Morgunblaðið - 29.05.1986, Page 37

Morgunblaðið - 29.05.1986, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1986 37 Sigurjón Pétursson Össur Skarphéðinsson Alþýðubandalagsmenn gera kröfu til forystu fyrir vinstrisinnum í borgarstjóm Reykja víkur. Fyrsta verk Þjóðviljaliðsins yrði að gera Sigurjón Pétursson áhrifalausan. Alfreð Þorsteinsson, gamalreyndur framsóknarmaður úr Reykjavík. Þótti það til marks um erfíðleika framsóknar við að berja saman list- ann, að kallað var á Alfreð. Ekki einvörðungu skortur á mönnum heldur einnig máléfnum hefur ein- kennt kosningabaráttu Framsókn- arflokksins, sem sýnir, að frambjóð- endur voru lítt undir það búnir að hefja kosningaslag, þegar kallið kom. Flokksforystan leitaði til Al- freðs um leið og hún bað Kristin Finnbogason að taka við þrotabúi NT og verða aftur framkvæmda- stjóri Tímans. Er rétt að minnast þess, að það voru einkum aðstand- endur NT í Framsóknarflokknum, sem beittu sér fyrir talinu um fé- lagshyggju fyrir ári. Nú eru þeir úti í kuldanum innan flokksins, sem situr eftir í skuldasúpu vegna NT-ævintýrisins. Kosningabaráttan hefur frestað því uppgjöri, sem hlýt- ur að vera óhjákvæmilegt meðal framsóknarmanna vegna þess máls. I „f ramsóknarvalsi“ Kvennalistinn er afsprengi upp- gjörs meðal þeirra, sem stóðu að Þegar frambjóðendur fíokksins eru spurðir, hvar þeir fái fjármagnið vísa þeir á Ámunda nokkum Ámundason, sem virðist svipaður „kraftaverkamaður" krata og Kristinn Finnbogason hjá Fram- sóknarflokknum á sínum tíma. hafa í borgarstjóm fyrir Fram- sóknarflokkinn, gáfu kost á sér aftur. Fyrir valinu í fyrsta sæti varð Sigrún Magnúsdóttir, kaup- kona, sem lítið hefur farið fyrir í stjómmálum eða borgarmálum og Þrátt fyrir reynsluleysið, eða kannski vegna þess, hefur Bjami P. Magnússon gefið kost á sér sem borgarstjóraefni vinstrisinna. Eng- inn sýnist þó styðja það framboð nema hann sjálfur. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands fyrir Morgunblaðið segist meirihluti alþýðuflokks- manna vilja, að Davíð Oddsson verði áfram borgarstjóri. Virðist það fólk ekki taka mikið mark á tali Bryndís- ar Schram, sem er einna hatrömm- ust allra vinstrisinna í persónulegri gagnrýni á Davíð, og er þá mikið sagt. En vinstrisinnum þykir nú fín- ast, að líkja Davíð við skurðgoð marxista víða um lönd; hærra er ekki unnt að komast í metorðastig- anum hjá þeim eins og kunnugt er. Víst er, að alþýðuflokksmönnum verður ekki að þeirri ósk sinni, að Davíð verði áfram borgarstjóri með því að kjósa A-listann; þeir verða að setja x við D til að ná þvi mark- miði. Hvorki Kristján Benediktsson né Gerður Steinþórsdóttir, sem setið Kristján Benediktsson Alfreð Þorsteinsson Þegar Kristján hætti í borgarstjóm var kallað á Alfreð tilaðfylla sæti á listanum, svo að bjóða mætti fram —það gleymdist hins vegar að finna málefnin. Sigurður E. Guðmundsson Bjarni P. Magnússon Sigurður hefur sakað Bjarna um að brjóta leikreglurá vettvangi Alþýðuflokksins. Kvennaframboðinu í síðustu borg- arstjómarkosningum og Kvenna- listanum í þingkosningum. Kvenna- framboðið átti að vera óformleg hreyfíng kvenna, þar sem enginn kæmist til varanlegra metorða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem sat í borgarstjóm fyrir Kvenna- framboðið, hefur haft þær leikregl- ur að engu, en