Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
55
Airbus selur
hundrað þotur í
Bandar í kj unum
EVRÓPSKA samsteypan Air-
bus Industries hefur selt banda-
ríska stórflugfélaginu
Northwest Orient Airlines 100
þotur af gerðinni Airbus A 320
en þær eru 150 sæta. Það þykir
miklum tíðindum sæta að þetta
bandaríska flugfélag skuli velja
evrópska flugvél.
Northwest er traust, vaxandi fé-
lag sem stendur fjárhagslega vel.
Með því að ná samningi við það
hefur Airbus styrkt verulega stöðu
sína á Bandaríkjamarkaði því
keppinautarnir, Boeing og McDonn-
ell Douglas hafa verið iðnir við að
benda á að einu stóru flugvélasölur
Airbus í Bandaríkjunum hafi verið
til flugfélaga í fjárhagserflðleikum
einsog Pan American og Eastem.
Nú getur Airbus látið þennan áróð-
ur keppinautanna sem vind um eyru
þjóta.
Samkvæmt samningum mun
Northwest í fyrstu kaupa 10 vélar
og þá að öllum líkindum í gegnum
banka og fjármögnunarfyrirtæki og
leigja síðan vélamar af þeim. Félag-
ið þarf að taka ákvörðun um þetta
1990—91. Afganginn eða 90 vélar,
getur Northwest keypt beint eða í
gegnum aðra aðila, en verður alltaf
að taka 15 vélar í einu einhvemtíma
á árunum 1991—95. Þá getur félag-
ið hætt við þessar 90 vélar. Óstað-
festar fregnir herma að andvirði
samningsins nemi 3200 milljónum
$ og þá innifalið varahlutir og þjálf-
un tæknimanna og áhafna. Gróf-
lega reiknað þýðir þetta að hver
vél mun kosta um 32 milljónir $
(1,2 milljarð ísl. kr.).
Þessi óvenjulegi samningur hefur
mikið að segja fyrir Airbus en ekki
síður fyrir Northwest. Bæði fær
félagið magnafslátt og mikið svig-
rúm viðgerð framtíðaráætlana og
getur þannig séð til hver verður
framvinda mála varðandi nýja
„Prop-fan“ hreyfilinn sem á að vera
tilbúinn til notkunar árið 1992.
Airbus segir að þetta séu ekki
óstaðfestar pantanir heldur hrein
og klár pöntun á 100 vélum. Hins-
vegar, segir Airbus, hefur North-
west rétt á að taka ekki við vélunum
90 ef félagið vill þær ekki. „Þetta
er óneitanlega staðfest pöntun, en
ekki óstaðfest vegna þess að bæði
er verðið ákveðið og eins afhending-
ardagar vélanna. Þegar um óstað-
festa pöntun er að ræða er aðeins
afhendingardagurinn ákveðinn,"
segja talsmenn Airbús.
Stórir flugvélasölusamningar
með svipuðu sniði hafa áður verið
gerðir en það er nýmæli að við-
skiptavinurinn geti hætt við allt
saman eins og í Airbus-Northwest
samningnum. Þess er t.d. skemmst
að minnast þegar McDonnell Dou-
glas gerði samning við American
Airlines árið 1984. American pant-
aði 67 MD 80 þotur og lagði auk
þess inn óstaðfesta pöntun á öðrum
100. Þá var mjög óvenjulegt að
óstaðfestar pantanir væru hærri en
staðfestar.
Sæluhorn
heimilisins
SVEDBERG sturtuklefarnir eru sann-
kölluð sæluhorn. Hvað veitir t.d. jafn
mikla vellíðan og gott sturtubað - í
morgunsárið eða eftir erfiði dagsins?
Kostir Svedbergs
SVEDBERG sturtuklefarnir eru vönd-
uð sænsk framleiðsla. Þeir eru úr
mynstruðu „glerplasti“, þ.e. efni með
tærleika glersins og hörku plastsins.
Utan með eru álprófílar og renna hurð-
irnar til á því sem næst hljóðlausum
kúlulegum. Þú getur valið um hvíta eða
álgráa prófíla eftir því hvort fellur betur
að litum baðherbergisins.
Svedberg -sæluhornið
eða hornsturtuklefinn hentar einkum
vel litlum baðherberjum og jafnvel
sumarhúsum.
Kvnntu þér Svcdberg
sturtuklefana
og sjáðu svo til.
verið einn tryggasti viðskiptavinur
Boeing.
Áður en Airbus samsteypan land-
aði Northwest samningnum hafði
hún selt 12 flugfélögum 134 A 320
þotur og að auki fengið 133 óstað-
festar pantanir. Fyrsta A 320 þotan
verður tilbúin ti! reynsluflugs í
mars á næsta ári og reiknað er
með því að hægt verði að taka
fyrstu vélina í notkun snemma árs
1988. Fram til ársloka áætlar Air-
bus að smíða 6V2 vél á mánuði en
eftir að samningurinn við North-
west náðist er farið að ræða um
afkastagetu verksmiðjanna.
Airbus A 320 þotan verður tilbúin til reynsluflugs í mars á næsta ári. Á myndinni er verið að vinna
við fyrstu vélina, en þessi 150 sæta flugvélagerð þykir byltingakennd. Airbus samsteypan náði nú síðast
að selja bandaríska Northwest Orinent flugfélaginu 100 svona vélar. Þar með hafa 367 A 320 selst.
Airbus hefur rætt við Northwest
í mörg ár og var enn mikilvægara
fyrir Airbus að ná samningi við
félagið eftir að Douglas gerði samn-
ing við American Airlines og Boeing
hafði samið við United Airlines.
Northwest á 65 Boeing 727 þotur
sem A 320 vélamar eiga að leysa
af hólmi og Republic Airlines, sem
Northwest tók yfir fyrir skömmu á
rúmlega 100 DC 9 þotur og 18
Boeing 727 sem einnig þarf að
endumýja á næstu árum. Að North-
west skuli hafa valið Airbus flugvél-
ar er meiriháttar áfall fyrir Boeing
því fram til þessa hefur Northwest
BYKÖ
KÓPAVOGI
SÍMI 41000
HAFNARFIRÐI
SÍMI 54411
¥