Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
69
Ölympíuskákmótið í Dubai:
Oruggt í fyrstu umferð
en Portúgalir erfiðari
íslenska skáksveitin við undirbúning fyrir ólympíuskákmótið.
SKÁK
Bragi Kristjánsson
Ólympíuskákmótið, hið tuttug-
asta og sjöunda í röðinni, hófst sl.
laugardag í Dubai í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum. Island
er meðal 109 þátttökuþjóða í karla-
flokki, og er íslenska sveitin skipuð
sömu skákmeisturum og stóðu sig
svo vel í Saloniki í Grikklandi fyrir
tveimur árum. I Dubai tefla fleiri
sveitir en áður hafa tekið þátt í
ólypíuskákmóti, en útilokun Israels
varpar nokkrum skugga á móts-
haldið. Danir, Svíar, Norðmenn og
Hollendingar eru á meðal sjö þjóða,
sem ekki tefla nú í mótmælaskyni,
auk þess að nokkrir sterkir skák-
menn láta sig vanta af sömu
ástæðu.
Sovéska sveitin virðist örugg með
sigur í mótinu, en hún hefur 2681
meðalstig og er skipuð þeim Kasp-
arov (2740), Karpov (2705),
Sokolov (2620), Jusujxjv (2660),
Vaganjan (2600) og Tsjeskovskij
(2490). Aðrir í styrkleikaröð eru
Englendingar með 2585 meðalstig:
Miles (2570), Nunn (2590), Short
(2615), Chandler (2565), Spellman
(2535) og Flear (2505). Ungveijar
eru í þriðja sæti með 2582 meðal-
stig: Portisch (2605), Ribli (2585),
Sax (2585), Pinter (2555), Adoijan
(2560) og Csom (2505). Næstir
koma Júgóslavar með 2577 meðal-
stig: Ljubojevic (2600), Nikolic
(2600), Velimirovic (2570), Popvic
(2540), Barlov (2550) og Hulak
(2540). í fimmta sæti eru Banda-
ríkjamenn með 2555 meðalstig:
Seirawan (2580) Cristiansen (2060,
Kavalek (2555), Fedorowicz (2525),
DeFirmian (2490) og Dlugy (2500).
íslendingar eru í sjötta sæti með
2526 meðalstig: Helgi Ólafsson
(2560), Jóhann Hjartarson (2525),
Jón L. Ámason (2510), Margeir
Pétursson (2510), Guðmundur Sig-
uijónsson (2490) og Karl Þorsteins
(2460). Rúmenar hafa 2525 meðal-
stig og Tékkar 2522, þannig að
ekki er marktækur munur á sveit-
unum nr. 6—8.
Þegar stigin eru skoðuð, virðast
Sovétmenn öruggir um sigur, og
aðrar þjóðir, en þær sem að ofan
eru taldar, virðast ekki eiga mögu-
leika á 2.-5. sæti. Það skemmtilega
við skákina er, að engin úrslit eru
fyrirfram örugg. Gamalt spakmæli
segir: „Það er ekki nóg að vera
góður, þú verður líka að tefla vel“,
og er það enn í fullu gildi.
Sovétmenn ætla greinilega ekki
að taka neina áhættu, þótt þeir
hafí yfirburðasveit. Keppendum
þeirra til aðstoðar er fríður flokkur
stórmeistara: Geller (liðstjóri),
Smyslov, Polugajevskij, Gufeld,
Kupreichik og Georgadze, auk far-
arstjóra.
íslendingamir í Dubai láta mjög
vel af öllum aðstæðum. Teflt er í
ráðstefnumiðstöð í miðborginni, og
er skákstaðurinn einhver besti í
sögu ólympíuskákmóta. Hótelin em
fyrsta flokks, en íslensku keppend-
umir búa nokkuð langt frá skák-
stað, og eru 20 mínútur í rútu frá
hótelinu á skákstaðinn. Teflt er eft-
ir Monrad-kerfi, og tefla því saman
þjóðir, sem hafa jafnmarga vinn-
inga fyrir hvetja umferð. Þjóðunum
er í upphafi raðað eftir stigum,
þannig að efstu þjóðir fara ekki að
tefla saman fyrr en í 3.-4. umferð.
Arabarnir leggja sig alla fram
um að mótið megi fara sem best
fram. Dæmi um þetta er, að strax
kl. 8 að morgni er mótsblaðið með
skákum dagsins á undan komið til
keppenda, og á svipuðum tíma er
vitað, hvaða þjóð verður næsti and-
stæðingur.
Þykir mótshaldið svo glæsilegt,
að margir telja þetta glæsilegasta
ólympíumót sögunnar, og slái jafn-
vel út mótið í Havana á Kúbu 1966.
