Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 Sljómmál og siðferði I tilefni af umræðu Þorgeirs Þorgeirssonar og Páls Skúlasonar eftirJón Proppé Grein þessi er rituð í tilefni grein- ar Páls Skúlasonar í Morgunblaðinu 29. október, en í henni vísar Páll til skrifa Þorgeirs Þorgeirssonar í sama blað 31. júlí. Grein Þorgeirs fjallaði hins vegar um sjónvarpsþátt um siðferði í stjómmálum frá 22. júlí, en þar var Páll einn framsögu- manna. Ekki er ætlun mín að finna að grein Páls, heldur einungis að draga fram nokkur atriði til stað- festingar því sem Páll segir og bæta þar við nokkm sem mér fínnst eiga erindi í umræðuna. I. Páll er sammála Þorgeiri um að málflutningur stjómmálamanna einkennist gjaman af eins konar siðleysi — að þeir séu þess ekki færir að ræða málin á siðrænum grundvelli. Sé stjómmálamaður inntur eftir siðferðilegri afstöðu sinni verði svarið eitthvað á borð við: „Ég get ekki endurtekið nema það sem ég hef áður sagt.“ Þannig snúast umræðumar hringi um sjálf- ar sig og óhugsandi virðist að þær komist nokkum tíma að kjama málsins — að þær nái að túlka ein- hvem siðferðilegan sannleik. Páll og Þorgeir eru einnig sam- mála um að þetta siðfræðilega vandamál tengist tungumálinu og notkun þess. Báðir komast þeir að þeirri niðurstöðu að siðferði og tungumál hljóti að vera veruleiki í sama skilningi. Páll bendir jafn- framt á að siðferði og tungumál séu í raun tvær hliðar á sama veru- leika: „Sá sem ekkert hefur að segja veit heldur ekki hvað honum ber að gera.“ Að þessum forsendum gefnum fáum við séð að ef umræða stjóm- málamanna er ekkert nema orðin tóm, þá má segja að innan hennar ríki eins konar siðleysi: ef mál þeirra snýst aðeins um sjálft sig, þá er það vegna þess að þeir hafa ekkert að segja. II. Nú má auðvitað segja að tungu- málið snúist alltaf að verulegu leyti um sjálft sig. Það sem sagt er dreg- ur ávallt merkingu sína að mestu leyti frá því sem þegar hefur verið sagt, frá því sem verið er að segja, eða frá því sem hægt væri að segja. Það er sjaldan að málið vísar beint og ótvírætt til einhverra hluta og það sem sagt er verður aldrei full- skýrt af því sem það vísar til. Langt er nú síðan við vöknuðum af draumnum um „efnafræðilega hreint tungumál til að nota í laumi", svo notuð séu orð Sigfúsar Daða- sonar. Eins og Nietzsche benti á eru engir stórkostlegir viðburður sem birta okkur merkingu sína ótvirætt og í einni svipan, heldur sjáum við í heiminum aðeins hljóðláta marg- ræðni sem ávallt er háð samhengi og túlkun. Merkingin opinberast okkur ekki einhlít og fullsköpuð, heldur verður hún aðeins dregin fram með túlkun, með því að bæta sífellt við og segja sífellt meira. Þegar Wittgenstein segir okkur að merking tungumálsins felist í notkun þess, þá á hann ekki við að þessi notkun sé einhvers konar skýring á merkingu orða. Við get- um ekki skýrt tungumálið með því að benda fyrst á orðið, svo á notk- un þess og segja: „Þetta er merking orðsins." Þessi aðferð á aðeins við þegar verið er að kenna einhverjum orðið, eða leiðrétta einhvem sem notar það ekki rétt. Það að merking tungumálsins felist í notkun þess þýðir að merkingin opinberast aðeins þegar málið er notað. Það að nota málið er að skilja merkingu þess. Við skiljum ekki málið ef við stöndum fýrir utan og skoðum