Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
Vopnað rán í Moskvu:
Tveir byssubófar drepnir í
bardaga við löefreeflumenn
Moskvu, Reuter. '—7 '—* *"—7
TVEIR byssubófar voru drepnir
í skotbardaga við lögregluna í
Moskvu, eftir að þeir höfðu rænt
peningasendingu úr sendi-
ferðabíl. Gerðist þetta fyrir utan
stórverzlun í Moskvu á laugar-
dagskvöld.
Nikolai Demidov, aðstoðarinnanrík-
isráðherra Sovétríkjanna, sagði í
útvarpsviðtali, að manntjón hefði
15 konur klaga
ferðaskrif stofu
Tel Aviv^ AP.
FIMMTAN konur hafa kært
skipuleggjendur ferðar um Mið-
jarðarhaf í „Astarsnekkju"
vegna þess að karlmenn voru
ekki á lausu um borð.
Itim fréttastofan í ísrael greindi
frá því í gær að í kærunni segði
að konumar hefðu ekki fengið tæki-
færi til að hitta „tilvonandi lífsföru-
naut“ eins og lofað hefði verið í
auglýsingu. Málið fer fyrir rétt í
Tel Aviv.
I auglýsingu um ferðina sagði
að „um borð í Ástarsnekkjunni yrðu
karlmenn á lausu", en konumar
rákust bara á fjölskyldur og bama-
fólk.
Konumar krefjast hver um sig
50 þúsund dollara í skaðabætur.
Hjartaígræðsla:
Tvö hjörtu slá sem eitt
St. Louis, AP.
NOAH Heinrichs fór heim af
sjúkrahúsinu í síðustu viku með
vagn fullan af bataóskakveðjum
og gjöfum, en auk þess hafði
hann í farteski sínu nýtt hjarta,
sem slær í takt við hans fyrra.
„Ég er sannarlega glaður yfir
að vera á leiðinni heirn", sagði
Heinrichs á miðvikudag, þar sem
hann lá á sjúkrabeði í háskóla-
sjúkrahúsinu í St. Louis. „Ég er enn
svolítið veikburða, en ég er viss um
að allt fer vel að lokum. Eg hef trú."
Það jók á gleðina að á miðviku-
dag átti Heinrichs og kona hans
23 ára brúðkaupsafmæli.
„Við héldum ekki að hann myndi
lifa þetta af — en það gerði hann“,
sagði kona hans Júlía. „Ég held að
hann eigi langt líf fyrrir höndum —
e.t.v. 23 ár í viðbót."
Heinrichs, sem er 44 ára gamall,
gekkst undir aðgerðina hinn 11.
október. Hún fór þannig fram að
læknamir græddu í hann hjarta
látins manns, en létu hans eigið
vera. Ætlunin er að láta bæði hjört-
un sitja í Heinrichs, en hið nýja
mun smám saman taka við hlut-
verki þess gamla.
einnig orðið hjá lögreglunni en
nefndi engar tölur. Skotbardaginn
varð fyrir utan stórverzlun í
Kuntsevo-hverfínu í Moskvu. Gripu
ræningjamir til skotvopna, er lög-
reglan kom á vettvang. Fjöldi
manns átti leið þama um, er þetta
gerðist, en enginn úr þeirra hópi
særðist samkvæmt frásögn
Demidovs.
„Ráðstafanir vom strax gerðar
til að afvopna glæpamennina og
allt tiltækt lögreglulið í höfuðborg-
inni var kallað til aðstoðar.
Ræningjamir reyndu að komast
undan á bíl sínum og beittu sko-
vopnum í því skyni. Svo fór, að
tveir þeirra vom drepnir og hald
lagt á peningana," sagði Demidov.
Demidov hrósaði lögreglumönn-
unum, sem þátt tóku í aðförinni að
bófunum. Sagði hann, að þeir hefðu
sýnt „kunnáttu, einurð og kjark,"
en bætti því síðan við, að hættan
væri hluti af starfí lögreglumanna
og að manntjón hefði orðið í þeirra
hópi.
Er Demidov var spurður um ræn-
ingjana, lýsti hann þeim sem
afætum og sagði: „Ég get einungis
sagft, að þeir hafí leiðst út í svo
alvarlegan glæp í von um ávinning
sökum sífellds drykkjuskapar. Það
áttu þeir allir sameiginlegt."
Nicaragua:
AP/Símamynd.
Sally Hasenfus, eiginkona Eugene Hasenfus, baðst fyrir í Las Sierrit-
as-kirkjunni í Managua á sunnudag. Daginn áður var maður hennar
dæmdur i 30 ára fangelsi fyrir að fljdja skæruliðum vopn.
Danmörk:
Ósamhljóða yfirlýs-
ingar um Hasenfus
Tannbrotum fjölgar
Kaupmannahöfn, Reuter.
Náðun ýmist talin hugsanleg eða útilokuð
DANIR bijóta svo mjög í sér
tennurnar er þeir tyggja hið
heilsusamlega grófa brauð, að
mörg tryggingafélög þar í landi
neita nú að borga skaða er verð-
ur þegar fólk er að tyggja mat.
Christian Skoedt, starfsmaður
Tryggingaupplýsingaskrifstofunn-
ar, sagði í samtali við dagblaðið
Beriingske Tidende, að trygginga-
félögin hefðu breytt reglum sínum,
þar sem slysum af þessu tagi hefði
fjölgað svo á undanfömum árum.
