Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 69 Ölympíuskákmótið í Dubai: Oruggt í fyrstu umferð en Portúgalir erfiðari íslenska skáksveitin við undirbúning fyrir ólympíuskákmótið. SKÁK Bragi Kristjánsson Ólympíuskákmótið, hið tuttug- asta og sjöunda í röðinni, hófst sl. laugardag í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Island er meðal 109 þátttökuþjóða í karla- flokki, og er íslenska sveitin skipuð sömu skákmeisturum og stóðu sig svo vel í Saloniki í Grikklandi fyrir tveimur árum. I Dubai tefla fleiri sveitir en áður hafa tekið þátt í ólypíuskákmóti, en útilokun Israels varpar nokkrum skugga á móts- haldið. Danir, Svíar, Norðmenn og Hollendingar eru á meðal sjö þjóða, sem ekki tefla nú í mótmælaskyni, auk þess að nokkrir sterkir skák- menn láta sig vanta af sömu ástæðu. Sovéska sveitin virðist örugg með sigur í mótinu, en hún hefur 2681 meðalstig og er skipuð þeim Kasp- arov (2740), Karpov (2705), Sokolov (2620), Jusujxjv (2660), Vaganjan (2600) og Tsjeskovskij (2490). Aðrir í styrkleikaröð eru Englendingar með 2585 meðalstig: Miles (2570), Nunn (2590), Short (2615), Chandler (2565), Spellman (2535) og Flear (2505). Ungveijar eru í þriðja sæti með 2582 meðal- stig: Portisch (2605), Ribli (2585), Sax (2585), Pinter (2555), Adoijan (2560) og Csom (2505). Næstir koma Júgóslavar með 2577 meðal- stig: Ljubojevic (2600), Nikolic (2600), Velimirovic (2570), Popvic (2540), Barlov (2550) og Hulak (2540). í fimmta sæti eru Banda- ríkjamenn með 2555 meðalstig: Seirawan (2580) Cristiansen (2060, Kavalek (2555), Fedorowicz (2525), DeFirmian (2490) og Dlugy (2500). íslendingar eru í sjötta sæti með 2526 meðalstig: Helgi Ólafsson (2560), Jóhann Hjartarson (2525), Jón L. Ámason (2510), Margeir Pétursson (2510), Guðmundur Sig- uijónsson (2490) og Karl Þorsteins (2460). Rúmenar hafa 2525 meðal- stig og Tékkar 2522, þannig að ekki er marktækur munur á sveit- unum nr. 6—8. Þegar stigin eru skoðuð, virðast Sovétmenn öruggir um sigur, og aðrar þjóðir, en þær sem að ofan eru taldar, virðast ekki eiga mögu- leika á 2.-5. sæti. Það skemmtilega við skákina er, að engin úrslit eru fyrirfram örugg. Gamalt spakmæli segir: „Það er ekki nóg að vera góður, þú verður líka að tefla vel“, og er það enn í fullu gildi. Sovétmenn ætla greinilega ekki að taka neina áhættu, þótt þeir hafí yfirburðasveit. Keppendum þeirra til aðstoðar er fríður flokkur stórmeistara: Geller (liðstjóri), Smyslov, Polugajevskij, Gufeld, Kupreichik og Georgadze, auk far- arstjóra. íslendingamir í Dubai láta mjög vel af öllum aðstæðum. Teflt er í ráðstefnumiðstöð í miðborginni, og er skákstaðurinn einhver besti í sögu ólympíuskákmóta. Hótelin em fyrsta flokks, en íslensku keppend- umir búa nokkuð langt frá skák- stað, og eru 20 mínútur í rútu frá hótelinu á skákstaðinn. Teflt er eft- ir Monrad-kerfi, og tefla því saman þjóðir, sem hafa jafnmarga vinn- inga fyrir hvetja umferð. Þjóðunum er í upphafi raðað eftir stigum, þannig að efstu þjóðir fara ekki að tefla saman fyrr en í 3.