Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 Deilumálin á að leysa eftir Guðmund Öla Scheving Deilumálum Bandalags jafnaðar- manna við Alþýðuflokkinn er ekki lokið; og má búast við að á næstu vikum verði sviftingar í þeim mál- um. Til að upplýsa almenning langar mig að rekja í stuttu máli aðförina að Bandalagi jafnaðarmanna. Þær deilur er upp komu þegar þingmenn BJ gengu í Alþýðuflokk og Sjálf- stæðisflokk forðum daga. Þingmenn Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks neituðu að skila af sér gögnum og fjármunum BJ. Deilur urðu um húsnæði BJ í Templara- sundi 3 og ætluðu þingmenn Alþýðuflokks að taka húsnæðið í sína notkun þó svo að BJ væri búið að greiða húsaleigu til 7. jan. 1987. Það var stoppað af BJ. Þá neituðu umræddir þingmenn Alþýðuflokks að afhenda bókhaldsgögn, fyrir árin 1985—1986. Eitthvað merkilegt hlýtur að vera að sjá þar. Einnig neituðu umræddir þingmenn Al- þýðuflokks að skila fjármunum til BJ, sem sannarlega voru á banka- bókum BJ. Það má segja um yfirlýs- ingar þessara manna, sem fram hafa komið í fjölmiðlum, að ef BJ á að skila einhveijum Qármunum eignuðum BJ, þá er það í verka- hring BJ að skila þeim, en ekki Alþýðuflokksins. Þetta hljóta allir að sjá, líka flokksformaður Al- þýðuflokks. Eignaupptaka Alþýðu- flokks Hvað vakir fyrir þingmönnum Alþýðuflokks, að skila ekki íjár- munum, bókhaldi, bæklingum, og öðrum hlutum sem réttilega eru eign Bandalags jafnaðarmanna. Og geymdir eru í þingflokksherbergi Alþýðuflokks á Skólabrú 2. Þurfa Alþýðuflokksmenn kannski að kanna bókhald og fjár- mál BJ og lesa sér til trausts og halds bæklinga BJ um stjómmál og önnur stefnumál Bj, sem Al- þýðuflokkurinn gæti bætt á stefnu- skrá sína til punts, því ekki framkvæmir Alþýðuflokkurinn stefnu BJ, það er víst — eða hvað? Fjármál og önnur mál tengd BJ koma Alþýðuflokki ekki við, er haft eftir flokksformanni Alþýðuflokks- ins í fjölmiðlum. Ja, hve skrambinn, heldur for- maðurinn að íslendingar séu svona tregir að gáfum að menn sjái ekki og heyri ekki pólitíska umræðu og deilumál og að menn geti ekki myndað sér sjálfstæða skoðun. Það liggur alveg á borðinu að þingmenn Alþýðuflokks eru með alla þá hluti, sem eru eign BJ, og upp er talið hér að ofan, í sínum fómm. Það er siðferðileg krafa, að þessum hlut- um verði skilað strax til BJ í Templarasundi 3 í Reykjavík. Mál málanna Mikil umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um fjármálaafglöp Stefáns Benediktssonar. En það em ekki bara Qármálaafglöp Stefáns sem em hér til umræðu, þó þau beri hæst. Það em huldumennimir og huldukonumar, sem þátt tóku í samsærinu gegn Stefáni Benedikts- syni. Nánustu samstarfsmenn Stefáns frá ámnum 1985—1986. Það em þeir sem vissu allan mála- gang þingmannsins. Og það em þeir sem létu til skarar skríða eftir- minnilega eina kvöldstund á Stöð 2 forðum daga. Þau öfl, þeir menn sem í dag svara fyrir BJ, höfðu ekki undir höndum upplýsingar um íjármál BJ 1985—1986. Þau em í höndum Alþýðuflokksins í dag og þar er að finna flesta samstarfs- menn Stefáns Benediktssonar, einnig má fínna fyrrverandi sam- starfsmenn Stefáns Benediktssonar í Sjáifstæðisflokki, sem vissu um fjármál BJ. Þetta fólk hlýtur því Guðmundur Óli Scheving „Það er því mál að fram komi að BJ starfar áfram á grundvelli þess, sem það var stofn- að á, og mun hafa áhrif á pólitíska umræðu í næstu kosningum.