Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986
Davfð Oddsson, borgarstjóri.
■m
Katrín Fjeldsted.
Arni Sigfússon
Birgir Isleifur Gunnarsson.
Útifundur Sjálfstæðisflokksins
á Lækjartorgi í dag kl. 17:15
SÍÐDEGIS í dag efnir Sjálf-
stæðisflokkurinn til útifundar
á Lækjartorgi, þar sem Davíð
Oddsson, borgarstjóri, og fram-
bjóðendurnir Katrfn Fjeldsted
og Árni Sigfússon flytja ávðrp.
Fundurinn, sem hefst kl. 17:15,
er haldinn undir kjörorðunum:
„Styrk stjórn í Reykjavfk. Sof-
um ekki á verðinum."
Hljómsveit undir stjóm Stefáns
Stefánssonar leikur á Lækjartorgi
í hálfa klukkustund áður en fund-
urinn hefst, og einnig munu þrír
ffambjóðendur sjálfstæðismanna,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Júlíus
Hafstein og Haraldur Blöndal
tefla skák á útitaflinu milli klukk-
an 16:45 og 17:15.
Á útifundinum flytja hljómlist-
armenn og söngvarar Reykjavík-
urlög. Það er hljómsveit Magnús-
ar Kjartanssonar ásamt söngvur-
unum Ellen Kristjánsdóttur og
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, sem
annast flutninginn. Þá les Helgi
Skúlason, leikari, ljóð.
Fundarstjóri á útifundi sjálf-
stæðismanna verður Birgir ísleif-
ur Gunnarsson, alþingismaður.
Magnús Kjartansson.
Sigrún Hjálmtýsdóttir. Ellen Kristj ánsdóttir. Helgi Skúlason.
Sefán Stefánsson.
Siguijón Pétursson frambjóðandi Alþýðubandalagsins:
Helstu embættísmenn borgar
innar þarf að losa úr starfi
SIGURJÓN Pétursson, sem skipar fyrsta sætið á lista AI-
þýðubandalagsins í Reykjavík, segir, að leysa þurfi helstu
embættismenn Reylgavíkurborgar frá störfum. „Þetta hefur
lengi verið stefna okkar og er það áfram óbreytt," sagði
hann, þegar leitað var álits hans á þeim ummælum Óssurar
Skarphéðinssonar, sem skipar fjórða sætið á listanum, að
Alþýðubandalagið muni fæla eða reka alla æðstu embættis-
menn borgarinnar úr störfum komist það til valda í Reykjavík.
Siguijón sagði, að það hefði
lengi verið á stefiiuskrá Alþýðu-
bandalagsins fyrir borgarstjómar-
kosningar, að ákveðin æðstu
embætti Ixirgarinnar ættu alltaf
að vera laus við hveijar kosningar.
„Það ættu að vera embættismenn,
sem fylgdu viðkomandi meirihluta
að málum og störfuðu með honum
og fyrir hann. Jaftiframt höfum
við verið með þá kenningu uppi,
að aðra embættismenn, sem
gegna lykilembættum, ætti að
ráða til skamms tíma, þannig að
það verði hægt að losa um þá á
hverju einasta kjörtímabili," sagði
hann.
Siguijón var spurður um þau
ummæli Össurar, að embættis-
menn borgarinnar hefðu unnið
skemmdarverk á valdatíma vinstri
manna. „Ég hef nú ekki sjálfur
orðað það þannig, en ég hef sagt
og segi enn, að embættismennim-
ir störfuðu ekki með okkur. Þeir
sinntu þeim störfum, sem þeim
var falið, en þeir gerðu margir
hveijir ekkert umfram það. Þetta
er auðvitað unnt að flokka undir
skemmdarverk, það er spuming
um það hvemig menn túlka það,“
sagði hann.
Siguijón Pétursson kvaðst vilja
vekja athygli á þvf, að á núverandi
kjörtímabili hefðu embættismenn
verið flæmdir úr störfum. Nefndi
hann í því sambandi fræðslustjóra
Reykjavíkur, forstjóra Bæjarút-
gerðarinnar og forstöðumann
Borgarskipulags. Einnig nefiidi
hann uppsagnir á annað hundrað
starfsmanna Bæjarútgerðarinnar.
