Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 41 Sljórnmálayfirlýsing Flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins: Aukinn afrakstur þjóðarbúsins hefur fært launþegum hækkun rauntekna HÉR fer á eftir stjórnmálayfirlýsing Flokksráðsfundar Sjálfstæðis- flokksins sem haldinn var dagana 14. og 15. nóvember síðastliðinn: Flokksráðsfundur Sjálfstæðis- flokksins fagnar þeim straum- hvörfum sem orðið hafa í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. I stað taumlausarar verðbólgu í rúman áratug búum við nú við stöðugleika og verðbólgan nálgast 10%. Festa í gjaldeyrismálum, frelsi í vaxta- málum og ftjálsræði í viðskiptum hafa lagt grunn að nýskipan efna- hagslífsins. Þetta hefur m.a. valdið því að æ fleiri fyrirtæki leita inn á nýjar brautir, bæði með innlendan og erlendan markað í huga og stjórnendur þeirra sækjast eftir raunverulegri hagræðingu í rekstri, þar sem hugvitið nýtur sín og þekk- ing á eðli markaðarins skiptir æ meira máli. Innlendur spamaður fer vaxandi, sem gerir kleift að greiða niður erlendar skuldir. Auk- inn afrakstur þjóðarbúsins hefur fært launþegum hækkun raun- tekna. Undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins hafa verið stigin skref til að lækka skatta og minnka ríkisum- svif, svo sem með því að draga ríkið út úr rekstri atvinnufyrirtækja og með sölu hlutabréfa í eigu ríkisins. Ný löggjöf hefur verið sett um starfsemi viðskiptabanka og Seðla- banka. Fundurinn lýsir yfir stuðn- ingi við tillögu Seðlabankans um að stofnaður verði sterkur einka- banki með sameiningu Iðnaðar- banka, Verzlunarbanka og Útvegs- banka, sem fyrsta skref í þá átt að ríkisbönkum verði breytt í hluta- félagabanka. Það mun gera bankakerfið betur í stakk búið til að þjóna atvinnulífinu og einstakl- ingunum en áður og efla framfarir í landinu. Um síðustu áramót voru afla- horfur góðar og viðskiptakjör batnandi. í samræmi við fyrri yfír- lýsingar Sjálfstæðisflokksins ákvað ríkisstjómin að nýta það svigrúm sem þannig skapaðist, til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins með umfangsmiklum skatthækk- unum og fjármunatilfærslum í því skyni að færa niður verðlag, sem hlaut að verða á kostnað þess að nokkur halli yrði á ríkisbúskapnum. Það sem áunnist hefur með kjara- samningunum er m.a. að tekist hefur að ná verðbólgunni svo niður að hún er lægri nú en verið hefur um 15 ára skeið. Kaupmáttur ráð- stöfunartekna hefur vaxið verulega og er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Síðast en ekki síst má marka það af vaxandi innlendum spamaði að fólk vill mega trúa því að stöðug- leiki, sem náðst hefur, haldist og að áfram takist að gera hvort tveggja í senn að koma verðbólg- unni niður og treysta og jafna kaupmáttinn, sem er mikilvægur áfangi að því marki, að dagvinnu- laun einstaklings nægi til fram- færsiu meðalfjölskyldu. Fundurinn leggur áherslu á að launamisrétti karla og kvenna verði afnumið. Fundurinn fagnar því að full at- vinna hefur haldist og telur fulla atvinnu þýðingarmikið réttlætis- mál. Á árunum eftir 1980 þrengdist mjög hagur þeirra sem eignast vildu þak yfír höfuðið. Orsakimar vom annars vegar versnandi efna- hagur og lífskjör en hins vegar lánsfjárskortur og beinar aðgerðir stjómvalda. Fyrir þá sök setti Sjálf- stæðisflokkurinn fram það megin- markmið fyrir síðustu alþingis- kosningar að almenn íbúðarlán hækkuðu nægilega til þess að al- menningi jrrði gert kleift að eignast eigið húsnæði með þeim lánalqör- um sem staðið yrði undir með venjulegum launatekjum. Þetta markmið náðist í megindráttum í þríhliða samkomulagi ríkissjóðs og aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninganna sl. vetur. Jafn- framt er það nýmæli lögfest, að Húsnæðisstofnun skuli tilkynna innan tveggja mánaða, hvenær lán sé til reiðu og hversu hátt. Þessi nýbreytni á að gera hvort tveggja í senn að auðvelda fólki að gera sér grein fyrir hvaða fjárskuld- bindingar það tekur á sig, og hins vegar að verða til lækkunar á bygg- ingarkostnaði þar sem auðveldara verður um útboð og unnt að haga framkvæmdahraða í samræmi við lánafyrirgreiðslu. Nýja húsnæðislánakerfið er stærsta almenna skrefið, sem stigið hefur verið í húsnæðismálum og nauðsynlegt að af því fáist staðgóð reynsla. 