Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 EINANGRUNARHÓLKAR Hólkar og mottur úr polyethylene kvoðu. VIDURKENND EINANGRUN Leitið upplýsinga VATNSVIRKINN HF. ARMÚll 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVlK SlMAR: VERSLUN 686455. SKRIFSTOFA 685966 SIEMENS Siemens VS 52 Létt og lipur ryksuga! • Með hleösluskynjara og sjáifinndreginni snúru. • Kraftmikil en spameytin. • Stór rykpoki. • 9,5 m vinnuradíus. 1 Smithog Norland Nóatúni4, ,s. 28300 SIEMENS Kæliruppi — frystir niðri •Sambyggíur kaeli- og frystiskápur meí rafeindastýringu. Nákvæmur og sparneytinn. •Nýtanlegt rými í kæli er 231 I, i frysti 82 I. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. 1 alls þess besta til endurhledslu. Kárí er geitarskeggnr eftírséra Kolbein Þorleifsson í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur finnst mér ástæða til að fjalla ofurlítið um þá sagnahefð, sem íslenskar bókmenntir hafa að geyma um framættir Ingólfs Amar- sonar, sem bæði samkvæmt Islend- ingabók og Landnámabók erztalinn landnámsmaður í Reykjavík og um öll Suðumes. Hér verður enginn dómur á það lagður, hvort þessar sögur séu sannar frá sagnfræðilegu sjónarmiði, heldur skal hér tínt til ýmislegt, sem bendir til ríkrar sagnahefðar utan við hinar venju- legu íslendingasögur. Satt best að segja sæki ég efnið í Fomaldarsög- ur Norðurlanda. í sjálfu sér em upplýsingamar, sem ég legg til gmndvallar engin ný bóla í fræðunum. Um sagnalest- urinn á samkomu Ólafsgildisins á Reykhólum árið 1119 hafa margir skrifað, m.a. dr. Hermann Pálsson í ritinu „Sagnaskemmtun íslend- inga“ (Rvk. 1962). En þessa sögu má lesa með ýmsum hætti, og draga aðrar ályktanir en hann gerði í mjög ítarlegum bókar- kafla fyrir nær aldarfjórðungi. Ólaf sgildið á Reykhólum Hér skiftir mestu ábending pró- fessors Hermanns um tilvem Ólafsgildisins á Reykhólum og hlut- verk þessa ákveðna gildis í bókmenntaiðju tólftu aldar. Nefnir hann þar til sögunnar m.a. Fóst- bræðra sögu, Hrómundar sögu Gripssonar og sögu Orms Barreyj- arskálds. Hermann telur varhuga- vert að líta svo á, að ólafsgildið hafi verið með sama skipulagi og önnur gildi á miðöldum. Vissulega er það réttmæt ályktun, þegar litið er á hinar fáu upplýsingar, sem gefnar em um tilveru þess, en þær em samtals þijár í Sturlungusafn- inu. Ég ætla á hinn bóginn að stað- hæfa, að Ólafsgildið á Reykhólum (og Hvammi og Þingeyrarklaustri), sem áratugum saman hélt sjö daga samkomu á Ólafsmessu á sumri, hafi verið fastmótaður félagsskap- ur, sem tekið hafí fundarsköp sín upp eftir sambærilegum félögum í Garðaríki, þar sem gildin vom mik- ilvægur og nauðsynlegur hlekkur í stjómarfarinu. Gmndvöll þessa gildaskipulags var að finna austur í Miklagarði, þar sem það hafði þróast um aldir, og ætíð með fund- arstað í einhverri kirkju, sem gildið dró síðan nafn af. Á hinn bóginn vom Vesturlönd seintekin, og latn- eska kirkjan leyfði gildisstofnanir að hætti Miklagarðs ekki fyrr en seint og um síðir. Dæmið úr Sturl- ungu er eldra en búast má við í Vesturkirkjunni. Þess vegna virðist mér, að íslenskir Ólafsbræður hafi sótt fyrirmyndanir sínar austur til Garðaríkis, enda var stöðugt versi- unarsamband þangað austur. Hrómundar saga Einn af gildisbræðmm á Reyk- hólum var Hrólfur bóndi í Skálmar- nesi. Á gildisfundinum sumarið 1119 sagði hann „sögu frá Hröng- viði víkingi og frá Ólafi Liðsmanna- konungi og haugbroti Þráins berserks og Hrómundi Gripssyni — og margar vísur með . .. Þessa sögu hafði Hrólfur sjálfur saman setta". Samkvæmt frásögn Landnáma- bókar var Hrómundur Gripsson langafi Ingólfs Amarsonar. Síðari aldir hafa brejdt þessari ættartölu til