Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
51
Veiðiþáttur
Umsjón Guðmundur Guðjónsson
118 laxar borgnðu ekki
tveggja daga veiðileyfi
Góð veiði síðasta sumar í lax-
veiðiánum og góðar heimtur
hafbeitarstöðva tóku höndum
saman og skrúfuðu verð á laxi
niður til mikilla muna. Munaði þar
miklu frá því sem verið hafði og
var útkoman sú, að netaveiðimenn
hættu svo að segja að hafa hagn-
að af veiðunum og stangveiði-
menn sem mikið veiða fengu nú
ekki meira en svo fyrir aflann,
þótt mikill væri, að þeir næðu
endum saman. Sömu menn og
hafa veitt í gegnum árin fyrir
peninga sem þeir hafa halað inn
á því að selja sumarveiðina. Ein
svakaleg dæmisaga segir alla sög-
una:
Pjórir veiðigarpar fóru í Laxá
á Ásum á góðum tíma og voru í
tvo daga. Ohætt er að segja að
veiðin hafi verið góð, þeir fengu
saman 118 laxa og voru sumir
stórir vel, en flestir þetta 4—8
pund. Einhvem tíma hefði nú
fengist dálaglegur skildingur fyrir
slíka veiði og er þess að geta, að
vinimir fóm með hvern einasta
lax og seldu, skiptu svo aurunum.
Er skemmst frá því að segja að
þeir náðu endum ekki saman. Fór
þar saman lágt verð á laxi og
hátt verð veiðileyfanna. Þótt Laxá
hafi til þessa verið dýrasta áin ef
eingöngu er rýnt á krónutölu, þá
hafa margir orðið til að benda á,
að í raun væri Laxá ódýrasta áin,
því hún gæfi að jafnaði svo góða
veiði. Nú virðist það ekki duga til
lengur.
Þetta var þá dæmisagan. En
hvað netaveiðina varðar, þá er það
staðreynd, að netabændur
græddu ekki á góðri veiði sinni
eins og ætla hefði mátt. Og var
það annað sumarið í röð sem það
gerist þótt ástandið hafi að sögn
verið verra hjá þeim í sumar held-
ur en í fyrra. Fyrir all mörgum
ámm vom skipaðar í Borgarfírði
tvær nefndir. Ónnur hugsaði um
hag netamanna og hin um berg-
vatnsbændur. Á sínum tíma var
það rætt á nefndarfundum hvort
gmndvöllur væri fyrir því að
hætta netveiði og bæta við stang-
veiði að sama skapi, taka neta-
jarðimar e.t.v. inn í arðskrár
bergvatnsánna eða eitthvað því-
umlíkt. Síðustu árin hefur lítið
verið skrafað á þessum línum, en
að sögn kunnugra, em nefndirnar
famar að „nudda sér saman" aft-
ur, eins og einn orðaði það.
Að sögn virðist það vera álit
netabænda að fjölga yrði stöngum
í bergvatnsánum til þess að ná
þeim tekjum sem þarf til þess að
borga þeim skaðabætur. Berg-
vatnsbændur em þó ekki á eitt
sáttir á það raunar margir hveijir
algerlega á móti því. í því sam-
bandi má geta þess, að vissulega
hefur mörgum stöngum verið
bætt við bergvatnsámar á seinni
ámm og hafa veiðifélögin þar
nýtt sér rétt sem Veiðimálastofn-
un hefur gefíð þeim. Einhverjir
myndu segja, að það sé nú þegar
veitt á svo margar stangir í Borg-
arfjarðaránum, að ekki sé á það
bætandi, má nefna 15 í Norðurá,
14 í Þverá/Kjarrá og allt að 10 í
Grímsá. En breytast viðhorfín e.t.
v. ef 10.000 til 20.000 laxar fá
að ganga óáreittir inn í bergvatn-
ið, en það er það sem myndi
gerast ef netaveiðum yrði hætt?
Mætti þá e.t.v. fjölga stöngum?
Það virðist vera eini kosturinn ef
frá er talinn sá gamli góði, að
hækka verðið á veiðileyfunum, en
það er fyrir löngu orðin þreytt
aðferð.
