Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 53 Afmæliskveðja: Bryndís Jónsdóttir f orstöðumaður í dag, 19. nóvember, er 60 ára Bryndís Jónsdóttir forstöðumaður sjúkrahótels Rauða kross íslands, Skipholti 21. Bryridís er mikilhæf kona, flölhæf í verkum og sálfræð- ingur góður, með meðfædda hæfi- leika á mörgum sviðum. Væri óskandi að háskólagengið fólk væri eins fjölhæft til verka og að láta gott af sér leiða eins og Bryndís Jónsdóttir hefur gert á sjúkrahóteli Rauða krossins þau 12 ár sem sú góða stofnun hefur starfað. Það má segja með sanni að þar sé rétt manneskja á réttum stað. Ég hef oft verið þar smátíma og fólk kem- ur oft á sjúkrahótelið illa á sig komið af spítölum í Reykjavík og víða utan af landsbyggðinni, oft eftir miklar og stórar aðgerðir og hjá sumum sjúklingunum er sál- arlífið bágborið og svartsýnin mikil, en eftir að sjúklingur er búinn að vera nokkra daga fer honum dag- batnandi, bæði á sál og líkama og flestir sjúklingar fara ánægðir heim til sín. Það eru góðir andar, sem svífa yfir sjúkrahótelinu, og þessum góðu öndum stjómar Bryndís með sinni miklu fjölhæfni ásamt hinum góðu starfsstúlkum sínum, sem vinna þar mikil líknarstörf af skiln- ingi, og öllum er þeim gefin nærgætni og glaðværð við sjúkling- ana. Allt er þetta starfsfólk Bryndísar ósérmenntað að best ég veit og margar konumar búnar að vera síðan hótelið tók til starfa. Bryndís ræður allt sitt fólk sjálf. Ég var eina viku í september sl. á áðurgreindri stofnun. Þá heyrði ég á starfsfólki að það væri sárt yfir því að nú væri búið að segja for- stöðumanninum og þeim öllum upp vegna þess að hótelið ætti að flytja í stærra hús um áramótin (Fram- sóknarhúsið). Ég sagði stúlkunum það að þær skyldu ekki vera hrygg- ar því það væri víst venja að segja öllu fólki upp þegar ætti að skipta um húsnæði og stækka stofnanir og ég tryði ekki öðm enn að þær verði allar ráðnar aftur og forstöðu- maðurinn einnig, en konumar svöruðu þá með alvörusvip að óviss- an væri það versta. Ég bara vona það og veit að hinir góðu og ráð- deildarsömu menn Rauða kross íslands, sem ráða þar og stjóma þeirri líknarstofnun, ráði aftur Bryndísi og starfsfólk hennar allt saman, því að sjúklingamir vita það best að ekki er hægt að fá betra starfsfólk. Maturinn er heimilisleg- ur og góður á sjúkrahótelinu enda er allt heimatilbúið, allt kaffibrauð og álegg er búið til af hinum eldri konum er matbúa hinn fjölbreytta mat. Biyndís er fædd og uppalin á Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru Torfhildur Sigurðardóttir og Jón B. Sveinsson útgerðarmaður. Bryndís vann hjá Landssíma íslands á Seyðisfirði í mörg ár við skrif- stofustörf og stjómaði hún umdæmisskrifstofu þar. Einnig vann hún á aðalskrifstofu LÍ í Reykjavík við endurskoðun. Hún starfaði einnig hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og rak Edduhótel í nokkur sumur. Bryndís er gift Valgeiri Guð- mundssyni, miklum mannkosta- manni sem kemur alls staðar góðu til leiðar. Þau eiga §órar dætur, 2 giftar og famar að heiman og 2 enn í heimahúsum. Þau hjónin hafa eignast 3 bamaböm, sem eru í miklu dálæti hjá afa og ömmu, og óskandi er að bamabömin og niðjar þeirra líktust foreldmm sínum að mannkostum, íjölhæfni og mann- gæsku. Ég óska Biyndísi Jónsdóttur allra heilla i nútíð og framtíð. Lifið þið heiðurshjónin og niðjar ykkar vel og lengi. Regína Thorarensen eru öðrum fremur þægi- legir og mjúkir, hafa mikla aðlögunarhæfni og hæfileika til að draga til sín raka. Þessa jákvæðu 1 J , eiginleika sameina Mola dömubindin sérlega vel. Pau eru örugg en samt fínnurðu varla fýrir þeim. Pau sitja vel en sjást ekki. Mola dömubindi sem aðeins skýin geta keppt við í mýkt og þægindum. Kristjánsson M. Sími 12800 Oi nJ Tækifæristékkareikningur ...með allt í einu hefti! Stighækkandi dagvextir Mun betri ávöxtun á veltufé. Á TT-reikningi Verzlunarbankans Af innstæðu að kr. 10.000.- reiknast eru vextir reiknaðir af daglegri stöðu 3% dagvextir. reikningsins í stað lægstu stöðu hvers Af innstæðu umfram kr. 10.000.- tíu daga tímabils. reiknast 8,5% dagvextir. Þú færð einnig stighækkandi vexti Af umsaminni lágmarksinnstæðu með hækkandi innstæðu og auk þess reiknast 10,0% dagvextir. geturðu ákveðið að hafa mánaðarlega lágmarksinnstæðu á reikningi þínum og fengið þannig enn hærri vexti. VŒZLUNflRBANKINN -vótHtcimtóftéx!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.