Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986
Frá kynningu máltæknideildar Iðntæknistofnunar sl. föstudag
Málmtæknideild Iðntækni-
stofnunar hélt kynningarfund
Málmtæknideild Iðntækni-
stofnunar íslands hélt kynning-
arfund sl. föstudag í húsakynn-
nm Iðntæknistofnunar að
Keldnaholti.
Erindi fluttu dr. Ingjaldur Hanni-
balsson forstjóri Iðntæknistofnun-
ar, Aðalsteinn Ambjörnsson verk-
fræðingur um gæðaeftirlit og pró-
fanir, próf. Hamish L. Fraser frá
háskólanum í Hlinois f Bandaríkjun-
um, sem ræddi um nýjungar f efnis-
tækni málma, og Páll Kr. Pálsson
verðandi forstjóri Iðntæknistofnun-
ar ræddi um vöruþróun í málmiðn-
aði.
Sýnd var aðstaða deildarinnar,
tækjabúnaður og aðferðir. Þá var
gestum kynnt suðuþjálfun, prófanir
með og án skemmda, gæðaeftirlit,
hraðstorkutækni, skipulag og vöru-
þróun, myndbönd um nýja tækni
ogfleira.
í Blómasal
FYRIR ÞIG OG ERLEIMDA GESTI ÞÍNA
Módelsamtökin sýna íslensku ullartískuna 1986.
Víkingaskipið hlaðið íslenskum úrvals matvælum.
Einstakt tækifæri til landkynningar.
Vinsælar eldsteikur og nýr sérréttamatseðill.
4
*
FIMMTUDAGSKVÖLD
FÖSTUDAGSHÁDEGI
Borðapantanir í síma 22322 og 22321
Framleiðsluráð landbúnaðarins
Rammagerðin íslenskur Heimilisiðnaður
Hafnarstræti 19
Hafnarstræti 3,
HOTEL LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA Æm HÓTEL
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir Pétur Pétursson
Kjamorkuverin stórpólitískt
mál eftir slysið í Tjemobyl
Kjarnorkuver eru nú aftur orðin stórpólitískt mál hér í Svíþjóð
eftir sprenginguna f kjarnorkuverinu í Tjernobyl í Sovétríkjunum
þann 26. maf sl. Veður og vindar báru geislavirkni yfir landið
og þar sem hún mældist mest, á Gftvle-borgarsvæðinu og á Got-
landi, var hún með því mesta sem mælst hefur utan sjálfs svæðis-
ins kringum Tjeraobyl. Almannavamir létu boð út ganga að
geislavirknin væri ekki lífshættuleg, en vöruðu fólk við því að
borða súpur og seyði af nýgræðingi vorsins, sem margir náttúru-
unnendur og dýrkendur heilbrigðis tfna á þessum tíma árs. Þá
var fólk varað við að drekka rigingarvatn sem legið hefði og
geymst undir berum himni. Böra máttu ekki leika sér f sand-
kössum og alls ekki setja upp í sig sand. Dauðaskýið frá Sovét-
ríkjunum hafði eyðilagt vorið sem var að koma f allri sinni feg-
urð. Fréttir bárust af dauða og sjúkdómum fólks sem vann við
kjamorkuverið f Tjeraobyl og fjöldi fólks á svæðinu og f ná-
grannalöndum hafði fengið í sig geislavirkni sem mundi leiða
það til dauða á nokkrum vikum, en aðra eftir ár eða jafnvel
áratugi. Geislavirknin kemur af stað langvinnum krabbameins-
sjúkdómum sem ekki koma í ljós fyrr en eftir mörg ár. Allt þetta
hefur aukið á ótta fólks hér f Svíþjóð og þetta mál er nú á hvers
manns vörum hér og enginn lætur segja sér að allt sé með felldu.
Sovétríkin byggja nú orku-
framleiðslu sína í auknum
mæli á kjamorkuverum og vitað
er að tæknilega standa þessi ver
og öryggið þar á lægra stigi en
í Svíþjóð. Þar er viðhorfið til
upplýsingaskyldu hins opinbera f
þessum málum sem öðrum allt
annað en í vestrænum lýðræðis-
ríkjum. Það er því ekki að undra
að almenningur hér í Svíþjóð sé
órólegur út af kjamorkuverunum
og að tilvera þeirra innan landa-
mæra Svíþjóðar sé nú tekin til
umræðu á ný.
