Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 Islendingar hætti sölu áfengis eftir Óðin Pálsson * Að undanfömu hefir mikið verið rætt og ritað um vín og bjór, og hafa brennivíns- og bjórkongar fengið góðan liðsmann, þekktan lögfræðing að neðan, Gunnlaug Þórðarson, og tekur nú út yfir alla lygabálka þegar Kristur er sagður hafa bruggað áfengt vín í brúð- kaupinu í Kana. Þegar lagt er í ker til víngerðar þarf það langan tíma til að geijast og verða áfengt. Krist- ur breytir vatni í vín á augabragði með orði sínu í brúðkaupsveislu skyldmenna sinna, þjónamir bám það inn, kæmeistarinn smakkaði góða vínið og vissi ekki hvaðan það var. Gamla vínið var þrotið og þeir sem neyttu urðu ölvaðir af því. En skömm þótti ef drykkjarföng þrutu. Hvergi stendur að nýja vínið hafí verið áfengt og er ég viss um að Kristur hefur aldrei bmggað né dmkkið áfengi, því þá væri hann í sama flokki og Satan og þjónar hans. Jesús sagði þjóni sínum, Ellen G. White, fyrir rúmum 100 ámm það sem nú skal greint frá. Satan safnaði saman englunum föllnu til að fínna upp á einhverri leið til að skaða mannkynið sem mest. Hver tillagan kom fram eftir aðra, þar til Satan sjálfum kom áform eitt til hugar. Hann ætlaði að taka ávöxt vínviðarins, einnig hveitið og annað sem Guð hafði gefíð sem fæðu og breyta því í eitrur, sem eyðilegði líkamlega, andlega og siðferðilega hæfíleika mannsins og veikti svo skilningarvitin, að Satan hefði alla stjóm í sínum höndum. Undir áhrifum áfengis leiddust menn út í að drýgja allskonar glæpi. Satan er að hertaka heiminn með neyslu áfengis, te, kaffí og tóbaks. Hugurinn, sem Guð gaf og varðveita átti skýran, er skemmdur með neyslu eiturlyfja. Enginn hópur manna er sekari um meiri spillingu og misnotkun dýrmætra gjafa Drottins en þeir, sem nota afurðir jarðar til að framleiða áfenga drykki. Úr næringarríkum komteg- undum og .hollum, gómsætum ávöxtum em gerðir drykkir, sem leiða skilningarvitin á villigötur og bijála heilann. Afleiðingin verður, ofbeldi og glæpir magnast og sjúk- dómar og dauði senda mergð fómarlamba niður í gröf drykkju- mannsins. Vínið, sem Kristur gerði úr vatni í brúðkaupinu í Kana, var hreinn vínbeijasafí. „D.A. bls. 149. Það er iögur sem fínnst í vínberi." Og Biblían segir um hann: „Ónýt það eigi, því að blessun er í því.“ (Jes 65,8). Það var Kristur sem gaf Israel þessa viðvömn: „Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur og hver sem dmkkinn reikar, er óvit- ur.“ (OK. 20.1). Og sjálfur fram- leiddi Kristur ekki þess konar drykk!! D.A. bls 149. „Menn sem neyta áfengis gera sig að þrælum Satans. Satan freist- ar þeirra, sem em í ábyrgð og á skipum, þeirra sem bera ábyrgð á bátum eða vögnum hlöðnum fólki og flykkist á óguðlegar skemmtanir tii að svala spilltri löngun sinni og gleyma þannig Guði og lögum hans. Þeir geta eigi séð að hveiju þeir stefna. Merki em gefín á rangan hátt og vagnar rekast á. Eftir fylg- ir limlesting, skelfíng og dauði. Þetta ástand mála mun verða æ meira áberandi á síðustu dögum. Dagblöðin munu segja frá mörgum hræðilegum slysum." Temperance, bls. 34. „Þegar látið er eftir lönguninni í vínföng þá ber maðurinn sér að vömm veigar, sem draga hann nið- ur fyrir stig dýrsins, manninn sem skapaður var í Guðsmynd. Skyn- semin lamast, dómgreindin sljóvg- „Hvergi stendur að nýja vínið hafi verið áfengt og er ég viss um að Kristur hefur aldrei bruggað né drukkið áfengi, því þá væri hann í sama flokki og Satan og þjónar hans.