Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 37 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Glæsileg frammistaða að var ánægjuleg nýbreytni hjá ríkissjónvarpinu, að sýna II Trovatore í flutningi ís- lensku óperunnar beint á sunnudagskvöldið. Eins og Guðrún Ásmundsdóttir, leikari, komst að orði, þegar hún ræddi við sjónvarpsáhorfendur milli þátta í óperunni, snart það streng þjóðemisstoltsins með óvenjulegum hætti að fylgjast með því hve vel listamennimir túlkuðu þetta fræga verk. Þorsteinn Blöndal, læknir, segir um þennan menningarvið- burð í kynningargrein, sem birtist hér í blaðinu á sunnudag: „Sjónvarpssýningin er tilkomin fyrir frumkvæði Styrktarmanna- félags Islensku ópemnnar og listamennimir hafa enn einu sinni tekið höndum saman til að efla útbreiðslu óperu á Islandi. Mynd- og hljóðupptaka ásamt textun hvílir á sjónvarpinu og tæknideildum Ríkisútvarps-sjón- varps. Margir munu telja það ærið djarft að senda beint — nógur er vandinn samt við að senda út ópem í sjónvarpi — en við okkar aðstæður og fjárráð nú er því miður ekki á öðm völ. Við þannig kringumstæður verð- ur að gera eins og unnt er og meira er ekki rétt né heldur hægt að krefjast. Verkefni af þessu tagi gera sérstakar kröfur þar sem fengin reynsla er dýr- mæt og nýtist síðar meir við frekari óperútsendingar. “ í stuttu máli er unnt að segja, að það hafí síður en svo verið nokkur byijendabragur á þessari fyrstu beinu ópemútsendingu í íslensku sjónvarpi. Tæknimenn sjónvarpsins stóðu sig með prýði. Með kynningunni fyrir sýning- una og viðtölum í hléum tókst að færa áhorfandann nálægt flytjendum og þeim gestum, sem sátu í salnum í Gamla bíói. Það tókst ágætlega að fylgja söngv- urunum með hinum íslenska skýringartexta. Er ekki vafí á því, að það eitt að sjá II Trova- tore flutta með slíkum texta hefur glætt verkið nýju lífí fyrir marga, sem höfðu kynnst því áður. Fullt vald á þeirri tækni er lýtur að sendingu verksins um sjónvarp — og í steríó um rás 2 — hefði á hinn bóginn komið að litlum notum ef það, sem flutt var á sviðinu, hefði ekki staðið fyrir sínu. Hvorki söngvarar né hljóðfæraleikarar bmgðust þeim vonum, sem við þá hafa verið og eru bundnar eftir fímm ára starf íslensku ópemnnar. Þvert á móti má segja, að fyrir alþjóð hafi blasað, að vonimar, sem hafa verið tengdar íslensku ópemnni, hafí ræst. Með því framtaki stórhuga einstaklinga að stofna íslensku ópemna hefur verið sköpuð aðstaða til liststarf- semi, sem beinlínis blómstraði í þessari sýningu sjónvarpsins á II Trovatore. Hér er ekki vettvangur til þess að fella dóm um frammi- stöðu einstakra söngvara eða flytjenda. Þegar á heildina er litið var árangurinn svo góður, að enginn staldrar við þá hnökra, sem gagnrýnandi í hefðbundnum stellingum gæti vafalaust fundið og tíundað í löngu máli. Með hliðsjón af öllum aðstæðum var hér um listrænt afreksverk að ræða. Sömu helgina og sjónvarps- áhorfendum gafst tækifæri til að fylgjast með því, sem þá stundina var að gerast á sviði íslensku óperannar, var efnt til ráðstefnu um ópemflutning hér á landi í nútíð og framtíð. Eins og við var að búast snemst umræður þar að vemlegu leyti um hlut ríkisins í því að skapa ópemstarfí fjárhagslegan gmndvöll. Starf söngvara ætti að sjálfsögðu ekki að þurfa að vera íhlaupavinna frekar en ann- arra túlkandi listamanna, svo sem leikara og félaga í Sinfóníu- hljómsveit