14 áhersluatriði Fundurinn leggur áherslu á eftir- farandi atriði: 1. Jafnvægi í efnahagslífinu verður að treysta með aðgerðum á sviði peninga- og ríkisfjármála er geri það kleift að gengi krón- unnar haldist stöðugt og jafn- vægi sé í viðskiptum við útlönd. Mikilvægt er að rýmka frekar um hömlur á gjaldeyrisviðskipt- um, m.a. með því að heimila einkaaðilum að taka erlend lán án ábyrgðar ríkisbanka eða ríkisins og með því að heimila sparifjáreigendum að ávaxta fé sitt í erlendri mynt. Rýmkað verði um heimildir erlendra fjár- málastofnana til að eiga við- skipti hér á landi. 2. Fundurinn fagnar því að er- lendar skuldir þjóðarbúsins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu fara lækkandi. Á næsta ári mun grynnka á erlendum skuldum hins opinbera í fyrsta skipti í langan tíma og er brýnt að áfram verði haldið á sömu braut, m.a. með raunhæfum spamaði og hagræðingu í ríkisrekstri. 3. Fagnað er hugmyndum fjár- málaráðherra um nýskipan á tekjuöflunarkerfí ríkissjóðs, þannig að ný tollskrá taki gildi á næsta ári sem er eðlilegur undanfari þess að virðisauka- skattur komi í stað söluskatts 1. janúar 1988. Sú breyting styrkir samkeppnisstöðu at- vinnuveganna og er nauðsynleg forsenda þátttöku okkar í fríverslunarsamstarfí. Samhliða þessum breytingum er nú unnið að endurskoðun og einföldun á tekjuskattskerfinu með það fyr- ir augum m.a. að tekjuskattur lækki og staðgreiðslukerfí skatta verði tekið upp. Skilin milli verkefna ríkis og sveitarfé- laga verði skerpt. 4. Hagur útflutnings- og sam- keppnisframleiðslufyrirtækja er misjafn. Staða útgerðar hefur batnað verulega á þessu ári en ýmsar aðrar útflutnings- og samkeppnisgreinar eiga við erf- iðleika að etja ekki síst vegna gengislækkunar Bandaríkja- dollars. Á móti kemur að verð á ýmsum útflutningsafurðum hefíir farið hækkandi. Vegna nýrra flutningamöguleika og viðskiptahátta höfum við færst nær mörkuðunum, sem gerir óhjákvæmilegt að ná meiri hag- kvæmni í samkeppninni við aðrar þjóðir og auka verðmæta- sköpun hér á landi. Fundurinn fagnar því samstarfi sem tekist hefur milli Háskóla íslands og einstakra fyrirtækja í atvinnu- lífínu og leggur áherslu á að slík samvinna verði mikilvægur þáttur í því að bæta þekkingu og örva frumkvæði starfsfólks og stjórnenda fyrirtækja og að fjárfest verði í rannsóknum, vöruþróun og markaðsstarfi. 5. Það er mikilsvert að tekist hefur að varðveita helstu físk- stofna og beina sókn inn á vannýttar tegundir. Áfram þarf að auka fjölbreytni í veiðum og vinnslu sjávarafurða. Áhersla verður að leggja á að innflutn- ingsskattar á síld og unninn ferskan físk í löndum Evrópu- bandalagsins verði lagðir niður. Fundurinn fagnar auknu frelsi í viðskiptum og verðlagningu á fiski og þeim skrefum sem stig- in eru með frjálsu verði á loðnu og tilraunafiskmörkuðum. 6. Búvöruframleiðslan verði sem næst þörfum markaðarins. Vegna óhjákvæmilegra bú- háttabreytinga er nauðsynlegt að halda áfram atvinnuupp- byggingu í sveitum í nýjum greinum, til að tryggja afkomu þeirra er landbúnað stunda og treysta byggð í landinu. 7. Fundurinn lýsir yfír ánægju með þá þróun að raforkuverð hefur lækkað og ítrekar þann vilja sinn að raunverð innlendrar orku haldi áfram að lækka á næstu árum. Nauðsynlegt er að efla kynningu og markaðs- færslu á íslenskum orku- og iðnaðartækifærum. Sjálfstæðis- flokkurinn leggur áherslu á að orkulindir landsins verði nýttar í samvinnu við erlend fyrirtæki um byggingu og rekstur stór- iðjuvera og lýsir yfír stuðningi við starf ríkisstjómarinnar að þessum málum. 