Hvort sem stöngum verður
Qölgað í bergvatninu eður ei, þá
yrði óneitanlega mikið líf og fjör
í bergvatnsánum umfram það sem
þegar er, ef allur sá lax sem
myndi festast í netunum á ókomn-
um sumrum fengi að ganga
óáreittur í bergvatnsámar.
Ólafur G. Karlsson formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur með
fallega veiði á fyrsta veiðidegi síðasta sumars í Norðurá, fjóra
stóra laxa, 10—14 punda. Á seinni árum hafa ýmsir tekið upp
þá stefnu að láta afla sinn borga túrinn, enda verð á veiðileyfum
farið úr böndunum. Setjum sem svo að einhver hefði veitt fjóra
laxa á borð við þá sem Olafur er hér með, þeir eru 10, 10, 12 og
14 pund, eða samtals 23 kg. Nú er ekkert verð á þessum veiði-
degi hjá Ólafi, því stjórn SVFR hefur löngum haft þessa daga
og opnað ána við mikla viðhöfn. En verð á næstu dögum á eftir
var um 6.000 krónur á dag og er þá fæði og húsnæði ekki reikn-
að með. Flestir dagar í flestum ám voru á svipuðu verði og þaðan
af dýrari og margir miklu dýrari. Fáir ódýrari og endurspeglaði
það þá rýra veiðimöguleika. Þegar leið á sumarið var haft eftir
einum sölumanni, að „maður væri stálheppinn að fá 150 krónur
fyrir kilóið". Sumir fengu 200 krónur og þeir virkilega heppnu
300 krónur. Þeir sem voru „stálheppnir" hefðu því fengið 3.450
krónur fyrir aflann, þeir sem fengu 200 krónur fyrir kílóið 4.600
krónur. Hinir virkilega heppnu 6.900 og þá fyrst væri veiðileyfið
greitt, en samt ekki ef veitt væri fleiri daga og veiðin væri lak-
ari siðar. Það eru margar hliðar sem veiðimenn velta nú fyrir sér.
Laxármenn heiðraðir
Á nýliðnu sumri voru þrír félag-
ar úr Reykjavíkurdeild Laxárfé-
lagsins heiðraðir (í Aðaldal) fyrir
áratuga samfylgd með félögum
sínum yngri á bökkum Laxár.
Alls eru 46 ár síðan samvinna
hófst milli bænda við Laxá annars
vegar og Laxárfélagsins hins veg-
ar, en í því eru Reykjavíkur-
Húsavíkur- og Akureyrardeildir.
Hefur samvinnan verið góð og
vinsamlegur andi ævinlega yfír
vötnunum og er það ekki síst þeim
eldri í hópnum að þakka. Hinir
yngri hafa haldið merkinu á lofti.
Þeir sem heiðraðir voru, voru
Kolbeinn Jóhannsson endurskoð-
andi, Viglundur Möller ritstjóri
Veiðimannsins og Jón Sigtryggs-
son fyrrverandi prófessor. Á
meðfylgjandi mynd Skúia Ólafs-
sonar eru f.v. Ingvi Hrafn Jóns-
son, sonur Jóns Sigtryggssonar,
sem tók við bókargjöf fyrir hönd
föður síns, Kolbeinn Jóhannsson,
Víglundur Möller, Orri Vigfússon
formaður Laxárfélagsins og Vig-
fús Jónsson bóndi á Laxamýri og
formaður veiðiréttareigenda, en
hann afhenti gjafímar.
Stubbar
Einn af stærstu löxum sumars-
ins náðist ekki á stöng, heldur
flækti sig í neti er veiðimenn og
bændur drógu á eftir klaklaxi í
Laxá á Refasveit eigi alls fyrir
löngu. Var það 27 punda hængur
og grútleginn. Hefði sá risi vegið
fast að 30 pundum nýmnninn,
varla er vafí á því. Er þetta trú-
lega einhver stærsti lax sem náðst
hefur í Laxá fyrr og síðar. Að
minnsta kosti tveir 20 punda lax-
ar veiddust í ánni meðan að
stangveiðitíminn var í fullum
gangi.