Fyrstaumferð
Islenska sveitin teflir undir
nokkru álagi á þessu móti. Sömu
keppendur tefla nú og náðu besta
árangri, sem ísland hefur náð, í
Grikklandi 1984. ísland lenti þá í
15. sæti, en hafði skipað efstu sæt-
in allt mótið og haldið sínu í
baráttunni við sterkustu þjóðir
heims. Mönnum er í fersku minni
stórkostleg barátta við sovéska
bjöminn, sem lauk með miklum
heppnissigri Sovétmanna, 2V2-IV2.
ísland hefur á ólympíumóti hæst
komist í 11. sæti á Kúbu 1966 og
12. sæti í Hollandi 1954, en nú eru
líkur á að það met verði slegið.
ísland — Jersey + Guensey 4-0
Helgi — Le Blanq 1-0
Jóhann — Hawees 1-0
JónL. — Rowe 1-0
Karl — Fulton 1-0
Sameiginlegt lið frá Jersey og
Guensey var lítil hindrun fyrir ís-
lendinga. Á þrem efstu borðum
vannst öruggur sigur í rúmlega 20
leikjum, en Karl lenti í nokkrum
erfiðleikum. Hann fékk að vísu
unnið tafl í byijun, en í miklu tíma-
hraki beggja gaf Karl andstæðingi
sínum færi á mótspili, sem hefði
getað leitt til mannvinnings. Karl
hafði áður unnið tvö peð, svo Karl
var ekki í taphættu, þótt Fulton
hefði fundið bestu leiðina.
Sá síðamefndi féll á tíma í 40.
leik, og átti þá tapað tafl. í fyrstu
umferð var lítið um óvænt úrslit,
en heimamenn náðu hálfum vinn-
ingi í viðureigninni við Búlgara, og
Costa Rica-búar sömuleiðis í keppni
við Tékka.
Hvítt: Le Blanq
Svart: Helgi Ólafsson
Drottningarindversk-vörn
1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - e6, 3. c4
— b6, 4. a3 — c5, 5. e3 —
Önnur leið og flóknari er 5. d5!?
— o.s.frv.
5. — g6, 6. Be2 —
Hvítur teflir mjög rólega. Betra
er talið að leika 6. Rc3 — Bg7, 7.
e4 — cxd4, 8. Rxd4 — 0-0, 9. Bg5
— h6, 10. Bh4 - d5, 11. exd5 -
exd5, 12. Be2 - Bb7, 13. 0-0 -
dxc4, 14. Rdb5 (14. Bxc4 — a6),
14. — Rdb7, 15. Bxc4 með örlítið
betra tafli fyrir hvít. ’
6. - Bg7, 7. 0-0 - 0-0, 8. Rc3 -
Bb7, 9. b3 -
Hvítur ber of mikla virðingu fyr-
ir andstæðingi sínum. Betra var 9.
b4 — cxd4, 10. Rxd4 — Rc6, 11.
Rxc6 - Bxc6, 12. Bb2 - d5, 13.
Db3 — dxc4, 14. Bxc4 — De7, 15.
Hadl - Hfd8, 16. f3 - Re8 með
nokkuð jöfnu tafli.
9. - d5, 10. cxd5 - Rxd5, 11.
Bb2 - Rc6, 12. Ra4 - cxd4, 13.
Rxd4 — Rxd4, 14. Bxd4 — Dg5,
15. g3 -
Hvítur hefði lent í óþægilegri
stöðu eftir 15. Bf3 — Hfd8 o.s.frv.
15. - Hfd8, 16. h4 - De7, 17.
Bxg7 — Kxg7, 18. Dd4+ — e5,
19. Db2 - RfG.
Veikleikamir á hvítu reitunum
umhverfís hvíta kónginn ráða úr-
slitum fyrr eða síðar, en hvítur
finnur stutta og þjáningalitla leið.
20. Hfdl? - De6!, 21. HacÞ -
Hvítur verst hótuninni 21. — Dc6
en...
21. - Dh3!
og hvítur gafst upp, því hann tapar
eftir 22. f3 - Dxg3+, 23. Kfl -
Rg4!, 24. fxg4 — Bg2+, 25. Kgl —
Bh3+, 26. Khl — Dg2 mát.
í fyrstu umferð fengu Englend-
ingar íjóra vinnínga gegn Puerto
Rico án taflmennsku. Þeir síðar-
nefndu töldu sig ekki eiga að tefla
við Englendinga, því einn keppandi
í sveitinni (frá Puerto Rico) væri
ekki skráður með rétt stig og því
væru þeir ekki í réttri röð í upp-
hafi móts. Höfðu þeir mótmælt án
árangurs í 3—4 daga, og í mót-
mælaskyni mættu þeir ekki til leiks
í 1. umferð. Þótti öðrum keppendum
Puerto Rico-búar þar gera úlfalda
úr mýflugu, eins og sagt er þama
suður í Dubai.