Kjarnorkuverin tekin
til umræðu á ný
Það virðist eins og manneskja,
almenningur jafnt sem vísinda-
menn og stjómmálamenn, geti
ekki sífellt lifað við tilhugsunina
um hið versta mögulega og ýti
því frá sér á meðan ekkert skeður
sem minnt gæti á það. Staðreynd-
in er sú að kjamorkuver nálægt
þéttbýlum svæðum, að ekki sé
talað um milljónaborgum, geta
reynst eins hættuleg og kjam-
orkusprengjur og kjamorkuvopn.
Hversu langt sem tæknin nær f
öryggisaðgerðum, er aldrei hægt
að útiloka mannleg mistök, sem
þegar um kjamorku er að ræða
ógnar ekki aðeins þeim sem búa
í næsta nágrenni hér og nú, heldur
einnig komandi kynslóðum, nátt-
úmnni og umhverfinu öllu. Víst
er það svo að vinnsla annarra
orkulinda getur haft slys í för
með sér, göng hrynja ofan á
námumenn, lungu þeirra eyði-
leggjast smám saman, brennsla
kola hefur neikvæð áhrif á gróður
og vötn o.s.frv., en tilhugsunin
við að fólk tærist upp af geisla-
virkni í áratugi eftir að slysið
hefur orðið virðist samt vera
meira ógnvekjandi heldur en aðrar
hættur sem hægt er að skilja og
reikna með á auðveldari hátt.
Stefna stjórnar jafnaðar-
manna í orkumálum
Slysið í kjamorkuverinu í Harr-
isburg árið 1979 kom einnig af
stað miklum umræðum um kjam-
orku hér í Svíþjóð og jafnaðar-
menn, sem staðið höfðu fyrir
byggingu kjamorkuvera sem eins
af aðalþáttum í sænska orkukerf-
inu, neyddust þá til að endurskoða
afstöðu sína. Innan raða þeirra
vom menn bæði með og á móti
og svo er enn, en smám saman
varð það opinber stefnuskrá
þeirra að gera áfram ráð fyrir
kjamorkunni í náinni framtíð, en
leggja þau niður einhvem tíma í
Orkumálaráðherrann, Birgitta
Dahl, segir ekki ástæðu tíl að
Svíar breyti stefnu sinni i orku-
málum, en vill þó taka tillit til
hins mikla uggs sem sett hefur
að sænsku þjóðinni.
framtíðinni. Lengd þess tíma sem
þau skyldu vera við lýði ákvarðast
af öryggisþáttunum og rannsókn-
um og tækni sem fram kunna að
koma á þessum tíma. Þessi stefna
róaði almenning en hörðust and-
stæðingar kjamorkuveranna hafa
óttast það að ríkisstjómin mundi
láta undan hinum sterku öflum
sem vilja hafa kjamorkuverin og
jafnvel byggja fleiri sem forsendu
aukins hagvaxtar í framtíðinni.
Kjamorkan er ódýrasta orkulindin
þar sem flest þau fallvötn sem
koma til greina eru nú virkjuð.
Andstæðingar lqamorkuver-
anna benda á að nú sé framleitt
helmingi meira af kjamorku en
árið 1980 þegar þjóðaratkvæða-
greiðslan fór fram sem leiddi til
þeirrar ákvörðunar að kjamorku-
verin skyldu smám saman lögð
niður og vera úr sögunni árið
2010. Ótti þeirra gagnvart stjóm-
inni fékk byr undir báða vængi
þegar ákveðið var en endurbyggja
eitt af þeim verum sem nú eru í
gangi, fyrir 1,2 milljarða sænskra
króna. Þetta fé vildu þeir að sett
yrði í það að þróa nýjar orkulind-
ir. Orkumálaráðherrann Birgitta
Dahl réttlætti þessa ákvörðun
með því að endurbyggingin hefði
verið nauðsynleg af öryggis-
ástæðum. Þeir sem vilja hafa
kjamorkuna áfram benda á að
hún sé ekki aðeins ódýrasti val-
kosturinn heldur að af henni stafi
minni mengun en kolum og olíu.
