Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 61 Þórunn Guðmunds dóttir - Minning Fædd 30. desember 1892 Dáin 7. nóvember 1986 Það var sumarið 1966 sem ég kjagaði upp stigann á Reynimel 31, orðinn vel frammsett því ég átti von á barni, þá um haustið. Eg mætti þar konunni á neðri hæðinni á stiga- pallinum, við buðum hvor annarri góðan daginn eins og venja er um fólk sem þekkist ekki öðruvísi en að búa í sama húsi og deila þvotta- húsi. Ég hafði heyrt það að Þórunn væri hætt störfum sökum aldurs og þótti mér það undarlegt svo ungleg sem hún var, jarpa hárið hennar var þá laust við gráu heim- sóknina og augunn tindruðu af einhveiju lífi sem ekkert átti skylt við elli. Og sem ég paufaðist þarna upp stigann í allri minni þyngd fékk ég hugmynd sem varð til þess að ég kallaði niður í stigaganginn til hennar: „Heldurðu að þú væri fáan- leg Þórunn til að gæta bamsins sem ég vonast til að eignast í október?" Hún stoppaði í miðri tröppunni og íhugaði tilboð mitt stundarkom, kallaði svo upp til mín hlæjandi: „Nú það munar ekki um það.“ Þá var komið að mér að íhuga hvort þetta væri neitun við tilboði mínu eður ei, og komst ég að þeirri niður- stöðu að konunni hefði ekkert litist á þenna flumbrugang að fela verð- andi bam sitt forsjá bláókunnugrar manneskju og það formálalaust í köldum stigagangi. Svo leið sumarið og í október gekk ég aftur upp þennan sama stiga haldandi á burðarrúmi, í því lá stór, myndarlegur og langþráður sonur. Ég fór upp á efri hæðina og setti barnið í vögguna sem þar beið, en svolítið fannst mér tómlegt að vera þarna ein með baminu á þess- um hátíðisdegi, komin heim með nýjan fjölskyldumeðlim og engan til að samfagna, en þannig stóð á að eiginmaður minn var í vinnu og dóttirin í skóla. Varla hafði ég stað- ið þama nema tvær mínútur og vorkennt sjálfri mér þegar barið var á dyrnar, ég opnaði og þama stóð Þómnn, með svuntu um sig miðja sem gaf strax til kynna að hér væri hún mætt til starfa. Eg stam- aði einhveija kveðju í undmn minni því ekki hafði farið orð okkar í milli síðan daginn sæla í stigagang- inum. —„Hvemig hefur drengurinn það?“ spurði Þómnn hress í bragði. —„Drengurinn?" spurði ég hvumsa, „hvernig vissir þú að ég átti strák?" —„Mig dreymdi hann, vininn," sagði Þómnn og horfði blíðlega of- an í vögguna. —„Dreymdi þig hann?“ —„Já, já, ég sá hann í draumi áður en hann fæddist, hann lá þar í hnipri blessaður og allt myrkur í kringum hann og einhver sagði við mig: Þetta er drengurinn hennar Guðrúnar." Aldrei spurði ég Þómnni hvort það hefði verið draumsins vegna, sem ég átti því láni að fagna að hafa hana við hlið mér fyrstu árin hans Leifs sonar míns. Honum gaf hún kærleika sem á eftir að búa í sálu hans hvað gamall sem hann verður. Og fyrir mig var hún góður og tryggur vinur. Einn eiginleika hafði Þómnn sem mér þótti vænna um en allt annað, hún kunni að segja mér sögur. Oft var setið yfir kaffibolla á Reynimelnum og farið létt með að gleyma stað og stund meðan Þómnn sagði frá. Leifur sonur minn, sem venjulega á þess- um stundum dundaði sér inni í stofu við að eyðileggja einhver rándýr verðmæti, vissi að hér hafði hann nægan tíma og ráðrúm því þær vom alveg búnar að