Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 ÚTVARP/SJÓNVARP Gæsin gripin að er ekki beint notalegt fyrir okkur íslendinga að sitja undir hatursáróðri Paul Watson og félaga en sá áróður virðist hafa ratað furðu auðveldlega inní bandaríska flölmiðla. Þannig skilst mér að óhugnanlegar myndir af grindhvaladrápi Færeyinga hafí birst í sjónvarpi vestra undir fána íslendinga og jafnvel látið að því liggja að þannig staeðu íslendingar að hval- veiðum. Óllum stendur á sama um hryðjuverk Paul Watson og félaga, blóðugar hryllingsmyndirnar frá Fær- eyjum breiða yfír skemmdarverkin og eftir standa hinir grimmu villimenn er íslendingar nefnast. Þannig spila hryðjuverkamennimir á fjölmiðlana og snúa ódæðisverkunum sér í hag. Og heilu þjóðimar standa vamarlausar gagnvart þessu rangsnúna valdi, er hæðist að kurteisum diplómötum þá þeir bera fram hin klassísku „mót- mæli“. Hvar endar þessi heimur ef fjölmiðlamir í trylltri leit að æsifregn- um taka höndum saman við hina útsmognu „fjölmiðlaterrorista"? Ég efast stórlega um að Paul Watson og félagar láti staðar numið við að friða hvalina. Nei, hér dugir ekki neitt nema hark- an. Islendingar verða að beita þeim aðferðum er þessir menn skilja, það er málsókn. Fylgjumst náið með fréttaflutningi bandarísku sjónvarps- stöðvanna og krefjumst himinhárra skaðabóta — tuga milljóna dollara — ef þar er hallað réttu máli og hrein- lega ausið aur á fjallkonuna. Þessir menn vakna ekki til lífsins fyrr en togað er í pyngjuna. Þá gætu slík réttarhöld gefið okkur íslendingum færi á að skýra málstað okkar fyrir bandarisku þjóðinni. Minnumst þess að ruddamenni á borð við Adólf Hitler komust til valda fyrst og fremst vegna undirgefni og linku hinnar menntuðu og siðfáguðu millistéttar. Það er mín persónulega skoðun að §ölmiðlastríð Paul Watson og félaga sé miklu alvar- legri ógnun en þorskastríðin marg- nefndu og að það geti spillt svo fyrir mörkuðum okkar Islendinga að við losnum í framtíðinni ekki við fískinn. Við verðum því með góðu eða illu að ná yfirhöndinni á skerminum. Síðastliðinn laugardag var á dag- skrá ríkissjónvarpsins Kvöldstund með hinni góðkunnu söngkonu Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Ég var satt að segja dálítið hissa á því að sjá hana Diddú í þessum þætti því hún hefir að ég best veit mætt í svipaða þætti áður hjá ríkissjónvarpinu. Diddú er af- bragðs söngkona og hefír frá mörgu að segja en það er vart hægt að ætl- ast til þess af sjónvarpsáhorfendum að þeir hrífist trekk í trekk af ævisögu listakonunnar. Kvöldstund með lista- manni á að mínu mati ekki að snúast í kringum sama fólkið og helst ekki að stranda á „stormskeijum" þessa heims en það er nú önnur saga. Kristín Á. Ólafsdóttir stýrði Kvöldstundinni að þessu sinni og fórst vel úr hendi en er við hæfí að einstaklingar er standa í fremstu víglinu í stjómmála- baráttunni stýri slíkum þáttum? Gætum að því að slík þáttastjómun er mikil auglýsing fyrir viðkomandi stjómmálamann. Alít ég persónulega að Útvarpsráði beri að móta hér skýra og afdráttarlausa stefnu er markar stjómmálamönnum hæfílegt pláss á skerminum. Stefnumótið við íslensku Óperuna síðastliðið sunnudagskveld var ævin- týri líkast og raunar afrek á heims- mælikvarða og á ég þá ekki síst við hversu snilldarlega Guðrúnu Ás- mundsdóttur og Ólafí Ragnarssyni tókst að leiða áhorfendur bakvið svið- ið til móts við listafólkið. Fannst mér satt að segja að ég ætti persónulega hlut t þessari ágætu sýningu á II Trovatore og efast ég stórlega um að tæknimenn erlendu risasjónvarps- stöðvanna hefðu þeyst jafn lipurlega um kjallarann í Gamla Bíói og kvik- myndatöku- og hljóðmenn íslenska ríkissjónvarpsins gerðu síðastliðið sunnudagskveld með Ólaf Ragnarsson í fararbroddi. Og svo var það hún Ólöf Kolbrún, þessi stórkostlega primadonna, máski vor eini heims- söngvari? Ólafur M. Jóhannesson Óperan Diddú RÚV Sjónvarp; Heimssagan Heimildarmynd í sex þáttum í kvöld verður á 0*1 35 dagskrá sjón- A varpsins þýskur heimildaþáttur í sex þátt- um um hvemig umhorfs var í heiminum fyrir hálfri öld, á fjórða áratugnum. Farið er í saumana á mannkynssögunni og saga 24 ólíkra ríkja jarðkúlunn- ar könnuð. Leitast er við