“ ast, ástríður dýrsins æsast upp, svo að afleiðingin verður glæpir af verstu tegund." Sama, bls. 23—24. Þetta var skrifað fyrir meira en 100 ámm og hefur sannarlega komið fram. Boðskap Guðs var ekki sinnt og Satan hafði sigur. Áratug eftir áratug hefur slysum fjölgað og of- beldi aukist, vegna notkunar eitur- lyfla og rangra kenninga. „Ölvíma hlýst jafnt af víni, bjór og eplamiði sem sterkari drykkjum. Neysla þessara drykkja vekur löng- unina í sterkari drykki og þannig festist áfengisvaninn. Hófdrykkja er sá skóli sem elur menn upp til að verða drykkjumenn. Svo slóttug em áhrif þessara örvunarlyfja, að fómarlambið er komið út á veg drykkjumennskunnar, áður en það gerir sér grein fyrri hættunni." Sama, bls. 58. Kennslan hjá Lúfífer, áhrifa- mesta kennara heimsins, tókst vel og tóku mennimir að framleiða alls konar eiturlyf og eiturdrykki og er notkun þeirra mikið böl í öllum lönd- um, tjónið af neyslu þeirra er svo gífurlegt að enginn maður fær mælt, svo mikið er þaðm; það bíður dags reiknisskilanna við okkur mennina, gott verður þá að hafa ekki tekið þátt í slíku voðaathæfí. Lögfræðingur að neðan, sem drekkur áfengi að vonum í hófí, setur lögfræðing að ofan, hinn eina sanna, á sama bekk og vínbmggara og neytendur áfengis, sem hvergi er þó stafur fyrir í fomum fræðum. Páll, hinn mikli heiðingjapostuli, skrifar að enginn drykkjumaður muni Guðsríki erfa. Salómon kon- ungur í ísrael, sem sniðgekk Guð í áratugi, skrifar eftir hóflega víndiykkju og mörg stór brot á Guðslögum. Hver sem dmkkinn reikar er óvitur. Hann endar prédik- un sína eftir að hafa séð syndir sínar í réttu ljósi. Vér skulum hlýða á niðurlagsorðið í því öllu: „Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því það á hver maður að gjöra. Því að Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem haldinn verður yfír öllu því, sem hulið er, hvort sem það er gott eða illt.“ (Préd. 12, 13-14). Til þess að gera sjálfan sig og heiminn betri þurfa menn að hætta að lifa eftir mannsvilja og holds- vilja, heldur eftir orði Drottins, og verða þannig af Guði getnir. Mannsviljinn mun gera heiminn verri og verri og engin lækning fást. En Kristur mun koma bráðum og bjarga sínu fólki, sem hann og gerði á dögum Nóa. Kristur og lærisveinar hans hafa engir boðað eða kennt áfengis- og bjómeyslu, né annarra eiturlyfja, heldur algjört bindindi. Drottinn hefði örugglega haft alla þessa vímugjafa á matseðlinum eftir sköpun mannsins, ef þetta allt er svo óskaplega hollt eins og boðend- ur og neytendur þessara efna prédika. Drottinn synjar engum um það sem hollt er. Það voðalega, sem gerst hefur, er að menn með anda Lúsifers hafa tekið afurðir jarðar og breytt þeim í eiturlyf og gjört heiminn að hreinasta víti. Eitur- lyfjaframleiðendur og formælendur þeirra þurfa sem skjótast að vakna af þymirósarsvefni sínum og hætta iðju sinni og gjöra iðran mikla. Það er engu líkara en að á stjómendur þjóðanna hafí verið sett vímuskál full af eitri, sem smá drýpur á skiln- ingarvitin þannig að þeir eru ófærir um að stjóma nokkurri þjóð, enda lögum Guðsríkis hafnað. Þegar æðstuprestar og postular spíritista setja Krist á bekk með sjálfum óvininum og verstu glæpa- mönnum á jörðu hér undrar mig ekki þó að það geti hent lögfræðing að neðan og matvælafræðing, að kenna fólki að neyta þess sem Drottinn hefur aldrei boðið. Þó vín eða spíritus sé gagnlegt að nota við ýmsa sjúkdóma sem meðal og til sótthreinsunar um nokkum tíma, þá er það allt annað mál, og áfengis- neyslu óviðkomandi. G.