Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 33
3S timmmm Watson kolféll í Vancouver New York, frá Jóni Ásgeiri Sigurðs- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. „MÉR er sem ég sjái þá reyna ad fá skógræktarstjórann í Vancouv- er framseldan,“ sagði Paul Watson, talsmaður Sea Shepherd- samtakanna, á blaðamannafundi i New York siðastliðinn fimmtudag, þegar hann og Rodney Coronado skýrðu blaðamönnum frá skemmd- arverkunum á íslandi. Watson lét þessi orð falla þegar borgarstjómarkosningar í heimabæ hans, Vancouver í Kanada, bárust í tal. Kosningamar fóm fram laugar- dagfinn 15. nóvember, tveimur dögum eftir blaðamannafundinn, þar sem Watson talaði svo digurbarkalega. Hann var í framboði ‘til garða- og skógræktarstjómar á vegum Græna flokksins en náði ekki kosningu. Kosningabandalag hægri manna, Óháða bandalagið, vann stórsigur í borgarstjómarkosningunum, hlaut 23 af þeim 27 embættum sem kosið var til. í borgarstjóminni sjálfri sitja 11 fulltrúar og höfðu vinstri menn í Nýja lýðræðisflokknum 6 fulltrúa fyrir kosningamar. Óháða bandalagið hlaut 9 af 11 sætum í borgarstjóm og heitir nýi borgarstjórinn í Van- couver Gordon Campbell. í Vancouv- er búa um 415.000 manns, en á stórborgarsvæðidanu rúmlega 1,1 milljón manna. Kjörsókn var fremur dræm á laugardaginn, um það bil 49 prósent þátttaka þeirra sem hafa kosningarétt. Paul Watson fékk 15.063 atkvæði en þeir sem náðu kosningu í 7 manna garða- og skógræktarstjóm fengu á milli 55.000 til 66.000 atkvæði. Bæði dagblöðin í Vancouver, Vancouver Sun og The Province, tóku fyrir kosn- ingamar afstöðu gegn skemmdar- verkum Sea Shepherd. Þó mun það Paul Watson útbreidd skoðun meðal landsmanna að almennt beri að stefna að því að hætta hvalveiðum. Auk 11 manna borgarstjómar og 7 manna skógræktarstjómar var kos- ið í 9 manna skólastjóm Vancouver- borgar. Græni flokkurinn bauð fram í annað skipti, hlaut rúmlega 5 pró- sent atkvæða og engan mann kjörinn. Fréttaritari Morgunblaðsins ræddi í gær við Murray Gudmundsson, sem var einn af þremur frambjóðendum flokksins til borgarstjómar. Murray er af íslenskum ættum, afl hans hét Jón Guðmundsson og flutti 7 ára gamall til Kanada. Murray er ekki kunnugt um hvaðan hann er ættaður á íslandi. Murray Gudmundson sagði, að Græna flokknum hefði ekki verið kunnugt um fyrirætlanir Paul Watson um skemmdarverk á íslandi, þegar hann var valinn til framboðs. Murray sagði að flokkurinn hefði ekki tekið afstöðu til skemmdarverkanna og að hann vissi ekki hvaða áhrif þau hefðu haft á úrslitin. Heidelberg: Mikil sprenging- í höfuðstöðvum IBM Heidelberg, frá Steinvör Þorleifsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins, og AP. ÖFLUG sprengja sprakk árla í sprengingunni eyðilagðist sunnudags í höfuðstöðvum IBM- fyrirtækisins í Heidelberg í Vestur-Þýskalandi. Ekkert manntjón hlaust af en miklar skemmdir urðu á byggingunni. Hryðjuverkamenn Rauðu her- deildarinnar eru taldir ábyrgir. framhlið byggingarinnar og dreifð- ust glerbrot og málmflísar yfir nálægar götur. Talið er, að mikil tölvusamstæða, sem metin er á tíu milljónir marka, kunni að vera ónýt. Fimmtán mínútum áður en sprengj- an sprakk var hringt í tvo presta í Franskur embættismað- ur