það eins og sýni í smásjá, heldur ein- mitt þegar við hellum okkur út í það, lifum og hrærumst í því og emm því háð. Þetta er ekki vegna þess að tungumálið sé á einhvem hátt óverulegt fýrirbæri sem hverfi þeg- ar það er skoðað á hlutlægan hátt, heldur einmitt fýrir það að tungu- málið er veruleiki og verður ekki skilið á annan hátt. Vemleiki tung- unnar birtist okkur því ekki sem einhvers konar hlutvera. Við skilj- um vemleika tungunnar einmitt í því að við notum hana, tölumst við og orð okkar hafa merkingu. III. Emm við þá fangar tungumáls- ins, lokuð inni í hringiðu orða sem við fáum aldrei skilið til fulls og getum ekki einu sinni skoðað með neinum ábyggilegum aðferðum? Er okkur fyrirmunað að sjá útfyrir tungumálið? Vissulega emm við ekki fangar tungumálsins frekar en við emm fangar í veröldinni. En þó er ljóst að þar sem tungumálið er vemleiki em lögmál þess, reglur og takmark- anir einnig vemleiki. Til dæmis er hægt að segja sumt, en annað ekki; sumt er stundum hægt að segja, en stundum ekki; sumt er aðeins hægt að segja á einn hátt, annað á marga vegu. Svo tekið sé dæmi var ekki hægt að tala um mannréttindi í þeim skilningi sem við leggjum nú í orð- ið fyrr en á tíma upplýsingarinnar. Tungumálið bauð einfaldlega ekki Jón Proppé „Umræða um siðferði virðist oft miðast við það fyrst og fremst að finna leiðir til að fólk geti lifað saman án þess að ræða eða rífast um siðferðiskennd sína eða afstöðu. Þessi umræða virðist með öðrum orð- um stefna að því að gera raunverulega um- ræðu um siðferðileg málefni óþarfa.“ Bréfkorn frá Berlín Að þykjast vera eitt en vera annað Nokkur orð um Frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum um námslán og námsstyrki eftirJón Ólafsson íslendingar í Vestur-Berlín eru margir og líklega fáar borgir utan Norðurlanda þar sem búa fleiri námsmenn af því þjóðemi. Fæstir þeirra eru búsettir þar til lang- frama. Gera má ráð fyrir því að megnið af þeim snúi heim að námi loknu og reyni að fínna sér starf í samræmi við þá menntun sem þeir hafa orðið sér úti um í háskólum Berlínarborgar og öðrum mennta- stofnunum hennar. Þegar heim er komið tekst þeim vonandi að koma sér vel fyrir, eignast böm og bum og vinna fyrir nægu kaupi til að geta borgað af námslánunum sem þeir hafa tekið. Það er gott að vinna starf sem á vel við mann, að ekki sé talað um ef hann fær í ofanálag borgað gott kaup. Ekki geta allir gengið að þessu vísu, en hinsvegar hafa íslenskir námsmenn um árabil mátt vera vissir um það, að ef þeir stæðu sig í náminu, gætu þeir þó að minnsta kosti lokið prófí, hvað sem þá tæki við. íslendingamir í Berlín hittast stöku sinnum, hluti þeirra og jafn- vel allur hópurinn. Það er svo sem ekki í frásögur færandi og fæst af því sem þeim fer á milli þess eðlis að það eigi erindi í blöðin. En stund- um gerist það að fréttir berast að heiman sem snerta þennan íslend- ingahóp, og mönnum fínnst þeir hafa eitthvað til málanna að leggja. Þannig var það til dæmis um daginn, þegar efnt var til fundar félaga í Berlínardeild Samtaka (slenskra námsmanna erlendis til að ræða „Frumvarp til Iaga um breytingu á lögum um námslán og námsstyrki" sem „samvinnunefnd stjómarflokkanna" hefur samið og til stendur að leggja fyrir Alþingi. Ekki fór hjá því að óhug setti að fundarmönnum