Morgunblaðið - 01.11.1986, Page 18

Morgunblaðið - 01.11.1986, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR L NÓVEMBER 1986 + LRDR samaRa Þá hefur hún slitið barnsskónum Lada Samara og sýnt afi hún stendur upp úr í hópi framhjóladrifinna bíla. Þar haldast í hendur útlit hennar, eiginleikar og kostir. Rúmgóður og öruggur fjölskyldubíll sem er hannaður fyrir aðstæður sem við þekkj- um allan ársins hring. Lada Samara 4ra gíra kostar aðeins 247 þúsund með ryðvörn. Góð greiðslukjör. Opið 10-16. Skiftiborð Verslun 38600 39230 Verkstæði Söludeild 39760 31236 Bifreiöar & Landbúnaöarvélar hf Suðurlandsbraut 14 Ólafur Vilhjálmsson, formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Garðabæjar, og Jón Magnússon í Skuld, fyrsti heiðursfélagi þess. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og Garðabæjar 40 ára: „ Að skila landinu betra í hendur afkomendanna“ Skógræktarfélag Hafnarfjarðar varð 40 ára í síðasta mánuði en það var stofnað 25. október árið 1946. Árið 1980, á Ári trésins, gengu Garðbæingar til liðs við Hafnfirðinga og hefur það síðan heitið Skógræktarfélag Hafnar- fjarðar og Garðabæjar. Á þessum tímamótum i sögu félagsins var efnt til glæsilegs hófs í Gaflinum í Hafnarfirði og við það tækifæri var eldhuginn og skógræktar- frömuðurinn Jón Magnússon i Skuld kjörinn fyrsti heiðursfé- lagi þess. Núverandi formaður Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar og Garða- bæjar er Ólafur Vilhjálmsson en fyrsti formaður þess var Ingvar Gunnarsson kennari. Gegndi hann formennskunni frá 1946-’49, Þor- valdur Ámason frá ’49-’54, Jón Gestur Vigfússon ’54-’58 og séra Garðar Þorsteinsson ’58-’65. Þá tók Ólafur við og hefur því gegnt for- mannsstöðunni í 21 ár. Upphaf skógræktar- starfsins í ræðu, sem Ólafur flutti í af- mælishófinu, stiklaði hann á stóru í sögu félagsins og kom fram hjá honum, að um áratug áður en félag- ið var stofnað hefði Ingvar Gunn- arsson og aðrir áhugamenn komið upp fyrstu skógræktargirðingunni í Undirhlíðum. Sáu skólaböm að mestu um gróðursetninguna og er þar nú risinn mjög fallegur lundur, sem jafnan er kallaður Skólalund- ur. Fyrsta skógræktargirðingin, sem félagið sjálft gekkst fyrir, var neðst í Gráhelluhrauni og var hafist handa við gróðursetningu þar árið 1947. Tveimur ámm síðar gáfu bæjaryfirvöld félaginu meira land ofan við girðinguna og var það girt samsumars. Árið 1957 var komið upp girðing- unni við Hvaleyrarvatn þar sem nú er gróðrarstöð félagsins og ári síðar var girt í Undirhlíðum, svokölluð Stóra-Skógarhvammsgirðing. 1961 var svo komið upp annarri girðingu í Undirhlíðum, Kúdalsgirðingu, og er Skólalundurinn nú innan hennar. Eru nú rúmir 200 hektarauOr innan þessara girðinga. Bæjargirðingin breytir aðstöðunni Árið 1979 náðist merkur áfangi í starfí landvemdar- og skógrækt- arfólks í Hafnarfírði og Garðabæ en þá var lokið við bæjargirðing- una, sem nær frá Grísanesi í Stórhöfða og þaðan í Heiðmerkur- girðingu. Innan hennar eru alfriðað- ir um 1250 hektarar. Bæjargirðing- in hefur gjörbreytt aðstöðu skógræktarmanna og í skjóli henn- ar á umhverfí Hafnaifyarðar og Garðabæjar eftir að taka miklum og heillavænlegum stakkaskiptum á komandi árum og áratugum. 1980 var svo brotið upp á því merka nýmæli að úthluta 40 spildum til félaga, skóla og einstaklinga og eru þær sumar nú þegar fullplantaðar. í afmælishófí félagsins urðu ÚRVAL-GÆÐI- ÞJÓNUSTA Gardínubrautir Skemmuvegi 10 Kóp. s. 77900 Tjarnargötu 17, 230 Keflavik, s. 2061 Síðumúla 22, 108 Reykjavík, s. 31870 Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavik, s. 22235 u

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.