Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 60
ssipr CTMawr'aT/oM or (TuritniiTntíTd fnr?A THVTTTrrflOM
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
+ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNVEIG GUÐLAUGSDÓTTIR, fyrrverandi hjúkrunarkona frá Siglufirði, Skipasundi 85, andaðist í Landakotsspítala 11. nóvember. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. nóv- ember kl. 13.30. Hallgrímur Kristjánsson, Dísa Dóra Hallgrímsdóttir, Roger Cummings, Vigdfs Blöndal Gunnarsdóttir, Hallgrfmur Bl. Gunnarsson, Elsa Blöndal Sigfúsdóttir.
t Sonur okkar og bróðir, HALLDÓR JÚLÍUS VIGFÚSSON, Hábergi 3, Reykjavfk, sem lést í Landspítalanum 10. nóvember, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Ragnheiður Sigfúsdóttir, Vigfús Þorsteinsson, Steingrfmur Vigfússon, Regfna Vigfúsdóttir, Sigfrfö Dóra Vigfúsdóttir. '
+ Móðir okkar, RANDÍ ÞÓRARINSDÓTTIR, Bergstaðastrœti 11. andaðist á borgarspítalanum í morgun, 17. nóvember. Betzy Kristfn Elfasdóttir, Þorgeir Örn Elfasson.
+ Eiginkona mín og móðir ÁSTA MEYVANTSDÓTTIR, Hraunbæ 99, andaðist í Borgarspítalanum 15. nóvember. Guðni Jónsson, Brynsteinn Guðnason.
+ Eiginkona mín, ELÍSABET OTTESEN MAGNÚSDÓTTIR, andaðist laugardaginn 15. nóvember. Einar Valberg Sigurðsson og fjölskylda.
+ Eiginmaður minn, PÁLL JÓHANN SIGURÐSSON, frá Búlandi, lést í Borgarspítalanum 16. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhanna Kristjánsdóttir.
+ Útför eiginmanns mins, föður, tengdafööur og afa, EYJÓLFS ÞÓRARINSSONAR, Lagarási 2, Egilsstöðum, sem lést 12. þessa mánaðar, fer fram frá Egilsstaðakirkju fimmtu- daginn 20. nóvember kl. 14.00. Ingibjörg Einarsdóttir, Þórhallur Eyjólfsson, Sigurbjörg Alfreðsdóttir, Þórey Eyjólfsdóttir, Benedikt Steindórsson, Bergþóra Eyjólfsdóttir, Anders Karlsson, Sigurður Eyjólfsson, Margrót Petersen, Einar Eyjólfsson, Guðný Einarsdóttir, Björgvin Eyjólfsson, Ólöf Elfasdóttir og barnabörn.
+ Úför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS GUÐMANNSSONAR, fv. yfirkennara, Skaftahlfð 10, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Snjólaug Lúðvfksdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Jón Ólafsson, Margrét L. Jónsdóttir, Guðbjartur Jónsson, Jón Guðmann Pétursson, Lúðvflc Börkur Jónsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Ásgeir Jón Guðbjartsson.
Hörður Bergþórs-
son - Minning
Fæddur 30. nóvember 1922
Dáinn 10. nóvember 1986
Kveðjuorð
I dag verður til moldar borinn
frá Fossvogskirkju vinur minn,
Hörður Bergþórsson, stýrimaður.
Ætla ég að minnast hans nokkr-
um orðum.
Við Höddi, eins og við kölluðum
hann alltaf, vorum í mörg ár saman
til sjós. Fyrst árið 1973 í skamman
tíma á ms. Þorsteini frá Reykjavík
og síðar á ms. ísafold og Geysi,
nótaskipum gerðum út frá Hirts-
hals í Danmörku, samfleytt frá
1975 til ársins 1981, þegar hann
vegna veikinda varð nauðugur að
fara í land.
Lífinu um borð í fiskiskipi má
líkja við lítið samfélag, þar sem góð
samvinna og þolinmæði verða að
ríkja ef vel á að fara.
Þar eru hlutverk stýrimannsins
mörg og stór.
Dugnaður, samviskusemi og ár-
vekni eru þar mikilvægir eiginleikar
og þá átti Hörður í ríkum mæli.
Hann var stýrimaður af gamla
skólanum, kominn með áratuga
reynslu sem fiskimaður.
Með þessa eiginleika og reynslu
að bakhjarli, vissum við sem með
honum vorum að honum mátti
treysta.
Hann var ekki maður orðagjálf-
urs og málalenginga, heldur at-
hafna.
Þegar beðið er langtímum saman
eftir útkalli á stóru eða oftar litlu
torfuna, verða menn oft að brynja
sig þolinmæði, en þá gefst einnig
góður tími til að dytta að hlutum
sem betur mega fara.
Þama lýsti samviskusemi Harðar
sér vel. Allur búnaður skips og veið-
arfæra skyldi vera í fullkomnu lagi
þegar á þyrfti að halda.
Þá er að geta þess eiginleika
Harðar sem ég mat ekki hvað síst,'
en það var árvekni hans.
Þá fyrst getur skipstjóri verið
öruggur um skip sitt þegar hann
veit að stýrimanninum á vakt má
treysta fullkomlega.
Eins og fyrr er getið skildu leiðir
árið 1981, er Hörður fór f land, þá
oft búinn að vera mikið lasinn
síðasta árið á sjónum, en alltaf lét
hann sem ekkert væri að sér.
Þó hann yrði að láta af störfum
fylgdist hann vel með gangi skip-
anna og hafði oft samband við mig
í því sambandi þó langt væri á milli.
