Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 45 Víst er okur í af- borgunarviðskiptum eftirSverri Albertsson Málið snýst um margf- alt verðlagningarkerfi. Eitt verð ef þú stað- greiðir og annað verð ef þú borgar með af- borgnnum. Þetta er að sönnu löglegt því sam- kvæmt upplýsingum Verðlagsstofnunar eru engar reglur í gildi um margf alda verðiagn- ingu. Þegar fólk kaupir heimilistæki með afborgunum greiðir það í mörgum tilfellum okurvexti, eða allt að 85% vexti af eftirstöðvunum. Þetta er staðreynd. Vinnan, tímarit Alþýðusambands íslands, greindi m.a. frá þessum okurvöxtum í nóvemberhefti sínu og fjallaði ríkissjónvarpið um málið í fréttatíma sínum 5. nóvember sl. og ræddi fréttamaður þá við Jó- hannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna, og tók hann undir umfjöllun Vinnunnar, og kall- aði viðskiptahætti í afborgunarvið- skiptum „afarkosti með eignarrétt- arfyrirvara". Síðan gerist það næst að Ámi Ámason, framkvæmdastjóri Versl- unarráðs íslands, mætti í frétta- stofu ríkissjónvarpsins föstudags- kvöldið 7. nóvember. Þar fékk hann að tjá sig um málið nær gagnrýnis- laust. Árni sagði „þetta er rangt“. Svo mörg voru þau orð. Ámi sagði að verslunin tæki ekki okur- vexti og fór síðan að tala um að verslunin þyrfti að greiða hærri vexti af sínum lánum en hinn al- menni viðskiptavinur bankanna. Auðvitað, þetta kom allt fram í umfjöllun Vinnunnar — og meira að segja, í þeirri von að hægt væri að losna við útúrsnúninga af þessu tagi birti Vinnan kaupgengi við- skiptaskuldabréfa þannig að menn gætu einfaldlega reiknað dæmið út sjálfír. Málið snýst nefnilega ekki um þá vexti sem reiknaðir eru af skuldabréfínu. Málið snýst um margfalt verð- lagningarkerfi. Eitt verð ef þú staðgreiðir og annað verð ef þú borgar með afborgunum. Þetta er að sönnu löglegt því samkvæmt upplýsingum Verðlagsstofnunar eru engar reglur í gildi um marg- falda verðlagningu. Tökum dæmi. 22" Xenon-sjón- varpstæki frá Nesco kostar 46.900 kr. staðgreitt. Sama tæki kostar 52.900 ef borgað er með afborgun- um, t.d. 10.000 kr. út og rest á 6 mánuðum. Hér verður verðhækkun um 6.000 krónur vegna þess að viðskiptavinurinn notfærir sér af- borgunarkjörin sem verslunin býður upp á. Þetta er kannski löglegt en ... TAFLA2 Kaupandinn greiðir kr.: 10.000 kr. útborgun síðan: 6.000 kr. dulbúnir vextir 36.900 kr. eftirstöðvar 343 kr. lántökugjald 643 kr. stimpilgjald Þetta verður síðan að eftir- stöðvaskuldabréfí Samtals 43.886 kr. Síðan 1.982 kr. í vexti af skuldabréfinu 192 kr. í þóknun Alls 56.050 kr. (Við minnum á að staðgreiðslu- verð tækisins var 46.900 kr.) Verslunin fær: 10.000 kr. útborgunin 42.149 kr. fyrir skuldabréfíð sem selst á kaupgengi 0.96065 52.149 kr. 986 kr. stimpil- og lántökugjald sem bankinn tekur Alls 51.163 kr. (Þetta er sú upphæð sem verslun- in fær samdægurs eða um leið og hún afhendir bankanum skuldabréfið. Gróði umfram stað- Bankinn fær: greiðsluverð verður 51.163 — 46. 900 = 4.263 kr. 986 kr. lántöku- og stimpilgjald 1.727 kr. afföll af skuldabréfínu sbr. kaup- gengi 1.982 kr. vextir 192 kr. þóknun Alls 4.887 kr. Tafla 5 Sparnaður. Kaupandinn leggur inn mánaðarlega í 6 mánuði til að spara saman 36.900 kr. 10.000 kr. á hann fyrir. Á mán. í 6 mán. Vextir Alls 5.964 1.113 36.900 Menn þurfa ekki að vera beinlín- is skarpir né verslunarfjandsamleg- ir til að sjá að hér er ekki allt með felldu. Staðreynd málsins er sú að versli menn þetta ákveðna sjónvarpstæki á afborgunarkjörum verslunarinnar greiða þeir 85% vexti af eftirstöðv- unum. Það er sú staðreynd málsins sem stendur óhögguð hvað sem Árni annars segir um þau vaxtakjör sem snúa að versluninni, enda kem- ur fram í töflu 2, hvernig andvirðið skiptist. Það hefur enginn sagt að verslunin haldi öllum mismuninum fyrir sig — bankinn sem kaupir við- komandi skuldabréf af versluninni fær afföllin og hina hefðbundnu vexti — en á móti kemur að verslun- in lánar ekki neitt því hún selur skuldabréfið samdægurs til við- skiptabanka síns. Það veldur mér hins vegar von- brigðum að Verslunarráð Íslands, samtök sem ég hef leitast við að virða sem fagleg samtök manna í viðskiptum sem vilja stuðla að fag- legum viðskiptaháttum og heiðar- legum, skuli taka upp hanskann fyrir verslanir sem stunda vægast sagt hæpin viðskipti af þessu tagi. Og mér er spum, hvað segir Versl- unarráð