Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 Bjargað eftir fimm og hálfan tíma á stefni báts síns sem hvolfdi við Hrísey: Vildi frekar þrauka en reyna að synda í land Sunnufellið við bryggju í Hrísey ígær, fyrir aftan er Hríseyjar- ferjan Sævar. - sagði Baldur Hjörleifsson BALDUR Hjörleifsson, sjómaður úr Hrísey, bjargaðist seint á laugardagskvöld eftir að hafa hafst við í u.þ.b. fimm og hálfa klukkustund á stefni 6 tonna plastbáts síns, Sunnufells EA 58, sem hvolfdi er brot gekk yfir hann skammt norðvestan við Hrísey. Baldur var kaldur er hann náðist en þó furðanlega hress miðað við aðstæður enda sagður hraustur. Sjórinn náði honum upp á miðja fætur allan tímann, stundum alveg upp undir hend- ur. Blaðamaður ræddi við Baldur á heimili hans í Hrisey í gær og sagðist hann þá mikið vera að hressast. Baldur lýsir óhappinu svo: „Ég var að koma úr línuróðri. Það var logn og gott veður, en mjög þung- ur sjór og það komu tvö brot aftan fyrir, mikið hærri en báturinn. Það hefði hvaða bátur sem er farið svona í þessum brotum - ég tala nú ekki um ef ég hefði verið á tré- bát. Þá hefði ekki þurft að spyija að því hvemig farið hefði. Hann hefði sokkið alveg um leið. Ég var 3-4 sjómílur norðvestur af eynni, þó maður mæli það ekki af neinni vissu. Ég bjóst ekki við að það myndi neitt ske svona langt frá eynni." Lúkarinn er frammi í bátnum og var lokaður. Töldu Baldur, og aðrir er blaðamaður ræddi við, að þar hefði loftrými safnast saman og báturinn því haldist uppi. „Það er að vísu svolítið loftrými niðri í lestinni líka og hún er lokuð," sagði Baldur. Hann heldur áfram: „Þegar fyrra brotið gekk yfír fýlltist báturinn strax af sjó og stóð upp á endann - stóð um það bil einn til einn og hálfan metra upp úr sjónum. Það liðu svona 20 mínútur sem hann var að komast í það ástand en hann fór ekkert neðar en það.“ Baldur sagðist fljótt hafa náð að losa aðra baujuna á bátnum, og ljósið á henni. Ljósið var fast á baujunni sem stóð fram úr handrið- inu fremst á bátnum. Þetta var mjög gott ljós - blikkljós - og ég var með það allan tímann. Báturinn færðist aðeins nær eynni, inn með henni, eftir því sem tíminn leið. Eftir að hann nálgaðist land voru meiri líkur á að maður gæti synt í land ef þess þyrfti með en land- takan var það erfið vegna kvikunn- ar að það var lýtt fýsilegur kostur. Þama er mjög lítil fjara - mest klettar nema á einstaka stað og þar var einmitt mesta brimið. Held- ur vildi ég því reyna að þrauka þama eins lengi og hægt væri en hefði báturinn farið niður hefði ég náttúruiega reynt að synda í land. Svo eftir að hann kom 2-3 kíló- metra inn fýrir eyjarendann að vestan færðist hann enn nær eynni. Þá tókst mér að losa legufærin, þau voru gerð upp þama fram á. Ég henti þeim út - sem ég tel kraftaverk vegna þess að ég var ekki með neinn hníf - og batt þau framan á. Báturinn hélst því þama - fór ekki í land. Þama beið ég svo rólegur." I hvað hélstu þér? „f grindverkið þama framan á. Það hefur sennilega bjargað lífi mínu þó ég væri ekki meðmæltur því á sínum tíma að hafa svona hátt grindverk. Það skyggir á út- sýnið úr sjýrishúsinu, ber fyrir gluggann. Ég stóð á grindverkinu framan á honum." Þú varat í stýrishúsinu þegar brotið gekk yfir, ekki satt? „Jú, ég var í stýrishúsinu. Það varð strax hálft af sjó þannig að talstöðvamar gat ég ekkert notað. Baldur Hjörleifsson á heimili sínu í gær. Þær eyðilögðust strax. Og svo sér