að koma Ingólfí inn í ætt Bjam- ar bunu, og fylgja nokkrir fræði- menn okkar aldar þeirri skoðun. (Sjá formála Jakobs Benediktssonar fyrir Landnámu.) Ef við á hinn bóginn gemm ráð fyrir, að menn hafi á fyrstu öldum íslandsbyggðar verið sammála um ættfærslu Ing- ólfs til Hrómundar, þá hlýtur efni Hrómundar sögu og skyldra sagna að vera afar mikilvægt til túlkunar á sögu þeirra frænda Ingólfs og ári missti niistiltein ofan í Vænis-sjó fyrir íjölkyngi óvildarmanns síns Vála. Hagall Fyrir orð Svanhvítar Ásmunds- dóttur græddu karl og kerling sár Hrómundar. Karlinn hét Hagall og var græðir góður. Karl veiddi geddu eina úr vatninu, og hafði hún gleypt Mistiltein. Haddingi konungur sendi Blind hinn bölvísa, hirðmann sinn, til að leita Hrómundar, en kerlingu tókst að fela hann, fýrst undir katli, öðm sinni í kvenbúningi. Blind dreymir nú marga drauma, sem allir em skakkt ráðnir af konungi, nema feigðardraumur einn. Hró- mundur fellir Haddingja konung með kylfu. Sagan endar síðan á brúðkaupi Hrómunds og Svanhvítar konungssystur, sem konunga- og kappaættir em frá komnar. Merki Guðs og Ólafs- gildið Ég er ekki fyllilega trúaður á þá skýringu Hermanns Pálssonar, að hvatinn að Hrómundarsögu Hrólfs „En aðaiatriðið fyrir áhugasama Reyk- víkinga hlýtur fyrst og fremst að vera sá auð- ugi sagnasjóður, sem liggur á bak við nafn fyrsta landnámsmanns- ins, Ingólfs Arnarson- ar. Það er vægast sagt harla óvæntur fundur fyrir flesta nútíma Reykvíkinga.“ Hjörleifs. Þar er því um að ræða ættarsögu, sem nær yfir nokkrar aldir. Fmmtexti þessarar sögu Hrólfs er að vísu glataður, en efni úr sög- unni er varðveitt í dönskum, norskum og sænskum þjóðkvæðum, og það sem betra er. Sagan var endursögð í rímum um árið 1400, þær rímur heita Griplur, og bera nafn af Grípi, föður Hrómundar. En síðar vom Griplur endursagðar í söguformi, og það er sú Hrómund- ar saga Gripssonar, sem prentuð er í öðm bindi Fomaldarsagna Norð- urlanda. Ólafur í Görðum í Griplum kemur í ljós, að Ólafur Liðsmannakonungur er sonur Gnoðar-Ásmundar, þ.e. Ásmundar berserkjabana, sem frægur var af ferðum um Tattaríið ásamt Agli einhenda. Þeir Egill og Ásmundur eiga sér sérstaka fomaldarsögu. Ólafur konungur varð í sögulok mágur Hrómundar, er sá síðar- nefndi gekk að eiga systur hans, Svanhvíti að nafni. Sagnaminni úr þessari ættarsögu virðast hafa bor- ist Saxa hinum málspaka til eyma, því að hann er talinn hafa ausið óspart úr þeim sjóði í Dana sögu sinni. Griplur og endursögnin em ósammála um ríki Ólafs þessa. Rímumar láta hann ríkja yfír Hörðalandi, en sagan í Görðum í Danmörku. Þar kann að vera um áhrif frá Saxa eða Ásmundar sögu, því að í síðastnefndu sögunni er Starkaður talinn hafa drepið son Ásmundar, Ármóð Danakonung. Um þá atburði alla hefur breskur rithöfundur, Bemard King, skrifað nýlega skáldsögu, Starkadder (1985), þar sem konungur er nefnd- ur Oli. Kári Landvamarmenn Ólafs konungs em bræður tveir, Kári og Ömólfur. Ég vil beina athygli lesenda minna alveg sérstaklega að Kára þessum, því að hann sýnist eiga erindi inn í umræður manna um foma hugsun á íslandi. Kári þessi fellur í bardaga við Hröngvið víking við Úlfarssker. Tíminn — Kári hleypur til orrustu. Bankamerki frá Englandi. í stað hans gengur Hrómundur ungi til bardaga og dulbýr sig á hinn sérkennilegasta hátt. Hann bindur sér grátt og sítt geitarskegg og setur síðan hatt á höfuð sér, veður svo fram með kylfu í hönd, því að Hröngvið bitu engin jám. Þegar víkingurinn sér hann spyr hann, hver sá væri „eða er þetta nokkur faðir hans illa Kára". Víkingurinn virðist hafa þekkt ætt- armótið með þeim tveimur á geitar- skegginu og síða