Væri talið að tannskaðar kostuðu
tryggingafélögin 40 milljónir dan-
skar krónur á ári ( rúmar 200
milljónir ísl.kr.), en ekki væri ná-
kvæmlega vitað hve hátt hlutfall
tannskaðanna yrði þegar tuggið
væri. Starfsmaður tryggingafélags
nokkurs sagði að sambandið milli
íjölgunar tannskaða og grófa
brauðsins væri augljóst. A undan-
fömum ámm hefur neysla trefjaríks
fæðis aukist verulega þar sem það
er álitið mjög hollt.
Managua, Nicaragua, AP.
LITLAR líkur eru á, að Banda-
rikjamaðurinn Eugene Hasenfus,
sem á laugardag var dæmdur í
30 ára fangelsi í Nicaragua fyrir
vopnaflutninga til skæruliða,
verði náðaður eða dómurinn
mildaður. Kom þetta í fyrradag
fram hjá dómsmálaráðherra
landsins. Áður hafði varaforseti
Nicaragua gefið í skyn, að Has-
enfus yrði náðaður.
Eugene Hasenfus var á laugar-
dag dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir
að hafa flutt skæmliðum i landinu
vopn en hann komst lífs þegar flug-
vél hans var skotin niður. Var
dómurinn kveðinn upp af þriggja
manna alþýðudómstól. Sergio Ram-
irez, varaforseti Nicaragua, sagði í
Bandaríkjunum á sunnudag, að
Hasenfus kynni að verða náðaður
en Rodrigo Reyes, dómsmálaráð-
herra, sagði í viðtali við fréttamann
AP þann sama dag, að svo yrði
ekki gert og að Hasenfus yrði að
sitja dóminn af sér. Daniel Ortega,
forseti Nicaragua, hefur ekkert um
dóminn sagt en hann hefur þó áður
iátið að því liggja, að Hasenfus
yrði hugsanlega náðaður.
Miguel Obando y Bravo, erkibis-
kup í Managua, hefur hvatt til, að
Hasenfus verði náðaður þegar frá
líður og lagt til, að skipt verði á
honum og stjómarhermönnum í
haldi hjá skæmliðum. Hafa skæm-
liðar raunar boðist til að sleppa 30
föngum í stað Hasenfus og fimm
annarra manna en stjómvöld hafa
hafnað því.
Sænska vísindaakademían:
Frakki og Banda-
ríkjamaður hljóta
Crafoordverðlaunin
1 milljón sænskra króna
Karl Gústaf, Svíakonungur, veitir Claude Allégre (lengst til
vinstri) og Gerald Wasserburg, hin eftirrsóttu Crafoordverðlaun.
SÆNSKA vísindaakademían
hefur á hveiju hausti síðan árið
1982 veitt viðurkenningu, svo-
kölluð Crafoordverðlaun, fýrir
rannsóknir í nokkrum vísinda-
greinum er Nóbelsverðlaun eru
ekki veitt fyrir. Nema verðlaun-
in 1 milljón sænskra króna,
(tæpl. 6 millj. ísl.kr.) og hlutu
þau að þessu sinni Claude Al-
légre, prófessor við háskólann
í París og Gerald J. Wasser-
burg, prófessor við California
Institute of Technology, í
Pasadena í Bandaríkjunum, fyr-
ir rannsóknir á sviði jarðvísinda.
íslensk kona, Kristín Vala
Ragnarsdóttir, doktor í jarðfræði,
hefur starfað á rannnsóknarstofu
Claude Allégre í París um skeið
og sagði hún í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins, að Cra-
foordverðlaunin væm ein hin
stærstu sem veitt em fyrir vísind-
arannsóknir og væm þau nefnd í
höfuð hjóna er stofnuðu sérstakan
sjóð til verðlaunaafhendinganna.
Svíakonungur afhendir verð-
launin þeim er þau hljóta, við
virðulega athöfn í Stokkhólmi,
fyrir hönd vísindaakademíunnar
og sama dag heldur verðlaunahaf-
inn eða verðlaunahafamir, ef þeir
em fleiri en einn, fyrirlestur um
rannsóknir sínar. Allégre og
Wasserburg fengu verlaunin fyrir
rannsóknir er stuðlað hafa að
betri skilningi manna á myndun
og þróun sólkerfisins, jarðarinnar,
tunglsins, loftsteina, tilurð loft-
hjúps jarðar og sambands möttuls
jarðar og jarðskorpunnar. Rann-
sóknir þeirra hafa einnig leitt til
þróunnar nýrra rannsóknatækja
og aðferða.
Kristín Vala sagði að Allégre
veitti m.a. forstöðu rannsóknar-
stofu þar sem 30 manns ynnu og
stjómaði hann starfinu þar af
miklum skömngsskap. Hann væri
Kristín Vala Ragnarsdóttir.
síðan á ferð og flugi um allan
heim og flytti fyrirlestra og veitti
viðtöku ýmsum verðlaunum. Um
þessar mundir væri hann t.d.
staddur í Texas í Bandaríkjunum
að veita viðtöku viðurkenningu frá
Bandaríska jarðefnafræðifélaginu
fyrir rannsóknir sínar.