• •
Onnur umferð:
í sland — Portúgal 2* /2— 1 '/2
Helgi — Femandez '/2—V2
Jón L. — Antunes V2—V2
Margeir — Frois 1—0
Guðmundur — Santos V2—V2
Þessi úrslit valda óneitanlega
vonbrigðum, þótt nú eigi íslenska
sveitin í höggi við mun sterkari
andstæðinga en í 1. umferð.
Helgi fékk betri stöðu í byijun
og andstæðingurinn lenti í miklu
tímahraki. Portúgalinn tók þá til
bragðs að fóma drottningunni fyrir
tvo létta menn. Þetta setti Helga
út af laginu og í 21. leik neyddist
hann til að þráleika innilokaðri
drottningu. Þessi úrslit ollu von-
brigðum, því Portúgalinn átti aðeins
eftir 2 mínútur til að ná 40 leikja
markinu. Jón L. tefldi við alþjóðleg-
an meistara eins og Helgi. Portúgal-
inn tefldi af miklu öryggi og komst
Jón ekkert áfram.
Margeir tefldi sína fyrstu skák á
mótinu og er aftaka eina orðið til
að lýsa henni. Portúgalinn lenti í
óhagstæðri stöðu í byijun og átti
sér ekki viðreisnar von eftir það.
Guðmundur lenti í miklum erfið-
leikum í byijun. Hann greip þá til
þess ráðs að fóma tveim peðum
fyrir mótspil. Portúgalanum varð
svo mikið um, að hann bauð jafn-
tefli. Guðmundur þáði boðið, því
óvíst var, hvort hann hefði næg
gagnfæri fyrir peðin tvö, sem hann
fómaði.
Af öðmm úrslitum má nefna:
Sovétríkin 3V2 — Perú V2 (Jusupöv
gerði jafntefli); Ungveijaland 4 —
Austurríki 0; Bandaríkin 3V2 —
Indland V2; England 2V2 — Skotland
IV2 (óvænt!); Júgóslavía 3 — Grikk-
land 1; Rúmenía 2V2 — Belgía U/2;
Tékkóslóvakía 4 — Dóminikanska
lýðveldið 0; V-Þýskaland 4 — Mex-
íkó 0; Spánn 4 — Pakistan 0; Búlg-
aría 3 — írland 1; Kúba 3V2 —
Filippseyjar V2; Indonesia 4 — Sri
Lanka 0.
Staða efstu þjóða eftir tvær
umferðir er þessi: 1,—4. Ungveija-
land, V-Þýskaland, Spánn, Indó-
nesía, 8 v. 5.-8. Sovétríkin,
Bandaríkin, Tékkóslóvakía, Kúba,
7V2 v. íslendingar og Englendingar
hafa 6V2 v.
Hvitt: Helgi Ólafsson
Svart: Fernandez
Drottningarpeðsbyijun
1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - c5, 3. d5
- b5, 4. Bg5 - Db6
Hvítur náði betra tafli í 3. ein-
vígisskák Kasparovs og Miles í
Basel 1986 eftir 4. — Re4?!, 5. Bh4
- Da5, 6. Rbd2 - Bb7, 7. a4 -
Bxd5, 8. axb5 — Dc7, 9. Ha4 —
Db7, 10. c4 o.s.frv.
5. a4! - b4
Svartur neyðist til að gefa eftir
c4-reitinn, en þar verður hvítur
riddari stórveldi í framhaldinu.
6. a5 — Db7, 7. Bxf6 — exf6, 8.
e4 — d6, 9. Rbd2 — g6, 10. Rc4
- Rd7, 11. Be2 - Dc7, 12. 0-0
- Bh6
Svartur hefði líklega betur leikið
9. — Be7 ásamt 10. — 0-0, 11. —
Re5 og f6 — f5 síðar.
13. c3 - Hb8, 14. Da4 - Ke7
Svartur vill hafa d6-peðið valdað
vegna hótunarinnar Da4 — c6.
15. Hfdl - Ba6
Svartur á úr vöndu að ráða, því
ekki gengur 15. — Re5, 16. Rfxe5
- fxe5, 17. Rxe5 — dxe5, 18. d6+,
eða 15. - Bb7, 16. e5 - fxe5, 17.
Rfxe5 — Rxe5, 18. Rxe5 — dxe5,
19. d6+
16. Dc6
16. - Bxc4!?
Leikið af hugrekki örvæntingar-
innar. Svartur er glataður eftir 16.
