Morgunblaðið - 01.11.1986, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 01.11.1986, Qupperneq 53
53 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 Minning: Víkingur Jóns- son, Reyðarfirði Suðurnes: Hætta á mengun og ofnýtingu ferskvatns Væntanlega stefnt að heimild fyrir vatni til f iskeldisstöðva INNAN lögsagnarumdæmis sveitarfélaganna á Suðurnesjum eru taldir vera 20 þúsund sek. lítrar af ferskvatni. Af þeim er hægt að nýta 6 þúsund sek. lítrar. Byggðin og Hitaveita Suðurnesja nýta þegar 500 sek. lítra en erfiðara er að segja til um þörf fiskeldisstöðv- anna sem þegar hafa lagt fram óskir um nokkur þús. sek. litra. Fæddur 31. janúar 1979 Dáinn 25. olrtóber 1986 Við norðanverðan Reyðarfjörð, yst í Helgustaðahreppi, er vík sem nefnist Vaðlavík. Þar ólust hjónin Svanhildur Stefánsdóttir og Jón Vigfússon upp sitt á hvorum bæn- um og þar hófu þau búskap. Síðan eyddist byggðin og Svanhildur og Jón fluttust síðust manna úr Víkinni, að Hólmum við Reyðar- fjörð. En Vaðlavíkin hvarf ekki úr huga þeirra. Á hveiju sumri eru ótal ferð- ir famar þangað, og þegar þeim fæddist fimmti sonurinn, 1979, var hann skírður Víkingur. Víkingur bar nafnið með sóma og höfum við fá böm hitt sem urðu okkur strax svo kær. Það bjó eitt- hvað undarlegt í fasi drengsins og framkomu. Eitthvað sem benti til þess að sál hans væri eldri en árin sögðu til um. En Víkingur fékk bara að lifa sjö ár á þessari jörð. Það er stað- reynd sem erfítt er að kyngja, fyrir þá sem eftir lifa. Þó megum við ekki gleyma ánægjunni sem kynnin við hann veittu okkur. Frammi fyr- ir óhagganlegum dómi dauðans er fátt annað til ráða. Við látum minn- ingamar lifa og veita okkur styrk til að horfast í augu við framtíðina. Hug^ur okkar er heima að Hólm- um. Þar er nú dauflegra en var þegar Víkingur gekk þar um og bræddi gesti og gangandi með heili- andi framkomu. Minningamar hrannast upp. í lok ágúst síðastlið- ins dvöldum við síðast nokkra daga að Hólmum og auðvitað var farið með okkur á Land Rovemum yfír í Vaðlavík. Það fannst Víkingi gam- an. Honum fannst hann nátengdur Víkinni. „Nú heiti ég Vaðlavíking- ur,“ sagði hann þegar við hossuð- umst niður hlíðamar í átt til sjávar að hinum fomu bæjum. Hann var vaxinn upp úr moldinni og hafði unun af að sýna okkur umhverfíð, hvort heldur var í Vaðlavík eða kringum bæinn að Hólmum, þar sem allt var honum kært, hólmamir með öllum kollun- um og fískurinn sem pabbi hans dró að landi. Um leið og hann miðl- aði því sem hann vissi, var hann síspyijandi og þegar hann fræddist um nýjan hlut varð hann oft dular- fullur á svip og horfði einkennilega fram fyrir sig. Manni varð þá oft sú spuming í hug: „Hvað er bamið að hugsa? Á hvað er hann að horfa?" Við fáum víst ekki svar við því. Röddin hans sterka hljómar ekki lengur. Nú gengur hann um önnur tún og spyr spuminga sem aðrir fá að svara. Sína stuttu ævi miðl- aði hann ótrúlega mörgum af brunni sínum. Alls staðar sem hann kom var munað eftir honum. Þeir sem sáu Víking einu sinni, gleymdu honum ekki. í hvert sinn sem við fórum af bæ þegar við dvöldum að Hólmum, fór Víkingur með okkur. Þegar við komum í ágúst að