Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 72
VtLDARKJÖR - STERKT KORT VtSA ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Banaslys á Akureyri BANASLYS varð á Hótel KEA aðfaranótt mánudags. Maður á fertugsaldri, sem var gestur á hótelinu, fannst látinn í portinu bak við hótelið klukkan 9.45 að morgni mánudags. Talið er að hann hafí fallið út um dyr á neyðarútgangi á 5. hæð hótels- ins. Fallið er um 7 metrar. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Konu leitað í Neskaupstað LEIT hófst í gær í nágrenni Nes- kaupstaðar að 22 ára hollenskri konu, sem fór frá heimili sínu í Neskaupstað fótgangandi upp úr hádegi í fyrradag. Konan hef- ur búið og starfað í Neskaupstað í u.þ.b. ár. Hennar var ekki sakn- að fyrr en hún átti að mæta í vinnu í gær og hófst leit upp úr kl. 17. Yfir 60 björgunarsveitarmenn úr slysavamarsveitunum Gerpi og Brimrúnu voru við leit í gær og var ætlunin að leita í alla nótt. Aðallega er leitað í fjöllum við Neskaupstað og viðraði vel til leitarinnar, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins í gærkvöldi. Von var þá á sporhundi frá Reykjavík. Fremur snjólétt er í fjöllum. Stúlkan mun hafa verið í úlpu og stígvélum síðast er sást til hennar laust eftir hádegi á sunnudag. Morgunblaðið/Jóhann Pétur Jóhannsson. Sunnufell EA 58 maraði í hálfu kafi þegar björgunarmenn komu að bátnum en í stafni hafði Bald- ur Hjörleifson staðið í fimm og hálfa klukkustund og haldið í grindverkið. Björgnunarmenn tóku bátinn í tog og drógu til hafnar. Sjómaðurinn sem bjargaðist giftusamlega við Hrísey: „Ákveðinn í að hanga þama í lengstu lög“ „ÉG VAR ákveðinnn í að hanga þarna í lengstu lög,“ sagði Baldur Hjörleifsson, sem bjarg- aðist eftir fimm og hálfa klukkustund í stafni báts síns, sem maraði í hálfu kafi við Hrísey. Baldur hékk í grind- verki fremst á bátnum, en hann sagðist á sínum tíma hafa verið á móti svo háu grindverki. Nú hefði það sennilega bjargað lífi hans. Lúkarinn er frammi í bátnum og er talið að þar hafi loftrými safnast saman og báturinn því haldist uppi. Baldur var mjög vel búinn, í ullarfatnaði, föðurlands- brókum, sokkum og peysu. Hann sagði að biðin hefði verið löng, virkað lengri en hún var. Þegar björgunarmenn komu að honum var hann mjög kaldur - sérstak- lega fyrir neðan hné en það var sá hluti fótanna sem alltaf var í kafi. „Þeir voru snjóhvítir og bólgnir," sagði Alfreð Konráðsson skipstjóri á Hríseyjarfeijunni, annar björgunarmananna. Hann giskaði á að sjórinn hafi verið 6 til 7 gráður. Baldur sagðist hafa hugsað ýmislegt meðan hann beið eftir björgun: „Það var eiginlega röð af tilviljunum, sem réði því hvem- ig fór.“ 16% samdráttur í útflutn- ingi á fiski vestur um haf 10% aukning á sölu til Evrópu og enn meiri til Japan að til afskipta hins opinbera þyrfti að koma. Hvalur 6 kominn á flot ANNAR hvalbátanna, Hvalur 6, náðist á flot um klukkan 0.30 í nótt. Björgunarmenn sögðu þá að þeir vonuðust til að hinn myndi fljóta upp þegar félli að. Ef sú yrði ekki raunin yrði keðja, sem héldi bátunum sam- an, losuð og reynt að koma Hval 7 á flot í dag. Skutur og stýrishús skipanna voru komin úr sjó um klukkan 15, en þá var aðgerðum frestað vegna flóðs. Hafist var handa aftur eftir að fór að fjara um klukk- an 19. Það tafði fyrir að dæla bilaði um kl. 22. Myndin var tekin í nótt er Hvalur 6 var kominn vei upp úr sjó. Morgunblaðið/Júlíus ÚTFLUTNINGUR á frystum sjáv- arafurðum til