„Fordæmið er gefíð og eftirleikur-
inn verður auðveldari nú en
nokkru sinni áður," sagði hann.
Listasafn íslands:
Sýning á
verkum
Karls
Kvaran |
í LISTASAFNI fslands verður
opnuð yfírlitssýning á verkum
Karls Kvaran sunnudaginn 1.
júní í tilefni Listahatíðar í '
Reykjavík 1968. Sýnd eru 96
verk, olíumálverk, gvassmyndir, 1
vatnslitamyndir og kUppimyndir
sem fengnar hafa verið að láni
frá einkaaðilum, opinberum
stofnunum og af söfnum.
Selma Jónsdóttir segir í aðfarar- ;
orðum í sýningarskrá að Karl hafí
alla sína starfsævi helgað sig list-
inni eingöngu. Ungur að aldri hafí
hann aðhyllst hið strang-abstrakta
málverk og hafi alla tíð verið sjálf- ;
um sér samkvæmur og trúr því
listformi eins og sýningin beri ljós-
ast vitni um. „Innan þessara marka
hefur Karl mótað sjálfstæðan og
persónulegan stíl, sterkan og
áhrifamikinn. Listasafni íslands er
mikil ánægja að fá nú tækifæri til
að kynna í safninu árangur af 45
ára starfsferli Karls Kvaran," segir
þar að lokum.
Karl Kvaran fæddist árið 1924 á
Borðeyri við HrútaQörð en flutti til
Reykjavíkur ungur. Gekk fyrst í
einkaskóla Marteins Guðmundsson-
ar og Bjöms Bjömssonar á ámnum
1939 til 1940 og í skóla Jóhanns
Briem og Finns Jónssonar árin 1941
til 1942. Hann stundaði nám við
Handíða- og myndlistaskólann árið
1942 og var Þorvaldur Skúlason
aðalkennari hans þar. í Kaup-
mannahöfn stundaði hann nám við
Konunglegu akademíuna og i
einkaskóla Rostrup Böyesen á ámn-
um 1945 til 1948. Verk sín sýndi
Karl fyrst á Listamannaþingi 1950
og sína fyrstu einkasýningu hélt |
hann f Listvinasalnum 1953, en þá <
síðustu i Listmunahúsinu á nýliðnu
ári.
Yfírlitssýningin i Listasafninu I
stendur til 29. júnf og er opin
daglega fiá kl. 13:30 til 22:00
meðan á Listahátfð stendur.
KarlKvaran
Kjarvalsstaðir:
Sýning á verkum sem
tengjast Reykjavík
Á KJARVALSSTÖÐUM
verður opnuð sýningin
„Reykjavík í myndlist“, á
opnunarhátíð Listahátíðar
laugardaginn 31. maí nk.
Sýningin er haldin í tilefni
hátíöarinnar og 200 ára
afmælis Reykjavíkur.
í byijun þessa árs bauð stjóm
Kjarvalsstaða starfandi mynd-
listarmönnum að taka þátt í sýn-
ingunni og bámst dómnefnd á
annað hundrað verk. Af þeim
vom valin 60 verk sem tengjast
Reykjavík á einn eða annan hátt
eftir 33 listamenn á öllum aldri.
Margir þeirra em þjóðkunnir,
aðrir minna þekktir. Markmið
sýningarinnar er að hvetja
myndlistarmenn til að taka virk-
an og skapandi þátt í afmælis-
hátíðarhöldunum og jafnframt
gefa almenningi kost á að sjá
hveijum augum listamenn líta
borgina eins og segir í frétt frá
sýningamefnd. Dómnefnd skip-
uðu þau Hulda Valtýsdóttir
borgarfulltrúi og myndlista-
mennimir Eyjólfur Einarsson og
Ragna Róbertsdóttir.
Morgunblaflið/RAX
Dómnefndin virðir fyrir sér eht verkanna, frá vinstn: Eyjólfur
Einarsson, Ragna Róbertsdóttir, Hulda Valtýsdóttir og Þóra Jóns-
dóttir.