gleyma sér í bili. Stundum sagði hún mér sögur úr bókum sem hún hafði lesið, hafði djúp rödd Þómnnar einhvem seið og fyllt frásagnargleði og mjög ákveðinni afstöðu til allra sem hún sagði frá. Allt þetta gerði fólkið sem hún sagði frá þó það aðeins ætti tilveru sína í bókum ljóslifandi fyrir mér. Sjaldnar sagði hún mér frá sjálfri sér, því Þómnn var dul kona. Ein- stöku myndir gaf hún mér samt af ámnum þegar hún var að alast upp. Hún sagði mér frá einhverjum bæ austur í sveitum, þar hafði henni verið komið fyrir. Þar var mikið unnið, en mér fannst Þómnn hafa kunnað því vel að vinna fram í myrkur og þegar hún dróst í rúmið svo þreytt að hún var hætt að sjá umhverfið sagðist hún hafa heyrt viðurkenningarorð falla frá hús- bóndanum fyrir dugnað sinn. „Þá hlýnaði í hjartabomnni," sagði Þór- unn „því hann var ekki vanur að hrósa fólki.“ Ég veit ekki hvort það var á þessum sama bæ sem hún hafði verið sem lítil telpa og einhver hafði komið til að bólusetja börnin á bænum við barnaveikinni. 011 böm- in vom bólusett nema hún. „Það tók því ekki að vera að eyða bólu- efni á ómagann," sagði Þómnn og skellihló. En ég horfði á hana, þessa hjartahlýju konu og gat ekki stillt mig um að hugsa: „Hvemig fór hún að því að geyma allan þennan kær- leik sem hún átti í hjartanu. Við svo kaldranalegan aðbúnað í bernsku?" Einhver hefði sjálfsagt orðið kalinn á hjarta allt sitt líf, en hér var hún inni á heimilinu okkar og gaf okkur ómælda hlýju og umhyggju. En hún sagði mér líka aðrar sög- ur úr hinni austlægu sveit. Sögur sem sýndu og sönnuðu að „Guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu". Hún hafði rekið kýmar framhjá bæ nokkmm á hveijum degi. Og alltaf sagði Þómnn, kom konan á bænum hlaupandi með flatkökubita og smjör handa litlum kúasmala. „Þetta var fátæk kona,“ sagði hún, „átti fjölda bama, hún hefði svo vel getað sleppt því að sjá telpu- tötrið rölta hjá með kýmar sínar, því það var ekki svo að farið væri rétt hjá bænum. 0 sei, sei nei, hún hafði auga með ferðum bams sem ekkert hafði að gefa henni annað en þakklátt augnaráð þegar tekið var við ylvolgri flatkökunni úr hendi hennar." Nú fara að nálgast jólin. Ogjólin okkar Leifs sonar míns hafa alltaf verið fást tengd henni „Heiju“ en það var nafnið sem tveggja ára peyi gaf henni fóstm sinni fyrir 18 ámm síðan. Við eram svo hrædd um að eitt- hvert tóm verði í hjörtum okkar þegar við setjumst við borðið á jóla- dag, nú þegar Þómnn er farin frá okkur. Kannski er von okkar sú að hún komi til okkar í draumi eins og hann kom til hennar áður en landnám hans hófst á jörðinni. Til Leifs kemur hún þá áreiðanlega með nýja handpijónaða peysu, því öll sín bamaskólaár byijaði hann alltaf veturinn í nýrri peysu sem hún Heija hafði pijónað; „svo stráksi yrði nú til sóma,“ sagði hún. Til mín vona ég að hún komi með nýja sögu, sögu sem kennir mér að skilja og meta andstæðum- ar sem lífíð býður uppá. Það versta og það besta. Og lánsöm væri ég ef mér tækist að mæta því öllu eins og hún Þómnn mín og koma útúr lífínu með hreint hjarta svo barma- fullt af óeigingjörnum kærleika til annarra. Guðrún Asmundsdóttir í dag verður til moldar borin foð- ursystir okkar sem