Morgunblaðið - 01.11.1986, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 01.11.1986, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 37 AKUREYRI Prófkjör Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra: Kakan virðist hafa bragðast vel. Afmælisgestir með skrautlega hatta. Morgunblaðið/Skapti Hailgrimsson Fimm ára afmæli Síðusels Hún var girnileg kakan á 5 ára afmælinu. HALDIÐ var upp á fimm ára afmæli dagvistarstofn- unarinnar Síðusels í Síðuhverfi í gær, en í dag, laugardag, er afmælis- dagurinn. I tilefni dagsins var böm- unum og foreldrum þeirra boðið upp á dýrindis afmælis- tertu, gos og kaffi. Bömin fóm samt starfsfólki á Síðu- seli í bæinn, bæði þau sem eru fyrir og eftir hádegi, og þótti þeim það kærkomin til- breyting að sögn Snjólaugar Pálsdóttur, forstöðumanns. Farið var í myndatöku þar sem böm úr hverri deild voru mynduð saman, sungið var fyinr framan Félagsmála- stofnun „og við gengum um til að vekja athygli á því að Síðusel ætti afmæli," sagði Snjólaug. Hótanir um sérframboð hafa magn- ast í Norður-Þingeyjarsýslu nái Stefán Valgeirsson ekki 1. sætinu PRÓFKJÖR Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra, fyrir alþingiskosningarn- ar á næsta ári, fer fram á aukakjördæmisþingi flokksins á Húsavík á morgun. Þar verður kosið um sjö efstu sætin. Það sem beðið er eftir með mestri eftir- væntingu er hver hreppir fyrsta sætið - en um það bítast alþingis- mennirnir Guðmundur Bjarna- son og Stefán Valgeirsson og virtust þeir Framsóknarmenn sem Morgunblaðið ræddi við í vikunni frekar vera á þeirri skoðun að Guðmundur „hefði það“ þó erfitt væri að spá. Stefán hefur lýst því yfir að hann vilji einungis fyrsta sætið á listan- um - sætti sig ekki við annað. Guðmundur stefnir á sama sæti en hefur ekki kveðið svo fast að orði að hann sætti sig ekki við neitt annað, eins og Stefán hefur gert. Það er greinilega hlaupin mikil harka í prófkjörsbaráttuna. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hrukku sumir stuðningsmenn Stef- áns við er hann lýsti því yfír að hann vildi fyrsta sætið. „Mönnum fannst það vera fundarins á sunnu- daginn að ákveða hver yrði í fyrsta sæti - ekki að menn pöntuðu sæti einsog leigubíl!" sagði Framsóknar- maður í samtali við blaðamann. Svo virðist sem stuðningsmenn Stefáns skiptist nokkuð í tvo hópa. Menn hans á Akureyri og nágrenni eru á þeirri skoðun að Stefán verði að taka niðurstöðu prófkjörs en meðal stuðningsmanna þingmannsins í Norður-Þingeyjarsýslu, á Þórshöfn og þar í kring, virðast hafa magn- ast hótanir um sérframboð nái Stefán ekki kjöri í fyrsta sæti. Þá hafa þeir farið fram á að nái Stefán ekki kjöri í fyrsta sætið fái stuðn- ingsmenn hans að ráðstafa öðru sætinu. Einn þeirra sem býður sig fram í prófkjörinu er Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, bóndi á Öngulsstöðum III í Eyjafirði. Hann verður á þing- inu með atkvæðisrétt en þó ekki sem fulltrúi Framsóknarfélags Öngulstaðahrepps heldur FUF á Akureyri og nágrenni. Á almennum félagsfundi í flokksfélaginu í Öng- ulstaðahreppi fyrir rúmri viku náði hann ekki kjöri sem fulltrúi félags- ins. Skv. heimildum Morgunblaðs- ins tóku nokkrir aðilar sig saman og hringdu í trygga stuðningsmenn Stefáns og smöluðu þannig á fund- inn. Þeir mættu svo á fundinn með uppskrifaðan lista þeirra sem þeir vildu kjósa án þess að um listakosn- ingu væri að ræða heldur var þetta leynileg miðakosning. „Menn voru að pukrast með miðana og láta þá ganga sín á milli á fundinum," sagði einn viðmælenda Morgunblaðsins. En eins og áður sagði verður Jó- hannes engu að síður með atkvæð- isrétt á þinginu. Hann vildi ekkert tjá sig um umræddan félagsfund í gær en er hann var spurður hvort hann stefndi hátt í prófkjörinu sagði hann: „Þetta er nú pólitískt ístöðu- leysi í mér að ég skuli vera á þessum lista. Ég var