“ að vera samsekt um hið pólitíska sjálfsmorð Stefáns Benediktssonar, nema þeir þori að gefa sig fram sem heimildarmenn fréttar á Stöð 2 forðum daga. Kæra sú sem BJ lagði fram til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins byggði á fjárreiðum BJ 1984 og krafa um endurheimtu bókhalds og gagna eignuð BJ. Því ekki var Kristinfræði og kynfræði eftirÁsdísi Erlingsdóttur Ég vil þakka hr. Snorra Óskars- syni, forstöðumanni og fyrrverandi kennara, fyrir hans góðu grein er birtist í Morgunblaðinu 14. október 1986. Ofarlega í grein S.Ó. segin „Haf- ið þið ekki tekið eftir orðum Amórs Hannibalssonar og Guðmundar Magnússonar blaðamanns?" Síðan segir S.Ó. frá viðvörunum þeirra, m.a.: „Því er nú svo farið að heim- spekikenningar eru í gangi sem tröllríða menntakerfínu, meira að segja eru orðnar grundvöllurinn að því.“ Kenningar þessar gera ráð fyrir því að maðurinn sé vél, og eigi að haga sér þannig. Ennfremur að skólinn eigi að vinna gegn sveita- mennsku þeirri sem alin sé innan þröngra vébanda fjölskyldunnar, enda rækti fjölskyldan þjóðleg, trú- arleg og siðgæðisleg verðmæti. Ég sem fyrrverandi kennari þekki, að þeir sem hafa haft undir- tökin í menntamálaráðuneytinu eru þaulsetin pólitískt ráðin kerfíshöf- uð, og menntamálaráðherrar hingað til hafa gjörsamlega verið óábyrgir ef um afkáraleg vinnu- brögð þeirra hefur verið að ræða. Hvort sem nýjungagimi kerfísein- staklinganna hefír sprottið af minnimáttarkennd, þekkingarskorti eða reynsluleysi, þá hafa þeir átt það til að ráðast inn í friðsælt skóla- starf í tíma og ótíma með byltingar- kenndum nýjungum, og trufla skólastjóra og kennara -sem hafa haft margra ára reynslu í starfí, í staðinn fyrir að vekja athygli á nýjungum með hógværðaranda jafnhliða hefðbundnum kennsluað- ferðum. Með kristinfræðikennslu í skólum vildi ég leyfa mér að segja, að það á að flytja kristinfræðslu bama og unglina úr menntamálaráðuneytinu til þjóðkirkjunnar og ábyrgðaraðila hennar, sem síðan sjá um kristilegt uppeldi og fræðslu í samvinnu við skólastjóra grunnskólanna. Innan þjóðkirkjunnar er nýgróður, virkur hópur er nefnir sig „Ungt fólk með hlutverk", og ekki má gleyma KFUM og K og þeirra bama- og unglingastarfí. Háskólinn útskrifar þá sem hafa rétt til að kenna að staðaldri fagnaðarerindið í kirlqum landsins. Kristur sagði: „Leyfíð bömunum að koma til mín og ban- nið þeim það ekki því að slíkra er guðs ríki.“ Sunnudagaskólar fyrir böm og unglina bera þessum orðum ávöxt, en það þarf að gera betur svo að grunnskólaæskan fái fræðslu og þekkingu hjá þeim sem hafa vitnisburð trúarinnar. Menntun prestsefna í Háskólanum væri nær markmiðum í þjónustunni við Jesúm Krist, m.a. ef þeir væm sérhæfðir til að ala upp kristna skólaæsku en að vasast í öðm, t.d. trúarbragða- fræði, en sú fræðigrein tilheyrir fyrst og fremst heimspekideild Há- skóla Islands. Gmnntónn og siðgæðisverðmæti kristninnar er trúarboðskapur. Páll postuli segir: „Guðsorðið er kraftur Guðs til hjálpræðis þeim sem trúa.“ Og trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem ekki er auðið að sjá. Guð ætl- ast ekki til að við tökum orð hans gild nema fyrir trú. T.d., Guð segir fyrir munn Móse, að hann hafí skapað himin og jörð, og ef við trú- um því að Guð sé til, þá trúum við því að hann sé skapari tilvemnnar. En hvemig er hægt að skikka kennara til að fræða böm og ungl- inga um boðskap Guðs í Kristi, þegar trúin er þeim heimska, en eigið hyggjuvit og siðgæðismat er tekið fram yfír boðskapinn. Nafn- kristnin og trúarhálfvelgjan skila sér lengra áfram í guðleysi. Margar atlögur hafa verið gerðar að hinu einfalda og hógværa fagn- aðarerindi Jesú Krists. T.d. „Nýguðfræðin" svonefnda, komm- únisminn sem