Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1986
15
konsert Chopins og var leikur henn-
ar þrunginn fínlegum og þaulhugs-
uðum fögrum hljómum, laufléttu
flúri og hraðabreytingum sem fóru
dvínandi með slíkum áherzlum.
Áheyrendur mátu þetta mikils."
Daily Telegraph segir um frammi-
stöðu hennar á sömu tónleikum.
„Cecile Licad sýndi óaðfínnanlega
tækni, hreinan áslátt og vægðar-
lausan metnað."
Boston Globe segir um tónleika
þar sem stjómandinnvar Seiji
Ozawa: „Meistaralega tækni, fág-
aður og kristaltær tónn og ástríðu-
full túlkun vöktu aðdáun og eftir
þvf sem spennan jókst og hún
sleppti henni lausri andartak en tók
svo samstundis stjómina á ný kom
í ljós svo ekki varð um villzt að fín-
leikinn var í raun og veru aðferð
til að sýna afl. Kadenzan var hljóð-
iátt undur." (Átt er við D-moll
konsert Mozarts.)
Og að lokum er þessi tilvitnun í
tónlistargagnrýnanda Washington
Post eftir einleikstónleika í Kenedy
Center „Það lá ljóst fyrir þegar að
loknum fyrstu tónleikum Cecile
Licad hér um slóðir að hún er gædd
undraverðum hæfileikum, sem
einkar em fólgnir í styrk, hraða og
nákvæmni. Arangurinn var frá-
bær.“
Á efnisskrá tónleika Sinfóníu-
hljómsveitar íslands em auk Rach-
maninoff-konsertsins þar sem Cec-
ile Licad er einleikari á píanó Kons-
ert fyrir hljómsveit eftir Jón Nordal
og níunda sinfónfa Antonins Dvor-
áks. Úr nýja heiminum.
GLÆSILEGUR SÖNGUR
Tönlist
Jón Ásgeirsson
Sigríður Ella Magnúsdóttir
söngkona stendur á mikilvæg-
um tímamótum sem listamað-
ur, þar sem kunnátta og þjálf-
un samtvinnuð söngreynslu
og listamennsku, blómstrar í
glæsilegum söng, hvort sem
hún flytur stórbrotnar óperu-
aríur, lítil elskuleg íslensk
sönglög eða þjóðlög frá ætt-
landi sínu, Ítalíu, Rússlandi,
Þýskalandi, Englandi og
Spáni. Það stóra í söng hennar
og túlkun fær sérstakan hljóm
í stórbrotnum aríunum, í litl-
um, elskulegum sönglögum,
eins og „Nótt", eftir Ama
Thorsteinsson og „Litfríð og
ljóshærð", eftir Emil Thor-
oddsen er söngur hennar ekki
síður stór, í fegurð sinni og
innileik. f þjóðlögunum „Me
Voglio fa’na asa“, eftir Doniz-
etti, „Och Moder, Ich will en
Ding han“, eftir Brahms, „The
Salley Gardens", eftir Britten,
„E1 Vito“, eftir Obradors og
„Vísum Vatnsenda-Rósu“, var
leikræn túlkun söngkonunnar
frábær. í stærri söngverkun-
um var eins og „Voi chesap-
ete“, úr Fígaró og „Parto,
parto“, úr Títus, eftir Mozart,
var söngur hennar af þeirri
stærð er sæmir uppfærslu á
þessum meistaraverkum. í
seinna laginu lék Einar Jó-
hannesson með á klarinett.
