Morgunblaðið - 01.11.1986, Síða 15

Morgunblaðið - 01.11.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 15 Haustvaka Kvenfélagasambands fs- lands um helgina: Fjallað verður um fjöl- skylduna í samtímanum Bein útsending á morgunþættí rásar 2 frá Lækjartorgi í ágúst sl. Ríkisútvarpið á lögum samkvæmt að reka tvær hljóðvarpsrásir. Rás 2 hefur staðið undir sér með auglýsingum og ekki fengið neinn skerf af afnotagjöldum til reksturs síns. Þá spumingu og aðrar hliðar hinna margslungnu útvarpsmála er sjálfsagt að ræða af fullri einurð og yfirvegun. Næsta lítið fór fyrir rannsakandi úttekt á dagskrár- stefnu og þjónustumarkmiðum Ríkisútvarpsins þegar Alþingi fjall- aði um útvarpslögin í fyrra. Mestum tíma var varið til rökræðna um ein- stök atriði er snertu meginbreyting- una í lögunum, þ.e. stofnun nýrra útvarpsstöðva. Útvarpslögin á að endurskoða innna þriggja ára. Þennan breyt- inga- og aðlögunartíma þarf að nýta vel og mjög kærkomið væri að fá fram víðtæka umræðu um þá framtíðarsýn sem menn vilja tengja Ríkisútvarpinu. I Bretlandi hefur hið opinbera almannaútvarp BBC búið við sam- keppni einkastöðva í útvarps- og sjónvarpsrekstri í áratugi. BBC hefur tekjur sínar einvörðungu af afnotagjöldum en einkastöðvar plægja akur auglýsingamarkaðar- ins. Þrátt fyrir öfluga starfsemi einkastöðvanna er hlutur BBC í brezkri fjölmiðlun mjög mikill og stendur traustum fótum. BBC rekur §órar hljóðvarpsrásir með mismun- andi dagskrárefni og tvær sjón- varpsrásir. Að undanfömu hafa Bretar rætt framtíð fjölmiðlunar og hlutverk og tekjuöflunarleiðir BBC. Thatcher forsætisráðherra hefur verið því hlynnt að BBC aflaði tekna með auglýsingabirtingu og keppti þannig við einkastöðvar í stað þess að hækka afnotagjöldin. Öðmm þykir ráðlegra að bíða átekta þar til fundnar verða ömggar aðferðir til gjaldtöku í samræmi við notkun. Aðeins er tæpt ár liðið síðan ný lög ollu gjörbyltingu í útvarpsmál- um Islendinga. Svo sem búizt var við hefur ókyrrð og óvissa ríkt framan af um afkomuhorfur fyrir- tækjanna sem keppa á þessum markaði. Þegar frá líður mun reynslan leiða í ljós hvort og þá hverra breytinga er þörf í útvarps- málum. Þar til gaumgæfileg athugun á öllum þáttum þessa viða- mikla og afdrifaríka máls hefur farið fram er með öllu óviðunandi að hróflað sé verið undirstöðunum án þess að hugsað sé til þess hveij- ar afleiðingamar verði. Höfundur er útvarpsstjóri Kvenfélagasamband íslands gengst um helgina fyrir Haust- vöku. Þetta er nýjung í starfi sambandsins en áður hefur það gengist fyrir vinnuvöku og vor- vöku. Haustvakan verður haldin á Hallveigarstöðum, Hótel Loft- leiðum, Þjóðleikhúsinu og Dómkirkjunni. Haustvakan hófst í gærkvöldi, föstudag, með „Opnu húsi“ á Hall- veigarstöðum. Þar voru ráðstefnu- gögn afhent, bornar fram veitingar og skemmtiatriði flutt. í dag, laugardag, verður ráð- stefna um „Fjölskylduna í samtí- manum“ sett á Hótel Loftleiðum kl. 9 árdegis. Fjallað verður um efnið í sjö efnisflokkum. Efnisflokkamir eru: Hjónabandið, hollusta, mann- legt líf í tæknivæddri framtíð, kynlíf, foreldrahlutverk, tómstundir og vinnumarkaður. Tvö stutt framsöguerindi verða flutt um hvem efnisflokk. Sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup og Guðrún Ásmundsdóttir fjalla um hjónaband- ið, Guðrún Agnarsdóttir læknir og alþingismaður og Ómar Ragnarsson fl'alla um hollustu, Magnús Pálsson forstöðumaður markaðssviðs Iðnað- arbanka og Lilja Ólafsdóttir fram- kvæmdastjóri fjalla um mannlegt líf í tæknivæddri framtíð, Grétar Sigur- bergsson geðlæknir og Hulda Guðmundsdunttir félagsráðgjafi um kynlíf, Jóhanna Bemharðsdóttir hjúkrunarfræðingur og Haraldur Olafsson lektor og alþingismaður um foreldrahlutverkið, Anna Lea Bjömsdóttir íþróttafræðingur og Eiríkur Öm Amarson sálfræðingur um tómstundir og loks fjalla Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir skrif- stofumaður um vinnumarkaðinn. Eftir framsöguerindi er gefinn stuttur tími til fyrirspuma og and- svara. I kvöld er leiksýning í Þjóðleik- húsinu á dagskrá. Á sunnudag er guðsþjónusta í Dómkirkjunni þar sem konur úr prestastétt predika og þjóna fyrir altari. Síðdegis á sunnu- dag er bókavaka á Hótel Loftleiðum. Þar lesa konur úr eigin bókum, lista- konur syngja og leika á fiðlu og loks syngja Ömmurnar úr Kópavogi þjóð- lög og vísur. I Kvenfélagasambandi íslands eru nú um 23 þúsund konur í 248 aðild- arfélögum og 22 samböndum. Þátttaka í Haustvöku 1986 er öllum heimil. Mímir: Handrit Margrét- ar sögu og fæðingarhjálp MÍ MIR, félag stúdenta í íslensk- um fræðum gengst fyrir a.m.k. einum fyrirlestri í hverjum mán- uði i vetur. í dag verður fyrirlest- ur Ásdísar Egilsdóttur sem nefnist „Handrit Margrétarsögu og notkun þeirra við fæðingar- hjálp.“ Fyrirlestrar þessir eru í tilefni 40 ára afmælis Mímis þann 11. desemb- er nk. Sverrir Tómasson hélt fyrsta fyrirlesturinn, um íslenska menntun á 12. öld. Fyrirlestur Ásdísar í dag vefður í Odda, stofu 101 kl. 14. Ásdís fjallar um heilaga Margréti sem var vemdardýrlingur kvenna í bamsnauð og ein þeirra helgu meyja sem mestur átrúnaður var á. Fleiri handrit hafa varðveist af sögu henn- ar en nokkurs annars dýrlings. Fréttatilkynning M Btömuin Fallegar plöntur fyrir lágt ®rö. D/EMI. FicusBeniamínáhálfvirö^ 2g5 . eo-70 cm ........Jusxr-- 945-' 100-120 cm ......“ 250.- Burknar . ; Kaktusar allir a halfvirði kr 42.- Veröfrá ................... ' pottahlífz BSK— . Komið í Blómaval um helgma - Gerið góð kaup. við Sigtún: Símar 36770- Gróðurhusmu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.