Miklar heimtur
Aðstandendur Langár hafa
sleppt miklu magni af merktum
seiðum í ána síðustu árin og
síðustu tvö árin hafa heimtur ve-
rið með ólíkindum góðar. Sérstak-
lega kannski í sumar, en 600
merktir laxar veiddust og er verið
að vinna úr gögnunum. Það er
hins vegar umhugsunarefni fyrir
hlutaðeigandi og fleiri, að 300
þessara merktu laxa veiddust alls
ekki í Langá, heldur í sjávarlagn-
ir nærri árósunum sem eiga að
heita löglegar samkvæmt ein-
hveijum fomum reglum. Þessi
mikla veiði í sjávametin er fengin
þrátt fyrir að veiðiréttareigendur
við Langá hafi keypt skæðustu
lögnina upp í heilan mánuð meðan
laxagöngur í Langá em hvað
sterkastar.
Annað viðhorf hefur heyrst.
Þessar lagnir sem um ræðir hafa
veitt lax síðan, ja síðan hvenær?
Lengi skulum við segja. Aflað
mismikið og kannski veit enginn
nema netabóndinn hversu vel
veiddist ár hvert. En sumir segja
að þá fyrst hafi farið að veiðast
virkilega mikið eftir að merktu
seiðin öll fóm að skila sér. Virðist
sem merkti laxinn sveimi þama
fram og til baka óeðlilega lengi
og sannarlega veiðist langmest
af merkta laxinum neðst í ánni
og aðeins í örfáum tilvikum ofar-
lega. Em menn nú óðum að draga
lærdóm af þessu, að það verði að
sleppa seiðum sem þessum ofar í
ánum en gert er, þetta hefur gerst
í Miðfjarðará og víðar. í Kollafírði
hefur laxinn orðið æ tregari til
að ganga í stöðina eftir því sem
í allri umfjöllun sumarsins um
stóra laxa, 20 punda og stærri,
var látin í ljós undmn í þessum
þáttum og hinum, „Em þeir að
fá „ann?“, að þrátt fyrir stórlaxa-
mergðina, skyldi enginn slíkur
fiskur veiðast í Stóm Laxá í
Hreppum sem einmitt þykir eiga
afar vænan laxastofn. Eftir að
veiðitíma lauk, kom það hins veg-
ar á daginn, að vissulega veiddist
einn slíkur fiskur í ánni. Hinn
lukkulegi veiðimaður heitir Guð-
jón Þ. Tómasson og fékk hann lax
sinn, 21 punda hæng, þann 17.
ágúst í Kálfhagahyl. Agnið var
fluga, Garry nr. 6 og var Guðjón
sleppistaður seiðanna hefur færst
nær sjónum....
Smámistök
Umsjónarmaður þessa þáttar
var ekki hissa þegar Sveinn Hann-
esson í Ásgarði í Reykholtsdal
hringdi fyrir stuttu. Það var vegna
þess að fyrir skömmu birtist í
þessum veiðiþætti grein þar sem
Qallað var um útleiguform
Reykjadalsár í Borgarfírði á því
sumri sem nú er liðið. Sem sagt,
greinin var orðin gömul og átti
ekki lengur við. Hún hefði passað
piýðilega síðasta vetur og vor og
þá átti hún einmitt að birtast, en
af ýmsum ástæðum varð ekkert
úr því. Er Sveinn og aðrir í Veiði-
félagi Reykjadalsár beðnir vel-
virðingar á þessu ...
i þijár og hálfa klukkustund að
glíma við risann. Náði hann laxin-
um ekki fyrr en niður í Flata-
streng. Barðist laxinn fyrst í
Kálfhagahylnum, þaut síðan ofan
í Ófærustreng, þá niður fyrir
Netaklett og loks ofan í Flata-
streng. Mikið ævintýri. „Þess má
geta,“ sagði Guðjón í samtali við
Morgunblaðið fyrir skömmu, að
fyrir hálfum mánuði veiddi ég 26
punda lax í Vatnsdalsá og var
innan við hálftíma að ná honum.
Það segir kannski nokkuð um
þann aðstöðumun sem maður býr
við í þessum ám.“
Sá stóri úr Stóru