Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 ÚRVALS vörur ÚRVALS verö SALERNI. Við bjóðum þér vönduð salerni af ýmsum gerðum. Ásamt ýmsum áhöldum á baðherbergið. Sérlega hagstætt verð. BAÐMOTTUR. Mikið úrval af baðmottum og ýmsum gerðum af bað- hengjum. Svo og öðrum smáhlutum á baðherberg- ið. STÁLVASKAR. Vandaðir stálvaskar í ýms- um stærðum og gerðum. GUFUBÖÐ. Bjóðum nú gufu og sauna- böð, er henta hvaða heimili sem er. Allt í einum pakka. BLÖNDUNARTÆKI. Ótrúlegt úrval af blöndun- artækjum. Stílhrein/falleg. STURTUKLEFAR. * Sturtuklefar er ganga hvar sem er. Af öllum stærðum og gerðum. 1 Er hungursneyðin í Súdan af nrannavöldum? eftirlnga Þorsteinsson Hungurdauði fjölda manns blasir við í Súdan. Er þetta í annað skipt- ið á sl. þrem árum sem þetta ástand skapast. En nú er vandamálið að mestu orðið til af manna völdum en ekki náttúrunnar. í fyrra skiptið, árið 1984, ollu þurrkar því að hungursneyð heijaði aðallega á vestur- og austurhluta landsins. Nú, á árinu 1986, er það í suðurhluta landsins sem dauðinn ber að dyrum vegna lyfja- og matar- skorts. En hver er ástæðan fyrir þessari hungursneyð, sem hrjáir um tvær milljónir manna í Suður-Súdan? Hún stafar af innanlandsófriði, sem ríkir milli ríkisstjómar landsins og herafla hennar gegn SPLA eða þjóðfrelsisher Súdans, sem hefur mestan hluta Suður-Súdans á sínu valdi. Vegna þessarar þriggja ára gömlu borgarastyijaldar hefur líf bænda, sem áður stunduðu arð- bæran landbúnað og nautgripa- rækt, truflast. Hafa margir þessara bænda flosnað upp af jörðum sínum í lejt að öryggi og fæðu. Á árunum 1984 og 1985 voru helstu erfiðleikamir fólgnir í því hve erfítt var að koma rnat og nauðsynj- um til Súdans. Í ár er vandinn fólginn í dreifingu á þeim nauðsynj- um, sem em fyrir hendi í Súdan, til þeirra, sem þurfa á þeim að halda. Það hefur verið mjög erfitt að senda lyf, fæðu og aðrar nauðsynj- ar með flugi til Suður-Súdan þessa dagana þótt nokkrar flugvélar hafi komist til Juba í Suður-Súdan og til Isora í Zaire í því skyni að flytja vistir landleiðina með vömbifreiðum til Juba. Er allt útlit fyrir að þessir flutningar séu nú strandaðir vegna innanlandsátaka. Afstaða ríkis- stjómar Súdans svo og SPLA er sú, að sá sem úthlutar nauðsynjum hljóti hylli og þakklæti fólksins. Um þetta snúast deilur þessara aðila og vegna þeirra sveltir fólkið. Alþjóðlegar hjálpastofnanir í Súdan em ekki öfundsverðar um þessar mundir. Margt af starfsfólki þeirra leggur líf sitt í sölumar við að reyna að veita aðstoð og að hálpa þeim, sem þurfandi em og þetta gerir fólkið í óþökk ráðandi afla í Súdan. Ríkisstjóm Súdans hefur verið neikvæð í garð alþjóð- legra hjálparstofnana að undan- fömu. Trúir almenningur í landinu því nú, að þessar hjálparstofnanir hafi valdið því, að meiri harka hef- ur færst í deilur hinna stríðandi fylkinga. í lok október gerðist það, að sérstakur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Súdan, sem fór með yfir- stjóm hjálparstarfs samtakanna í landinu, hefur verið rekinn af ríkis- stjóm landsins sem óæskilegur aðili (persona non grata). Talsmaður SPLA lýsti yfir í út- varpsstöð hreyfingarinnar hinn 31. október sl., að SPLA hefði flugvell- ina í Juba, Wau og Malakal á sínu valdi. Útvarpstöðin hélt því jafn- framt fram, að ríkisstjómin í Khartoum færi með algjör ósann- indi, þegar hún segðist ráða yfir flugvöllunum. Þá uppýsti talsmaður SPLA, að hreyfíngin hefði skotið niður Herkules C-130-flutningavél yfir Lado-hæðunum, sem em skammt fyrir norðan Juba. Útvarp- ið gat ekki nánar um afdrif flugvél- arinnar. Síðan hafa neyðarflutningar í lofti alveg fallið niður. Og það er mjög hættulegt að flytja vaming landleiðina frá Kenýa í gegnum Uganda og Zaire þessa dagana. Á meðan þetta ástand ríkir í Suður-Súdan þjást hundmð þús- unda fólks af hungri í þessum hluta landsins. Er ástandið verst annars- vegar umhverfís Malakal, sem er aðalborg Efri-Nílar-héraðsins, og hinsvegar umhverfís Wau, sem er aðalborg Bahr Al-Ghazal-héraðs- ins. Hungursneyðin hverfur ekki þótt matur kunni að berast. Dauðinn heldur áfram að heija, vegna þess að áhrif þriggja mánaða hungurs Ingi Þorsteinsson „Alþjóölegar hjálpar- stofnanir, sem viija aðstoða Súdan, geta lítið annað aðhafst þessa dagana en að bíða og safna birgðum lyfja og matvæla hér í Kenýa og í Khartoum, þangað til tekist hefur að miðla málum eða koma á vopnahléi milli deiluað- ila.“ hverfa ekki eftir eina eða tvær máltíðir. Alþjóðlegar hjálparstofnanir, sem vilja aðstoða Súdan, geta lítið annað aðhafst þessa dagana en að bíða og safna birgðum lyfja og matvæla hér í Kenýa og í Kharto- um, þangað til tekist hefur að miðla málum eða koma á vopnahléi milli deiluaðila. Ég tel litlar líkur á slíkri málamiðlun á næstunni, því stjóm- völd í Khartoum sýna ekki bilbug á afstöðu sinni til SPLA, og þau hafa varað alþjóðlegar hjálparstofn- anir við og segja að hverskonar sending lyfja og matvæla til land- svæða á valdi uppreisnarmanna sé frekleg íhlutun í innanríkismál Súd- ans, sem samrýmist ekki stöðu alþjóðastofnana. Höfundur er aðalrœðismaður ís- lands (Nairobi iKenýa. Þú svalar lestrarþörf dagsins á^tóum Moggans! LÍTIÐ VIÐ - VANDIÐ VALIÐ. Lietamaðurinn Karl Lagcrfcld hefur í samvinnu vi?> CHLOÉ-safnið i Paris hannað þcssi gullfallcgu matar og kaflistcll ..Kalablómið 'sem Ilutschcnrculhcr framlciðir úr postulini VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK af bcstu gcrð. @ SILFURBÚÐIN SÍMAR: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966 Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.