-4. umferð. Arabarnir leggja sig alla fram um að mótið megi fara sem best fram. Dæmi um þetta er, að strax kl. 8 að morgni er mótsblaðið með skákum dagsins á undan komið til keppenda, og á svipuðum tíma er vitað, hvaða þjóð verður næsti and- stæðingur. Þykir mótshaldið svo glæsilegt, að margir telja þetta glæsilegasta ólympíumót sögunnar, og slái jafn- vel út mótið í Havana á Kúbu 1966. Fyrstaumferð Islenska sveitin teflir undir nokkru álagi á þessu móti. Sömu keppendur tefla nú og náðu besta árangri, sem ísland hefur náð, í Grikklandi 1984. ísland lenti þá í 15. sæti, en hafði skipað efstu sæt- in allt mótið og haldið sínu í baráttunni við sterkustu þjóðir heims. Mönnum er í fersku minni stórkostleg barátta við sovéska bjöminn, sem lauk með miklum heppnissigri Sovétmanna, 2V2-IV2. ísland hefur á ólympíumóti hæst komist í 11. sæti á Kúbu 1966 og 12. sæti í Hollandi 1954, en nú eru líkur á að það met verði slegið. ísland — Jersey + Guensey 4-0 Helgi — Le Blanq 1-0 Jóhann — Hawees 1-0 JónL. — Rowe 1-0 Karl — Fulton 1-0 Sameiginlegt lið frá Jersey og Guensey var lítil hindrun fyrir ís- lendinga. Á þrem efstu borðum vannst öruggur sigur í rúmlega 20 leikjum, en Karl lenti í nokkrum erfiðleikum. Hann fékk að vísu unnið tafl í byijun, en í miklu tíma- hraki beggja gaf Karl andstæðingi sínum færi á mótspili, sem hefði getað leitt til mannvinnings. Karl hafði áður unnið tvö peð, svo Karl var ekki í taphættu, þótt Fulton hefði fundið bestu leiðina. Sá síðamefndi féll á tíma í 40. leik, og átti þá tapað tafl. í fyrstu umferð var lítið um óvænt úrslit, en heimamenn náðu hálfum vinn- ingi í viðureigninni við Búlgara, og Costa Rica-búar sömuleiðis í keppni við Tékka. Hvítt: Le Blanq Svart: Helgi Ólafsson Drottningarindversk-vörn 1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - e6, 3. c4 — b6, 4. a3 — c5, 5. e3 — Önnur leið og flóknari er 5. d5!? — o.s.frv. 5. — g6, 6. Be2 — Hvítur teflir mjög rólega. Betra er talið að leika 6. Rc3 — Bg7, 7. e4 — cxd4, 8. Rxd4 — 0-0, 9. Bg5 — h6, 10. Bh4 - d5, 11. exd5 - exd5, 12. Be2 - Bb7, 13. 0-0 - dxc4, 14. Rdb5 (14. Bxc4 — a6), 14. — Rdb7, 15. Bxc4 með örlítið betra tafli fyrir hvít. ’ 6. - Bg7, 7. 0-0 - 0-0, 8. Rc3 - Bb7, 9. b3 - Hvítur ber of mikla virðingu fyr- ir andstæðingi sínum. Betra var 9. b4 — cxd4, 10. Rxd4 — Rc6, 11. Rxc6 - Bxc6, 12. Bb2 - d5, 13. Db3 — dxc4, 14. Bxc4 — De7, 15. Hadl - Hfd8, 16. f3 - Re8 með nokkuð jöfnu tafli. 9. - d5, 10. cxd5 - Rxd5, 11. Bb2 - Rc6, 12. Ra4 - cxd4, 13. Rxd4 — Rxd4, 14. Bxd4 — Dg5, 15. g3 - Hvítur hefði lent í óþægilegri stöðu eftir 15. Bf3 — Hfd8 o.s.frv. 15. - Hfd8, 16. h4 - De7, 17. Bxg7 — Kxg7, 18. Dd4+ — e5, 19. Db2 - RfG. Veikleikamir á hvítu reitunum umhverfís hvíta kónginn ráða úr- slitum fyrr eða síðar, en hvítur finnur stutta og þjáningalitla leið. 20. Hfdl? - De6!, 21. HacÞ - Hvítur verst hótuninni 21. — Dc6 en... 21. - Dh3! og hvítur gafst upp, því hann tapar eftir 22. f3 - Dxg3+, 23. Kfl - Rg4!, 24. fxg4 — Bg2+, 25. Kgl — Bh3+, 26. Khl — Dg2 mát. í fyrstu umferð fengu Englend- ingar íjóra vinnínga gegn Puerto Rico án taflmennsku. Þeir síðar- nefndu töldu