Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
Frá aðalfundi Vcrkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur H. Garðarsson í ræðustól.
Aðalfundur Verkalýðs-
ráðs Sjálfstæðisflokksins
Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins hélt aðalfund sinn 25. og 26.
október sl. á Akureyri. Þetta er í fyrsta skiptið í 30 ár sem aðalfund-
urinn er haldinn á Akureyri.
Sigurður Óskarsson, Hellu var endurkjörinn formaður ráðsins,
1. varaformaður Sverrir Garðarsson, Reykjavík og 2. varaformaður
Magnús L. Sveinsson, Reykjavík. Þá voru kjörnir 52 aðrir sljórnar-
menn. Stjórn Verkalýðsráðs kýs síðan framkvæmdastjórn.
fatlaða á frjálsum vinnumarkaði og
fjölgað verði vemduðum vinnustöð-
Á aðalfundinum voru samþykkt-
ar ályktanir um kjara- og atvinnu-
mál, einnig var samþykkt tillaga til
miðstjómar Sjálfstæðisflokksins
' um að taka prófkjörsreglur flokks-
ins til gagngerrar endurskoðunar.
Á fundinum flutti Þorsteinn Páls-
son formaður Sjálfstæðisflokksins
ræðu um stjómmálaviðhorfíð í upp-
hafi þings. Guðmundur H. Garðars-
son flutti ræðu um lífeyrismál og
Halldór Blöndal um húsnæðismál.
Hér á eftir fer ályktun um kjara-
og atvinnumál er samþykkt var á
fundinum:
Ályktun um atvinnu-
og- kjaramál
Aðalfundur Verkalýðsráðs Sjálf-
stæðisflokksins haldinn 25. og 26.
október 1986 leggur nú sem áður
áherslu á nauðsyn þess að dag-
vinnutekjur nægi til framfærslu
meðalfjölskyldu.
Með ömm vexti þjóðarfram-
leiðslu, bættum þjóðarhag og al-
hliða framfömm verður ekki vikist
undan þessari réttmætu kröfu.
Leggja ber höfuðáherslu á fulla
atvinnu fyrir alla vinnufæra menn,
aukið átak verði í vinnumiðlun fyrir
um.
Verkalýðsráð fagnar þeim
árangri sem náðst hefur í hjöðnun
verðbólgu og minnir á þátt laun-
þega í þeim árangri. Laun lágtekju-
fólks em ekki verðbólguhvetjandi,
því ber að hafa að leiðarljósi í öllum
efnahagsaðgerðum að þeir sem
verst era settir líði ekki skort.
Verkalýðsráð leggur áherslu á
að enn verði aukið verðlagseftirlit
launþegasamtakanna, sem frá
síðustu samningagerð hefur skilað
vemlegum árangri neytendum til
góða.
Með þeim kjarasamningum sem
gerðir vom í febrúar sl. milli ASÍ
og VSÍ og BSRB og ríkisvaldsins
tókst þjóðarsátt í erfíðri kjaradeilu.
Á samningstímabilinu til loka
þessa árs hækka grunnlaun um rúm
13% auk þess sem sérstakar efna-
hagsaðgerðir ríkisstjómarinnar
áttu að koma öllum til góða og
skiptu þá langmestu máli áhrifin
af hraðminnkandi verðbólgu.
Á síðustu mánuðum hafa ein-
stakir hópar launþega gert samn-
inga við vinnuveitendur sem fela í
sér enn frekari launahækkanir. Því
miður vom of fáir úr lágtekjuhópum
á meðal þeirra. Þegar stórauknar
þjóðartekjur em staðreynd, verður
að kappkosta að allir fái sinn skerf
af þjóðarkökunni. Ekki á að una
við a sérhagsmunahópar í sterkri
aðstöðu hrifsi of mikið til sín. Því
ber að stefna enn á ný að þjóðar-
sátt um sérstakar kjarabætur til
lágtekjuhópa.
Við gerð febrúarsamninganna
mátti sjá að halli yrði á ríkissjóði.
Því stenst ekki gagnrýni stjómar-
andstöðunnar á fjárlagafmmvarp-
inu nú, nema hún beinist að því að
um of miklar kjarabætur hafí verið
að ræða í febrúarsamkomulaginu.
Verkalýðsráð leggur áherslu á
að tekjuskattur verði einn. Hann
komi í stað núverandi tekjuskatts
og útsvars. Hann verði lagður á sem
eitt skatthlutfall á allar tekjur, en
tekjulægri hópum og þeim sem
framfærslu hafa af tekjulausum
fjölskyldumeðlimum verði endur-
greidd útgjöld þeirra vegna.
Félagslegar umbætur, aukin
umönnun og hjúkmn aldraðra og
öryrkja í heimahúsum verður að
aukast og aðstandendum verði
greitt fyrir umönnun þeirra.