íslands. Þegar um þessi mál er rætt má hitt aldrei gleymast, að til að mynda ís- lenska óperan er einstakt dæmi um það, að fmmkvæði einstakl- inganna skiptir sköpum á lista- sviðinu eins og oftast endranær. Það em ekki opinberir aðilar, sem vinna listsigra á borð við þann, sem við kynntumst á sunnudagskvöldið. Það var ekki fyrir framkvæði opinberra aðila sem íslenska óperan var stofnuð. Og það vom einstaklingar, Styrktarmannafélag íslensku ópemnnar, sem höfðu fmm- kvæði að þessari beinu útsend- ingu á II Trovatore; til hennar kom af því að fyrirtækin Al- mennar tryggingar, Eimskip, Flugleiðir og Sól studdu hana ijárhagslega. Ríkisútvarpið á þakkir skildar fyrir að hafa ráðist í það stór- virki að sýna okkur II Trovatore beint af sviðinu í Gamla bíói. Vonandi verður þetta ekki í fyrsta og síðasta sinn, sem slíkt er gert. Listamenn Islensku ópemnnar eiga þakkir og hrós skilið fyrir glæsilega frammi- stöðu. Þeir sönnuðu fyrir þjóð- inni allri, að ópemflutningur á íslandi á glæsilega framtíð fyrir sér, ef rétt er að málum staðið. SPÁ UM ÞINGMAIMNAFJÖLDA MORGUNBLAÐIÐ hefur beðið Þorkel Helgason, prófessor við Háskóla Islands, að gera spá um þingmannafjölda stjórnmálaflokkanna ef úrslit þingkosninga yrði í samræmi við síðustu skoð- anakönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans. Það skal tekið fram, að Félagsvísindastofnun hefur einungis birt sérstakar tölur um stöðu flokkanna í tveimur kjördæmum en Þorkell Helgason byggt spá um þingmannafjölda flokk- anna í öllum kjördæmum á skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar og gerir grein fyrir for- sendum sínum hér á eftir. Alþýðuflokkur A Framsóknarflokkur B Bandal. jafnaðarm. c Sjálfstæðisflokkur D Alþýðubandalagið G Kvennalisti V Flokkurmannsins M REYKJAVÍK 23,2% 2 4 8,5% 1 1 1,2% 2 0 35,7% 6 7 17,1% 3 3 14% 2 3 0,3% 0 0 REYKJANES 31,4% 2 3 14,8% 0 1 0,4 % 1 0 37,3% 4 5 11,0% 1 1 5,1% 1 1 0,0% 0 0 VESTURLAND 24,4% 1 1 24,9% 2 1 0,0% 0 0 30,6% 2 2 14,2% 1 1 5,9% 0 0 0,0% 0 0 VESTFIRÐIR 25,0% 1 1 22,6% 2 1 0,0% 0 0 34,3% 2 2 12,2% 0 1 5,9% 0 0 0,0% 0 0 NORÐURL. V. 13,2% 0 1 34,6% 2 2 0,0% 0 0 28,7 % 2 1 17,5% 1 1 5,9% 0 0 0,0% 0 0 NORÐURL. E. 20,6% 0 2 co Gó O 00 to o~ 0,0% 1 0 25,8% 2 2 16,9% 1 1 5,9% 0 1 0,0% 0 0 AUSTURLAND 10,0% 0 1 32,6% 2 2 0,0% 0 0 22,5% 2 1 29,0% 2 1 5,9% 0 0 0,0% 0 0 SUÐURLAND 21,8% 0 2 23,3% 2 1 0,0% 0 0 35,4% 3 2 13,6% 1 1 5,9% 0 0 0,0% 0 0 L a n d i ð 23,73% 17,38% 0,56% 33,65% 15,67% 8,88% 0,12% ÞINGSÆTI: 6 15 14 11 4 O 23 22 10 10 3 5 O 0 Gráu tölurnar sýna þingmannafjölda í kosningum 1983. Þingmannaspá fyrir Morgunblaðið byggð á sundurliðaðri könnun Félagsvísindastofnunar í nóv. 1986 Forsendur: 1. Notuð er könnun sem er sund- urliðuð fyrir RV, RN og landsbyggðina. Er miðað við „töflu 3“ í niðurstöðum Fé- lagsvísindadeildar sem birtist í Morgunblaðinu 15. nóv. sl. 2. Tala kjósenda á kjörskrá mið- ast við áætlaðan frjölda næsta vor. Kosningaþátttaka er e.k. meðaltal í síðustu kosningum. 3. C- og M-listinn bjóði einungis fram í RV og RN, en aðrir flokkar (þar á meðal Kvenna- listinn) í öllum kjördæmum. 4. í RV og á RN er atkvæðum skipt á milli listanna beint eft- ir töflu 3 í könnuninni. 5. Gert er ráð fyrir að sömu hlut- föll séu milli fylgis í einstökum landsbyggðarkjördæmum inn- byrðis hjá hveijum flokki eins og var 1983. Síðan er heildar- fylgi hvers flokks breytt í hlutfalli við niðurstöður könn- unarinnar. Hvað Kvennalist- ann snertir er þó gert ráð fyrir að hann fái sama hlutfallslega fylgi í öllum landsbyggðarkjör- dæmum. 