fangelsaður fyrir svik París, Reuter, AP. YVES Chalier, sem var aðstoðar- maður Christian Nucci, samstarfs- ráðherra ríkisstjómar sósíalista, var handtekinn í gær fyrir svik þegar hann sneri aftur til Frakk- lands. Chalier hafði verið á flótta í Suður-Ameríku nokkra mánuði. Chalier er ákærður fyrir að draga til sín fé, sem ætlað var í þróunar- hjálp til Afríku. Hann var settur í Sante-fangelsi í miðborg Parísar eft- ir að hann gaf sig fram við frönsk yfirvöld, að þvi er haft er eftir Xavi- er de Roux, lögfræðingi hans. Charlier sagði í viðtali við tíma- ritið Le Point í síðustu viku að hann ætlaði að fá lögfræðing til að veija hagsmuni sína. Hann kvaðst hafa gefíð sig fram vegna þess að „franska réttarkerfíð" hefði tekið frillu hans, Maggy Baqu- ian, sem „gisl“ vegna fjársvika- hneykslisins. „Ég get ekki leyst úr máli okkar Maggy ef ég er í algerri einangrun," saðgi Chalier í viðtalinu. Chalier flúði til Suður-Ameríku í vor eftir að gefín hafði verið út hand- tökuskipun á hendur honum. Hann sagði að embættismaður í innanríkis- ráðuneytinu hefði hvatt sig til að flýja skömmu eftir að sósíalistar misstu völd sín í mars. Þvi hefur verið haldið fram að tuttugu milljónir franka hafi horfið úr sjóðum ríkisrekinnar hjálparstofn- unar, sem heitir „Carrefour du Developpement". Rannsóknarlögreglan sagði að Chalier hefði varið fénu til að njóta lífsins lystisemda. Hann hefði flogið heimshluta á milli, keypt íbúð í París handa frillu sinni og nælt sér í glæsi- legt sveitasetur. Chalier segir aftur á móti að hann hafí gert þetta að skipan yfírboðara sinna úr röðum sósíalista. Rannsókn hefur verið gerð á því hvort Christian Nucci hafí verið flæktur í málið. Hann hefur ekki verið ákærður. borginni og þeim sagt að vara varð- menn í IBM-húsinu og nálægum húsum við. Tókst öllum að forða sér í tæka tíð en sprengjan sprakk í sama mund og lögreglumenn.nálg- uðust húsið. Talsmaður saksóknarans sagði, að skammt frá byggingunni hefði fundist bréf þar sem „Hind Alameh- -baráttudeildin" lýsti ábyrgðinni á hendur sér. Hind Alameh var hryðjuverkamaður, sem átti þátt í að ræna Lufthansa-flugvél árið 1977 og beina henni til Mogadishu í Sómalíu. Þar réðu vestur-þýskar víkingasveitir niðurlögum ræningj- anna. Grænland: Fljótandi skrifstofa Frá N.J.Bruun, fréttaritara Morjfunblaöa- ins á Grænlandi. GRÆNLENSKA Alþýðusamband- ið, SIK, hefur nýlega keypt skip fyrir 1,5 milljónir danskar krónur ( rúml. 8 millj. ísl.kr), og fær það afhent í desember. Skipið verður notað sem „fljótandi" skrifstofa, er búin verður nútíma tækjum og um borð geta dvalist 20 farþegar. Þeg- ar sambandið er ekki sjálft að nota skipið, er ætlunin að leigja það út og einnig að nota það sem orlofs- dvalarstað fyrir meðlimi. hreyfínga, þar sem kommúnistar höfðu öll tögl og hagldir. Það leiddi til þess, að hann fór til Sovétríkj- anna, þar sem hann fékk nánari þjálfun bæði á hemaðar- og stjóm- málasviðinu. Er hann sneri aftur til Kóreu, var hann orðinn foringi í Rauða hemum. Árið 1945 stofnaði Kim Il-sung svo kommúnistaflokk Kóreu, eftir að Japanir höfðu gefizt upp fyrir hersveitum Sovétmanna í lok heim- styijaldarinnar síðari. I september 1948 stofnaði hann svo Alþýðulýð- veldið Kóreu, en einum mánuði