Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 27
upp á það að slík umræða hæfist.
Eins er það nú í stjómmálaumræðu
á íslandi, að ekki er hægt að tala
um siðferði eða siðfræði. Slíkt hjal
hefur enga merkingu á vettvangi
umræðunnar. Þá sjaldan stjóm-
málamenn brydda upp á slíku
þykjumst við vita að þeir eigi við
eitthvað annað — að eitthvað búi
undir.
IV.
Það er þó ekki aðeins á sviði
stjómmála að siðferðileg umræða
virðist á undanhaldi. Á siðferðilega
afstöðu er gjaman litið sem einka-
mál. Það er sagt að sitt sýnist
hveijum og að hver og einn verði
að eiga slíkt við sjálfan sig. Um-
ræða um siðferði virðist oft miðast
við það fyrst og fremst að finna
leiðir til að fólk geti lifað saman
án þess að ræða eða rífast um sið-
ferðiskennd sína eða afstöðu. Þessi
umræða virðist með öðmm orðum
stefna að því að gera raunverulega
umræðu um siðferðileg málefni
óþarfa.
Kannski er ekki að undra þó
stjómmálamenn okkar veigri sér
við að gera siðferði að umræðuefni?
En hvort heldur er aðeins í stjóm-
málum eða almennt meðal fólks,
þá sjáum við að siðferði og siðfræði
teljast vart lengur gildar forsendur.
Um þau er vart lengur hægt að tala.
V.
Á hvaða gmndvelli var þá áður
hægt að tala um siðferði? Hvaða
forsendur skortir nú til að við getum
enn á ný hafið opinbera siðferðilega
umræðu? Hér mætti eflaust að
nokkm um kenna hnignun trúar-
bragðanna, þó einnig megi færa að
manna, að augljóslega hafi verið
gengið of langt í þá áttina."
í íslendingahópnum í Berlín em
nokkrir sem geta farið að hafa sam-
an föggur sínar og halda heim á
leið verði frumvarpið samþykkt og
fái þeir ekki náð fyrir augum Náms-
styrkjanefndarinnar fyrirhuguðu.
Þetta fólk er nefnilega ekki í námi
sem kallað er hagnýtt eða
„praktískt" og getur því engan veg-
inn reiknað með að hafa efni á
viðbótarlánum.
Er menntun fjárhags-
lega hagkvæm eða þarf
hún að vera ókeypis
til að vera það?
Þótt „samvinnunefnd stjómar-
flokkanna" hafi samið fmmvarpið
sem Sverrir Hermannsson ætlar að
leggja fyrir Alþingi og því ekki
beinlínis hægt að gera hann einan
ábyrgan fyrri því, er hann einskon-
ar holdgervingur ákveðinnar
menntastefnu sem síðastliðin ár
hefur verið ríkjandi á íslandi og
frumvarpið er í samræmi við. Þetta
er afskaplega einkennileg stefna,
einkum fyrir það að hún þykist
vera eitt og er annað. Forsvarsmenn
hennar flagga háleitum hugmynd-
um um jafnrétti manna til náms,
mikilvægi þess að íslendingar
menntist sem mest og best og víðast
um heiminn, nota jafnvel frasa eins
og þann að ekki sé hægt að hugsa
sér betri fjárfestingu en í menntun.
Þetta er auðvitað hárrétt.
Allar athafnir Sverris og hans
kumpána benda hinsvegar til þess
að þeim sé þetta ekki eins mikil-
vægt og þeir vilja vera láta.
Aðalatriðið virðist vera að láta
menntunina standa undir sér fjár-
hagslega og þess ber fleira vitni en
það sem að lánasjóðnum snýr.
En hvemig væri að viðurkenna
það bara að menntun er dýr, að
kotungsháttur í þeim efnum er þjóð-
hættulegur og láta sig hafa það að
skammta námsmönnum þá peninga
sem þeir þurfa, á meðan þeir geta
sýnt það og sannað að þeir séu að
gera eitthvað af viti, burtséð frá
því hvort þeim tekst að borga 85
eða 90 eða 95 prósent af því sem
þeir fá að láni til baka?
Höfundur stundar nám íheim■
speki við Beriínarháskóia.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
því rök að trúarbrögðin stuðli að
siðferðilegri hnignun.
En fleira kemur til. Án efa má
til dæmis minnast á aukna sér-
hæfingu á flestum sviðum sem gerir
hveijum að vinna sitt verk, og láta
sig hag heildarinnar engu varða.
Einnig má taka til útbreiðslu þeirr-
ar efnishyggju sem leitar allra svara
í rannsóknum vísindamanna og
framþróun tækninnar (rétt eins og
mannleg vandamál verði leyst með
geimferðum); hnignun hinna
smærri samfélagseininga og pen-
ingahyggjuna sem sér engin gildi
önnur en verðgildið.
Allir eru þessir þættir nátengdir
ákveðinni notkun tungumálsins:
Þannig er það að samkvæmt
vísindahyggjunni telst vart nokkur
staðhæfing gild sem ekki má sanna
með endurteknum tilraunum undir
stöðugu eftirliti. Peningahyggjan
metur allt til fjár — samhengi hlut-
anna og samskipti okkar við aðra
eru túlkuð sem peningagildi og aðr-
ar túlkanir, önnur gildi og viðmið,
hverfa og gleymast.