maður náttúmlega eftir á hve betra hefði verið að hafa til dæmis raket- tumar í plastumbúðum að innan- verðu á stýrishúsinu. Það hefði verið það ákjósaniegasta. Þær voru frammi í lúkar og þangað var eng- inn möguleiki að komast." Eins og áður segir var mikil undiralda þama við eyna. Baujan, sem áður er nefnd, stóð upp í gegn- um rekkverkið og sagðist Baldur hafa getað haidið sér í baujuna þegar mestu öldumar gengu yfir. Baldur var mjög vel búinn: „Ég var í ullarfatnaði, föðurlandsbrók, sokkum og peysu og tel að það hafi átt sinn þátt í að bjarga mér.“ Baldur telur sig hafa beðið þama á stefninu í fímm og hálfa klukku- stund og það hefði vissulega verið löng bið - tíminn virkað lengri en hann var. Ekki vildi hann tína til neitt sérstakt sem hann hugsaði til að reyna að dreifa huganum, en sagði: „Það var vissulega margt sem flaug í gegnum huga minn. Og mér fannst það skrýtið að ég skyldi geta náð í akkerið, losað baujuna og komið í veg fyrir að bátinn ræki upp. Það hittist þannig á að það var steinn við baujuna. I öllum tilvikum hefði verið erfítt að losa strenginn frá baujunni en ég gat marið þetta sundur á handrið- inu. Og hvers vegna fór báturinn ekki niður? Maður hugsar um þetta eftir á - ég þakka bara Guði fyrir að svona fór. Það var eiginlega röð af tilviljunum sem réð því hvemig fór.“ Þú vildir láta taka bátinn strax í tog. „Já, þegar feijan kom að mér hentu þeir björgunarhring að mér. Ég bað þá að setja hníf undir band- ið á björgunarhringnum þannig að ég gæti skorið á tógið sem legufær- ið var á þannig að maður væri laus við það. Svo var hluti eftir af band- inu sem færið var við og ég gat Viðtöl og myndir: Skapti Hallgrímsson, Akureyri. skorið á það. Ég hélt svo á því þegar þeir toguðu mig að. Eftir að við vomm komnir af stað með bát- inn slitnaði tógið en um svipað leyti kom einmitt bátur frá Dalvík með lækni, og kunningi minn á þeim bát var með tóg sem hægt var að festa í hann aftur." Hvernig leið þér er þú komst um borð? „Mér var kalt fyrstu klukkutí- mana en það bjargaði því að þeir vom með rafhitablásara í gangin- um á feijunni. Mér hlýnaði smátt og smátt og ég er að hressast meira." Baldur sagði aðalmálið hafa ver- ið að haida á sér hita meðan hann var í sjónum. „Mér mátti ekki verða allt of kalt á fótunum. Sjórinn fór upp fyrir stígvélin um leið og óhappið varð og ég reyndi að beija á Iappimar á mér. Ég er vanur sjó- maður og þekki hvaða leiðir á að reyna til að halda á sér hita.“ Eftir á að hyggja - heldurðu að þú hefðir getað hangið þarna mikið lengur? „Ég hefði reynt nokkm lengur að minnsta kosti. Ég var ákveðinn í að hanga þama í lengstu lög.“ Baldur sagðist hafa „asnast" til að tilkynna sig í gegnum Siglufjörð þegar hann var alveg að koma í land. „Þetta gerði maður alltaf áður en fyrir um ári kom endur- varp á Vaðlaheiðina. Það hefur bætt mikið skilyrðin til að láta vita í land á rás 25. En það er bara gamdl vani að láta vita nógu snemma því við náðum ekki Siglu- fírði nema langt utan við ey áður. Þess vegna tilkynnti ég mig svona snemma. Svo er ég með bílastöð líka og lét systur mína vita að ég yrði kominn í land svona korter yfír sex. Þegar ég var ekki kominn þegar ég ætlaði fór hún að athuga málið." Baldur og Jóhann Þór, sem stjómaði leitinni, vom spurðir hvort eitthvað sérstakt mætti læra af þessu óhappi og sögðust þeir báðir á þeirri skoðun að öðmvísi búnaður í sambandi við lensingu þyrfti að