Samleikur þeirra var með
ágætum. Þungamiðja tónleik-
anna voru aríur úr Samson
og Dalíla eftir Saint-Saéns,
en Sigríður Ella hefur nýlega
sungið hlutverk Dalílu, bæði
í Bandarílgunum og Englandi
og mun nú í næsta mánuði
syngja það í Frakklandi. Garð-
ar Cortes söng smá stófur
með í „Mon cæur“, sem ein
af frægari aríum óperubók-
menntanna. Að heyra þau
saman, vekur upp þá hug-
mynd hvort ekki sé hér verð-
Sigríður Ella Magnúsdóttir
ugt verkefni fyrir íslensku
óperuna, ef smæð senunnar
hindrar það ekki. í þessum
aríum var söngur Sigríðar
Ellu stór í sniðum og þrunginn
af sterkum tilfínningum. Síð-
asta viðfangsefnið var „O mio
Frenando" úr óperunni La
Favorita, eftir Donizetti, sem
er sannkallað bravúrasöng-
verk. Á þessum tónleikum
sýndi Sigríður Ella Magnús-
dóttir sig að vera ekki aðeins
góð söngkona, vel lærð og
leikin í list sinni, heldur og
mikill listamaður, er hefur
næmi fyrir því smæðsta sem
stæðsta. Auk fyrmefndra
listamanna er veittu smá
aðstoð var hlutur píanóleikar-
ans í þessum glæsilegu tón-
leikum mjög stór. Þama mátti
heyra leikið án þess að ofnota
„pedalann", svo að undirleik-
urinn í heild var frábærlega
skýr. Undirleikarinn Paul
Wynne Griffíths hefur og til
að bera einstaklega næmi á
það fíngerða, eins og t.d. í
eftirspilinu í „Sofðu, sofðu
góði“, eftir Emil Thoroddsen.
Jafnvel það litla og vinsæla
lag Skúla Halldórssonar,
„Smaladrengurinn", varð sér-
kennilega elskulegt í útfærslu
Griffíths.
í BÁTINN — BÚSTAÐINN OG GARÐINN
Olíulampar og luktir, gas-
LUKTIR, GAS OG OLÍUPRÍMUS-
AR, HREINSUÐ STEINOLÍA, OLÍU-
OFNAR ARINSETT, ÚTIGRILL,
GRILLKOL OG VÖKVI, RAFHLÖÐ-
UR.VASAUÓS.
FATADEILDIN
Slökkvitæki og reykskynj-
ARI, VATNSBRÚSAR OG FÖTUR.
Handverkfæri, RAFMAGNS-
VERKFÆRI TIL ALLRA MÖGU-
LEGRA OG ÓMÖGULEGRA NOTA.
Garðyrkjuverkfæri í ÖLL
STÖRF, HJÓLBÖRUR, SLÖNGUR,
SLÖNGUKLEMMUR OG TENGI,
ÚÐARAR, SLÁTTUVÉLAR, ORF
OG UÁIR.
Fúavarnarefni, LÖKK, MÁLN-
ING - ÚTI- INNI- - MALNING-
ARÁHÖLD -
HREINLÆTISVÖRUR, KÚSTAR
OG BURSTAR.
Hlífðarfatnaður, REGNFATNAÐUR,
GÚMMÍSTÍGVÉL HÁ OG LÁG, PEYSUR,
BUXUR, SKYRTUR, NORSKU ULLAR-
NÆRFÖTIN. SUMARFATNAÐUR.
Ánanaustum, Grandagarði 2, sími 28855.
*i ITAMÆLAR, KLUKKUR,]
BARÓMETER, SJÓNAUKAR.
Fánar
FLAGGSTANGARHÚNAR|
OG FLAGGSTENGUR,
6-8 METRAR.
SlLUNGANET, NÆLONLÍNUR,
SIGURNAGLAR, ÖNGLAR, SÖKK-
UR.
Vatns-olíudælur.
KEÐJUR, MARGAR GERÐIR, OG
VÍRAR, GRANNIR OG SVERIR,
GIRNIALLSKONAR.
Og Í BÁTINN EÐA SKÚTUNA
BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN
OG FULLORÐNA. ÁRAR, ÁRAKEF-
AR, DREKAR, KEÐJUR, AKKERI,
VIÐLEGUBAUJUR, KJÖLSOGDÆL-
UR. ALLUR ÖRYGGISBÚNAÐUR.
ÖLL SMÁVARA FYRIR SKÚTUNA,
BLAKKIR O.M.FL. BÁTALÍNUR.I