Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 Ást er... — að vita að þú verður alltaf eftir- lætið hans. TM Reg. U.S. Pat. Otf.-all rtghts rasarved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Hver gat séð það fyrír að allir biðja um villibráð? Með morgunkaffinu Hefur það ekki hvarflað að þér að aðra fýsti að sitja í skuggan- um með hjálminn? HÖGNI HREKKVÍSI Fyrirspurn til Víkverja Víkvetji skrifaði pistil um ferða- mál þ. 26. september sl. Að mati hans „eru ríkisafskipti af ferðamál- um, umfram það _sem nú er, ekki af hinu góða“. Ég býst við að Víkveiji, sem hefur svo ákveðnar skoðanir á ferðamálum, viti hvemig ástandi ferðamannastaða er háttað hér á landi. Óvíða munu ferða- mannastaðir geta flokkast sem slysagildrur og hættusvæði sem hér á landi. Óvíða er almennum ferða- mönnum stefnt í jafn ríkum mæli og hér á landi á hverasvæði, hraunsprangur, íshella, jökuljaðra, háa kletta og fuglabjörg. Ég býst við að Víkveiji hafi séð hvemig gróður er víða horfínn á ferðamannastöðum vegna vaxandi umferðar ferðamanna. I staðinn era komnir moldartroðningar þar sem sjá má ferðamenn leika alls konar jafnvægiskúnstir til að forða því að þeir beinbijóti sig eða rífí föt sín. Leiðarmerkingar era ónógar, bæði á göngu- og akstursleiðum, svo að ferðamenn villast og lenda í slíkum ógöngum að lífshætta getur hlotist af. Hverasvæði eraóvarin og ómerkt svo að ferðamenn stíga niðurúr leimum og hljóta slæm branasár. Afleiðingar era oft sjúkrahúsdvöl í stað upphaflegrar skemmtiferðar. Tjaldsvæði era flest vanburða, bæði hvað snertir búnað og aðstöðu. A löngum vegaköflum er engin hrein- lætisaðstaða svo að erlendir gestir okkar þurfa að leita skjóls í skurð- um meðfram vegunum eða undir moldarbörðum. Ég trúi ekki öðra en að Víkveiji telji að úr þessu þurfi að bæta, svo að ferðamenn, hvort sem þeir era íslenskir eða erlendir, komist leiðar sinnar um ísland, án þess að glata virðingu sinni eða leggja líf sitt í hættu og án þess að þeir sem standa að ferðaþjónustu hér á landi þurfi að roðna af skömm. Og þá er það spumingin, Víkveiji góðun Hvern- ig og hver á að koma þessum umbótum í kring? Ekki ríkið, segir Víkveiji. Ég skal nefna nokkra aðra möguleika. Hvers vegna ekki að láta eigendur ferðaskrifstofa sem selja fólkinu afnot af og aðgang að ferðamanna- stöðunum borga uppbygginguna? En nú er aðeins hluti af ferðamönn- unum á vegum ferðaskrifstofa, segir kannski einhver. En þá ferða- mennimir sjálfír? Hvemig væri að láta þá borga fyrir afnot af þeirri aðstöðu sem þeir nota, t.d. hreinlæt- isaðstöðunni? En hver á þá að koma upp aðstöðu þar sem hana vantar t.d. að koma upp hreinlætisaðstöðu, leggja stikur og merkja göngu- og aksturleiðir? Tökum eitt dæmi: Ferðamálaráð hefur komið upp framstæðri hrein- lætisaðstöðu við Dettisfoss til að bæta úr biýnustu þörf og hefur mann á launum á sumrin til að annast sorphreinsun. Nei, segir Víkveiji, ríkið á ekki að skipta sér af þessu. Og ég spyr: Hver þá? Kannski sveitarfélagið? Það er fá- mennt og hefur auk þess engar tekjur af kamrinum. Er sanngjamt að það leggi út fyrir kostnaði? Nei, ekki hið opinbera, segir Víkveiji. Þá spyr ég: Á landeigandinn þá að greiða kostnaðinn? Hann hefur enn síður hagsmuna að gæta eða tekjur af staðnum. Og ég spyr enn: Ættum við þá að selja aðgang að kamrinum og fossinum til að fá upp í kostnað- Svo sem fram hefur komið vekur það undran og aðdáun hversu flutn- ingur óperunnar II Trovatore í Gamla bíó er frábær. Bjartsýni, áræði og miklir hæfileikar lista- manna okkar hafa veitt okkur hveija gleiðistundina af annarri í þessu gamla og vinalega húsi. Þannig hefur ferill íslensku ópe- rannar verið allt frá stofnun hennar Ég get ekki lengur orða bundist. Kæra umsjónarmenn Poppkoms, viðurkennið ósigurinn. Það er fífla- legt að kjmna „splunkuný lög“ sem hafa fyrir löngu verið sýnd í mynd- rokki Stöðvar 2. Að vísu er Stöð 2 ekki fyrir alla landsmenn en fyrr inn? Er það fyrirkomulagið sem við viljum? Að láta framboð og eftir- spum