Eftir að ég og fjölskylda mín
fluttumst heim til Islands aftur fyr-
ir nokkrum misserum, var Hörður
tíður og velkominn gestur á heimili
okkar og þá rifjaðar upp margar
liðnar stundir.
Við vissum líka alltaf að hann
átti góða konu og dóttirin var ör-
ugglega gleði hans og stolt.
Nú, er Hörður kveður þetta
jarðlíf og skip hans er komið í
naust, þakka ég honum innilega
alla samveruna.
FVá Hirtshals berast einnig inni-
legar samúðarkveðjur til ættingja
hans frá skipsfélögum og útgerðar-
mönnum á Isafold og Geysi.
Eg votta eiginkonu hans og dótt-
ur mína innilegustu samúð og bið
þeim blessunar guðs.
Arni Gíslason
í dag er kvaddur Hörður Berg-
þórsson, til heimilis að Kleppsvegi
134 hér í borg.
Hann hafði verið veikur um
nokkum tíma, en að sjúkdómur
hans væri svo illkynjaður sem raun
bar vitni, gerðu aðstandendur sér
ekki grein fyrir.
Hörður fæddist 30. nóvember
1922 á Akureyri og voru foreldrar
hans Olga Olgeirsdóttir og Bergþór
Baldvinsson, sem bæði eru látin.
Hörður var mjög samviskusamur
og eftirsóttur stýrimaður, enda í
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
t
Útför systur minnar,
ÞÓRUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hátúni 10,
fer fram í dag, þriðjudaginn 18. nóvember, kl. 15.00 frá Nýju
kapellunni, Fossvogi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Eyjólfur Guðmundsson.
Við faerum öllum þeim móður okkar, + bestu þakkir sem heiðruðu minningu
RAGNHILDAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR,
með kveðjum og gjöfum nóvember. og nærveru við útför hennar þann 7.
Birna Kjartansdóttir, Árni Kjartansson,
Anna Kjartansdóttir, Sigurbjörn Kjartansson
og fjölskyldur.
skiprúmi hjá bestu og afiasælustu
skipstjórum í áraraðir. Nokkur
síðustu ár ævinnar var hann starfs-
maður hjá Reykjavíkurhöfn.
Árið 1954 kvæntist Hörður eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu
Sigurðardóttur, mikilli ágætiskonu,
og eignuðust þau eina dóttur, Olgu,
fædd 3. júní 1960, sólargeisli for-
eldranna. Hefur hún árum saman
verið við nám erlendis, nú síðast í
Finnlandi og er námsferill hennar
hinn glæsilegasti.
Svo brátt bar andlát Harðar að,
að dóttirinn náði því aðeins að koma
heim daginn áður en faðir hennar
lést, og gat því verið hjá honum
ásamt móður sinni síðasta sólar-
hring lífs hans hér á jörðu.
Mikill harmur er að þeim mæðg-
um kveðinn við andlát Harðar og
söknuður er það fjölmörgum, sem
þennan ágætis mann þekktu. Það
er þó huggun þeim, er því trúa, að
lífið geti ekki dáið, og mætti þá
gera ráð fyrir, að leiðir okkar kynnu
siðar að liggja saman.
Við undirrituð flytjum fjölskyldu
og öllum ættingjum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guðrún Þ. Sigurðardóttir,
Ólafur Einar Einarsson.
Síðastliðinn mánudag andaðist í
Borgarspítalanum Hörður Berg-
þórsson, starfsmaður hjá
Reykjavíkurhöfn. Hann verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 18. nóvember kl.
13.30.
Hörður réðist til Reykjavíkur-
hafnar fyrir nokkrum árum. Hann
hafði áður verið stýrimaður á ýms-
um fiskiskipum sem gerð voru út
bæði frá íslandi og Danmörku.
Eg starfaði með Herði í Skipa-
þjónustu Reykjavíkurhafnar í
nokkur ár og var hann einn af vakt-
félögum mínum. Hörður var rólynd-
ur og traustur maður og flíkaði lítið
tilfínningum sínum. Var sæti hans
ávallt vel skipað þar sem hann var
að verki. Hann var sérstaklega sam-
viskusamur maður og fylgdist mjög
mikið með málefnum Reykjavíkur-
hafnar og högum hennar.
Eg man vel þegar hann kvaddi
okkur síðastliðið sumar með bros á
vör og var að fara í sumarfrí. Hann
átti ekki afturkvæmt til vinnu eftir
það, því maðurinn með ljáinn birtist
óvænt.
Hörður fæddist á Akureyri og
ólst þar upp og fór þaðan í Stýri-
mannaskólann og útskrifaðist
þaðan 1950—1951. Hann stundaði
sjómennsku að mestu eftir það.
Hörður kvæntist Sigrúnu Lovísu
Sigurðardóttir 5. júní 1954 og eign-
uðust þau eina dóttur, Olgu, sem
er við nám í Finnlandi, var hún
mikill sólargeisli foreldra sinna.
Minnisstætt er mér hve mikil hátíð-
arstund var hjá honum þegar hún
kom í heimsókn í sumarleyfum
sínum. Er hún nú komin heim til
að fylgja föður sínum síðustu spor-
in.
Eg og fleiri samstarfsmenn
Harðar munum lengi minnast hans,
starfa hans og samviskusemi.
Að leiðarlokum er gott að
minnast genginnar tíðar með góð-
um féiaga og starfsbróður sem nú
hefur hlotið sína hvíld.
Eg og starfsfélagar mínir vottum
frú Sigrúnu og Olgu innilega sam-
úð.
Blessuð sé minning hans.
Valtýr Guðmundsson