Morgunblaðið - 18.11.1986, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 18.11.1986, Qupperneq 47
til Danmerkur, sem þeir nefndu „Dan-mares“ eða land Dans.“ Á hinni fornu tungu íra, Erse, voru þeir nefndir „Tuatha de Danaan", sem þýðir ættkvísl Dans. í I. Mós. 49.17 stendur: „Dan verður högg- ormur á veginum og naðra í götunni." E.t.v. mætti frekar þýða það Dan verður slóð höggorms. Svo auðrekjanleg er slóð hans aftur til Israelsþjóðarinnar. Forvitnileg var greinin um fom- leifafundinn í Suður-Þýskalandi í Morgunblaðinu fýrir skömmu er þar fannst gröf keltnesks höfðingja. I framhaldi af því má líka benda á bók Hilmars Jónssonar, „Israels- menn og íslendingar", sem út kom árið 1965, þar sem Hilmar rekur m.a. ferðir Oðins og ber þær saman við ferðir þessara þjóða norður og vestur um Evrópu, og kemur þar margt merkilegt fram. Má ekki líka gera ráð fyrir því, að þegar þjóðir þessar voru horfnar burt úr landi sínu og höfðu gleymt uppmna sínum og jafnvel Guði, hafi trú þeirra, fyrir áhrif frá rómverskri og grískri menningu, færst yfir á foma höfðingja og hetjur þeirra sjálfra, því trúarþörfin hvarf ekki. í því sambandi er athyglisvert að skoða ættartölu Bretadrottningar, sem rakin er aftur til Davíðs kon- ungs (Júda hlaut konungdóminn, en umfjöllun um konungdóminn er efni í heila bók), í þeirri ættartölu fínnast nöfn eins og Óðinn og Freyja, Njörður og Skjold. Fómar- siðir ísraelsmanna og blót í norrænu goðatrúnni em líka e.t.v. tvær greinar á sama meiði. En þá vom endalausar dýrafómir til að frið- þægja fyrir misjörðir, eða þar til Kristur fómfærði sjálfum sér, sem flekklausu og lýtalausu lambi, í eitt skipti fyrir öll, fyrir syndir mann- anna. En það vom ekki öll þjóðarbrot- in, sem glötuðu trú sinni. Forvitni- legt er að skoða Drúídana í Bretlandi. Um þá spunnust í gegn- um aldimar ýmsar sögusagnir og sumar miður góðar, sem sennilega hafa flestar verið sprottnar af tor- tryggni og vanþekkingu. í fomu grísku handriti, sem þýtt var af C.S. Sonnini og prentað á ensku árið 1801, er sagt frá heimsókn Páls postula til Bretlands. Þar seg- ir: „Og svo bar til, að nokkrir Drúídanna komu til Páls á laun og sýndu honum með helgisiðum sínum og athöfnum, að þeir væm komnir af Hebreunum, sem flúðu úr ánuð frá Egyptalandi, og postu- linn trúði því sem hann sá og kyssti þá í friðarskyni." í Englandssögu Cassells segir: „Helgisiðir og reglur Drúídanna í Bretlandi vom næstum alveg eins og í lögmáli Móse.“ í „Crania Brittanica" stendur: „í steinkistu, sem grafín var úr jörðu við Stonehenge, vom líkamsleifar Drúída, sem skiýddur var viðhafn- arklæðum sínum. Á bijósti hans var brjóstplata, sem var nákvæmlega eins og þær, sem æðsti prestur Hebrea bar.