vera á svona bátum - þ.e. sá út- búnaður sem sér til þess að vatn rennur frá borði. Báturinn er skráð- ur sem „opinn bátur“ og á slíkum bátum mega ekki vera nein göt, ekki „lensiport" svokallað. Töldu þeir reglur varðandi báta sem þenn- an of strangar. Töldu þeir það almenna skoðun sjómanna að nauð- synlegt væri að leyfa slík „lensi- port“ - að þama vantaði vissan sveigjanleika í reglumar, en íjöldi báta væri útbúinn sem þessi. Jóhann Halldórsson: Björgunarstarfið gekk hratt og vel fyrir sig JÓHANN Þór Halldórsson útibússtjóri Kaupfélags Eyfirðinga í Hrísey stjómaði leitinni að Baldri á laugardagskvöldið. Hann er meðlimur í björgunarsveitinni en stjórnin kom í hans hlut þar sem forráðamenn sveitarinnar vom í burtu. Blaðamaður ræddi við Jóhann í gær og lýsti hann atburðinum svo: „Það var um klukkan 22 að Gunnhildur systir Baldurs hringdi í mig - var þá farin að undrast um hann. Baldur hafði hringt í hana í gegnum talstöð klukkan korter yfír fímm og tilkynnt að hann yrði í landi korter yfír sex eða að hann yrði búinn að draga línuna korter yfír sex. Hún heyrði þetta ekki nákvæmlega. Ef hann hefði verið búinn að draga línuna á þessum tíma hefði eðlilegur komutími verið á bilinu átta til níu. Ekki seinna. Ég sá það strax að það hlaut að vera eitthvað óeðlilegt við þetta, hringdi því og spurðist fyrir um Baldur hjá félögum hans og fleiri mönnum. Það hafði enginn neitt um hann heyrt og þá hafði ég sam- band við Siglufjarðarradíó. Þá kom í Ijós að hann hafði tilkynnt sig í landi kl. 17.25 - þeir töldu sig hafa fengið þau skilaboð. Að því fengnu var ákveðið að setja af stað leit því það sáust engin merki um hann í landi. Um það bil hálftíma eftir að boðin komu frá Gunnhildi sigldi fetjan út úr höfninni og skömmu síðar Haföm. Feijan fór vestan megin við eyjuna norður með en Haföminn fór austanmegin. Þama gerðust margir hlutir í einu og margir sem komu við sögu, meðal annars Magnús Mikaelsson, verk- stjóri í salthúsi, og Mikael sonur hans. Þeir gengu í það að kalla út björgunarmenn. Síðan var útveguð dráttarvél og menn sendir af stað út á eyju til að leita þar ef eitthvað kynni að hafa rekið í land. Síðan vorum við í sambandi við Jón Wium há Slysavamafélaginu fyrir sunnan og hann kallaði út björgunarsveitir á Dalvík, Grenivík og Árskógss- andi. Þessir aðilar höfðu samband og allir voru að setja sig í stellingar þegar þau ánægjulegu tíðindi komu að Baldur væri fundinn. Það mun hafa liðið tæpur klukkutími frá því feijan fór úr höfninni þar til Baldur var kominn um borð. Þá var leit auðvitað afturkölluð alveg í skynd- ingu. Menn biðu svo bara eftir því að þeir kæmu í land.“ Vissuð þið strax að hann var hress? „Feijumenn voru bara tveir um borð þannig að þeir gátu ekki gefið okkur miklar upplýsingar - höfðu ekki tíma til þess að tala við okkur - en samt sem áður vildu þeir til öryggis að við kölluðum á lækni og læknirinn á Dalvík fór til móts við feijuna á bátnum ísborgu. Hjálmar frændi Baldurs fór á bátnum. En læknirinn þurfti ekkert að gera fyr- ir Baldur - þetta var bara öryggisat- riði. Síðan hófst drátturinn á bátnum í land. Þangað var hann kominn um klukkan þijú um nótt- ina. Það var strax byijað að reyna að lyfta honum upp og draga hann og klukkan tuttugu mínútur yfír fimm var þessu lokið - báturinn kominn á flot og menn gátu farið heim. Þetta gekk því hratt og vel fyrir sig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.