búinn að gefa það upp í sumar að ég yrði ekki með í þessu. Það fer því alveg eftir því hvemig andrúmsloftið verður hvort ég verð með eða hvrt ég dreg mig jafnvel út af listanum áður en hann kemur til atkvæða. Það gæti allt eins farið svo,“ sagði Jóhannes. Félag um útvarps- rekstur stofnað í dag í DAG verður haldinn stofnfund- ur að félagi um rekstur útvarps- stöðvar á Akureyri á Hótel Varðborg. Hann hefst kl. 16.00. Von er á Einari Sigurðssyni, út- varpsstjóra Bylgjunnar, á fundinn. Að sögn Steindórs Steindórssonar, eins áhugamanna um stofnun út- varpsfélagsins, á hann von á nokkru fjölmenni á fundinn því mikill áhugi virðist vera á málinu í bænum. Stefnt er að því að hefja útsend- ingar í desemberbyrjun. Sjallinn: Starfsfólki sagt upp - Iðnaðarbankinn á nú húseignina IÐNAÐARBANKINN er nú orð- inn eigandi húseignarinnar sem Sjallinn var rekinn í. Elías I. Elíasson tilkynnti í gær að hann hefði tekið tilboði félagsins í húsnæðið. Bankinn fékk húsið með útlagningu í 19. veðrétt. Öllu starfsfólki Sjallans var með bréfi sem sent var út í fyrrakvöld sagt upp störfum frá og með degin- um í gær. Kráin „Kjallarinn" var opin á fimmtudagskvöldið en húsið er ekki opið um helgina og nú er engin starfsemi á vegum hlutafé- lagsins Akurs. Akur á allt innbú í húsinu en að sögn Jóns Kr. Sólnes, eins stjórnarmanna félagsins, er ekki ljóst hvað gert verður við inn- búið. Það skýrist væntanlega í næstu viku. Að sögn Elíasar Eliassonar fær Iðnaðarbankinn afsal af húseign- inni strax og hann hefur fullnægt uppboðsskilmálum og getur þá selt eignina aftur. BÓMA 9 ára: Verk Steiminnar Sig- urðardóttur kynnt BÓKMENNTAFÉLAG Mennta- skólans, BÓMA, heldur 9 ára afmæli sitt hátíðlegt á morgun, en það var stofnað 2. nóvember 1977. Þá verður afmælishátíð í Möðruvallakjallara, raunvísinda- húsi skólans, og hefst hún kl. 16.30. Þar kynnir Steinunn Sigurðar- dóttir rithöfundur verk sín, þar á meðal rétt óútkomna skáldsögu. Þá verður boðið upp á veitingar af kaffihlaðborði. Öllum er heimill aðgangur svo lengi sem húsrúm leyfír. “Það halda ekki öll félög hátíðlega upp á 9 ára afmæli sitt, en mér þótti það mjög tilhlýðilegt," sagði Uggi Jónsson, formaður BÓMA í samtali við Morg- unblaðið um ástæðu þessa. í KE A leigir verslan- irnar til janúarloka KAUPFÉLAG Eyfirðinga leigir áfram verslanimar sem Kaup- félag Svalbarðseyrar rak áður, á Svalbarðseyri og í Vaglaskógi. KEA gerði í gær samning við búsljóra þrotabúsins, Hafstein Hafsteinsson, um að leigja þær næstu þijá mánuði - út janúar. Engar líkur eru á að slátrun eða kjötvinnsla verði á staðnum. Kjör- land, hlutafélagið sem stofnað var til reksturs kartöfluverksmiðjunnar, tekur til starfa nú um mánaðarmót- in eins og greint var frá í blaðinu í gær. Félagið mun fyrst í stað vinna að því að pakka karftöflum í neyt- endapakkningar en franskar kart- öflur verða ekki framleiddar strax. Auk húsnæðis kartöfluverksmiðj- unnar mun Kjörland væntanlega leigja frystihúsið. Hugsanlega eitt- hvað meira, þ.á.m. sláturhúsið því Húsmæður á Akureyri Hafið þið áhuga á að fá ykkur morgungöngu sem borgar sig? Hafið þá samband við af- greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri. Sími 23905. Morgunblaðið á Akureyri Hafnarstræti 85, simi23905. bústjórinn vildi ekki leigja húsin á Svalbarðseyri nema geta leigt þau öU. Nokkur snjóflóð í Múlanum FÆRÐ var góð i gær i nágrenni Akureyrar en hált að sögn vega- eftirlitsmanna. Ólafsfjarðarmúli var ófær i gærmorgun en vegur- inn þar var mokaður - það hafði rennt i hann um nóttina. Nokkur snjóflóð hafa fallið í Múlanum undanfama daga. Það fyrsta um miðjan dag á miðviku- dag. Þá var vegurinn ruddur en lokaðist fljótt aftur. Á fimmtudags- morgun var hann ruddur aftur og kom þá í ljós að sex snjóflóð höfðu fallið um nóttina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.