Segja má að öll þessi hugsana-
kerfi feli í sér tiltekna siðferðisaf-
stöðu. Þó siðferði sé ekki gert að
umræðuefni veita þau auðvitað svör
við spumingum sem eru siðferðilegs
eðlis — hvað ber að gera, hvemig
ber að haga samskiptum við annað
fólk, og svo framvegis — eða móta
að minnsta kosti samhengi siðferði-
legra ákvarðana. Sem siðferðikerfi
hafa þau þó tvennskonar ágalla.
I fyrsta lagi em þau of þröng
og of einhlít. Við hljótum að finna
í lífi okkar sitthvað sem við viljum
ekki að metið sé til fjár og öll upp-
lifum við eitthvað sem við getum
ekki sannreynt á vísindalegan hátt.
Þannig kemur upp þversögn milli
skilnings okkar og reynslu. Okkur
finnst eitthvað, en við getum ekki
fært það í orð. Við verðum sjálfum
okkur framandi og fjarlægjumst æ
meir eigin veruleika.
í öðru lagi skortir þessi hugsana-
kerfi gjaman það sem kalla mætti
sjálfsmeðvitund eða sjálfsskilning.
Peningahyggjan metur allt til fjár,
en það fær maður ekki skilið ef
hugsun manns stjómast af peninga-
hyggju. Innan þessa hugmynda-
kerfis er hvergi að finna forsendur
fyrir því að það verði skilið sem
slíkt: Það greinir ekki eigin tak-
mörk. Þessi síðari ágalli er reyndar
náskyldur þeim fyrri, því ef okkur
skortir sjálfsskilning getum við ekki
skilið þær takmarkanir sem hugsun
okkar eru settar.
VI.
Páll Skúlason segir í grein sinni
að við verðum að læra að tala á
nýjan leik. Við verðum að læra að
segja það sem ekki verður túlkað
innan ramma opinberrar umræðu
og viðtekinna hugmynda. Við verð-
um einnig að finna leiðir til sjálfs-
gagnrýni innan þeirrar málhefðar
sem þegar ríkir, því lítið dugar að
gagnrýna sífeilt utan frá með orð-
um og hugmyndum sem enginn fær
skilið. Síðast en ekki síst verðum
við að þróa með okkur nýja og
sveigjanlegri hugsun sem opnar
okkur leiðir í stað þess að loka þeim
— leitandi hugsun sem leyfir veru-
leikanum að sýna sig eins og hann
er í stað þess að reyna sífellt að
sigrast á honum og beygja hann
undir kerfi hugmyndafræðinnar.
Er slík umbreyting hugsanleg?
Getum við lært að tala upp á nýtt
eða sitjum við föst í ríkjandi mál-
hefð? Kannski er það rétt sem
heimspekingurinn Alisdair Macln-
tyre segir, að við stöndum nú við
upphaf nýs barbarisma — að nú sé
að hefjast öld villimennskunnar, að
héðan af verði almennu siðferði
ekki borgið og við getum nú aðeins
beðið komu nýrra dýrlinga sem leiði
okkur út úr ógöngunum eins og
St. Benedictus gerði á miðöldum.
Hvað sem öðru líður er ólíklegt að
sá Benedikt kæmi úr röðum þeirra
sem nú stjóma málum okkar.
Höfundur hefur stundað nim i
heimspeki í Bandaríkjunum oger
að Ijúka MA-gráðu.
SIEMENS
SIEMENS uppþvottavél
LADY SN 4510 með Aqua-
Stop vatnsöryggi. Vandvirk
og hljóðlát.
5 þvottakeríi.
► Þreföld vörn gegn vatnsleka.
► Óvenjulega hljóölát og spar-
neytin.
Smith og Norland,
Nóatúni 4,
s. 28300.
27
vognar
fj« Eigum ávalltfyrirliggjandl
^ hina velþekktu BV-hand-
Iwftiwannía mqA Oítnn
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
BÍLDSHÖFÐA 16 SIML6724 44
Höfðar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
vw
TRANSPORTER
Sendibílinn, sem allir
haía ieyiit ad líkja
eítir.
Sendibílinn, sem
heíur sannaö ágœti
sitt i 32 ár á íslandi.
Nú bjóöum viö meira úrval
af geröum og búnaði en
nokkru sinni fyrr:
□ Pallbíla meö 6 manna húsi
/3 manna húsi.
□ Lokaöa sendibíla/íarþegabíla.
□ Bensínvélar/dieselvélar.
□ Háþekju/lágþekju.
□ Sjálfskiptingu/handskiptingu.
□ Eindrií/aldrif (syncro).
□ 9 manna smárúta/8 manna smá-
rúta meö lúxus innréttingu.
□ Rennihurðir á hliöum — eítir vali.
□ Óendanlegir innréttingamögu-
leikar til sérverkeína
(sjúkrabílar, löggœslubílar ofl.)