8. Góð menntun landsmanna er ein mikilvægasta forsenda þess að hægt sé að auka þjóðartekjur og bæta lífskjör. Menntakerfíð verður því sífellt að vera í endur- skoðun. Draga þarf úr miðstýr- ingu og færa meira vald og ábyrgð til sveitarfélaga. Jafn- framt því sem áhrif foreldra á stjóm skóla verði aukin. Tiyggja þarf sem besta nýtingu á þeim fjármunum sem varið er til skólamála m.a. með sam- starfí við einkaaðila. Búa þarf menningu og listum slík skilyrði að þau megi eflast. Fræðsla um skaðsemi ávana- og fíkniefna verði stóraukin og fari fram í öllum skólum landsins jafnframt því sem viðurlög við brotum á lögum um ávana- og fíkniefni verði hert. Skóladagur verði samfelldur og stuðningur við íþrótta-, æskulýðs- og félags- starfsemi ungs fólks í landinu aukinn. 9. Heimilið er homsteinn þjóð- félagsins og er mikilvægasti uppeldisstaðurinn. Á undan- fömum árum hefur uppeldi og menntun einstaklinganna færst í ríkari mæli til skóla og dagvist- arstofnana. Því er brýnt að efla samstarf þeirra við heimilin. Fækkun bameigna er áhyggju- efni. Aðgerðir stjómvalda í húsnæðis- og efnahagsmálum þurfa að auðvelda ungu fólki að stofna heimili og sjá fyrir fjölskyldu. Lenging fæðingaror- lofs getur verið ein af forsendum þess að fjölskyldan verði enn sem fyrr mikilvægasti þátturinn í mótun einstaklingsins. Skatta- reglur mismuni ekki heimilum eftir því hvemig fyrirvinnur þess skipta með sér verkum við öflun tekna. 10. Fundurinn fagnar því að nú er unnið að langtímaáætlun í heilbrigðismálum, þar sem áherslan er lögð á forvamar- starf gegn sjúkdómum og slysum. Þjónustu við aldraða þarf að efla verulega með heimahjúkrun og heimilishjálp auk þess sem halda verður áfram uppbyggingu hjúkrunar- og dvalarheimila. Auka þarf þjónustu við fatlaða m.a. með byggingu sambýla fyrir þá. Heilsugæslan verði færð til sveitarfélaga og heilbrigðis- þjónusta utan sjúkrahúsa verði efld. Kostir einkarekstrar og fijálsra félagasamtaka á sviði heilbrigðismála verði nýttir til spamaðar og bættrar þjónustu. Fjárhagsleg og stjómunarleg ábyrgð fari saman í heilbrigðis- kerfínu. Tryggt verði að allir landsmenn njóti góðrar heil- brigðisþjónustu bæði á sjúkra- húsum og í heilsugæslustöðv- um. 11. Starfsemi lífeyrissjóða verði endurskipulögð með það fyrir augum að allir landsmenn njóti verðtryggðs lífeyris og sam- bærilegra lífeyrisréttinda. Inn í þá endurskipulagningu falli staða almannatryggingakerfís- ins vegna þeirra sem hafa takmörkuð eða engin réttindi í lífeyrissjóðum 12. Fundurinn fagnar því, að það baráttumál Sjálfstæðisflokksins hefur nú orðið að veruleika, að einokun Ríkisútvarpsins skuli rofín og útvarpsrekstur gerður fijáls. En jafnframt undirstrikar fundurinn þá ábyrgð og skyldu sem lögð er á herðar þeim einka- aðilum sem standa fyrir út- varpsrekstri. 13. Fundurinn fagnar því átaki sem gert hefur verið í vegamál- um og lýsir sér m.a. í því að á þessu ári var lagt bundið slitlag á 280 km. Unnin hefur verið áætlun um framkvæmdir í flug- málum og er stefnt að því að hún verði lögð fram á Áiþingi í vetur. Fé til hafna verður auk- ið verulega á næsta ári. Brýnt er að átak verði gert í þessum þætti samgöngumála á næstu árum. Þá er það fagnaðarefni hversu örar framfarir hafa orðið í ýmsum þáttum fjarskiptamála. 14. Ferðamannaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein. Gisti- og veitingaaðstaða hefur breyst mjög til batnaðar víða um land og ný flugstöð á Keflavíkurflug- velli verður tekin í notkun á vori komanda. Halda verður áfram markvissri og árangurs- ríkri markaðsöflun og land- kynningu erlendis. Utanríkis- og varnarmál Sú staðreynd að leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna urðu sammála um Reykjavík sem fundarstað, er mikil viðurkenning fyrir stefnu íslands í utanríkis- og vamarmálum. Með þessu er stað- fest að íslensk öryggismálastefna hefur stuðlað að stöðugleika, sem er ein helsta forsenda þess að sam- komulag takist um gagnkvæma takmörkun vígbúnaðar. Fundurinn minnir á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu hin síðustu ár. Hvatt er til þess að haldið verði áfram á þeirri braut að gera hluta okkar sjálfra sem mestan í viðleitn- inni til að tryggja vamir og öiyggi