að skýra alræðistilhneig- ingu í stjómmálaviðhorfum þjóðanna, breytingar á menningarsögu, hvað olli seinni heimsstyrjöld o.s. frv. Eins og gefur að skilja snýst þátturinn að miklu um þær breytingar sem að Þjóðveijum sneri, en leitast er við að koma sem víðast við. Robert De Niro og Meryl Streep í Fallingin Love. Stöð tvö: Ástarævintýri ■■■■ Á dagskrá OOOO Stöðvar tvö í kvöld er myndin Falling in Love, með þeim Robert De Niro og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Myndin segir frá tveimur manneskjum, sem fýrir al- gera tilviljun verða hrifnar hvor af annarri og gegn sinni betri vitund láta und- an tilfinningum sínum. Bæði hætta þau hjóna- böndum sínum fyrir stund- arástríðu, „því betra er að elska og glata, en að lifa án þess að elska nokkm sinni.“ Myndin er tveggja ára gömul og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Þótti leik- stjóm Ulu Grosbard bera af, en einnig var rætt um stjömuleik þessara tveggja heimsþekktu „karakter- leikara". Kvikmyndahandbókin gefur myndinni §ora og hálfa stjörnu af fimm mögulegum og segir að um óvenju hrífandi ástarmynd sé að ræða. Myndin er 107 mínútna löng. UTVARP ÞRIÐJUDAGUR 18. nóvember 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Páll Benediktsson, Þorgrimur Gestsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barn- anna: „Maddit'' eftir Astrid Lindgren. Sigrún Árnadóttir þýddi. Þórey Aðalsteins- dóttir les (17). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesið úrforustugreinum dagblaöanna. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Ég man þá tíö. Hermann Ragnar Stefáns- sonkynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefáns- son. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Heilsu- vernd. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „ör- lagasteinninn" eftir Sigbjörn Hölmebakk. Siguröur Gunn- arsson les þýðingu sína (11). 14.30 Tónlistarmaður vikunn- ar. Ingimar Eydal. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Vesturlandi. Umsjón: Ásþór Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. Stjórn- endur: Kristín Helgadóttir og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Síödegistónleikar. a. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur hljómsveitarforleik eft- ir Georges Auric og „Parade", balletttónlist eftir Erik Satie; Antal Dorati stjórnar. b. Sinfóníuhljómsveitin í Quebec leikur Adagio fyrir strengjasveit eftir Guillaume Lekeu; James de Preist stjórnar. 17.40 Torgiö — Samfélags- mál. Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. 19.35 Lestur úr nýjum barna- og unglingabókum. Um- sjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Ágústa Ólafsdóttir. 20.00 Tætlur. Umræðuþáttur um málefni unglinga. Stjórnendur: Sig- rún Proppé og Ásgeir Helgason. 20.40 iþróttaþáttur. Umsjón: Ingólfur Hannes- son og Samúel Örn Erlings- son. 21.00 Perlur. Yves Montant og Marlene Dietrich. 21.20 „Sigvarður", smásaga eftir Birgi Engilberts. Jón SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 18. nóvember 17.55 Fréttaágrip á táknmáli 18.00 Húsin við Hæöargarö (To hus tett i tett) Lokaþáttur Norskur barnamyndaflokkur í sjö þáttum. Þýðandi: Guðni Kolbeins- son. Sögumaður Guðrún Marin- ósdóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpið). 18.20 Tommi og Jenni Bandarísk teiknimynd. 18.25 Dagfinnur dýralæknir (Dr. Dolittle) — Fimmti þátt- ur. Teiknimyndaflokkur geröur eftir vinsælum barnabókum eftir Hugh Lofting. Þýðandi Rannveig Tryggva- dóttir. 18.50 Auglýsingarogdagskrá 19.00 Sómafólk (George and Mildred) 2. Flutningar Breskur gamanmyndaflokk- ur. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 20.05 I örlagastraumi (Maelstrom) 3. Eignarhald Breskur framhaldsmynda- flokkur í sex þáttum eftir Michael J. Bird. Aöalhlutverk: Tusse Sil- berg, David Bearnes, Susan Gilmore, Cristopher Scoul- ar, Edita Brychta og Ann Todd. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 20.55 Víðáttur Myndir eftir Snorra Svein Friðriksson við Ijóð Sigvalda Hjálmarssonar. Lesarar auk skáldsins: Guðrún Gísladóttir og Viðar Eggertsson. Stjórn upptöku: Tage Amm- endrup. 21.35 Heimurinnfyrirhálfriöld (Die Welt der 30er Jahre) Nýr þýskur heimildamynda- flokkur. 