skipt um nafn á fleyinu til að þurfa ekki að takast á við þá, sem gagnrýna valdatöku hennar í nafni Kvennaframboðsins. Þar eru einnig óuppgerð mál á döfínni. Guðrún Jónsdóttir, fráfar- andi oddviti Kvennaframboðsins í borgarstjóm, segir í Þjóðviljanum í gæn „. . . var meirihluti Kvenna- framboðskvenna á móti framboði núna, þar eð endurtekning á þeirri aðgerð væri ekki rétta leiðin í kvennabaráttu að sinni. Kvennaframboð og Kvennalisti em tvö ólík öfl. Meðan það hefur ekki vafíst fyrir Kvennaframboðinu að vera heilt í sinni afstöðu til málefna, hefur Kvennalistinn oft- lega orðið ber að því að stfga eins- konar framsóknarvals." Grein Guðrúnar Jónsdóttur og ásökunin um framsóknarvals Kvennalistans verður varla skilin á annan veg en þann, að hún sé að hvetja stuðningsmenn sína í Kvennaframboðinu til að kjósa Alþýðubandalagið. Er líklegt, að Ingibjörgu Sólrúnu þyki ómaklega að sér vegið með því að bendla sig við framsókn. Hún hefur jafnan skipað sér vinstra megin við Al- þýðubandalagið. Leiðsögn Alþýðu- bandalagsins í kosningabaráttunni hafa mál æxlast þannig hjá vinstrisinnum, að alþýðubandalagsmenn hafa náð undirtökunum, þegar litið er til þeirra málefna, sem þeir hafa helst á oddinum í gagnrýni sinni á sjálf- stæðismenn. Fyrir síðustu kosning- ar leiddu alþýðubandalagsmenn vinstrisinna í ógöngur á Rauða- vatnsheiðum og nú hafa þeir farið með þá alla leið austur að Ölfus- vatni, við suðurenda Þingvalla- vatns. Að vísu varð annað mál til að sameina vinstrisinna f þessari viku, að þeir gátu æst sig og skammast yfír auðum stól Sjálf- stæðisflokksins á DV-fundinum; launar DV þeim það með því að styðja þá f Ölfusvatnsmálinu. Hér verður ekki litið á efnislega hlið Ölfusvatnsmálsins, enda hafa henni verið gerð rækileg skil á síð- um Morgunblaðsins. Hitt er lær- dómsríkara, þegar til framtíðar er litið, að íhuga þá staðreynd, að með fyrirgangi hefíir alþýðubandalags- mönnum tekist að ná forystu vinstrisinna með þetta mál að vopni. Þetta gefur Reykvíkingum hug- mynd um, hvemig staðið yrði að málum í borgarsfjóm Reykjavíkur undir leiðsögn Alþýðubandalagsins. Sprengdar yrðu reykbombur, alið yrði á öfund og vanmetakennd og í krafti þess höfðað til samstöðu um félagshyggju undir forystu Alþýðubandalagsins. Þá er hamrað á því nú á lokadögunum, að AI- þýðubandalagið sé tvímælalaust helsti andstæðingur Sjálfstæðis- flokksins. Undir forystu hinnar nýju stéttar í Alþýðubandalaginu yrði fljótt breyting á stjóm höfuðborgarinnar. Framgangur þeirra, sem ráða ferð- inni hjá Alþýðubandalaginu, hefur einnkenst af því innan þeirra eigin flokks, að þeir svífast einskis fyrir völd og áhrif. Nái þeir tangarhaldi á einhveiju valdatæki, eins og Þjóð- viljanum, er það nýtt til hins ítrasta í eigin þágu. Þannig yrði einnig staðið að málum í borgarstjóm Reykjavíkur. Forsmekkinn af því, sem koma myndi, sjá menn, ef þeir lesa dylgjur Össurar Skarphéðins- sonar f garð embættismanna Reykjavíkurborgar. Hann sakar þá um „skemmdarverk" og hótar að flæma þá burt í öskuna eða götu- hreinsun, en ómerkilegri störf getur sjálfur ritstjóri Þjóðviljans að sjálf- sögðu ekki ímyndað sér í hroka sín- um. Starfsmenn Reykjavíkurborgar era um 7000. Hveija Össur flokkar með embættismönnum og hveija hann iítur niður á sem öskukarla skal ósagt látið, en leiðsögnin