þjóðarinnar. Jafnframt verði séð til þess að vamarviðbúnaðurinn sé ávallt í samræmi við öryggishags- munina. Flokksráðið fagnar nýgerðu samkomulagi við Banda- ríkjastjóm um sjóflutninga fyrir vamarliðið. Fundurinn ítrekar þá stefnu að samningar um afvopnun stuðla því aðeins að friði, að þar sé byggt á gagnkvæmni, tryggu eftirliti og auknum mannréttindum. Einhliða yfírlýsing um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum yrði ekki til þess að tiyggja öryggi í okkar heimshluta. Fundurinn fagnar þeirri ákvörð- un utanríkisráðherra að opnuð skuli ferðaskrifstofa í Bmssel, er sinni sérstaklega sambandinu við Evr- ópubandalagið sem er nú helsta viðskiptasvæði íslendinga í inn- og útflutningi. Er nauðsynlegt að sam- skipti íslands og Evrópubandalags- ins verði grandskoðað frá víðtækara sjónarhomi en því, sem lýtur að verslun og viðskiptum. Skorar flokksráðið á utanríkisráð- herra og viðskiptaráðherra að setja á fót samvinnunefndir fulltrúa at- vinnulífs og stjómvalda til að huga . að þessum málum. Fundurinn ítrekar fyrri sam- þykktir Sjálfstæðisflokksins um að mörkuð verði heildarstefna um innra öryggi landsins og fagnar fmmkvæði utanríkisráðherra í þessu máli. Fundurinn lýsir yfír áhyggjum sínum yfír því að al- þjóðleg skemmdarverkasamtök skuli hafa teygt anga sína til ís- lands og beitt ofbeldi í því skyni að knýja íslendinga til að hætta hvalveiðum í vísindaskyni. Þeir at- burðir sýna hversu vamarlausir við emm gegn vel skipulögðum öfga- hópum sem einskis svífast. Frá upphafí hefur gmndvallar- stefna Sjálfstæðisflokksins mark- ast af því að standa vörð um sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar og vinna að víðsýnni og þjóðlegri um- bótastefnu á gmndvelli einstakl- ingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Þannig hefur tekist að skapa meiri festu í þjóðfélaginu og í augsýn er að svipaður stöðugleiki verði í efna- hagskerfínu hér á landi og hjá helstu viðskiptaþjóðum okkar. Með því verður lagður gmndvöllur að heilbrigðu framtaki og framfömm* á mörgum sviðum, sem á að geta tryggt landsmönnum öllum betri afkomu. Það verður hlutverk Sjálf- stæðisflokksins að tryggja að svo verði. Ályktun um byggðamál Stefna Sjálfstæðisflokksins mót- ast af þörfum landsmanna allra og miðar að því að ná varanlegum árangri á öllum sviðum landsmála þ.m.t. í baráttunni gegn byggða- röskun. Jafnvægi í efnahagslífí er for- senda þess að lífvænleg atvinnu- starfsemi geti þrifíst, hvort heldur er í dreifbýli eða þéttbýli. Fyrirtæki^ hvar sem er á landinu verða að búa við jöfn ytri starfsskilyrði. í byggð- um landsins hlýtur atvinnurekstur að byggja á staðarkostum og því hugviti og framtaki sem býr í íbú- unum sjálfum. Góðar samgöngur eru nauðsynleg forsenda byggða í landinu. Með bættu samgöngukerfí er unnt að draga mjög úr aðstöðu- mun fólks og opna leið til nýrrar og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Á næstu árum mun fleira fólk leita í þjónustugreinar. Það er því brýnt að íbúum landsbyggðarinar verði gert kleift að byggja upp slíka atvinnustarfsemi og auka þannig fjölbreytni atvinnulífsins, og skapa ný atvinnutækifæri á landsbyggð- inni. í þeirri miklu aukningu á opinberri þjónustu, sem átt hefur sér stað í landinu, hefur þessa ekki fyllilega verið gætt og er ein ástæða þess að fólk hefur flutt úr hinum dreifðu byggðum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur sem fyrr áherslu á það, að sjálf- stæði sveitarfélaganna verði aukið og þar með áhrif íbúanna í þeim málum er snerta þá sjálfa, fyöl- skyldu þeirra og nánasta umhverfí. Flokkurinn hafnar hugmyndum um millistjómsýslustig og þar með verulegri aukningu í umsvifum hins opinbera. Reynslan sýnir að sveit- arstjómum er treystandi til þess að takast á við þau verkefni er þeim em falin. Þess vegna beitir Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir skýrari verkaskiptingu og eðlilegri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfé- laga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.