6. Þingsætum er úthlutað eftir nýju kosningalögunum að teknu tilliti til breytingartillögu frá kosningalaganefnd. Sú breyting hefur þó engin áhrif á þessa reikninga. Óvenjuleg hraðahindrun „ÞESSI hraðahindrun á Garðastræti var gerð í samráði við íbúasamtök Vesturbæjar, sem ósk- uðu eftir að fá að ráða einhverju um það hvernig þessar öldur væru gerðar," sagði Þórarinn Hjaltason, yfirverkfræðingur umferðardeildar borgarverkfræðings. Hraðahindmn á Garðastræti við enda Öldugötu hefur vakið athygli vegfarenda, en hún er hlaðin en ekki malbikuð. Hefur ökumönnum þótt hindmnin höst að aka yfir og þar að auki vantar allar aðvaran- ir til ökumanna. „Ibúasamtökin lögðu fram beiðni um þessa upphækkun og sú beiðni var tekin fyrir í umferðarráði og borgarráði," sagði Þórarinn. „Efni og gerð hindmnarinnar er í samræmi við óskir íbú- anna og það er ef til vill dálitið sérstakt. Eg hef heyrt talað um að þessi hindmn sé höst að aka yfir, en það gæti verið vegna þess að hún er dálítð hærri en aðrar slíkar. Það þarf ekki að muna nema nokkr- um sentimetrum til þess að svona hindranir séu hastar og það er hugsanlegt að einhver misbrestur hafi orðið á því þama." Þórarinn sagði að hindmnin væri nýkomin og þess yrði vart lengi að bíða að merkingar við hana yrðu fullnægjandi. Morgunblaðið/Ól. K. M. Hraðahindrunin á Garðastræti þykir höst að aka yfir, enda er hún annarrar gerðar en venjulegar hindranir. Fj ölbrauta(r)skóli eftir Helga Hálfdan- arson í Morgunblaðinu þessa dagana var minnst á skóla af þeirri gerð, sem kallast hefur fjölbrautaskóli. í fyrirsögn stóð að vísu „fjölbraut- arskóli", en í greininni sjálfri „fjölbrautaskóli". Kannski var þama prentvilla; en eitthvað mun þessi orðbeiting á reiki. Og nú langar mig til að spyrja málfræð- inga, hvort orðið fjölbrautarskóli hafi ekki ef til vill meira til síns máls, þó að hitt orðið muni um sinn fremur notað. Námsbrautin í skóla þeim, sem við er átt, er klofín í margar sér- brautir, og mætti því ef til vill kallast fjölbraut, og skólinn þá samkvæmt því fjölbrautarskóli. Hins vegar virðist orðið fjöl- brautaskóli benda til þess, að í þeim skóla séu fleiri en ein fíöl- braut. Svo mun þó ekki kallað. í nafnorðum virðist orðliðurinn fjöl- einkum hafa staðið í eintölu- orðum með fjöldamerkingu, þar sem síðari orðliður er oftast af- leiddur, t.d. fjölmenni, fjölbýli, fjölgyði, fjölkvæni, o.s.frv. Síðan er sagt fjölkvænismaður (ekki fíölkvennamaður) og fíölgyðistrú (ekki fjölguðatrú). Þó em til ný- legar undantekningar, svo sem sjö atkvæða skröltormurinn fjöl- þjóðafyrirtæki, sem virðist vera af sama sauðahúsi og fjölbrauta- skóli. Með hliðsjón af dæmum kynni þá að koma til álita að segja frem- ur fjölbrautarskóli, það er að segja ef orðið fjölbraut getur talizt rétt myndað, sem ef til vill er vafasamt. En kannski ætti skólinn þá að réttu lagi að kallast bara fjöl- skóli (þó líklega væri fjölskæli (hvoragkyns) betur myndað sam- kvæmt reglunni!). Og ef til vill kæmi sérbrautaskóli til greina. