Morgunblaðið - 01.11.1986, Síða 50

Morgunblaðið - 01.11.1986, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 Smiöjuvegi 6, Kópavogi simar 45670 — 44544. ÞETTA ER TOLVAIM! FYRIR EIISISTAKUIMGA OG FYRIRTÆKI AMSTRAD PCW tölva meö íslensku RITVINIMSLUKERFI,- ísl. 3ja tíma leiðbeiningum á snældum, SAMSKIPTAFORRITI fyrir telex, gagnabanka o.fl. og PREIMTARAI - fyrir aðeins 39.900,- kr. Stóri bróðir, AMSTRAD 8512, er með 2 drifum og stærra minni og kostar aðeins 49.900,- kr. Hann er auk pess hægt að fá fneð fullkomnu fjárhagsbókhaldi eða með vlðskiptamanna-, sölu- og lagerkerfi fyrir 59.900,— kr., og með hvoru tveggja fyrir aðeins 64.900,— kr. -allt í einum pakka - geri aðrir beturl AMSTRAD PCW 8256 ritvinnslutölvan: 256 K RAM (innbyggöur RAM diskur). I drif; skjár: 90 stafir x 32 línur. Prentari: Punktaprentari, 90 stafir á sek. AMSTRAD PCW 8512 ritvinnslu-ogtx3kbaldstölvan:5l2KRAM |innb. RAM diskur), 2 drif |B-drif er I megabyte), skjár: 90 st. x 32 línur. Prentari: punktaprentari, 90 stafir á sek. Báðum geröum fylgír íslenskt ritvinnslukerfi |LOGO- SCRIPT), Dr. Logo og CP/M+, (sl. lyklaborð, Isl. leiðbeiningar, 3ja tíma kennsluefni á 2 snældum |ísl.), prentari meö mörgum fallegum leturgerðum og -stærðum. Með AMSTRAD 8512 er einnig hægt að fá fullkomin tx5khaldskerfi sem henta mjög vel litlum og meðalstórum fyrirtælgum. Námskeið: Tölvufræöslan sf. Ármúla 36, s. 687590 & 686790: Fjárhagsbókhald 6 tlmar aöeins 2.500 kr. Viöskiptamanna- sölu- og lagerkerfi 6 tímar aðeins 2.500 kr. Rirvinnslunármkeió 6 tfmar aðeins 2.500 kr. FORRIT FYRIR AMSTRAD: Samsklptaforrlt: BSTAM, BSTMS. Chit-Chat. Crosstalk, Honeyterm 8256, Move-it. Áaetlana- og relknlforrit: Pertmaster, Milestone, Brainstorm. Statflow. Oacker. Master Planner. Multiplan. PlannerCalc. SuperCalc. Gagnagrunnsforrlt: Cambase, Cardbox, dBase II, dGraph, dUtil, Delta. Flexifile. Telkniforrlt: Dataplot plus, Datplot III, DR Draw, DR Oraph, Polyplot, Polyprint. Forritunarmál: DR C Basic, Mallard, Basic. Microsoft Basic, Nevada Basic, Os-Cobol. Nevada Cobol. RM Cobol, HiSoft C, Nevada Fortran, Pro Fonrar\DR PL/1.DR Pascal MT+, Nevada Pascal, Pro Pascal. Turbo Pascal. Annað: Skákforrit Bridgeforrit. íslensk forrlt: Ritvinnsla (fylgirj, Fjárhagsbókhald, Víöskiptamannafor- rit, Sölukerfi, Lagerbókhald, Nótuútprentun, Límmióaúcprentun. Auk þúsunda annarra CP/M fotnia. v/Hlemm Símar 29311 & 621122 TÆKNDELD Hafermúia2 Skm 832T1 Umboösmenn útl á landl: Akranes: Bókaskemman. Akureyrl: Bókabúöin Edda, Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga. DJúpavogl: Verslunin Djúpiö, Grlndavík: Bókabúö Grindavíkur. Hafnarfjörður: Kaupfélag Hafnfiröinga. Húsavík: Bókaverslun Þórarins Stef.. Isafjörður: Hljómborg, Keflavík: Bókabúö Keflavíkur, Vestmannaeyjar: Vídeóleiga GS. Seltjamarnes: Verslunin Hugföng. TÖLVULAND HF., SÍMI 17850 Bergljót Ingólfsdóttir Þegar afgangur er af fiskinum Ekki eru allir ánægðir þegar afgangur verður af máltíð dagsins, margir borða aldrei upp- hitaðan mat og því fer matur oft til spillis. En sumir afgangar eru betri en aðrir — það er t.d. ákaf- lega hagkvæmt að kaupa ríflega af ýsunni (eða öðrum fiski) þegar á að hafa hana soðna og búa svo til lystuga rétti úr köldum fiskin- um. En fískinn verður að hreinsa meðan hann er heitur eins og all- ir vita, en síðan er hægt að geyma soðinn fískinn í kæliskáp í nokkra daga, eða þá frysta hann til síðari nota. Fiskbúðingur með hrærðu smjöri (Gratin) 75 g smjörlíki, 75 g hveiti, 