Þ. fínnst sjálfsagt að nota áfengi í fermingarveislum. Hvar í ritningunni fínnur hann að boðið sé að ferma, Kristur hefur aldrei boðið slíka athöfn, þess vegna á ekki að ferma og því engar ferming- arveisiur. Fermingarathöfnin er ein af hugarfóstmm páfavillunnar og kemur því kristindómi ekkert við. Kristur og lærisveinar hans hafa engir gengist undir slíka athöfn og er hann þó fyrirmynd mannanna. Lítið bara á hegðun fermda fólksins í dag, ekki sést þar nein syndaiðr- un, heldur óregla á flestum sviðum og ágimd. M. Lúther vildi ekkert með fermingu hafa, heldur Guðs orð hreint og ómengað. G.Þ. segir að formælendur áfengisneyslu séu ataðir auri stingi þeir niður penna af bindindismönnum. Drottinn og þjónar hans em þá í þeim hópi, því að allir sem taka trú á Jesúm hætta allri notkun áfengis og annarra eit- urlyfja. Heimurinn er ataður auri af drykkjumönnum og öðmm lyga- fræðumm. Læknar og lögregla þekkja betur afleiðingar áfengis- neyslu og allskonar eiturvímugjafa en lögfræðingar og ölkóngar, því bölið er meira en orð fá lýst og kostnaður gífurlegur. Drottinn sagði við lögvitringa gyðinga; þér emð neðan að, ég er ofan að, sá sem er frá himni er frá öllum. Eitt var merkilegt við alla þessa lögvitringa gyðinga, Drottinn sagði þeim að enginn þeirra héldi boðorð- in, þeir settu lög og reglur í andlegum efnum eftir eigin geð- þótta, sem var syndsamlegt afhæfí, og hafa pyngjur þeirra þyngst af ávöxtum þeirra gerða. Skyldi það ekki vera sama með lögvitringa nútímans, jörðin okkar er eins og stjómlaust rekald undir stjónr þeirra og Belsasbúbs. Þó era fræð- ingamir svo margir að menn kunna eigi nöfn þeirra að nefna, en Drott- inn getur stjómað öllum hinum heiminum einsamall og vemdað þessa jörð svo að hún verði ekki með öllu eyðilögð fyrir tímann, af þeim sem eitrinu sá. Það sjá allir sem vilja sjá að Drottinn hefír gífur- lega yfírburði fram yfír alla þessa fræðinga sem drekka áfengi og aðra ólyfjan. Það yrði áreiðanlega heimsfrétt ef G.Þ. og svipaðir postular gætu kennt áfengisneyt- endum að verða aldrei ölvaðir af víndrykkju. Miklar þakkir eiga þeir skilið, sem unnið hafa að bindindis- málum af reynslu og viturleik fyrr og síðar, og er Jesús þar efstur á blaði. „Neysla áfengra drykkja veikir líkamann, mglar hugann og dregur úr siðgæðinu. Hún kemur í veg fyrir að menn geri sér grein fyrir helgi þess, sem heilagt er, eða virði gildi Guðs boða.“ Patriarchs and Prophet, bls. 362. Daníel, sem var þjónn Drottins og spámaður hjá heiðingjunum í Babflon, var einn af þeim herleiddu júðum frá ísrael er Nebúkadnesar konungur flutti þangað og var val- inn til að þjóna í konungshöllinni ásamt fleiram. Og konungur ákvað þeim daglegan skammt frá kon- ungsborði og af víni því er hann sjálfur drakk. En Daníel einsetti sér að saufga sig ekki á matnum frá konungsborði né á víni því, er kon- ungur drakk (1. Dan. 4-5 og 8 vers). Hvað ætli séu margir í okkar landi og í heiminum í dag sem elska Guð eins mikið og Daníel og vilja ekki saurga sig og einsetja sér að eta ekki né drekka af konungsborði myrkrahöfðingjanna. Að síðustu skora ég á forseta Islands og ríkissjóm að hætta að selja áfengi og aðra vímugjafa og Islendingar verði til fyrirmyndar öðmm þjóðum að þessu leyti. ísland, vímulaust land, fyrir- myndarland. Kær kveðja til iandsmanna. Höfundur er verkstjóri hjá Landaímanum. Verið velkomin í nýtt húsnæði okkar að Glitnirhí NEVI - IÐNAÐARBANKINN -SLEIPNER Nýtt og öflugt fyrirtæki á íslenskum fjármagnsmarkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.