við tilhugsunina um það að ein þessara breytinga næði fram að ganga. Og hér er auðvitað átt við svokallað þak á námslán; þá reglu að framvegis fái námsmað- ur ekki hærra lán en sem svarar 1.185 þúsund krónum miðað við verðlag í október síðastliðnum. Enda ekki við öðm að búast en að manni þyki sú tilhugsun næsta óskemmtileg að eiga á hættu að þurfa að hverfa frá námi áður en hann hefur lokið prófi „fyrir fátækt- ar sakir“ eins og Sverrir Hermanns- son menntamálaráðherra kemst gjaman að orði. „Námsmenn munu áreiðanlega ekki taka meira af þessum lánum en þeir nauðsynlega þurfa“ Þeim sem ekki tekst að ljúka námi sínu áður en þeir hafa fyllt þennan kvóta eru þó ekki allar bjargir bannaðar. Þeir geta tekið svokallað viðbótarlán sem lánasjóð- urinn veitir eins og almenn náms- lán, en með mun strangari kjömm. Um þau eiga að gilda reglur hlið- stæðar þeim sem gilda um almenn skuldabréfalán í bönkum. Þau beri vexti og gert verði ráð fyrri því að þau borgist upp á 15—20 ámm eft- ir að námi er lokið. Það er augljóst að mjög fáir em svo ömggir um góð kjör að námi loknu að þeir treysti sér til að taka slík lán, og þá aðeins til að fram- fleyta sér í miög stuttan tíma. Enda hefur „samvinnunefnd stjómar- flokkanna" komist að þeirri merku En hvernig væri að við- urkenna það bara að menntun er dýr, að kot- ungsháttur í þeim efnum er þjóðhættuleg- ur og láta sig hafa það að skammta náms- mönnum þá peninga sem þeir þurfa, á með- an þeir geta sýnt það og sannað að þeir séu að gera eitthvað af viti. niðurstöðu að „námsmenn muni áreiðanlega ekki taka meira af þessum lánum en þeir nauðsynlega þurfa". Af þessum orðum má draga þá ályktun að nefndarmenn telji að stúdentar geti, miðað við núgildandi lög lánasjóðsins fengið þar að láni peninga sem þeir hafí ekki þörf fyrir og geri það. Það vita hinsveg- ar allir sem vilja vita það, að í fyrsta lagi kveða þær reglur LÍN sem nú eru í gildi á um það að menn fái ekki lán lengur en í sjö ár samtals, tólf í undantekningartil- fellum. í öðru lagi er tekið tillit til allra aðstæðna manns, tekna og fjölskylduhags, við úthlutun láns- ins. Og í þriðja lagi verður námsmaður að sýna fram á full- nægjandi námsárangur til þess að halda láninu. í stuttu máli má segja að það sé býsna erfítt fyrir náms- menn að taka hærri lán en þeir hafa þörf fyrir. Annaðhvort þurfa þeir að fá fjárstuðning sem hvergi kemur fram á pappímum, eða svindla á kerfinu, ljúga til um ijár- hag sinn. Nefndarmenn virðast semsé vera haldnir miklum fordómum í garð námsmanna. Og það er heldur súrt í broti að einmitt þeir sem síst skyldu hafa slíka fordóma láti þá skoðun svona berlega í ljósi. En náttúrlega gæti nefndin byggt þessa skoðun sína á gildum rökum og meira að segja haft rétt fyrir sér. Kannski vita nefndarmenn um einhveija stúdenta sem gera þetta. Sé svo er ekki beint hægt að segja að tillögur nefndarinnar séu greind- arlegar. Þær fela ekki í sér neinar breytingar á þessu. Enda eru breyt- ingar á lögum sjóðsins ekki besta leiðin til að koma í veg fyrir að menn fái of mikla peninga heldur þarf að bæta starfsemi stofnunar- innar, auka eftirlit með fjárreiðum námsmanna og námsframvindu þeirra. Annar möguleiki þeirra sem hafa fyllt kvótann er sá að sækja um námsstyrk. Ekki eru neinar reglur tilteknar um það