bæ í sveitinni, gengum við lengi í flörunni og tíndum steina. Víkingur var kapp- samur við það og tíndi fjölmarga steina sem hann ætlaði mömmu sinni. Á bænum var karlmaður einn heima og bauð kaffí, en bar sig ófaglega að við meðlætið. Víkingur spurði þá hvort ekki ætti að bera fram tertu fyrir gestina. Bóndi sneri sig út úr því og spurði hvort honum þætti þetta ekki nógu gott. Nei, það fannst Víkingi ekki. „Maður er nú enginn hversdagsmaður þegar mað- ur er gestur," sagði hann sinni rólegu röddu. Hann var enginn hversdagsmað- ur hann Víkingur. Við tökum undir það og þökkum honum yndislega samveru. Magnþrota stöndum við frammi fyrir svo óskiljanlegum örlögum og biðjum þess að Guð gefí foreldrum hans styrk, systkinum og ömmu. Yngsta systirin, Sigurbjörg, á nú um sárt að binda því Víkingur var hennar besti félagi. Þeirra er missir- inn mestur, en minningamar jafn- framt fjölskrúðugastar um drenginn sem var ekki ætluð lengri viðdvöl á meðal okkar, á ferð sinni til meiri þroska. Stella, Elsa og synir. Að sögn Freysteins Sigurðssonar jarðfræðings hjá Orkustofnun, sem er einn þeirra er safnað hefur upp- lýsingum um ástand vatnsbúskapar á Reykjanesi, eru áætlanir og fram- tíða hugmyndir, sem fram hafa komið hjá átta fískeldisstöðvum sem hafa verið reistar eða eru í býgerð, innan við 6 þús. sek. lítra. Nokkrir aðilar aðrir hafa verið að þreyfa fyrir sér með fískeldi á Suðurnesjum í huga og gæti farið svo að setja þyrfti takmarkanir á stærð þeirra. „Væntanlega verður reynt að stefna að því, að heimild þurfi til að fá vatn og hvað fiskeldis- stöðvar varðar þá hugsanlega tímabundna heimild. Því vitanlega er hægt að afskrifa stöðvamar eins og hvert annað fyrirtæki. Með því móti er hægt að nýta vatnið í ein- hvetja áratugi þar til sveitarfélagið þarf á því að halda til neyslu eða annars atvinnureksturs,“ sagði Freysteinn. Hann sagði að engin lög væru til um nýtingu jarðvatns en notast væri við hliðstæður í vatnalögum um fallvöt frá árinu 1923, auk laga um afnotarétt og eignarrétt. í vatnalögum er forgangsröð á nýt- ingu fallvatna og annars yfírborðs- vatns. Samkvæmt þeim hafa heimilin forgang, síðan búrekstur, þá annar atvinnurekstur. „Suður- nesjamenn hafa sýnt mjög lofsvert frumkvæði og fyrirhyggju með því að taka af alvöru og festu á þessu rnáli," sagði Freysteinn. Hann sagð- ist vonast til að þeim tækist að koma á góðu skipulagi á fesrsk- vatnsmálum sínum en þessi mál voru meðal annars rædd á fundi Samtaka sveitarfélaga á Suðumesj- um, sem nýlega var haldinn. Bergið á Reykjanesi er mjög lekt og jarðvatnslagið svo þunnt að það flýtur ofan á sjóvatni eins og olía á vatni. Þess vegna er ekki hægt að nýta nema 6 þús. af þeim 20 þús. sek. lítrum af vatni sem eru á nesinu. „Mengunarhætta er því ákaflega mikil og hefur komið fyrir að vatnsból hafi spillst vegna ofnot- kunnar. Þama er engin gróðurþekja né jarðvegsþekja til vemdar og bergið svo lekt að gmnnvatn meng- ast strax. Því þarf að setja reglu- gerð um mengunarvamir sem fyrst," sagði Freysteinn. r Osköp venjuleg maísstöng, en... ...veislubiti með smjöri!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.