við þá meðlimi sína sem versla með heimilistæki og annan vaming sambærilegan við þann sem hér er um fjallað, og ekki notast við þetta margfalda verðlagningar- kerfi og missa þannig af aukagróð- anum? Eru þessir menn kjánar sem ekki kunna „bissness“? Fjöldinn allur af verslunum not- ast aðeins við eitt verð á hveijum hlut, og gefur meira að segja ógjama staðgreiðsluafslátt. Þessar verslanir segja við viðskiptavininn: „Varan kostar þetta og síðan má semja um greiðslur". Nú er tvennt til í dæminu. Þessar verslanir em með verðið alltof hátt í byrjun, þ.e. þetta eina verð þeirra er sambæri- legt við afborgunarverð hinna verslananna — og snuða þannig á þeim sem staðgreiða. Eða verð þeirra er sanngjarnt og rétt og þær sjá ekki ástæðu til að hækka verðið þrátt fyrir að þær láni hluta kaup- verðs — en þá hlýtur eitthvað að vera bogið við lánaviðskipti þeirra sem hækka verðið. Það væri gaman að fá útskýring- ar Árna og Verslunarráðs á þessum tveimur tegundum verslunarhátta sem hér tíðkast og jafnframt skýr svör Árna um hvort hann telur að það verð sem neytandinn greiðir í dæminu hér að ofan, þ.e. með af- borgunarkjörum verslunarinnar, sé sanngjarnt. Höfundur er ritstjóri „ Vhmurmar". P tofgtml íl 2 Gódan daginn! Ekkert sem Ámi Árnason segir eða gerir breytir þeirri staðreynd að ætli viðskiptavinur, sem á 10.000 kr., að kaupa þetta tæki þá kosta lánaviðskipti verslunarinnar hann 85% vexti af eftirstöðvunum. Kaup- andinn á nokkra kosti. Hann getur sparað saman fyrir eftirstöðvunum, 36.900 kr., hann getur farið í eigin banka og fengið þær lánaðar eða hann getur fengið þær lánaðar í versluninni. Grundvallaratriðið er að kaupandann vantar 36.900 krón- ur upp á kaupverðið — og það að fá þessa upphæð að láni í verslun- inni kostar hann 6.000 krónur til viðbótar. Þar er okrið falið. Við skulum bera þessar þijár leiðir saman. í fyrsta dæminu er greiðslubyrði af láni verslunarinnar, í öðm dæminu er greiðslubyrði af almennu skuldabréfaláni og í þriðja dæminu er dæmi um spamað. í öllum tilfellum er reiknað með að kaupandinn eigi 10.000 krónur sjálfur og vanti 36.900 krónur til að greiða tækið að fullu. Tafla 3 Greiðslubyrði af 43.878 kr. skuldabréfí verslunarinnar vegna 36.900 kr. eftirstöðva. Viðskiptvin- urinn greiddi 10.000 kr. við kaupin og síðan á mánuði: Mán. Afb. Vextir Þóknun Alls 1. 7.313 567 32 7.911 2. 7.313 472 32 7.817 3. 7.313 378 32 7.722 4. 7.313 283 32 7.625 5. 7.313 189 32 7.533 6. 7.313 94 32 7.439 43.878 1.982 192 46.047 Gerð tækis Xenon 22“-sjónvarp Orion-myndband Fisher-myndband Skoðum hvernig dæmið lítur end- anlega út. Við kaupum tækið efst á listanum, 22“ sjónvarpstæki og greiðum 10.000 krónur út. Þá ættu 36.900 krónur að standa eftir af raunvemlegu verði tækisins. (í allri umíjöllun Vinnunnar er reiknað með því að hið rétta verð tækisins, með öllum kostnaði og eðlilegri álagningu verslunarinnar, sé stað- greiðsluverðið því varla tapar verslunin á staðgreiðsluviðskiptum. Því meðhöndlast verðhækkunin, 6.000 kr. sem dulbúnir vextir.) En skoðum dæmið nánar. Tafla I Verð nokkurra tækja. Verslun Afborg- unarverð Staðgr. verð Mism. Nesco 52.900 46.900 6.000 Nesco 41.900 36.900 5.000 Sjónvarpsbúðin 44.950 39.950 5.000 Tafla 4 Almennt skuldabréfalán að upp- hæð kr. 36.900. Kaupandinn átti sjálfur 10.000 kr. fór í eigin banka eftir afganginum og staðgreiddi tækið. Mán. Afb. Vextir Þóknun Alls 1. 6.150 470 32 6.652 2. 6.150 392 32 6.574 3. 6.150 314 32 6.496 4. 6.150 235 . 32 6.417 5. 6.150 157 32 6.339 6. 6.150 78 32 6.260 36.900 1.646 192 38.788 FRYSH-0G KELKLEFAR tilbúrar á mettima Ur Barkar einingum færð þú frysti- og kæli- klefa af hentugri stærð, níðsterka, þægilega að þrífa, auðvelda í uppsetningu og einangr- aða með úreþan, -besta einangrunarefni sem völ er á. Hentug grunnstærð á einingum margfaldar notagildi klefanna þannig að þeir reynast frábær lausn fyrir verslanir, fiskvinnslur, kjötvinnslur, mötuneyti, veitingahús, hótel, heimahús og alls staðar þar sem þörf er á vandaðri geymslu til kælingarogfrystingar. Krókalæsingar, einfaldar en sterkar tryggja skjóta og trausta uppsetningu. Níðsterk klæðning meðplasthúðauðveldar fullkomið hreinlæti. Hringið eða skrifið eftir frekari upplýsingum Barkar frysti-og kæliklefar leysa vandann víðar en þig grunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.