hverjir eigi rétt á þessum styrkjum, en gert ráð fyrir að Námsstyrkjanefnd sem komið verði á fót úthluti þeim í samráði við ýmsa aðila. Sérstaklega verði tekið tillit til þeirra sem þurfa að fara í langt framhaldsnám svo og annarra sem stunda nám á háskóla- stigi erlendis sem ekki er hægt að stunda á íslandi. Það er því enginn sérstakur hópur námsmanna sem á styrk vísan. Það má semsagt gera ráð fyrir því, ef frumvarpið verður sam- þykkt, að einhveijir námsmenn lendi í þeirri aðstöðu að hafa feng- ið eins mikið og leyfílegt er í almenn námslán, treysti sér ekki til að taka viðbótarlán og verði ekki veittur stjrrkur. Ef tryggt væri að öllum sem á þurfa að halda yrði veittur styrkur undir slíkum kringumstæðum væri málið náttúrlega farsællega leyst. En af frumvarpinu er ekki hægt að ráða að það verði gert. Þvert á móti er ekki annað að sjá að með þessu móti verði tiltekinn hópur námsmanna hrakinn frá námi. Hversu stór sá hópur er veit ég ekki en hitt veit ég að þetta væri ekki bara argasta óréttlæti heldur líka í hæsta máta óskynsamlegt. Eiga menn að fara að brjóta lög í útlöndum? Allt snýst þetta auðvitað um að spara peninga. Með þessu móti er gert ráð fyrir að endurgreiðsluhlut- fall námslána hækki. Augljóslega verða fyrirhugaðir námsstyrkir samanlagt mun lægri en þau lán sem menn tækju að öðrum kosti. Annars væru útgjöld sjóðsins í rauninni meiri en nú er. Spumingin er þá hveijir það eru sem spamað- urinn bitnar á. Þeir sem ömgglega verða verst úti em þeir sem hafa fyrir fleirum en sjálfum sér að sjá og þurfa þvi hærri framfærslueyri en hinir. Ut- lendir námsmenn í Þýskalandi mega ekki vinna nema takmarkað- an tíma á ári, ekki lengur en svo að rétt nægir fyrir framfærslu þá mánuði sem þeir fá ekki lán. Að vísu er hægt að vinna- svart sem kallað er, en á því em tveir megin- gallar. Það er í fyrsta lagi ólöglegt og í öðm lagi, eins og hver einasti námsmaður veit þótt Sverrir Her- mannsson viti það ekki, (samanber skýrslu hans til Alþingis um Lána- sjóð íslenskra námsmanna; Mbl. 23.4. 1983), er ekki mikið vit í að stunda launavinnu með námi ef maður ætlar sér að ná einhveijum árangri. Það virðist margt vera sameigin- legt með þessum nýju reglum og þeirri ákvörðun Sverris Hermanns- sonar í vor að hætta að veita námslán fyrir skólagjöldum til fyrri- hlutanáms við erlenda háskóla sé hægt að stunda sambærilegt nám á Islandi. Það er ekki stór hópur fólks sem þær bitna á, en á þessu fólki bitna þær líka mjög harka- lega. Og í stað þess að þrengja valkost fólks til náms gera þær sUmum ókleift að ljúka prófí. Þetta er ekki bara óskynsamlegt heldur líka í beinni mótsögn við þær hug- sjónir sem ráðherrann þykist hafa og heldur mjög á lofti. Eða eins og segir í Reykjavíkurbréfí Morgun- blaðsins 29.6. 1986: „Þeir eru fleiri námsmennimir, en fólk almennt heldur, sem hafa engan bakhjarl, sem geta ekkert snúið sér ef þá vantar peninga. Þeirra eini bakhjarl er lánasjóður námsmanna. Sverrir Hermannsson má ekki ganga svo langt í baráttu sinni fyrri umbótum á þeirri stofnun, sem var einskonar 19. aldar stofnun í íslenska stjóm- kerfínu, að breytingar hans vinni gegn þeim markmiðum, sem hann hefur sett sér og í raun verði þær til að ganga svo mjög á hag náms-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.