Aðalfundurinn leggur áherslu á
verkmenntun á öllum sviðum at-
vinnulífsins. Fjárframlög í þessu
skyni verði svo rífleg að þau skipi
sama sess og fjárframlög til svokall-
aðrar æðri menntunar í landinu.
Rallökumenn
til Frakklands
„SKYNSEMIN ER alltaf ofar öllu, þegar maður fer á ókunnar slóð-
ir. Við stílum inn á það að ná árangri í okkar flokki, sem er fyrir
óbreytta bíla“, sagði Úlfar Eysteinsson, en hann ásamt Hafsteini
Aðalsteinssyni keppir í rallkeppni á Frönsku rivierunni dagana
28.-29. nóvember. Aka þeir óbreyttum Audi Quattro 80, sem þeir
leigja í Vestur-Þýskalandi.
Keppnin nefnist Rally du Var og
er í Evrópumeistarakeppninni.
Verða hátt í fjögur hundmð kepp-
endur í rallinu, margir fremstu
ökumenn Evrópu og fer keppnin
fram í grennd við Cannes og Monte
Carlo. Em allar sérleiðimar á mal-
biki. „Hafsteinn fer til að ná sér í
ákveðin akstursréttindi fyrir næsta
ár“, sagði Úlfar „hann þarf ein-
göngu að ljúka keppninni. Hann
hefur reynt tvisvar áður en verið
óheppinn, í annað skiptið fór hann
útaf en bíll hans bilaði í hitt skipt-
ið. Nú er hann ákveðinn að ljúka
keppni. Mér líst vel á keppnina, þó
ég sé að fara í fyrsta skipti erlendis
í rallkeppni. Eg kvíði mest að
Frakkar verði erfíðir í samskiptum,
þeir em tregir til enskunnar og
líklega verðum við duglegir að
skýra hlutina með handapati".
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson.
Hafsteinn og Úlfar keppa i Audi Quattro 80 í rallkeppni í Frakk-
landi. Þeir hafa í tveim síðustu keppnum hérlendis náð þriðja sæti
á Ford Escort RS.
Háskóla tónleikar á miðvikudag
FIMMTU háskólatónleikarnir á
haustmisseri verða haldnir i
Norræna húsinu miðvikudaginn
19. nóvember. Að þessu sinni
leikur Blásarakvintett
Reykjavíkur en það hefur verið
fastur liður hjá honum að koma
fram á Háskólatónleikum. Kvint-
ettinn skipa: Bernharður Wilkin-
son flauta, Daði Kolbeinsson óbó,
Einar Jóhannesson klarinett,
Joseph Ognibene hom og Haf-
steinn Guðmundsson fagott.
Verkin sem flutt verða em Blás-
arakvintett í A-dúr op. 68 nr. 1
eftir Franz Danzi og Le Tombeau
de Couperin eftir Maurice Ravel.
Tónleikamir heijast kl. 12.30 og
standa í um það bil hálfa klukku-
stund.
Blásarakvintett Reykjavíkur
| raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Hafnarfjörður
Verkakvennafélagið Framtíðin
Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs fé-
lagsins um stjórn og aðrar trúnaðarstöður
fyrir árið 1986 liggja frammi á skrifstofu fé-
lagsins Strandgötu 11, frá og með þriðjudeg-
inum 18. nóv. til fimmtudagsins 20. nóv. til
kl. 17.00.
Öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 17.00
fimmtudaginn 21. nóv. og er þá framboðs-
frestur útrunninn.
Tillögum ber að fylgja meðmæli 20 fullgildra
félagsmanna.
Verkakvennafélagið Framtíðin.
Orðsending til sauðfjár-
bænda frá landbúnaðar
ráðuneytinu og Fram-
leiðnisjóði landbúnaðarins
Frestur til að gera samning um sölu og/eða
leigu á fullvirðisrétti er framlengdur til 30.
nóv. 1986.
Jafnframt er vakin athygli á C-lið 12. gr. bú-
vörusamnings um að Framleiðnisjóður bæti
sauðfjárbændum afurðir vegna samnings-
bundinnar fækkunar sauðfjár. Til þess að
öðlast þennan rétt skal viðkomandi bóndi
skuldbinda sig til að fjölga eigi ásettu fé til
ársloka 1988.
14. nóvember 1986.
Landbúnaðarráðuneytið.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins.
Tilkynning
um hundahreinsun
í lögsagnarumdæmi
Kópavogskaupstaðar
Hundahreinsun fer fram í dag þriðjudaginn
18. nóvember 1986 kl. 17.00-19.30 í birgða-
stöð Kópavogskaupstaðar að Kársnesbraut
68 (sama stað og í fyrra). Allir Kópavogsbúar
sem eiga hunda eru skyldugir til að koma
með þá til hreinsunar sbr. lög nr. 7 frá 1953,
reglugerð nr. 201 frá 1957 og gildandi sam-
þykkt um hundahald í lögsagnarumdæmi
Kópavogs frá 1983.
Komið tímanlega með hundana til hreinsunar.
Heilbrigðiseftirlit Kópavogs.