Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
fclk f
fréttum
Ánægður guðfaðir
Fyrir skömmu voru níu mánuðir liðnir frá því að sovéski andófsmaðurinn
Anatoly Sharansky fékk að fara í frelsið, þar sem kona hans, Avital,
beið hans.
Ekki stóð á árangrinum, því að þá fæddist þeim hjónum dóttir. í sömu
viku gerðist Anatoly einnig guðfaðir, sandak, sonar góðvinar síris og fyrr-
um samviskufanga, Marks Nasphitz. Hér sjást þeir við þá skímarathöfnina,
brit mila.
Paul Simon og Joseph Shabalala. Saman sömdu þeir Homeless og brúuðu þannig bilið milli banda-
riskrar og suður-afriskrar tónlistar.
Paul Simon sýnir samstöðu
með suður-afrískum
Paul Simon, sem eitt sinn var
helmingur dúettsins Simon &
Garfunkel, er nú orðinn 43 ára
gamall, en hefur síður en svo slak-
að á. Hann er nýbúinn að gefa út.
pjötu, Graceland, sem notið hefur
töluverðra vinsælda að undanfömu.
Plötuna tók Paul upp að nokkru
leyti í Suður-Afríku, en Paul segist
hrífast mjög að ferskleika suður-
afrískrar tónlistar.
Paul kom upphaflega að ósk fé-
lags svartra tónlistarmanna og
segist Paul hafa farið þangað sem
tónlistarmaður, en ekki í pólítískum
tilgangi. „Vissulega eru sumir til
sem vilja banna allan samgang við
Suður-Afríku, en ég held að það
sé ekki leiðin til lausnar vanda Suð-
ur-Afríku. Suður-Afríkanar verða
að fá að umgangast heiminn. Bæði
til þess að þeir geti heyrt og skilið
sjónarmið annarra, en líka til þess
sið við getum skilið sérstök vanda-
mál þeirra.“
„Eg vissi að ég yrði gagnrýndur
áður en ég fór þangað, en ég fór
ekki til þess að styðja ríkisstjóm
landsins eða til þess að leika fyrir
hvíta áheyrendur eingöngu. Ég hef
áður neitað boðum um að leika í
Sun City þó svo að milljón dollarar
væru í boði.“
í Suður-Afríku kynntist Paul
öðrum stefnum, en hann hafði áður
vanist. „Hér er tónlistin að sumu
leyti frumstæð, en að sumu leyti
þróuð. Umfram allt er hún þó fersk
og minnir mig um margt á blúsinn,
eins og hann gerðist á sjötta ára-
tugnum."
„Það sem e.t.v. var undarlegast
var samstarfíð við suður-afríska
tónlistarmenn. Þeir þekktu ekki
tónlist mína og gátu því ekki gert
ráð fyrir neinu. Annað var að flest-
ir eru þeir ómenntaðir, svo að það
þýddi ekki neitt að ætla að nota
tæknilega frasa. Yfirleitt endaði
þetta með því að hver söng með
sínu nefi og það gekk alveg frábær-
lega.“
Erfiðlegast gekk Paul að semja
fyrir tíumanna kirkjukór, sem kall-
ast Ladysmith. Að lokum samdi
hann lagið Homeless og sendi það
til Josephs Shabalala, tónskálds og
forsöngvara kórsins. Hann bætti
síðan við Iagið á eigin móðurmáli,
Zulu-máli, og útskýrði lagið fyrir
kómum. Árangurinn má heyra á
plötunni.
Þessi vægast sagt
smávaxni apaköttur
heitir Skansen og er að-
eins vikugamall. Hann
fæddist í dýragarðinum í
Stokkhólmi fyrir nokkru
og er eftirlæti gesta hans,
serstaklega hinna yngri.
Skansen er af svokall-
aðri silkiapaætt, sem er
mjög smávaxin að upp-
lagi og því ekki mikil von
til þess að mjög togni úr
kauða.
Hann lætur sér þó fátt
um finnast og rígheldur
sér í þumalfingurinn á
einum varða sinna.
Tumi
þumall
Rjómi lastasveitar Miami.
Stephanía Mónakóprinsessa
fær hlutverk í Miami Vice
Ekki alls fyrir löngu var sagt frá
ástamálum Stephaníu Món-
akó-prinsessu. Aðdáendur hennar
geta nú kæst enn frekar, því til
stendur að hún komi fram í saka-
málaþættinum Miami Vice, en hann
er sem kunnugt er sýndur á fostu-
dagskvöldum á Stöð tvö.
I Miami Vice kemur iðulega fram
frægt fólk, eða leikarar úr öðrum
sjónvarpsþáttum. Stephanía hefur
oft lýst því yfír að hún hafi áhuga
á að feta í fótspor móður sinnar,
a.m.k. hvað leiklistina varðar.
„Við höfum þegar samið sögu-
þráðinn. Stephanía, sem er tísku-
hönnuður sjálf, mun leika
tískuhönnuð, sem lendir milli steins
og sleggju í eiturlyfjaheiminum",
er haft eftir örruggum heimilda-
manni. Auk þess hafa framleiðend-
ur þáttanna fallist á að nota eitt
af lögum Stephaníu í þættinum, en
henni hefur vegnað vel í dægurtón-
list, sem öðru.
„Hún óskaði einskis umfram
aðra. Það eina sem hún vildi var
að hún yrði nefnd Stephanie Grim-
aldi í kynningunni og að hvergi
kæmi fram að hún væri prinsessa."
Að sjálfsögðu samþykktu framleið-
endumir það.
Að undanfömu hefur Stephanía
dvalist í Los Angeles ásamt kær-
asta sínum, leikaranum Rob Lowe.
Henni höfðu boðist nokkur boð frá
sjónvarpsstöðvum og kvikmynda-
verum, þegar henni var boðið
hlutverkið í Miami Vice. Hún sam-
þykkti það nær umhugsunarlaust.
Góðvinur Stephaníu hefur sagt
að miklu hafi ráðið um ákvörðun
hénnar, að framleiðendumir vom
tilbúnir til þess að leika lag með
henni í þættinum, en Stephanía er
mjög áfjáð í að ná sama árangri á
bandarískum tónlistarmarkaði og í
Evrópu.
Samkvæmt öruggum heimildum
á Stephanía að leika tískuhönnuð,
sem kemur til Miami að setja á
svið tískusýningu. Á meðan undir-
búningi sýningarinnar stendur,
verður hún vitni að eiturlyfjamis-
ferli og að morði á fíkniefriasala.
Morðinginn veit hins vegar að
vitni var að morðinu og sækist því
eðlilega eftir lífi hennar. Þeir Croc-
kett og Tubbs komast að því að
hún veit meira en hún vill gefa