hattinum. Sú mynd sem búast má við að menn hafi haft í huga, er þeir hlustuðu á söguna á Reykhólum árið 1119 er Óðinn eða Kaupa-Héðinn Gunnars á Hlíðarenda, og þeir lærðustu hafa séð fyrir sér Satúmus eða Föður Tíma. Þama fær sagan allt í einu táknræna merkingu, sem ætla má að gildisbræður hafí lagt rækt við. Máni og Mistilteinn Á suðureyjum ræna Hrómundur og menn hans kúahjörð Mána bónda. Máni bjargar sér og hjörð sinni með því að segja þeim frá haug Þráins konungs á Vallalandi, þar sem Þráinn situr sem lifandi draugur á gulli sínu. Hólmganga Hrómundar við Þráin draug er efn- islega hin fínasta prédikun gegn auðsöfnun, en einnig í þessu haug- broti þykist Hrómundur feta í fótspor Kára. En í sama kafla kem- ur mjög við sögu örlagasverðið í ætt þeirra Ingólfs og Hjörleifs, sverðið Mistilteinn. Það er kannski engin tilviljun að sverðið ber sama nafn og viðarteinungur sá, sem Hörður vó Baldur með í Valhöll, því að Hrómundur Gripsson var samkvæmt ættartölum í Flateyjar- bók sjöundi maður frá Heði konungi í Haðalandi. Vinningur Hrómundar eftir ein- vígið við drauginn var sverð, hringur og men. Öfundarmönnum hans við hirðina, þeim Vála og Bfld, tókst að rægja hann við konung, svo hann var gerður útlægur frá hirðinni. Þá notuðu tveir sænskir konungar, sem báðir hétu Hadd- ingi, tækifærið til að skora á Ólaf konung til orrustu á Vænisís. Þar féllu allir átta bræður Hrómundar fyrir Helga hinum frækna, bróður Hröngviðs víkings, en Helga til hjálpar var frilla hans Kára að nafni í álftarham. Eftir mikinn bardaga féllu bæði Kára og Helga, en Hró- mundur, sem særður var holundars- í Skálmamesi sumarið 1119 hafi verið nærvera húsfreyjunnar á Skarði (afkomanda Ingólfs) í brúð- kaupi því, sem fram fór samtímis gildisfundinum. Hitt finnst mér sennilegra að gildisbræður hafi ára- tugum saman haft það hlutverk að setja saman ýmsar sögur til styrkt- ar því kristna þjóðfélagi, sem þeir umfram allt vildu móta til heiðurs Ólafí helga. Ekki skifti máli, þótt söguefni væri sótt til heiðins tíma, því að þeir hafa verið minnugir orða Ágústínusar um merki Guðs frá upphafi heimsins, sem lærðir menn áttu að ráða í. í sögu Hrómundar Gripssonar er fjöldi slíkra merkja. Kári sem geitarskeggur og síðhött- ur, sverðið Mistilteinn, Máni og kýmar hans, Þráinn á gullinu, sjón- leysi Blinds, góða konan Svanhvít, græðirinn góði Hagall, sverðið sem sökk í vatnið og kom upp aftur, hólmgangan í hauginum o.s.frv. Allt frá árínu 1968 hafa komið út hér á landi sex bækur Einars Pálssonar um rætur íslenskrar menningar í evrópskri dulhyggju og launhelgum. Fólk veit, að ég er ekki í öllum atriðum sammála hug- myndum hans. Á hinn bóginn tel ég mér það skylt að benda mönnum á það, hvar hugmyndir hans um Kára-hugtakið geta átt við. Það er í hugarheimi Hrólfs í Skálmamesi árið 1119, eins og hann birtist okk- ur í endursögnum Griplna og Hrómundar sögu. í þeim hugar- heimi er Kári augljóslega geitar- skeggur með hatt og kylfu (eða sverðið Mistiitein). Hrómundar saga, sem er ásamt Ásmundar sögu Berserkjabana (Gnóðar-Ásmundar) og Hálfs sögu og Hálfsrekka hluti af þeim sagnagrundvelli, sem land- nám Reykjavíkur er byggt á, hún er umfram allt táknmál, eða með orði Einars Pálssonar launsögn. En aðalatriðið fyrir áhuga- sama Reykvíkinga hlýtur fyrst og fremst að vera sá auðugi sagnasjóður, sem liggur á bak við nafn fyrsta landnámsmanns- ins, Ingólfs Amarsonar. Það er vægast sagt harla óvæntur fund- ur fyrir flesta nútíma Reyk- víkinga. Reykjavík 12. nóvember 1986. Höfundur er kirkjuaagnfræðingur og hefur unnid að rannsóknum á því sviði i 20 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.