Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
Skosku
ullargólfteppin
Þið sem hafið keypt BMK gólfteppi frá Friðrik Bertelsen hf.
síðastliðin 30 ár, vitið hvernig þau teppi hafa reynst.
Betri teppi er varla hægt að fá.
Þau endast og endast, enda úr 80% ull og 20% nylon, sem
er sterkasta blanda sem hugsast getur fyrir gólfteppi.
Nú bjóðum við nýja liti og mynstur.
Verð frá 2.300 kr.
Getum enn afgreitt pantanir fyrir jól.
Lítið inn og skoðið úrvalið.
Teppaverslun Friðriks Bertelsen hf.,
Síðumúla 23, (Selmúlamegin), sími 686266.
Félagar björgunarsveita viðsvegar um landið hafa tekið að sér viðhald sæluhúsa og björgunarskýla.
Hér eru félagar í „Björgu“ við endurbætur á björgunarskýlinu í Hafursey á Mýrdalssandi.
Eyrarbakki:
Björg hefur fjár-
öflunarstarfsemi sína
Eyrarbakka.
BJÓRGUNARSVEITIN Björg á
Eyrarbakka er í þann veginn að
hefja sölu happdrættismiða til
fjáröflunar fyrir starfsemi sína.
Gefnir verða út 1000 miðar, hver
að verðmæti kr. 1000. Vinningur
er bifreið, Mazda 323, að verðmæti
400 þúsund kr.
Björgunarsveitin hefur verið
mjög virk og nýlega hafa félagar
sveitarinnar stækkað hús björgun-
arstöðvarinnar til muna, en nú er
mikil þörf á að endumýja bifreið
sveitarinnar, sem orðin er 12 ára
gömul og því tæpast treystandi til
stórræða, þrátt fyrir gott viðhald.
Sveitin er all vel búin til björgun-
ar á sjó, á tvo nýlega gúmbáta með
öflugum vélum og flest þau tæki
sem þarf að hafa tiltæk við sjávar-
síðuna.
Það hefur farið í vöxt að björgun-
arsveitir af stóru svæði em kallaðar
Nokkrir félagar sem tóku þátt í samæfingu björgunarsveita vestur
á Snæfellsnesi.
RjTT/v;
Mothercare
henta börnum allt frá fæðingu
fram undir 12 ára aldur.
Viö erum nýbúin að taka upp
mikið úrval af hlýjum, mjúkum,
þykkum, þægilegum og fallegum
vetrarfötum í skærum og
skemmtilegum litum.
Mothercare vetrarlistinn fyrir
1986 erlíka kominn og fæst fyrir
lítið á Laugavegi 13.
Síminn er (91)26560.
mothercare
til, ef slys eða leit ber að höndum.
Síðasta útkall Bjargar var í leit að
rúpnaskyttu nú fyrir skömmu. Það
má taka til marks um viðbragðs-
flýti sveitarinnar, að 15 mínútum
eftir að hjálparbeiðni barst var 10
manna flokkur lagður af stað í leit.
Nú heitir björgunarsveitin Björg
á alla sína velunnara og áhugamenn
um björgunarstörf og slysavamir
að bregðast vel við og kaupa miða
í happdrætti sveitarinnar. Dregið
verður strax og allir miðar hafa
verið seldir en þó ekki síðar en 17.
febrúar 1987. Óskar.
Ráðstefna um
fjölskylduna
og framtíðina
JAFNRÉTTISRÁÐ heldur ráð-
stefnu sem ber yfirskriftina
Fjölskyldan og framtíðin, laugar-
daginn 22. nóvember nk. kl.
13.00—18.00 i Sóknarhúsinu,
Skipholti 50A, Reykjavík.
Flutt verða erindi um félagsleg
atriði og framtíðaráhrif þeirra á
fjölskylduna ogjafnrétti, um „Kon-
una sem getur allt“ eða togstreitu
kvenna milli vinnu og heimilis. Þá
verður einnig fjallað um breytingar
á Qölskyldunni, fjölskylduna og
húsnæðismálin, um framtíðarskipu-
lag húsnæðis og loks um ástand
jafnréttis og uppeldis í tæknivæddu
þjóðfélagi.
Þá mun verða tekin upp sú ný-
lunda að flytja stuttan leikþátt þar
sem fjölskyldu- og jafnréttismál
verða í sviðsljósinu.
(Fréttatilkynning)
i