Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
Heitavatnsinntak á Korpúlfsstöðum gaf sig:
Tugir listaverka stórskemmd-
ust af sjóðheitri gufu og vatni
Þorbjörg Pálsdóttir mynd-
listarmaður hugar að
nokkrum verka sinna í
kjallara Korpúlfsstaða.
LISTAVERK í geymslum Myndhöggvarafélagsins á Korpúlfsstöðum
stórskemmdust um helgina þegar heitavatnsinntak í kjallara hússins
gaf sig og sjóðheitt vatn sprautaðist út á gólf. Talið er að á þessu
hafi gengið í tæpa tvo sólarhringa, frá aðfaranótt laugardags, fram
yfir hádegi á sunnudag, en þá varð bilunarinnar vart. Yfir þrjátíu
félagar eru í Myndhöggvarafélagi íslands og áttu þeir flestir myndir
í geymslunni í kjallara Korpúlfsstaða, auk þess sem vinnustofa Sverr-
is Ólafssonar myndlistamanns var í kjallaranum, vinnustofa Marteins
Davíðssonar múrhleðslumanns og hjólageymsla lögreglunnar í
Reykjavík. Listaverkin voru ekki tryggð og er ólíklegt að þau fáist
bætt.
Listakonan Rúrí kom fyrst í kjall-
ara Korpúlfsstaða á sunnudaginn,
en þar leigir Myndhöggvarafélagið
af Reykjavíkurborg sem á Korpúlfs-
staði. „Hér var heitara en í nokkru
gufubaði" sagði hún um aðkomuna
í samtali við Morgunblaðið. Þá var
nokkurra sentimetra djúpt vatn á
gólfinu og þétt vatnsgufa í kjallaran-
um. Kallað var á lögreglu og
slökkvilið sem dældi vatni úr kjallar-
anum.
Vatnið og hitinn höfðu þau áhrif
á verk úr jámi og stáli að þau ryðg-
uðu, og þau verk sem eru úr gipsi
og asbesti sprungu og molnuðu nið-
ur. Málning á myndverkum bólgnaði
og fólksbíll í eigu Sverris Ólafssonar
myndlistarmanns, sem verið var að
vinna undir málningu, er nú með
þéttri ryðhúð. í lofti kjallarans hafa
myndast ótal örsmáir dropasteinar
þar sem heit vatnsgufan hefur þést.
Hræðilegt áfall
Þorbjörg Pálsdóttir er einn þeirra
Morgunblaðið/Einar Falur
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hádegi í gœr: Við suðausturströnd landsins er 964 mílli-
bara lægö sem þokast austnoröaustur og grynnist.
SPÁ: ( dag lítur út fyrir norðan- og norðvestan kalda (5 vindstig)
um mestan hluta landsins. Él verða um allt norðanvert landið en
bjart veður syðra. Yfirleitt vægt frost, en þó sennilega frostlaust
suðaustanlands.
VEBURHORFUR NÆSTU DAGA:
MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Fremur hæg noröanátt.
Dálítil él um norðanvert landið, annars bjart en kalt.
y, Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig,
/ / r
f r / / Rigning
/ / /
* / *
f * / * Slydda
f * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-|Q Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V E'
== Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
CX) Mistur
_Skafrenningur
j-^ Þrumuveður
’W'l m F
f W'
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hitl veður
Akureyri -2 alskýjað
Reykjavik 2 léttskýjað
Bergen 7 skúr
Helsinkl S þokumóða
Jan Mayen 2 súld
Kaupmannah. 8 þokumóða
Narssarssuaq -9 skýjað
Nuuk —8 skýjað
Osló 8 þokumóða
Stokkhólmur 4 þokumóða
Þórshðfn 6 skúr
Algarve 19 léttskýjað
Amsterdam 12 léttskýjað
Aþena 17 lóttskýjað
Barcelona 16 rigning
Berlfn 13 mistur
Chicago -1 lóttskýjað
Glasgow 6 skúr
Feneyjar 11 þokumóða
Frankfurt 11 rigning
Hamborg 13 skýjað
Las Palmas 22 skýjað
London 11 skýjað
LosAngeles 18 alskýjað
Lúxemborg 10 skúr
Madrid 14 hálfskýjað
Malaga 19 skýjað
Mallorca 16 skýjað
Miami vantar
Montreal 3 þokumóða
Nice 19 skýjað
NewYork 8 mistur
Paris 12 léttskýjað
Róm 19
Rúrí skoðar verk eftir sig, sem m.a. er gert úr spegilgljáandi málm-
plötum, sem nú eru alsettar ryðblettum. „Þetta er smávægilegt tjón
miðað við það sem aðrir hafa orðið fyrir," sagði hún.
Inntakið sem gaf sig.
myndlistarmanna sem eiga verk á
Korpúlfsstöðum. Mörg verka hennar
eru stílfærðar myndir af fólki sem
gerðar eru úr trefjaplasti á jám-
grind. „Það er ekki hægt að sjá það
núna hvort myndimar hafa
skemmst, en þær hafa legið hér í
sjóðandi vatni sem sennilega hefur
komist inn í verkin. Þau verk sem
eru úr gifsi hafa morknað niður.
Þetta er alveg hræðilegt áfall því
flest af mínum verkum voru hér,“
sagði Þorbjörg.
Tvær stórar gipsfrummyndir eftir
Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara
voru í kjallaranum, myndin Tónlist-
armaðurinn, en bronsafsteypa af því
verki stendur fyrir framan Há-
skólabíó, og Sonur, sem hlaut
gullverðlaun á sýningu Konunglega
listaháskólans í Kaupmannahöfn, en
bronsafsteypa af því verki er í Lista-
safni íslands. Þessi tvö verk munu
vera stærstu og dýrustu verkin sem
geymd voru í kjallaranum. Ólöf sagði
í samtali við Morgunblaðið að ekki
væri ljóst hvort þessar myndir væru
skemmdar, en þær eru steyptar utan
um jámgrind og því kemur ekki í
ljós fyrr en eftir talsverðan tíma
hvort jámið hefur ryðgað. Ólöf sagði
að verk sín hefðu ekki verið tryggð
frekar en annara listamanna sem
þama áttu verk.
Nákvæm skoðun á ástandi lista-
verkanna í kjallaranum var ekki
hafin í gær og þar af leiðandi var
ekki hægt að meta tjónið til fulls.
Rúrí taldi að meðalsöluverð á mynd-
verkum á borð við þau sem geymd
voru í kjallaranum, væri um 100
þúsund krónur en heildartjónið næmi
örugglega miljónum ef ekki tugmilj-
ónum.
Skýrsla kemur í dag
Verið var að leggja nýja heita-
vatnslögn í kjallara Korpúlfsstaða
og til stóð að setja nýja mælagrind
upp í síðustu viku á þeim stað þar
sem núverandi inntak er en það verk
tafðist. Ekkert hafði verið unnið í
lögninni tvo daga áður en óhappið
varð.
Hjörleifur Kvaran skirfstofustjóri
borgarverkfræðings, sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann fengi ■
dag skýrslu frá eftirlitsaðilum um
óhappið, þar sem ma. ætti að koma
fram, hvort heitavatnsleiðslan sem
gaf sig væri gölluð, en fimm ár eru
síðan hún var sett upp. Hjörleifur
sagði að ekki væri fullljóst hvort
Reykjavíkurborg þyrfti að greiða
einhverjar skaðabætur, en sagði að
borgin væri ekki tryggð fyrir vatns-
skaða á Korpúlfsstöðum.