1. Leiöir úr ógöngum í þessum sex þátta heim- ildamyndaflokki verður fjall- að um mannlífið í ýmsum löndum á árunum frá 1929 til 1940 og það sem þá var efst á baugi. Myndefniö er fengiö úr fréttamyndum frá þesum viöburöaríka áratug. Þýðandi Veturliði Guðna- son. 22.25 Seini fréttir. 22.30 Kastljós Þáttur um erlend málefni. 23.10 Dagskrárlok. STÖD7VÖ ÞRIÐJUDAGUR 18. nóvember 17.30 Myndrokk. 18.00 Teiknimyndir. 19.00 Spéspegill (Spitting Image). Breskur gamanþáttur. 19.30 Ástarhreiðrið (Let There Be Love). Þegar brúökaupsdagurinn rennur upp kemur upp vandamál hjá Timothy og Judy. Hjúskaparsáttmálinn kveður á um að hjón skuli standa saman í gegnum súrt og sætt. En bæði vita að það muni ganga á ýmsu i sambandi þeirra. 20.00 Fréttir. 20.30 Morögáta (Murder she wrote). Bandarískur sakamálaþátt- 21.15 Þrumufuglinn (Airwolf). Bandarískur framhaldsþátt- ur með Jan Michael Vinc- ent, Ernest Borgnine og Alex Cord í aöalhlutverkum. Spennuþáttur um þyrlu. 22.00 Ástarævintýri (Falling in Love). Bandarisk kvikmynd með Robert De Niro og Meryl Streep i aöalhlutverkum. Frank og Molly koma sitt úr hvorum hluta New York- borgar. I jólaös bókabúðar einnar á Manhattan liggja leiðir þeirra saman. Fliss- andi fara þau svo hvort i sína áttina. Það er svo um voriö að þau hittast aftur af tilviljun og' þá byrjar ævin- týrið. 23.45 Vinnubrögö Cutters (Cutters Way Sypnosis). Með Richard Bone (Jeff Bridges) og hinum myndar- lega Alexander Cutter (John Heard) tekst óvanaleg vin- átta þegar þeir verða báðir flæktir í morð á ungri stúlku. 1.35 Dagskrárlok. Júlíusson les síðari hluta. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 fsland og Sameinuðu þjóðirnar. Dagskrá í umsjá Árna Gunnarssonar i tilefni þess að 40 ár eru liöin síðan Island varð þátttakandi á þingi Sameinuðu þjóðanna. (Áður útvarpaö 26. október sl.). 23.20 islensk tónlist. a. Eiður Ágúst Gunnarsson syngur lög eftir Þorkel Sigur- björnsson og Skúla Hall- dórsson. Olafur Vignir Albertsson leikur á píanó. b. „Kliður" eftir Atla Heimi Sveinsson. Félagar i Is- lensku hljómsveitinni leika; Guömundur Emilsson stjórnar. c. „Dimma" eftir Kjartan Ólafsson. Helga Þórarins- dóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir leika á víólu og píanó. d. „Oratorium" eftir Snorra Sigfús Birgisson. Ólöf K. Harðardóttir syngur. Óskar Ingólfsson og höfundurinn leika á klarinettu og píanó. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 18. nóvember 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meöal efnis: Barnadagbók í umsjá Guðríöar Haraldsdóttur að loknum fréttum kl. 10.00, matarhorn og getraun. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Skammtað úr hnefa. Stjórnandi: Jónatan Garð- arsson. 16.00 I gegnum tíðina. Þáttur um íslenska dægur- tónlist í umsjá Ragnheiðar Davíðsdóttur. 17.00 I hringnum. Gunnlaugur Helgason kynn- ir lög frá áttunda og níunda áratugunum. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni— FM 90,1 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni —FM 96,5 Héðan og þaöan. Umsjón: Gisli Sigurgeirs- son. Fjallað er um sveitar- stjórnarmál og önnur stjórnmál. ,989 rláSák£ÉÆtM ÞRIÐJUDAGUR 18. nóvember 06.00—07.00 Tónlist í morg- unsáriö. Fréttir kl. 7.00. 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Sig- urður litur yfir blöðin og spjallar viö hlustendur og gesti. Frjéttir kl. 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Fréttalina, afmæliskveöjur og spjall til hádegis. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Haröar- dóttur. Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er i fréttum, spjalla við fólk og segja frá. Flóamarkaöurinn er á dag- skrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil ar síðdegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 10 vin- sælustu lögin. 21.00-23.00 Vilborg Hall- dórsdóttir. Vilborg sníður dagskrána við hæfi ungl- inga á öllum aldri. Tónlist og gestir í góðu lagi. 23.00—24.00 Vökulok. Þægi leg tónlist og fréttatengt efni í umsjá fréttamanna Bylgj unnar. 24.00—01.00 Inn í nóttina með Bylgjunni. Ljúf tóplist fyrir svefninn..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.