33A dl mjólk, 3 egg, salt og pipar, 250 g soðinn fískur, helst ýsa. Búinn er til uppbakaður jafn- ingur úr hveiti, smjörlíki og þynnt úr með mjólk. Jafningurinn á að vera gljáandi og „losna við sleif og pott“ eins og sagt var í göml- um uppskriftum. Jafningurinn er kældur áður en saman við eru settar eggjarauðumar, ein í senn, hreinsaður, kaldur fískurinn og bragðbætt með salti og pipar. Síðast eru stífþeyttar hvítumar settar varlega saman við, og þetta sett í smurt ofnfast fat, raspi stráð innan í og sett ofan á. Bakað í meðalheitum ofni í eina klukku- stund. Soðnar kartöflur og hrært smjör (eða eins og það kemur fyrir) borið með. Fisk-salat 100 g majones, 1 msk. sýrður ijómi, IV2 bolli soðinn kaldur fískur, V2bolli brytjuð paprika, salt, söxuð steinselja. Majonesið hrært með sýrðum ijóma, fískur í bitum og paprika sett saman við og kryddað að smekk. Steinselju stráð yfír um leið og borið er fram, kælt fyrir neyslu. Tómat-fiskur 500 g vel þroskaðir tómatar (eða niðursoðnir úr dós), dál. dill, 3 msk. smjör eða smjörlíki, ca. 2 bollar kaldur soðinn físk- ur, salt og pipar, ‘Abolli ijómi eða ijómabland. Hýðið tekið af tómötunum (að- eins difíð í heitt vatn áður) og þeir skomir í þykkar sneiðar. I ofnfast fat eru sett tómatsneiðar, dillkvistir og fískstykki, lagt í Iög, salti og pipar stráð yfír hvert lag og smjörbitar settir yfir. Fatið sett í ofn og hitað við 225° C í ca. 20 mín, en þá er ijómanum hellt yfír og bakað í 10 mín. í viðbót. Soðnar kartöflur bomar með. Fisk-„kokkteill“ 50 g majones, V2msk. sítrónusafí, 1 tsk. paprikuduft, 1 tsk. kapers, salatblöð, IV2 bolli kaldur soðinn fiskur í bitum. Majonesi, sítrónusafanum og papriku hrært saman. Fiskinum skipt niður á salatblöð, sósan sett yfír, brytjað kapers ofan á. Gott brauð borið með. Gamaldags plokkfiskur 30 g smjörlíki, 30 g hveiti, 3-4 dl. mjólk, salt og pipar, 400—500 g soðinn kaldur físk- ur, saxaður laukur. Bakaður upp jafningur úr smjörlíki, hveiti og mjólk, laukur- inn settur út í og látinn sjóða með. Fiskstykkin sett saman við, ásamt soðnum kartöflum í bitum. Bragðbætt með salti og pipar, gott rúgbrauð borið með. Þess má geta að matseðill á einum matstað borgarinnar bauð upp á „gratineraðan" plokkfísk nú nýlega. Það mætti því reyna að setja plokkfískinn i ofnfast fat, strá raspi eða rifnum osti yfír og hita smástund í ofni. „Falinn“ fiskur 3—4 dl soðinn fískur (ýsa eða annað), 2 dl soðin hrísgijón, 2 dl soðnar makkarónur, 2 harðsoðin egg, 2 hrá egg, 1 stór laukur, graslaukur, V2-I dl mjólk, salt og pipar, múskat, ostur. Soðin egg, laukur og graslauk- ur brytjað smátt. Kryddi, mjólk og hráu eggi hrært saman, síðan er fískur og allt annað, sem fara á í, sett út í og blandan sett í smurt ofnfast fat og bakað í ofni, við 225° C í 30—40 mín. Kartöflur og grænmetissalat borið með. Fisk-„krókettur“ 500 g soðinn fiskur, 1 tsk. smjör eða smjörlíki, 3 msk. hveiti, 1 bolli mjólk, 1 bolli fisksoð, 1—2 eggjarauður, salt og pipar. Búinn er til jafningur úr smjörlíki, hveiti, mjólk og fisk- soði, jafningurinn látinn kólna áður en físki og þeyttum eggja- rauðum er bætt út í, kryddað að smekk. Gerðar aflangar bollur, sem difíð er í þeytt egg (eða eggja- hvítu), síðan í rasp og látið bíða um stund. Bollurnar djúpsteiktar í potti með olíu eða plöntufeiti, fítan látin síga vel af á eftir. Kartöflur og grænmetissalat borið með. öll verö miöuö viö gengi I. sept. 1986 og staögreiöslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.