áður hafði Syngman Rhee stofnað sér- stakt lýðveldi í Suður-Kóreu. Undir verndarhjálmi Sovétríkjanna og Kína hóf Kim síðan feril sinn sem alvaldur Norður-Kóreu og sýndi þar oft mikla jafnvægislist við að þókn- ast jafnt stjórarherrunum í Peking og í Moskvu. Þegar enginn árangur náðist á stjórnmálasviðinu í að endursam- eina landið, greip Kim Il-sung til hervaldsins og lét her sinn ráðast inn í Suður-Kóreu í júní 1950. Það varð svo til þess, að Bandaríkin skárust í leikinn undir fána Samein- uðu þjóðanna, en það leiddi svo aftur til þess, að Kínveijar sendu fjölmennan her inn í Kóreu. Kór- eustríðið stóð í þijú ár og er talið, að yfir þijár milljónir af íbúum landsins hafí týnt lífi í þeim ham- fömm. Engin breyting varð þó á skiptingu landsins, sem er enn þá við lýði. Eftir að styijöldinni lauk, var Kim II-sung áfram forsætisráð- herra, en eftir breytingar á stjómar- skrá Norður-Kóreu 1972, varð hann forseti. Á þeim tíma, sem liðinn er, hefur hann byggt upp geysi öflugan her, sem í em um 840.000 manns og tekur til sín stóran hluta af fjár- lögum ríkisins. Stjóm Suður-Kóreu heldur því fram, að Sovétríkin hafí látið Norð- ur-Kóreu í té mikið af nýtízkuvopn- um og að hemaðarmáttur Norður-Kóreu sé því helmingi meiri en Suður-Kóreu. í hinni opinbem ævisögu Kim Il-sungs er honum hrósað sem „snillingi á sviði sköpunar" og þakkað að mestu leyti, að Norður- Kórea hafí verið verið leyst úr viðjum stöðnunar og breytt í sósíal- istískt iðnríki með nútíma verk- smiðjum og þróuðum landbúnaði. Vestrænir sérfræðingar halda því hins vegar fram, að efnahagslífí landsins fari hnignandi og er talið, að þetta ásamt því, að Kínveijar hafa tekið upp verzlunarviðskipti við Vesturlönd, hafi leitt til þess, að Kim Il-sung hafi á undanförnum ámm dregið úr hörkunni í afstöð- unni til Suður-Kóreu. Bæði Norður- og Suður-Kórea hafa endursameiningu landsins á stefnuskrá sinni og árið 1984 lagði Kim Il-sung til, að fram f; í við- ræður milli þeirra með aðild Bandaríkjanna. Var það í fyrsta sinn, að stjóm Norður-Kóreu féllst á viðræður við Suður-Kóreu allt frá því, að Kóraustríðinu lauk 1953. Viðræður hófust svo í nóvember 1984, en upp úr þeim slitnaði, eftir að §órir hermenn vom skotnir til bana á landamæmnum milli ríkjanna. Leiddi þessi atburður bet- ur en nokkuð annað í ljós þá spennu, sem enn var til staðar milli ríkjanna. Ættarveldið í Norður-Kóreu: Undirbúningur að valdatöku Kim Jong-ils hófst fyrir 15 árum Tókyó, Reuter. NÆRRI 15 ár eru síðan byrjað var að undirbúa fólk í Norður- Kóreu undir það, að Kim Jong-il, sonur Kim Il-sungs, tæki við sem leiðtogi Norður-Kóreu að föður sinum gengnum. Það er þó ekki lengra en 4 ár síðan fjölmiðlar í Norður-Kóreu tóku að kalla Kim Jong-il „hinn ástsæla leiðtoga landsins" en föður hans var aftur á móti í staðinn lýst sem „hinum virðulega leiðtoga" eða „hinum mikla leiðtoga landsins." Kim Jong-il hefur verið næst æðsti maður 10 manna fram- kvæmdanefndar kommúnistaflokks frá því á flokksþingi, sem haldið var 1980. Hann á einnig sæti í fímm manna forsætisnefnd innan stjóm- málanefndar flokksins, en í þeirri nefnd eru 19 menn. Þá á hann einn- ig sæti í 10 manna hermálanefnd Kim II Jong flokksins. Árið 1984 var hann gerð- ur