í næstu hreinsunum Þjóðviljaliðsins er skýr, nú er þess bara beðið að fá völdin. Varist vinstri slysin Sjálfstæðismenn hafa um nokk- urt árabil haft það sem kjörorð að vara fólk við vinstri slysum á kjör- dag. Hafí verið ástæða til þess áður fyrr er hún mikil nú. Kosningabar- áttan hefur einkennst af sérkenni- legu ábyrgðarleysi hjá andstæðing- um Sjálfstæðisflokksins, ef ekki galgopahætti. Þeir hafa fært ís- lenska stjómmálabaráttu nokkra áratugi aftur í tímann með persónu- legum árásum á Davíð Oddsson. Það er undir Reykvíkingum komið nú á laugardaginn, hvort þeir lqósa þessa sundurlausu vinstri fylkingu yfír sig. Þeir hafa það f hendi sér, hvort þeir vilja fóma öraggri og markvissri stjóm fyrir þá slæmu stjómarhætti, sem era óhjákvæmileg fylgja stjómmála- manna og flokka af þeirri gerð, er hér hefur verið lýst. Reykvíkingar hafí vanist því á undanfömum fjórum árum, að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af stjóm borgar sinnar. Þeim hefur verið það mikill léttir, eftir flögur mögur vinstri ár 1978 til 1982. Andvaraleysi, sem oft leiðir af miklu öryggi, má á hinn bóginn ekki verða til þess, að aftur verði vinstra slys í Reykjavík - þá taka við fjögur dýrkeypt ár. Vestmannaeyjar: —— Utvarp Heimaey hefur út- sendingar Vestmannaeyjum. „MIÐAÐ við með hvað Stutt- um fyrirvara við stofnuðum til þessarar útvarpsstöðvar og að allir, sem við þetta starfa, eru reynslulausir á þessum starfsvettvangi, er ég þokkalega ánægður með fyrsta útsendingardaginn,“ sagði Bjarni Sighvatsson, út- varpsstjóri Utvarps Heima- eyjar, sem hóf útsendingar i Vestmannaeyjum á þriðju- daginn. Útvarp Heimaey er rekið af Eyveijum, félagi ungra sjálfstæðismanna, og sendir út á FM 102 alla daga fram að helgi frá klukkan 17 til 22 og frá morgni tíl kvölds á laugardaginn. Út- sendingin heyrist vel um all- anbæinn. „Dagskráin hjá okkur er blönduð. Við eram með tónlist- arþætti, bamaeftii, getrauna- • þætti og viðtalsþætti við fólk. Þá era fréttir úr bæjarlífínu ríkur þáttur í dagskránni og höfum við fréttamann, sem fer um bæinn og tekur viðtöl og annað efni. Þá ætlum við að vera með símaviðtöl og á kosn- ingadaginn munum við útvarpa upplýsingum um kjörsókn og fleira viðvíkandi kosningunum og viðtölum við fólk. Við reyn- um sem sagt að hafa þetta eins og hjá alvöra útvarpsstöðvum þó í smáu sniði sé.“ Bjarni sagði ennfremur að tilgangurinn með þessum tímabundna útvarps- rekstri væri sá, að gefa ungu fólki kost á því, að prófa þennan fjölmiðil, sem nú væri svo mjög í tizku. Bjarni hvatti bæjarbúa til að hafa samband við Utvarp Heimaey, segja álit sitt á dag- skránni og koma fram með hugmyndir. hkj Embættí ríkis- saksóknara lausttil umsóknar FORSETI íslands hefur veitt Þórði Bjömssyni ríkissaksóknara lausn frá embætti frá 1. júlí 1986 vegna aldurs og hefur embætti ríkissaksóknara verið auglýst laust til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 20. júní 1986. Hæstiréttur: Embætti dóm- ara auglýst laust til umsóknar FORSETI íslands hefur veitt Sigurgeiri Jónssyni hæstarétí- ardómara lausn frá embætti frá 1. júlí 1986 að telja vegna aldurs. Jafnframt hefur dómaraemb- ætti við Hæstarétt íslands verið auglýst laust til umsóknar. Um- sóknarfrestur ertil 20. júní 1986.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.