ráða? Nei, nú veit ég: Getur ekki Náttúravemdarráð komið til skjalanna? Síður en svo, staðurinn er ekki friðlýstur. En getum við þá ekki friðlýst hann snöggvast? Nei, það er ekki heldur hægt. Þá væri það ríkið sem sæi um kostnaðinn. Og við væram komin í heilan hring. Með öðram orðum: Hver á að annast uppbyggingu og viðhald á ferðamannastöðum sem ekki geta staðið undir kostnaði sjálfír? Vegna vanefna ríkissjóðs við Ferðamálaráð gat það ekki varið einni einustu krónu til slíkra verkefna á þessu ári. Það á heldur ekki að vera verk- efni ríkisins, segir Víkveiji. „Raun- ar er það beinlínis hættulegt ef þessar skírskotanir til einhvers kon- ar ríkisafskipta af ferðamálum verða of tíðar," segir hann í pistli sínum 26. sept. sl. En hann hlýtur að hafa hugsað þessa hlið á málun- um líka og hafa lausn á takteinum. Lát oss heyra, Víkveiji góður. Áhugamaður um ferðamál. en ef til vill aldrei glæsilegri en nú. Víst er að kvöldstund við slíkan flutning á fagurri tónlist Verdis styrkir trú okkar á að við eigum ótvíræða listamenn á heimsmæli- kvarða. Þökk fyrir afrekin og hjartanleg- ar hamingjuóskir til ykkar allra, listsnillingar í Gamla bíó. Helgi Þorláksson má nú vera. Má ekki kynna gömul lög sem gömul lög? Ennfremur vil ég þakka Stöð 2 fyrir þættina „Whiz Kids“. Stöð 2 látið okkur hafa meira að svo góðu. 1335-8834 IJnaðsstund hjá Islensku óperunni Til umsjónarmaima Poppkorns Víkverji skrifar A Ifréttum Morgunblaðsins fyrir helgi var frá því skýrt, að felld hefði verið niður kennsla um óá- kveðinn tíma í einum bekk í Verzlunarskólanum vegna lélegrar mætingar. Þessi frétt vekur nokkra eftirtekt vegna þess, að hún sýnir, að enn er nokkram aga beitt í skól- um hér og hafa nemendur vafalaust gott af því. Fyrir rúmum áratug raddi ný „fijálsræðisstefna“ í skólahaldi sér braut í skólahaldi víða um lönd og náði að sjálfsögðu hingað. Brott- rekstur bekksins, sem hér var vitnað til að ofan hefði ekki sam- rýmst þeirri skólamálastefnu. En svo vill til, að tveir gamlir og virtir skólar í höfuðborginni héldu fast við gamlar hefðir og siði, Mennta- skólinn í Reykjavík og Verzlunar- skóli íslands. Reynslan hefur svo orðið svo, að aðrir skólar hafa fært sig nær þeim í skólahaldi og að- haldi að nemendum. Það er traustvekjandi fyrir for- eldra að vita af þvi, að slíkum aga er haldið uppi. Þeir Þorvarður Elías- son, skólastjóri Verzlunarskóla íslands og Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík hafa með rekstri skóla sinna áunn- ið sér sess sem merkir skólamenn. XXX ví miður verður að segja þá sögu eins og hún er, að Ríkisútvarpið er orðið að athlægi vegna þess, hvemig það hefur bragðizt við samkeppni frá Bylgj- unni og Stöð 2. Nú hefur útvarpsráð ákveðið að færa fréttatíma sjón- varps aftur til kl. 20.00. Fyrst tilkynnir stöð 2 að þeirra fréttir verði kl. 19.30. Þá tilkynnir ríkis- sjónvarpið að það færi sínar fréttir fram um hálftíma, bersýnilega til þess að reyna að koma í veg fyrir, að fólk horfí á fréttir stöðvar 2. Niðurstaðan verður svo sú eftir nokkrar tilfæringar, að stöð 2 flytur sínar fréttir aftur til kl. 20.00. Nú hefur ríkissjónvarpið ákveðið að hlaupa enn á eftir keppinautum sínum og flytja sínar fréttir aftur á gamla fréttatímann. Það fer ekki á milli mála, hver hefur tapað í þessum leik! XXX HHraðfrystiiðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar á Suður- nesjum í allmörg ár og í Morgun- blaðinu fyrir helgi var frá því sagt, að Hraðfrystihús Keflavíkur hf. hefði sagt upp 100 manns í desem- ber. En jafnframt hefur það vakið athygli, að Suðumesin era að verða ein helzta miðstöð fiskeldis í landinu. Víkveiji hefur ekki tölu á þeim fjölda fiskeldisstöðva, sem ýmist er búið að byggja upp á Suð- umesjum,, era í byggingu eða áform era uppi um að byggja. Það skyldi þó aldrei vera að á Suðumesj- um sjáum við í hnotskum framtíð- arþróun fískiðnaðarins — brott- hvarf frá hinni gömlu hraðfrystingu til fískeldis framtíðarinnar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.