“ Hin tíu boðorð Drúídanna vom næstum eins og þau sem Guð gaf Móse. Drúídarnir trúðu á þríeinan guð, en einn úr þrenningunni bar nafnið Yesu. Þannig að þegar kristnir menn prédikuðu fyrir þeim nafnið Jesús, kom það þeim ekki á óvart. Raunar em til fomar helgi- sagnir, sem segja frá því, að Jósep frá Arimaþeu, sem var náfrændi Maríu móður Jesú, hafí haft Jesús, þá ungan (þ.e. á þeim ámm, sem Biblían segir ekki frá lífí hans) með sér í verzlunarferðum til Bretlands, en Jósef var tinkaupmaður og aðal tinnnámumar vom í Bretlandi. Á þessum ferðum hafí Jesús komist í kynni við Drúídana og dvalið í Glas- tonbury. Eftir krossfestinguna hafí svo Jósep flúið með Maríu og fleira fólki til Bretlands, þar sem hann stofnaði hinn fyrsta kristna söfnuð á Bretlandi. En hver er svo hlutur okkar ís- lendinga í þessu öllu? Fyrir all- nokkmm ámm var það vel þekkt tilgáta hér á landi, að við væmm afkomendur yngsta sonar Jakobs, Benjamíns. Hvað sem um það má segja, er það altént viðurkennd staðreynd, að við emm komin út af þeim þjóðarbrotum, sem hér era neftid á undan, hver svo sem hlut- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 Barna- götu- skór úrmjúku leðri . . . Vísnakvöld _ í Borgarnesi FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ næst- komandi verður haldið visna- og skemmtikvöld með sérstöku sniði í Borgamesi. Kvöldið er haldið á vegum Kven- félags Borgamess og verður haldið í Hótel Borgamesi. Fram koma listamennimir Berg- þóra Ámadóttir ásamt finnanum Mecki Knif og hjónin Guðrún Ás- mundsdóttir og Kjartan Ragnars- son. Kvöldið er opið öllum og hefst kl. 20.30 stundvíslega. Miðasala er við innganginn. Teg.: 6505 Stærð: 20—30 Litur: Dökkgrátt Verð kr. 1190, Póstsendum. Nýtt! Ath.: Tökum á móti Visa og Euro símagreiðslum. T0PP !P VELTUSUND11 21212 föllin em í þeirri blöndu. Hins vegar er tilgátan um að við séum komin af Benjamín bæði skemmtileg og athyglisverð, en um hana er hægt að fræðast í bókinni „Hin mikla arfleifð íslands" eftir Adam Ruther- ford, sem fæst í bókaverslunum hér í borg. Séum við af Benjamín-ætt- kvísl, höfum við hlotið ákveðna blessun og um leið hlutverk. Benj- amín var ljósberinn, sem lýsa skyldi hinum, eða vera brautryðjandi í andlegum málum. Ég minni á postulana, sem allir vom af Benj- amínsættkvísl. E.t.v. er hlutverk okkar að koma í ljós nú. Við höfum sýnt og sann- að, að við getum gert stóra hluti, þó að við séum smá. Leiðtogafund- urinn margumtalaði hefur beint ljósi alheimsins að okkur, þannig að nú veit heimurinn af okkur. Annað verður framtíðin að leiða í ljós. Emm við hluti helgrar þjóðar — eignarlýður Guðs — ég hef ekki svör nema fyrir sjálfan mig, en vísa í upphafsorð Völuspár er höfundur ávarpar: „Hljóðs bið ek allar helgar kindir.“ Höfundur virðist þama vera að ávarpa heilagan lýð. Reynd- ar er Völuspá öll þannig, að hún gæti átt við atburði líðandi stundar og þess sem koma skal, hún er líka í góðu samræmi við spádóma Biblí- unnar. Ef við emm þessi gamli lýður, búum við undir vissri vemd og eig- um vís mörg stórkostleg fyrirheit, sem em að vísu háð því, að við við- urkenndum Drottin okkar og frels- ara og séum reiðubúin að leita leiðsagnar hans, bæði sem einstakl- ingar og þjóð. Heyrið þér hinir daufu! Lítið upp, þér hinir blindu, að þér megið sjá! Hver er svo blindur sem þjónn minn og svo daufur sem sendiboði minn, er ég hefí