynslóð Um umhverfismál á Selfossi umhverfismál, t.d. að umhverfís- sjónarmiða skuli að jafnaði gætt eða að vemda náttúmna og það sérstaka sem kann að vera í hveiju byggðarlagi. Einnig á að gera ráð fyrir opnum svæðum með tilliti til útivistar og þá greint frá til hvers þessi svæði skuli notuð. Opnu svæðin geta verið margskonar, t.d. íþróttasvæði, svæði til skrúðgarða- ræktunar eða skógræktar ofl. ofl. Deiliskipulag tekur síðan við af aðalskipulagi og er það nánari út- færsla á notkun svæðisins. Deili- skipulagið er svo til eingöngu unnið af viðkomandi sveitarfélagi og er, ef vel á að fara, mikil nákvæmnis- vinna, t.d. varðandi svæði sem merkt er grænt á aðalskipulagi og tilgreint sem íþróttasvæði þarf í deiliskipulagi að koma fram hvers konar íþróttir eigi að stunda þar. Eins og gefur að skilja getur verið um margskonar svæði að ræða t.d. knattspymuvöllur, trimmsvæði, sundlaug, svæði fyrir hestamenn, golfvöllur og svona mætti lengi telja. Það er því stórmál fyrir hvert sveitarfélaga að vel takist til um deiliskipulag og er umhverfismála- þátturinn einna þyngstur á metun- um, eins miklu máli og hann skiptir okkur í hinu daglega lífí. Þrátt fyrir þessa staðreynd virð- ast sveitarstjómarmenn, upp til hópa, hafa lítinn áhuga á umhverf- ismálum. Þessu til stuðnings má benda á þá litlu fjármuni sem varið er í umhverfísmál í mörgum sveitar- félögum ásamt því hve umhverfis- nefndir hafa þar oftast nær lítið vægi í sínum ályktunum miðað við aðrar neftidir t.d. bygginganefnd, en hennar styrkur er að vísu að hún Hulda Guðbjömsdóttir „Það er því stórmál fyrir hvert sveitarfélag að vel takist til um deiliskipulag o g er umhverfismálaþáttur- inn einna þyngstur á metunum, eins miklu máli og hann skiptir okkur í hinu daglega lífi.“ er lögskipuð. Þó skal bent á það, að Reykjavíkurborg hefur farið á undan með góðu fordæmi með því að sameina ýmsar nefndir er fóru með umhverfísmál og setti á lagg- eftir Huldu Guðbjörnsdóttur Á undanfömum ámm, jafnvel áratugum, hefur í hinum ýmsu löndum vaknað mikill áhugi fyrir náttúruvemd og umhverfísmálum almennt. Sú er krafa almennings að við getum átt þess kost í daglegu lífí að hafa rými og komast í snert- ingu við náttúruna ásamt því að almennt fegurðarskyn fái að njóta sín._ Á íslandi hefur áhugi á þessum málum aukist til muna frá því sem áður var, en þrátt fyrir þennan áhuga á undangengnum ánim er skipulag þessara mála ( ýmsu ábótavant, það eru t.d. ein sex ráðu- neyti sem fara með hina ýmsu þætti umhverfismála. Það segir sig því sjálft að óumflýanlegir árekstr- ar hljóta að eiga sér stað í þessum málaflokki og er skemmst að minnast þeirra rannsókna er þurfti að gera á kísilgúr í Mývatni og engan veginn var ljóst hver átti að sjá um og/eða borga þessar rann- sóknir. Það er því löngu tímabært að stofnað verði sérstakt Umhverf- ismálaráðuneyti sem fari með helstu þætti þessarra mála. Hvað snertir þessi mál í þéttbýli eru þau oftast í höndum lögskipaðra nefnda: Náttúruvemdar-, gróður- vemdar-, bygginga- og heilbrigðis- nefndar, einnig era oft starfandi umferða-, ferðamála- og fegranar- nefndir. Állar þessar nefndir starfa innan sveitarfélaganna að umhverf- ismálum að meira eða minna leyti. Tekið skal þó fram að allt era þetta ráðgefandi nefndir og hið eiginlega vald er hjá kjömum sveitarstjómar- mönnum. Ætla má af ofan töldu að mikil gróska væri nú í umhverfis- og skipulagsmálum, ásamt