að næst æðsta manninum í öllum þessum nefndum næst á eftir föður sínum. Raddir hafa þó verið uppi um, að háttsettir foringjar innan hersins Hvað er að gerast í Norður- Kóreu? Oljósar fréttir um að Kim Il-sung hafi verið myrtur Seoul, Reuter. TILKYNNT var um hátalara fyr- ir norðan landamærin milli Norður-og Suður-Kóreu í gær, að Kim Il-sung, forseti Norður- Kóreu, hefði verið myrtur. Varð þetta til þess að allur her Suður- Kóreu fékk skipun um að vera í viðbragðsstöðu. Skýrði vamar- málaráðuneytið þar frá þessu í gær. Talsmaður sendiráðs Norður- Kóreu í Peking vísaði þessari frétt hins vegar algerlega á bug og ásak- aði Suður-Kóreu um að breiða út staðlausar lygar. í frásögn varnarmálaráðuneytis- ins í Suður-Kóreu var því haldið fram, að hátalarakerfi það, sem tengir saman hinar fjölmennu her- sveitir Norður-Kóreu meðfram hlutlausa svæðinu milli ríkjanna, hefði tilkynnt, að Kim Il-sung, sem er 74 ára að aldri, hefði verið skot- inn til bana. Ekki var greint nánar frá þvi, með hvaða hætti þetta átti að hafa gerzt, að öðru leyti en þvi, að þetta hefði gerzt í járnbrautarlest. Þessu fylgdi engin staðfesting frá ríkisút- varpinu né hinni opinberu frétta- stofu í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Orðrétt var tilkynningin, sem barst frá hátölurum norðan við landamærin þannig; „Hinn mikli leiðtogi okkar, Kim Il-sung, er lát- inn, eftir að hafa verið skotinn í járnbrautarlest." Lee Ki Baek, vamarmálaráð- herra Suður-Kóreu, sagði í gær, að vísbendingar hefðu borizt um það frá Norður-Kóreu, að Kim Il-sung væri annað hvort látinn eða hann ætti í harðri baráttu um völdin í landinu. Engin staðfesting um þetta hafði þó fengizt í gærkvöldi, hvorki frá Pyongyang, Moskvu né Peking. séu andvígir því, að Kim Jong-il taki við af föður sínum. Til þess sé hann allof ungur enn og óreyndur í öllu nema því, sem varðar kom- múnistaflokkinn. Upplýsingar um Kim Jong-il eru mjög takmarkaðar, sem gerir hann að enn dularfyllri persónu fyrir umheiminn. Þannig geta margir mánuðir liðið, án þess að minnst sé á hann í fjölmiðlum. En þegar það gerist, þá er það jafnan með afar hástemmdum lýsingarorðum. Heitið leiðtogi er þannig aðeins notað um Kim Jong-il auk föður hans. Samkvæmt hinni opinberu ævi- sögu Kim Jong-ils er hann fæddur 16. febrúar 1942 í leynilegum her- búðum í íjöllunum á landamærun- um við Kína, þar sem skæruliðar frá Kóreu áttu í bardögum við Jap- ani. Hann er jafnframt sagður sá eldri af tveimur sonum þeirra Kim Il-sung og Kim Chung-sock, fyrri konu hans, sem nú er látinn. Yngri bróðirinn er einnig látinn. Á árum Kóreustríðsins 1950 - 1953 er talið, að Kim Jong-il hafi dvalizt í Kína. Síðar á hann að hafa sótt skóla í Austur-Þýzka- landi, þar sem hann er sagður hafa fengið þjálfun sem flugmaður. Hann útskrifaðist 1963 frá Kim II- sung háskólanum í Pyongyang, þar sem hann lagði stund á stjórnmmál og hagfræði. Haft var eftir manni, sem flýði til Suður-Kóreu frá Norður-Kóreu í janúar á þessu ári, að Kim Jong- il færi í reynd algerlega með æðsta vald í stjómmálum, efnahagsmálum og hermálum landsins. Hann væri nefndur „æðsti maður hersins", en það var titill, sem faðir hans einn bar áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.