síðustu ár sín átti heima í Hátúni 10 í Reykjavík. Hún fæddist í Móakoti í Hjalla- hverfi í Ölfusi 30. desember 1892. Foreldrar hennar vom hjónin Guð- mundur Bjömsson bóndi og Guðrún Helgadóttir. Tvo bræður átti Þór- unn, Eyjólf, sem lifír systur sína í hárri elli og hálfbróður, Ingimund, sem er látinn fyrir nokkmm ámm. Hún fluttist með foreldmm sínum að Bakka í Ölfusi og bjuggu þau þar þangað til móðir hennar lést og var Þómnn þá tíu ára gömul. Ekki var mögulegt fyrir föðurinn að búa einn með ungum börnunum þar sem enga konu var hægt að fá til þess að taka að sér að annast bömin. Guðmundur brá því búi og varð að láta bömin frá sér. Þómnn fór að Auðsholtshjáleigu en Eyjólf- ur að Þurrá. Ekki mun vistin hafa verið góð hjá Þómnni þar sem hún vað mestu látin stunda hin svoköll- uðu útiverk. Um fermingaraldur flyst Þómnn svo að Núpi í Ölfusi og átti hún gott atlæti þar. Dvölin á Núpi var henni sem besti skóli því að þar lærði hún hin venjulegu hústjómar- og heimilisstörf og heimilisiðnað, sem var snar þáttur í störfum heim- ilsfólksins á íslenskum sveitaheimil- um á fyrri hluta þessarar aldar. Um tvítugt flytur hún til Reykjavíkur og vann þar sem vinnu- kona á ýmsum heimilum þar til hún setur á stofn prjónastofu sem hún rak í mörg ár. Þegar Magnús Víglundsson stofnaði nærfata- og sokkaverk- smiðju í Reykjavík réð hún sig í vinnu hjá honum og starfaði þar sem verkstjóri þangað til verksmiðj- an var lögð niður. Sennilega má telja að árin sem hún bjó á Reynimelnum hafí verið hamingjusömustu ár Þómnnar, því að þá tekur. hún að sér að annast böm Guðrúnar Ásmundsdóttur leik- konu. Mikil vinátta tókst með þeim, sem hélst ávallt þótt leiðir skildu. Aldrei hittum við hana án þess að hún segði okkur frá börnunum og sýndi okkur myndir af þeim. Þegar aldurinn færðist yfír Þór- unni flutti hún í íbúð í Hátúni 10. í hugum okkar systkinanna lifir minningin um gjafmilda og góða frænku, sem ávallt var reiðubúin að hjálpa okkur og foreldmm okkar ef nauðsyn krafði. Með Þómnni Guðmundsdóttur er horfin ein per- sónan af aldamótakynslóðinni, sem með dugnaði og elju leiddi okkur, sem miðaldra emm, inn í þetta vel- megunarþjóðfélag. Við mættum una vel ef okkar kynslóð skilaði svona vel af sér hlutverkinu og hin svokallaða aldamótakynslóð. Blessuð sé minning hennar. Börn Eyjólfs Guðmundssonar Blómmtofa Fríöfinns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 OpSð öli kvöld til kl. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Þessar litlu dömur efndu tíl hlutaveltu að Marbakka 23, Kópa- vogi, til ágóða fyrir Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Þær söfnuðu hátt í 2.000 krónum. — Þær heita Birna K. Kristjáns- dóttir og Elín K. Guðjónsdóttir. Þessir krakkar eiga heima i Kvistlandi hér í bænum og tóku sig saman um að halda hlutaveltu til ágóða fyrir Blindrafélag- ið. Þar söfnuðu þau nær 2.000 krónum. Vinimir Sigurður Elvar Sigurðsson og Guðjón Hólm Gunnars- son efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Rauða kross íslands og söfnuðu þeir 700 krónum. NÝTTSÍMANÚMER 69-11-00 Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033 Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.