sig ekki eiga að tefla við Englendinga, því einn keppandi í sveitinni (frá Puerto Rico) væri ekki skráður með rétt stig og því væru þeir ekki í réttri röð í upp- hafi móts. Höfðu þeir mótmælt án árangurs í 3—4 daga, og í mót- mælaskyni mættu þeir ekki til leiks í 1. umferð. Þótti öðrum keppendum Puerto Rico-búar þar gera úlfalda úr mýflugu, eins og sagt er þama suður í Dubai. • • Onnur umferð: í sland — Portúgal 2* /2— 1 '/2 Helgi — Femandez '/2—V2 Jón L. — Antunes V2—V2 Margeir — Frois 1—0 Guðmundur — Santos V2—V2 Þessi úrslit valda óneitanlega vonbrigðum, þótt nú eigi íslenska sveitin í höggi við mun sterkari andstæðinga en í 1. umferð. Helgi fékk betri stöðu í byijun og andstæðingurinn lenti í miklu tímahraki. Portúgalinn tók þá til bragðs að fóma drottningunni fyrir tvo létta menn. Þetta setti Helga út af laginu og í 21. leik neyddist hann til að þráleika innilokaðri drottningu. Þessi úrslit ollu von- brigðum, því Portúgalinn átti aðeins eftir 2 mínútur til að ná 40 leikja markinu. Jón L. tefldi við alþjóðleg- an meistara eins og Helgi. Portúgal- inn tefldi af miklu öryggi og komst Jón ekkert áfram. Margeir tefldi sína fyrstu skák á mótinu og er aftaka eina orðið til að lýsa henni. Portúgalinn lenti í óhagstæðri stöðu í byijun og átti sér ekki viðreisnar von eftir það. Guðmundur lenti í miklum erfið- leikum í byijun. Hann greip þá til þess ráðs að fóma tveim peðum fyrir mótspil. Portúgalanum varð svo mikið um, að hann bauð jafn- tefli. Guðmundur þáði boðið, því óvíst var, hvort hann hefði næg gagnfæri fyrir peðin tvö, sem hann fómaði. Af öðmm úrslitum má nefna: Sovétríkin 3V2 — Perú V2 (Jusupöv gerði jafntefli); Ungveijaland 4 — Austurríki 0; Bandaríkin 3V2 — Indland V2; England 2V2 — Skotland IV2 (óvænt!); Júgóslavía 3 — Grikk- land 1; Rúmenía 2V2 — Belgía U/2; Tékkóslóvakía 4 — Dóminikanska lýðveldið 0; V-Þýskaland 4 — Mex- íkó 0; Spánn 4 — Pakistan 0; Búlg- aría 3 — írland 1; Kúba 3V2 — Filippseyjar V2; Indonesia 4 — Sri Lanka 0. Staða efstu þjóða eftir tvær umferðir er þessi: 1,—4. Ungveija- land, V-Þýskaland, Spánn, Indó- nesía, 8 v. 5.-8. Sovétríkin, Bandaríkin, Tékkóslóvakía, Kúba, 7V2 v. íslendingar og Englendingar hafa 6V2 v. Hvitt: Helgi Ólafsson Svart: Fernandez Drottningarpeðsbyijun 1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - c5, 3. d5 - b5, 4. Bg5 - Db6 Hvítur náði betra tafli í 3. ein- vígisskák Kasparovs og Miles í Basel 1986 eftir 4. — Re4?!, 5. Bh4 - Da5, 6. Rbd2 - Bb7, 7. a4 - Bxd5, 8. axb5 — Dc7, 9. Ha4 — Db7, 10. c4 o.s.frv. 5. a4! - b4 Svartur neyðist til að gefa eftir c4-reitinn, en þar verður hvítur riddari stórveldi í framhaldinu. 6. a5 — Db7, 7. Bxf6 — exf6, 8. e4 — d6, 9. Rbd2 — g6, 10. Rc4 - Rd7, 11. Be2 - Dc7, 12. 0-0 - Bh6 Svartur hefði líklega betur leikið 9. — Be7 ásamt 10. — 0-0, 11. — Re5 og f6 — f5 síðar. 13. c3 - Hb8, 14. Da4 - Ke7 Svartur vill hafa d6-peðið valdað vegna hótunarinnar Da4 — c6. 