sjálfur kemur fram í guðalíki, og dreggjar hans, sósíal- isminn, þar sem meðalmennska og miðstýringin ráða ríkjum, en at- gervi einstaklinga skiptir ekki máli. Kristnin á íslandi er ríkistrú. Ég álít þá kennara sem hafa maldað í móinn, jafnvel neitað að kenna kristinfræði, vera heiðarlegri en ríkisvald kristinnar þjóðkirkju sem hefír án þess að blikna getað setið að völdum án vitnisburðar trúarinn- ar. Ásdís Erlingsdóttir Kynfræðsla í skólum Ég hefí áður sagt í smágrein að þeir einstaklingar sem siðferðilega séð setja skynigæddar verur á sama bekk og lífverur sem eru það ekki, hafí lq'örorðið: Velkomin í dýraríkið! Kynlíf og nekt eru einkamál og feimnismál, og eiga að vera það. Annað er skynleysi og óguðlegt athæfí. Böm og unglingar skynja snemma hvað um er að vera, og vilja ekki að utanaðkomandi sé að róta og tæta til í þeirra fíngerða og ómótaða hugarheimi, og það er niðurlægjandi fyrir unglinga þegar farið er náið út í kynfræðsluefnið með gagnstæða kyninu. Meira að segja verða foreldrar sjálfir að vera gætnir í tali ef svo ber undir, og það hefír sýnt sig að unglingar vilja hafa foreldra í hæfílegri fjarlægð, jafnvel útiloka viðræður, en opna sig frekar fyrir jafnöldrum. Mér kom ekki á óvart er S.Ó. minntist á að unglingum fyndist kennarar fara dónalega með fræðsluefnið. Ég frétti á þessu ári um líffræðikennara sem sýndi ungl- ingum í grunnskóla bláa spólu, og sagði hann m.a.: Þetta er nú bara trúboðsaðferðin. Stefna dýraríkis- bama hefír einmitt verið að kenna skólabömum og unglingum sam- farir og hvemig á að fá út úr þeim, og kynvilla er ekkert mál. í staðinn fyrir að fínna leiðir fyrir svo við- kvæmt fræðsluefni, því að þekking- armiðlun og fræðsla á viðeigandi hátt er ekki afsiðun. En ég sem foreldri vil þakka hr. Braga Jósepssyni dósent og frú Jennu Jónsdóttur kennara, er þau stuðluðu að því að lágkúrubók dýra- ríkisbama sem heitir „Við erum saman", var tekin úr umferð. Sú bók er afskræmi, og innihald bókar- innar er vel til þess fallið að brjóta niður siðferðisþrek bama og ungl- inga. S.Ó. segir að kynfræðsla eigi rétt á sér, en ekki í hvaða formi sem er, og álítur hann að hin sið- fræðilega hlið fræðslunnar sé mjög vafasöm, svo ekki sé meira sagt. Ég er S.Ó. innilega sammála og leyfí mér að benda á þessi atriði sem ég álít að þurfí sem skjótast að lagfæra: 1. Að öll kynfræðsluplögg verið endurheimt úr skólum og send til síns heima, þ.e.a.s. til Náms- gagnastofnunar. 2. Að líkams- og heilsufræði- kennsla skóla verði tekin gild, m.a. fyrir alla starfsemi líkam- ans. 3. Að hjúkrunarkona skóla, eða kvenlæknir, sjái um nánari fræðslu fyrir stúlkur, og líkams- og heilsufræðikennari, eða læknir, sjái um nánari fræðslu fyrir pilta. T.d. um kynþroska bama, getnað og getnaðarvamir og bæklingar séu ekki við hæfí dýraríkisbama, kynæsandi og klámfengnir. 4. Fræðsla um kynsjúkdóma og Aids, t.d. hvað ber að forðast og að taka ekki áhættu o.fl. læknisfræðilegt mat. 5. Þeir sem annast fræðsluefnið þurfa að tileinka sér hógværa og aðlaðandi framkomu, því að þeirra verk er m.a. að hlúa að reisn og sjálfsvirðingu nemenda, og veita þeim nemendum einka- viðtöl sem óska þess. 6. Að hafa sjálfsafneitun hvetjandi fyrir unglinga, t.d. benda þeim á leiðir til að eyða kynorku æsku sinnar til ýmiss konar vinnu og tómstundaiðkana. Ég tek undir spumingu S.