— Dxc6, 17. dxc6 — Bxc4, (17. —
Re5, 18. Rfxeö - fxe5, 19. Hxd6
— Bxc4, 20. Hd7+ ásamt 21. Bxc4)
18. Bxc4 — fxe5, 19. Ba6 — Kd8,
20. Hxd6-I— Kc7, 21. Hadl o.s.frv.
17. Dxc7 - Bxe2, 18. a6?!
Sjálfsagt virðist 18. Hel, því ef
svartur leikur 18. — Hhc8 (18. —
Bc4, 19. e5) á hvítur skiptamun
yfir eftir 19. Dxc8 ásamt 20. Hxe2
og eftir 18. — Bxf3, 19. gxf3 slepp-
ur hvíta drottningin út eftir skálín-
unni a6-fl.
18. — Hhc8, 19. Dxa7
Eftir 19. Da5 - Bxdl, 20. Hxdl
á hvítur meira lið, en erfiðleika fyr-
ir höndum við að innbyrða vinning-
inn. Helgi hefði þó átt að velja þessa
j leið, því andstæðingurinn átti að-
I eins eftir 2 mínútur til að ná 40
I leikja markinu!!
I 19. - Bxdl, 20. Hxdl - Ha8, 21.
I Db7 - Hab8
og jafntefli var samið, því svarti
hrókurinn eltir hvítu drottninguna.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Frois
Kóngsindversk-vörn
I. d4 - Rf6, 2. c4 - d6, 3. Rc3
- Rbd7,4. e4 - e5, 5. d5 - g6?!
Mjög vafasamur leikur, sem leið-
ir til óhagstæðrar stöðu fyrir svart.
Með leikjaröð sinni í byijun hefur
svartur væntanlega ætlað að kom-
ast hjá Sámisch-afbrigðinu í
Kóngsindverskri-vöm, en nú lendir
hann í því af verstu tegund. Rétt
var að leika 5. — Be7.
6. f3 - Bg7, 7. Bg5 - 0-0, 8. Dd2
— h6, 9. Be3
Ekki 9. Bxh6? - Rxe4!, 10. fxe4
— Dh4+ og vinnur manninn aftur
á h6.
9. - Kh7, 10. 0-0-0 — Rh5
Svartur hefði betur leikið straisK ’
10. — Rc5 ásamt 11. — a5, því
áætlun um — Rh5 og — f5 hjálpar
aðeins hvítum í þessari stöðu.
II. Bd3 - Rc5, 12. Bc2 - a5, 13.
Rge2 — f5, 14. exf5 — Bxf5
nú nær hvítur varanlegum tökum
á e4-reitnum, því eftir 14. — gxf5,
15. g4 vinnur hvítur peð, án' þess
að svartur fái nokkur gagnfæri.
-15. Rg3 — Bxc2,16. Dxc2 — Dh4
Svartur má ekki opna h-línuna
með því að drepa á g3 og ef riddar-
inn á h5 forðar sér kemur 17. h4-
ásamt h5.
17. Rxh5 — Dxh5, 18. Bxc5 —
dxc5, 19. Re4
Nú er orðið ljóst, að svartur er
með gjörtapað tafl. Hvitur á sterkan
riddara gegn innilokuðum biskupi
svarts, og að auki er ekkert að
gera við gegnumbroti hvíts á d-
línunni og kóngssókn með h4 og
g4 vofir yfír.
19. - b6, 20. h4 - Df5
Hótunin var 21. g4
21. h5!
Múrar biskupinn á g7 enn betur
inni.
21. - g5
Ekki 21. — gxh5, 22. Hxh5 —
Dg6 (22. - Dxh5, 23. Rf6++), 23*.
Rg5+ ásamt 24. Dxg6 og vinnur.
22. d6 — cxd6, 23. Hxd6 — Hab8,
24. Hhdl - Kh8, 25. Hg6 - Df4+,
26. Kbl - Hb7
Hvítur hótaði 27. Hd7 — Hg8,
28. Rxg5 — hxg5, 29. Hh6+ —
Bxh6, 20. Hh7 mát.
27. Hdd6 - Dh2
28. Rxg5! - Dhl+
Eða 28. — hxg5, 29. h6 o.s.frv.
29. Hdl - Dxh5, 30. Hxb6
Hvítur vinnur skiptamun vegna
hótunarinnar 31. Dh7 mát.
30. - Dxg5, 31. Hxb7
Svartur hefði getað gefist upp
með góðri samvisku í þessari stöðu,
en hann heldur vonlausri barátty.-,
áfram í nokkra leiki.
31. - a4, 32. a3 - e4, 33. Dxe4
- Dxg2, 34. Hd6
Hótar 35. Hxh6+ ásamt 36. Dh7
mát.
34. - Dg5, 35. Hg6
og svartur gafst upp, því hann tap-
ar meira liði og verður mát í
nokkrum leikjum. -■