15. Hfdl - Ba6 Svartur á úr vöndu að ráða, því ekki gengur 15. — Re5, 16. Rfxe5 - fxe5, 17. Rxe5 — dxe5, 18. d6+, eða 15. - Bb7, 16. e5 - fxe5, 17. Rfxe5 — Rxe5, 18. Rxe5 — dxe5, 19. d6+ 16. Dc6 16. - Bxc4!? Leikið af hugrekki örvæntingar- innar. Svartur er glataður eftir 16. — Dxc6, 17. dxc6 — Bxc4, (17. — Re5, 18. Rfxeö - fxe5, 19. Hxd6 — Bxc4, 20. Hd7+ ásamt 21. Bxc4) 18. Bxc4 — fxe5, 19. Ba6 — Kd8, 20. Hxd6-I— Kc7, 21. Hadl o.s.frv. 17. Dxc7 - Bxe2, 18. a6?! Sjálfsagt virðist 18. Hel, því ef svartur leikur 18. — Hhc8 (18. — Bc4, 19. e5) á hvítur skiptamun yfir eftir 19. Dxc8 ásamt 20. Hxe2 og eftir 18. — Bxf3, 19. gxf3 slepp- ur hvíta drottningin út eftir skálín- unni a6-fl. 18. — Hhc8, 19. Dxa7 Eftir 19. Da5 - Bxdl, 20. Hxdl á hvítur meira lið, en erfiðleika fyr- ir höndum við að innbyrða vinning- inn. Helgi hefði þó átt að velja þessa j leið, því andstæðingurinn átti að- I eins eftir 2 mínútur til að ná 40 I leikja markinu!! I 19. - Bxdl, 20. Hxdl - Ha8, 21. I Db7 - Hab8 og jafntefli var samið, því svarti hrókurinn eltir hvítu drottninguna. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Frois Kóngsindversk-vörn I. d4 - Rf6, 2. c4 - d6, 3. Rc3 - Rbd7,4. e4 - e5, 5. d5 - g6?! Mjög vafasamur leikur, sem leið- ir til óhagstæðrar stöðu fyrir svart. Með leikjaröð sinni í byijun hefur svartur væntanlega ætlað að kom- ast hjá Sámisch-afbrigðinu í Kóngsindverskri-vöm, en nú lendir hann í því af verstu tegund. Rétt var að leika 5. — Be7. 6. f3 - Bg7, 7. Bg5 - 0-0, 8. Dd2 — h6, 9. Be3 Ekki 9. Bxh6? - Rxe4!, 10. fxe4 — Dh4+ og vinnur manninn aftur á h6. 9. - Kh7, 10. 0-0-0 — Rh5 Svartur hefði betur leikið straisK ’ 10. — Rc5 ásamt 11. — a5, því áætlun um — Rh5 og — f5 hjálpar aðeins hvítum í þessari stöðu. II. Bd3 - Rc5, 12. Bc2 - a5, 13. Rge2 — f5, 14. exf5 — Bxf5 nú nær hvítur varanlegum tökum á e4-reitnum, því eftir 14. — gxf5, 15. g4 vinnur hvítur peð, án' þess að svartur fái nokkur gagnfæri. -15. Rg3 — Bxc2,16. Dxc2 — Dh4 Svartur má ekki opna h-línuna með því að drepa á g3 og ef riddar- inn á h5 forðar sér kemur 17. h4- ásamt h5. 17. Rxh5 — Dxh5, 18. Bxc5 — dxc5, 19. Re4 Nú er orðið ljóst, að svartur er með gjörtapað tafl. Hvitur á sterkan riddara gegn innilokuðum biskupi svarts, og að auki er ekkert að gera við gegnumbroti hvíts á d- línunni og kóngssókn með h4 og g4 vofir yfír. 19. - b6, 20. h4 - Df5 Hótunin var 21. g4 21. h5! Múrar biskupinn á g7 enn betur inni. 21. - g5 Ekki 21. — gxh5, 22. Hxh5 — Dg6 (22. - Dxh5, 23. Rf6++), 23*. Rg5+ ásamt 24. Dxg6 og vinnur. 22. d6 — cxd6, 23. Hxd6 — Hab8, 24. Hhdl - Kh8, 25. Hg6 - Df4+, 26. Kbl - Hb7 Hvítur hótaði 27. Hd7 — Hg8, 28. Rxg5 — hxg5, 29. Hh6+ — Bxh6, 20. Hh7 mát. 27. Hdd6 - Dh2 28. Rxg5! - Dhl+ Eða 28. — hxg5, 29. h6 o.s.frv. 29. Hdl - Dxh5, 30. Hxb6 Hvítur vinnur skiptamun vegna hótunarinnar 31. Dh7 mát. 30. - Dxg5, 31. Hxb7 Svartur hefði getað gefist upp með góðri samvisku í þessari stöðu, en hann heldur vonlausri barátty.-, áfram í nokkra leiki. 31. - a4, 32. a3 - e4, 33. Dxe4 - Dxg2, 34. Hd6 Hótar 35. Hxh6+ ásamt 36. Dh7 mát. 34. - Dg5, 35. Hg6 og svartur gafst upp, því hann tap- ar meira liði og verður mát í nokkrum leikjum. -■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.