því að nú er landið allt skipulagt með lögum. Sjá nánar meðfylgjandi skipurit. í aðalskipulagi er einkum um að ræða stefnumörkun um land- notkun og þróun byggðar. Þar era bein ákvæði í reglugerð er snerta Svæði milli Austurvegar og Árvegar er upplagt fyrir skrúð- eða grasagarð til að sýna fram á hvaða jurtir er hægt að rækta á Selfossi. Ekki premíum/premíum bensín Reikningur yfir umræddan bensfnfarm. Skammstöfunin RMS stendur fyrir „Regular Motor Spirit". eftir Árna Ól. Lárusson Þórður Ásgeirsson sendir mér kveðju sína f Morgunblaðinu f gær undir fyrirsögninni „Premíum bens- ín 01ís“. Hann vfsar til þess sem haft var eftir mér í frétt, sem birt- ist f Morgunblaðinu 27. þ.m., en þar kom fram, að ég vildi ekki líkja 97 octan bensfni Olís við premfum. bensfn Skeljungs, sem væntanlegt er til landsins um næstu helgi. Þórð- ur vill ekki sætta sig við, að ég telji hér ekki um sambærilega vöru aðræða. Allsendis granlaus var ég um, að þessi orð yrðu tilefni skeytasend- inga í minn garð af hálfu Þórðar. Auðvitað er umrætt bensín sam- bærilegt að því leyti, að hvort tveggja er bensín. En þegar farið er að flokka bensfn niður f premíum, regular, stjömu, súper eða hvaða nöfnum sem menn vilja gefa bensíni með mismunandi eiginleikum, eink- um ef það er keypt undir einu nafni en selt undir öðru, þá horfír svolítið öðruvísi við. öllum er ljóst að mjólk er mjólk, hvort sem hún er nýmjólk eða léttmjólk og sambærileg sem mjólk. En vegna innri samsetningar og flokkunar verður hún ósambæri- Ieg. Bensínið, sem Olís auglýsir sem premíum bensín, var keypt til lands- ins sem regular bensín og á inn- kaupsverði, er miðaðist við regular bensfn. Þetta bensfn, samtals um 12.000 tonn, keyptu Skeljungur hf. og Olíufélagið hf., en Olís fékk á síðari stigum að ganga inn í kaupin, sem nam um 3.200 tonnum. Við það eitt breyttust eiginleikar bens- ínsins ekkert og kaupin vora gerð á grandvelli regular bensíns, en það er einmitt þetta bensfn, sem Olís kýs að kalla premfum bensín. Með skilgreiningu Þórðar á því sem er sambærilegt selja öll félögin í dag sambærilegt bensín á bensín- stöðvum sínum, en sé litið til blönd- unarhlutfalls þess selur Olís bensfn- ið óblandað en hin félögin að nokkru blandað. En allir selja bensín. Skelj- ungur og Olfufélagið kusu að selja þetta umrædda bensín sem venju- legt bensín, þótt einstakir þættir þess væra í átt til premíum bensíns, enda hafði bensínið verið keypt sem regular bensín og greitt sem slíkt eins og áður segir. Ekki skal frekar Qölyrt um þetta mál. Rétt er þó að árétta, að farmur sá af bílabensíni, sem Skeljungur og Olíufélagið hafa nú fest kaup á, er keypt sem premíum bensfn, með öllum þeim eiginleikum sem það á að hafa og verður selt sem preiníum bensín. Með öðram orðum varan verður afhent notendum undir sama nafni og hún er keypt undir. Höfundur er frumkvæmdastjóri fjármálasviða Skefjungs hf. Jónfna Guðnadóttir Sýnirí Gallerí Gijóti Jónína Guðnadóttir opnar sýningu í Gallerí Gijóti á morgun, föstudag- inn 30. maí, kl. 18. Á sýningunni eru lágmyndir og skúlptúrar úr steinleir. Þetta er sjötta einkasýn- ing Jónínu og um leið önnur sýning hennar í Gijótinu. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölmörgum sam- sýningum innan lands sem utan. Sýningin er opin frá kl. 12—18 alla virka daga og frá kl. 14—18 um helgar. Henni lýkur 12. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.