Þeir trúa því að tækninni fleygi
svo fram á því tímabili sem kjam-
orkan fékk í frest, að stefna
stjómarinnar verði endurskoðuð f
ljósi nýrra vísindalegra stað-
reynda.
Orkumálaráðherra
á tveimur vígstöðvum
Orkumálaráðherrann Birgitta
Dahl hefur einkum verið talsmað-
ur stjómarinnar í þeessu máli að
undanfömu. Hún hefur verið ein-
beittasti talsmaður þeirrar stefnu
að verin verði lögð niður á löngu
tímabili, og að fylgt verði þeirri
ákvörðun þingsins að miðað verði
við árið 2010 að öllu óbreyttu.
Þessari stefnu hefur hún fylgt
bæði gagnvart kjamorkuiðnaðin-
um, sem í raun vill líta fram hjá
þessari ákvörðun og þróa kjam-
orkutæknina eins og hún ætti
framtíðina fyrir sér, og gegn tals-
mönnum andstæðinga Iq'amorku-
veranna, sem segja hana hafa
svikið loforðin um að leggja verin
niður. Hún segist skilja þann ugg
og ótta sem fólk beri í bijósti sínu
varðandi kjamorkuna og hefur
lofað að öryggisþátturinn verði
enn einu sinni tekinn til rækilegr-
ar endurskoðunar. Sérstök rann-
sóknamefnd verður sett á laggim-
ar og hefur ráðherrann sagt að á
grundvelli niðurstaðna þessarar
nefndar muni stjómin sfðan
byggja stefnu sína og taka
ákvörðun um það hvort núverandi
stefnu verði breytt í einhveijum
atriðum, þ.e.a.s. hvort verin verði
lögð niður fyrr en áður var gert
ráð fyrir. En hún telur ekkert
liggja fyrir nú sem breytt gæti
núverandi stefnu og þar er ekkert
sagt nákvæmlega um hvenær
kjamorkuverin í Svíþjóð verði lögð
niður. Samkvæmt þessari stefnu
er það fyrst árið 1990 sem ný
heildarorkustefna verður sett
fram og það er ekki fyrr en 1995
sem ákveðið verður hvenær þau
verða lögð niður og í hvaða röð.
Öll eiga þau að vera úr sögunni
árið 2010 eins og áður segir.
Enginn veit hvað verður
Tækni og vísindi geta gert
ýmislegt á þessu tímabili sem
gæti sett strik í reikninginn, eins
og stuðningsmenn kjamorkuvera
vona. Hins vegar sýnir reynslan
nú og sannar, þrátt fyrir alla út-
reikninga varðandi líkumar á
óhöppum í rekstri þessara orku-
vera, að hið versta getur hent.
Sovétríkin reka nú 45 kjamorku-
ver og hafa eins og kunnugt er
komið sér upp ógrynni kjamorku-
vopna. Þar hafa hvorki meira né
minna en sjö slys í meðferð kjam-
orkunnar orðið frá því árið 1957,
ef kjamorkukafbátar em reiknað-
ir með. Ekkert hefur þó haft eins
hættulegar afleiðingar fyrir Sví-
þjóð og það sem átti sér stað í
Tjemobyl. Nú vita allir að það
getur aftur komið fyrir bæði í
Sovétríkjunum og öðmm ná-
grannalöndum. En það gæti einn-
ig gerst slys í sænsku kjamorku-
veri. Það em menn nú einnig f
auknum mæli meðvitaðir um, ekki
síst Danir sem benda á að
Barsebeck-verið er aðeins í 20 km
fjarlægð frá Kaupmannahöfn.
Það er sennilegt að slys í sænsku
kjamorkuveri mundi flýta fyrir
lokun veranna hvað sem allri
tækni og véindum líður.
Höfundur er fréttaritari Morg-
unblaðsis íSvíþjóð.