Bandaríkjanna fyrstu 8 mánuði ársins er 16% minni en á sama tíma sfðasta ár. Útflutningur þessara afurða til Evrópu hefur hins vegar vaxið um 10% á sama tíma og útflutn- ingur til Japans mun meira. ísfisksölur fiskiskipa hafa ekki aukizt nema lítillega, en útflutn- ingur á ferskum fiski í gámum hefur margfaldazt á undanförn- um árum. 1982 voru fluttar út í gámum 1.300 lestir af ferskum fiski en fyrstu 9 mánuði þessa árs nam útflutningur með þeim hætti 45.000 lestum. Áætlað er að um 95.000 lestir af ferskum fiski verði seldar erlendis. Síld til Póllands fyrir ver- tíðarbáta TEKIZT hefur grunnsamningur milli Síldarútvegsnefndar og Pólverja um sölu á um 45.000 tunnum saltsíldar til Póllands á vertíðunum árin 1987 og 1988. Samningurinn byggist á því, að stjórnvöld beggja landanna sam- þykki samninga um kaup á 6 vertíðarbátum frá Póllandi, en síldin er að vissu marki greiðsla upp í kaupverð þeirra. Samkvæmt upplýsingum Einars Benediktssonar hjá Síldarútvegs- .^nefiid er gert ráð fyrir því, að Pólverjar greiði fyrir síldina það markaðsverð, sem verður á íslenzkri saltsfld á viðkomandi tíma. Skipting eftir tegundum er ekki endanlega ákveðin, enda hafa Pólveijar frest til 1. september á næsta ári til að ákveða innan vissra marka hve mikið af sfldinni verði hausskorið hve mikið heilsaltað. Þessar upglýsingar komu fram hjá Halldóri Ásgrímssyni, sjávarút- vegsráðherra við setningu Fiski- þings í gær. „Töluverðar breytingar hafa orðið á sölu frystra afurða að undanförnu," sagði Halldór. „Kemur þar margt til, en þyngst vega þær sviptingar, sem orðið hafa á gjald- eyrismörkuðum. Framleiðsla og útflutningur á frystum afurðum, sem að. langmestu leyti hefur verið bundinn Bandaríkjamarkaði, hefur dregizt saman. Árið 1984 voru flutt- ar út 83.000 lestir af frystum afurðum til Bandaríkjanna, en 71.000 lestir árið 1985. Fyrstu 8 mánuði þessa árs nam þessi útflutn- ingur 43.000 lestum, sem er 16% minna en á sama tíma í fyrra. Það er því ljóst að hlutur Bandaríkja- markaðs í útflutningi sjávarafurða fer enn minnkandi. Hins vegar hefur útflutningur frystra afurða til Evr- ópu aukizt um 10% frá því í fyrra. Hann nam 55.000 lestum fyrstu 8 mánuði þessa árs en 50.000 lestum á sama tíma í fyrra. Útflutningur til Japans hefur aukizt mjög mikið, sérstaklega á heilfrystum karfa og grálúðu. Fyrstu 8 mánuðina höfðu verið fluttar út þangað 13.700 lestir í samanburði við 7.000 á sama tíma í fyrra. mestur. Mikilvægt væri að þessi samræming ætti sér stað án þess Sjá ennfremur fréttir af Fiski- þingi á blaðsíðu 71. Útflutningur á ferskum fiski til Evrópu hefur aukizt verulega und- anfarin ár. Var hann 36.000 lestir árið 1982, en 82.000 lestir 1985. Þær tölur, sem fyrir liggja, benda til að ferskfískútflutningurinn verði um 95.000 lestir í ár. í rauninni hefur aukning á seldum ísfíski úr fískiskipum erlendis ekki verið veru- leg, - var 35.000 lestir 1982, 40.000 lestir 1985 og stefnir í 43.000 lestir í ár. Hins vegar hefur oðrið gífurleg aukning á útflutningi fersks físks í gámum, - var 1.300 lestir 1982, 7.000 lestir 1983, 12.700 lestir 1984, 41.700 lestir 1985 og um 45.000 lestir fyrstu 9 mánuði þessa árs,“ sagði Halldór. Halldór sagði ennfremur, að ferskfiskútflutningur í gámum væri af hinu góða, svo framarlega sem útgerðarmenn, sjómenn og vinnslu- aðilar bæru gæfu til að haga honum þannig, að þjóðarhagur yrði sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.