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ROBERT CHESSHYRE Kreppa komin í brezka skólakerfið Brezk skólaæska stendur enn á ný frammi fyrir þeim vanda að verða send heim úr skóla. Viðfangsefni hennar utan skólastofunn- ar — eins og íþróttir — sem þegar hafa verið skert verulega, eiga eftir að dragast enn meira saman, og æ fleiri áhyggjufullir foreldrar leita nú á náðir einkaskólanna. Forráðamenn þeirra eru í óða önn að bæta við sig húsnæði til að anna eftirspurninni. Fyrirhugaðar aðgerðir sam- taka skólastjóra og kvenna í kennarastétt, National Associat- ion of Schoolmasters/Union of Women Teachers (NAS/UWT), nú í nóvember eiga áreiðanlega eftir að leiða til afskipta Kenneths Baker, kennslumálaráðherra, af deilunni. Skólamir eru í raun und- ir stjóm skólanefnda, sem kosnar eru á hveiju skólasvæði. Nefnd- irnar semja sameiginlega um kennaralaun, en nú þegar þolin- mæði þjóðarinnar virðist á þrotum er hugsanlegt að Baker verði að leysa hnútinn með lagasetningu. Til aðgerðanna núna er boðað vegna kjaradeilna. Kennarar í Skotlandi hafa nýlega fengið 16% launahækkun — og líklegt er að Baker haldi sig við þá hækkun í lagasetningunni — en harðsnúnir fulltrúar NAS/UWT fara fram á 34% hækkun. Félagsmönnum þessara samtaka fer fjölgandi á kostnað landssamtaka kennara, National Union of Teachers (NUT), sem em fjölmennari, og leiðtogum NAS/UWT þykir ber- sýnilega ástæða til að gefa ekkert eftir. Forystumenn NAS/UWT, en samtökin telja um 129.000 féíags- menn, virðast misskilja viðhorf þjóðarinnar og eigin félagsmanna. Talsmenn skólanefnda, sem bæði fylgja ríkisstjóm og Verkamanna- flokknum að málum, hafa for- dæmt frekari aðgerðir gegn skólabömum. Baker sagði þessar aðgerðir „skammarlegar og van- sæmandi“ og fulltrúi Verka- mannaflokksins í yfírstjórn skólanefndanna sagði að fyrir- huguð verkföll væm „eigingjörn og illkvittin". Þótt deilan snúist á yfírborðinu um peninga, á sú beiskja, sem ríkt hefur í brezka skólakerfínu undanfarin tvö ár, frekar rætur að rekja til þeirrar skoðunar, að opinbera skólakerfið hafi verið látið sitja á hakanum í stjómartíð ríkisstjórnar Thatchers. Eins og einn skólamaðurinn komst að orði: „Við búum við þær pólitísku að- stæður að einkarekstur er góður, ríkisrekstur slæmur.“ Kennarar líta þannig á að fram- lög til ríkisskóla hafi verið skorin við nögl og skólamir síðan gerðir ábyrgir vegna lélegs árangurs. Sumir handa því fram að hér sé vísvitandi verið að framfylgja stefnu fjandsamlegrar ríkisstjóm- ar. Með versnandi frammistöðu ríkisskólanna fjölgi þeim mið- stéttaforeldmm er sendi böm sín í einkaskóla og þannig minnki þiýstingur á yfírvöld um umbætur á skólakerfínu. Skólastjóri við brezkan fjöl- brautarskóla segir: „Ríkisstjómin leyfir sér að stunda mikla blóð- töku og lýsir svo yfir undmn sinni þegar sjúklingurinn rejmist blóðlítill og þreklaus." Kennarar sem em sama sinnis telja að ríkis- stjómin notfæri sér erfíðleika ríkisskólanna til að vinna hugi og hjörtu foreldranna. Nýlega varði ég þremur vikum til að heimsækja fíölbrautaskóia og hitti þar fyrir vonsvikna kenn- ara. Þeim gremst viðbrögð almennings og em fast fyrir varð- andi það hve langt þeir séu reiðubúnir að ganga í framtíðinni utan skólastofunnar. Á hinn bóg- inn em þeir staðráðnir í að láta þær hugsjónir fíölbrautaskólanna rætast að kenna bömum á öllum þroskaskeiðum undir sama þaki. Ung kona, yfírkennari við- skiptabrautar, sagði: „Margir halda því statt og stöðugt fram að kennarar fái 13 vikna sumar- leyfí og ljúki störfum daglega klukkan 15.30. Enginn skilur hvemig þetta er í raun. Það verð- ur að fara yfír öll verkefni og þau hrúgast upp, svo störfunum lýkur ekki fyrr en hálf tíu á kvöldin. Kennarar em stöðugt að velta fyrir sér verkefnunum og það er erfítt að hugsa um nokkuð ann- að.