Ó. er hann segir: „Hvaða siðfræði er betri en hin kristna siðfræði?" T.d. að leitast við að geyma kynmök fyrir maka sinn. Hvemig svo sem mér tókst til eða mínum aldurshóp, að hlýða foreldrum okkar eða öðrum uppalendum, þá fengum við yfírleitt kristilegt aðhald og siðgæðisuppeldi og fyrir það minnumst við þeirra með þakklæti og virðingu. Páll postuli segir: „Þekkingin blæs menn upp en kærleikurinn byggir upp.“ Það er ekki kærleiksverk að verða til þess með gáleysislegum vinnu- brögðum að afsiða böm og ungl- inga. Höfimdur er húsmóðir og fyrrver- andi sundkennari. hægt að stemma af bókhald BJ eða gera upp hina lausu enda í fjármál- um BJ. Dylgjur um að upplýsingar, sem leiddu til hins pólitíska sjálfs- morðs Stefáns Benediktssonar, séu komnar frá núverandi talsmönnum BJ hafa því ekki við nein rök að styðjast og er alfarið vísað á bug. Bandalag j afnaðar- manna, af 1 til staðar BJ hefur áður, sem nú, barist fyrir því að uppræta spillingu í þjóð- félaginu. Það er því nauðsynlegt þegar upp kemst um spillingu innan BJ, að það sé gert opinbert. BJ er eina stjómmálaaflið í landinu, sem er opið öllum. Fjármál þess em opin öllum, bókhald þess er opið öllum, svo og önnur mál BJ, eru öllum opin til kynningar og skoðun- ar. Allur málflutningur BJ eftir að stjómarskipti urðu í BJ, hafa verið rekin opinberlega undir fullum nöfnum þeirra, sem í forsvari hafa verið fyrir BJ. Það er því mál að fram komi að BJ starfar áfram á grundvelli þess, sem það var stofn- að á, og mun hafa áhrif á pólitíska umræðu í næstu kosningum. Fjölmiðlar Þar sem BJ hefur ekki pólitískan flölmiðil, hefur verið reynt að gefa fjölmiðlum, sem gleggstar upplýs- ingar um deilumálin, og mál BJ. Ríkisfjölmiðlar, sjónvarp og út- varp, hafa ekki séð ástæðu til, að hafa viðtöl við forsvarsmenn BJ, heldur kosið að hafa einhliða frétta- ijölmiðlun frá andstæðingum BJ. Þetta tel ég þeim ekki til framdrátt- ar í fréttamennsku. Þá er ekki hægt annað en að minnast á þátt um málefni BJ á Bylgjunni, þar voru málefni BJ rædd af Alþýðu- flokksstarfsmanni og manni úr „öðrum flokki". Enginn til viðtals frá BJ. Það er kannski réttast að upplýsa fyrir þessa fréttamenn hveijir eru í forsvari fyrir BJ í dag, þó svo það hafí margsinnis komið fram í öðrum fjölmiðlum, en þeir eru: Þorsteinn Hákonarson og Þorgils Axelsson og skrifstofan er í Templarasundi 3, símar 21833 og 21399. Önnur mál Þá má segja frá því að nýlega var gefið út fréttabréf BJ og er verið að dreifa því. Þá eru í undir- búningi framboð í Norðurlandskjör- dæmum og Suðurlandi og Reykjavík, búið er að leggja fram lista á Reykjanesi. Þá er farið að undirbúa að halda landsfund, svo eitthvað sé nefnt. BJ er með fundi á fímmtudagskvöldum kl. 20 og laugardögum frá kl. 13 og eru allir velkomnir til umræðna og þátttöku í starfí BJ. Fundimir em í Templarasundi 3. í BJ er enginn æðri öðmm. Höfundur er vélstfóri ogskipar 8. sætiðá framboðslista BJá Reykjanesi. Selja kerti á Seltjamamesi KVENFÉLAGIÐ Seltjöm á Sel- tjamamesi tók þá ákvörðun á síðasta fundi sínum að gefa 50 fermingarkirtla i hið nýja kirkju- hús Seltirninga á Valhúsahæð. I vor mun fyrsti fermingarhópur- inn koma upp að altarinu í nýju byggingunni, þó einungis sé búið að taka kjallara hússins í notkun. Til þess að fjármagna kaupin á fermingarkirtlunum hafa kven- félagskonumar gengið í hús og selt kerti. Hefur þeim verið tekið vel, enda er kertaljósið tákn friðar og vonar, sem kirkjan ber út í heim- inn. Konumar munu halda áfram að selja kertin út nóvembermánuð og vonast eftir áframhaldandi góð- um móttökum, svo draumur þeirra um að geta afhent fermingarkirtl- ana fyrsta sunnudag í aðventu geti orðið að veraleika. (Fréttatilkynning).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.