sent? Hver er svo blindur sem trúnaðarmaðurinn og svo blindur sem þjónn Drottins? Þú hefír séð margt, en athugar það ekki, eyrun em opin, en þú heyrir þó ekki. Fyrir sakir réttlætis síns hefír Drottni þóknast að gjöra kenn- inguna háleita og vegsamlega. Og þó er þetta rændur og mplaður lýð- ur, þeir em allir ijötraðir í gryfjum og byrgðir í myrkvastofum. Þeir em orðnir að herfangi og enginn frelsar þá, orðnir að ránsfeng og enginn segir: „Skilið þeim aftur!“ Hver af ykkur vill hlýða á þetta, gefa því gaum og veita því athygli framvegis. Hver hefír framselt Jak- ob til ráns og fengið ísrael ræningj- um í hendur? Er það ekki Drottinn, hann sem vér höfum syndgað á móti? Á hans vegum vildu þeir ekki ganga og hans lögmáli hlýddu þeir ekki. Fyrir því jós hann yfir þá brennandi reiði sinni og styijaldar- ofsa. Hún bálaðist umhverfís þá, en þeir skildu það eigi, hún brenndi þá, en þeir hugfestu það eigi. En þú segir Drottinn svo, sá er skóp þig, Jakobsætt, og myndaði þig, ísrael: Óttast þú eigi því að ég frelsa þig. Ég kalla á þig með nafni, þú ert minn ... (Jes. 42.18-25. v og 43. l.v.) Þennan ritningarkafla valdi ég til hugleiðingar í lokin og e.t.v. til þess að hvetja lesendur til þess að lesa og fræðast sjálfír og síðan vega og meta út frá eigin bijósti. En svo viðamiklu efni er engan veginn hægt að koma til skila í einni blaða- grein svo vel sé, heldur hefur hér verið tæpt á ýmsu til fróðleiks og athugunar, en mörgu verði sleppt, sem gaman hefði verið að segja frá. Til em samtök, sem nefnast The British Israel World Federation, sem starfa um allan heim, allt frá Suður-Afríku til Norðurlanda og frá Bandaríkjunum til Nýja-Sjálands. í þessum samtökum er kristið fólk úr hinum ýmsu kirkjudeildum mót- mælenda, sem hver um sig heldur sig að sínum söfnuði, en á það sam- eiginlegt að vilja fræðast um þessi mál og heldur árlegt þing sitt í Bretlandi, en þar hafa aðalstöðv- amar aðsetur sitt. Eiga samtökin jrfír að ráða heilum sjóð af margvís- legasta fróðleik um þessi mál. Vona ég svo að einhveijir hafí ánægju af lestrinum. Heimildir: Biblían — Heilög ritning. Man Thinking e. Mervyn T. Judge, Sydney. The Master Plan e. Rev. Albion S. Gaunt. The Heritage of the Anglo-Saxon Race, útg. BIWF. They Knew e. Howard B. Rand, L.L.B. Tímaritin: Wake Up og The National Message, útg. í Bretlandi og Special Alert, útg. Destiny Editorial Letter Service, USA. Höfundur er húsmóðir í Reykjavík. AGNAR LUDVIGSSON HF., Nýlendugötu 21, Sími 12134. Teg.: 6502 Stærð: 20—30 Litur: Dökkgrátt Verð kr. 1190,- Teg.: 6504 Stærð: 20—30 Litur: Dökkblátt Verð kr. 1190,- Heildsölubirgðir: Nýkomin náttföt og bangsagallar. Náttföt úr sérhönnuðu efni með alla eiginleika bómullar, andar og heldur ekki raka inni. Eldvarið. Einu sinni náttföt frá Carter’s, alltaf Carter’s. Ef aðeins börnin gætu verið lítil eins lengi og Carter’s fötin þeirra endast. j fötum frá @a/i/ev± líður barninu vel. / B. C)liifsson tr ~ ) Bcrndscn hf. Langagerði 114. simi 34207.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.