“ Hún kvartar undan því að um- gengni við aðra sé oft erfið. „Ég lendi í allskonar deilum. Kennur- um er kennt um svo margt. En auðvitað hljóta allir að eiga sinn hluta af sökinni.“ Hún hefur áhyggjur af því að skuldinni er skellt á kennara vegna versnandi framkomu fólks í daglegum sam- skiptum og jafnvel einnig illvirkja, eins og óspektimar á Heysel- knattspyrnuvellinum í Bruussel í fyrra. Þessi kona er nú hætt að kenna badminton og hefur sagt starfí sínu sem yfirkennari lausu. Hún ætlar að hefía kennslu við menntaskóla þar sem kennslu- skyldan er minni en launin þau sömu og hún hafði sem yfírkenn- ari og fyrir aukakennslu utan námsskrár. Þótt kennsla hafí verið lögð niður í ýmsum íþróttum sem for- eldrar litu á sem sjálfsagða aukanámsgrein, halda flestir kennarar þvi fast fram að náms- árangur hafí aldrei verið betri. Frammistaða nemenda um allt land í prófum hefur reyndar farið batnandi meðan á kjaradeilu kennara hefur staðið. Aðstoðar- skólastjóri við einn af stærri fíölbrautaskólunum segir: „Flestir kennarar em fúsir til að sitja fundi að skóladegi loknum, til dæmis til að ræða umbætur á náms- skrám. Það sýnir ekki skort á starfsáhuga." Vegna þeirrar athygli sem beinzt hefur að rekstri sumra skóla gæti svo farið að skólamálin yrðu að kosningamáli. Margir skólar virðast lúta stjóm skóla- nefnda er vilja útiloka samkeppni — einn yfírkennarinn bannaði að keppni í að hlaupa með egg í skeið yrði liður í íþróttakennslunni á þeirri forsendu að of margir bæm lægri hlut í þeirri keppni — hampa samkynhneigð sem lögmætum lífsstíl og banna hvaðeina sem gæti móðgað þjóðemislega minni- hlutahópa. í einu skólaumdæminu fara bömin ekki með bamaþuluna „Baa, baa black sheep“. (Baa, baa svarti sauður). Þar heitir þulan „Baa, baa green sheep“ (Baa, baa græni sauður). Þessi þróun mála, samfara þeirri skoðun að menntun fari versnandi, þótt árangur í almenn- um prófum batni ár frá ári, leiddi til þeirrar jrfírlýsingar á ársþingi íhaldsflokksins, að réttast væri að stofna ríkisrekna tækniskóla í þéttbýliskjömum stærri borg- anna. Skólar þessir ættu ekki að lúta stjóm skólanefnda borganna, en miða að því að útskrifa fag- lært starfsfólk. Líklegt er að þessir skólar löð- uðu einnig til sín hæfíleikamestu unglingana frá fjölbrautaskólun- um, kennara í þýðingarmiklum greinum eins og stærðfræði og eðlisfræði, sem skortur er á og ykju á vanda þeirra skóla sem fyrir era. Kennarar telja þessa yfírlýsingu flokksins enn eina árásina á menntakerfíð. Sannleikurinn er sá, að það skiptir litlu hvað gert verður til að fegra ástandið í skólamálum fyrir kosningar, því 90% brezkrar skólaæsku munu eftir sem áður stunda nám við fjölbrautaskólana, sem margir hveijir eiga undir högg að sækja. Vandræði skól- anna nú verða vandi þjóðfélagsins á morgun. NAS/UWT er með vanhugsuðum vekfallsaðgerðum sínum að ýta undir það að ríkis- stjómin svipti skólanefndimar umráðum jrfír skólunum. Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Observer. Unglingar i Bretlandi hafa orðið að gjalda launadeilna kennara og ríkisins. Margir foreldrar hafa brugðist þannig við röskun á kennslu í ríkisskólum að sækja um fyrir börn sín i einkaskólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.