Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.11.1986, Blaðsíða 40
aacr flftawravou MORGUNBLAÐIÐ, Afgreiðsla í útsölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins við Lindargötu í Reykjavík. Þingsályktunartillaga Bessíar Jóhannsdóttur: Afengis- og tóbaksverslun ríkisins verði lögð niður Einkaaðilar annist innflutning og sölu áfengis og tóbaks Innkaupastofnun ríkisins: Reglugerð and- stæð frumvarpi - segir Árni Gunnarsson FRAM ER komin á Alþingi til- laga til þingsályktunar um afnám einokunar ríkisins á innflutningi og sölu áfengis og tóbaks. Flutn- ingsmaður er Bessí Jóhannsdótt- ir, sem nú situr á Alþingi í ÞÓRDÍS Bergsdóttir (F.-Al) hef- ur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um almannatryggingar. Gert er ráð fyrir því, að endur- skoðunin taki mið af breyttum viðhorfum, t.d. fyrirbyggjandi heilsuvernd, og því að samræma og einfalda löggjöfina. Ætlast er til, að endurskoðuninni ljúki fyrir árslok 1987. Þórdís, sem situr á þingi sem varamaður Jóns Kristjánssonar, segir í greinargerð með tillögunni, að frá því að fyrsti vísir að almanna- tryggingalögum var settur með lögum um alþýðutryggingar 1936 hafi aldrei liðið eins langur tími og nú milli heildarendurskoðunar lag- ananna. A undanfömum árum hafi verið skipaðar nefndir til að endur- skoða lögin, síðast 1984, en lítið hafi komið út úr vinnu þeirra. Þórdís bendir á, að liðin sé hálfur annar áratugur frá síðustu heilda- rendurskoðun. Á þessum tíma hafi milli 40 og 50 breytingar verið gerð- ar á lögunum, enda hafí viðhorf breyst verulega á þessum tíma og megi sem dæmi nefna ákvæði um fæðingarorlof og um heimilisupp- bót. „Gefur auga leið að lög, sem þurfa svo oft breytinga við, úreld- ast og verða almenningi lítt eða ekki skiljanleg. Er nú svo komið að aðeins örfáir sérfróðir menn í ríkiskerfínu þekkja lögin til hlítar. Lög sem almenningur skilur ekki eru ólög. Fyrir því er mjög brýnt AIMflGI fjarveru Ragnhildar Helgadóttur ráðherra (S.-Rvk.) í greinargerð flutningsmanns segir, að tillagan sé liður í því að færa sem flest verkefni, sem nú eru að lögin verði felld saman í eina samstæða heild og einfölduð eins og mögulegt er,“ segir orðrétt. Samkvæmt áætlun Þjóðhags- stofnunar hækka meðaltekjur milli áranna 1985 og 1986 um 31%. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir að meðaltekjubreyting milli tekjuárs 1986 og greiðslu- árs skatta af þeim tekjum (1987) verði 15%. Með hliðsjón af þessum breytingum sem og því markmiði ríkisstjórnarinn- ar að lækka tekjuskattsbyrði 1987 um 300 m.kr. hefur verið lagt fram stjórnarfrumvarp til breytinga á skattalögum, sem felur í sér eftirfarandi breyt- ingar á núgildandi álagningar- kerfi: 1) Allir frádráttarliðir laganna eru hækkaðir í samræmi við hækkun á álagningarstofninum eða um 31%. 2) Skatthlutföll í skattstiga eru lækkuð: í fyrsta þrepi úr 19,5% í 18%. í öðru þrepi úr úr 30,5% í 28,5%. í efsta þrepi úr 43,5% í 38,5%. Jafnframt eru skattþrepin hækk- uð um rúm 47% í stað 31%. Fyrsta þrepið verður 400 þúsund krónur í stað 356 þúsund. Annað þrepið 800 þúsund í stað 712 þúsund. Þá er heimilað að millifærsla 1. þreps miili hjóna verði að hámarki í höndum ríkisins, til einkaaðila. Áfengi og tóbak séu vörur, sem innflytjendur geti annast innflutn- ing og sölu á eins og öðrum vam- ingi. Óþarft sé að ríkið þurfí að bera kostnað af birgðum og rekstri verslana og skrifstofu til að annast pantanir og þjónustu við heildsala. Um leið og einokun verði aflétt megi hugsa sér að einkaðilar taki að sér sölu og dreifíngu þessara vörutegunda. Heildsalar verði sjálf- ir að bera kostnað af birgðum enda verði lögmálið um framboð og eftir- spum látið ráða ferðinni. í lok greinargerðarinnar segir Bessí Jóhannsdóttir, að tekjur ríkis- ins ættu að geta aukist við þessa breytingu, því umtalsvert fé sparist við það að Áfengis- og tóbaksversl- unin verði lögð niður. helmingur fyrsta þreps, þ.e. 200 þúsund. Annars yrði millifærslu- heimild þessi að hámarki 178 þúsund. 3) Persónuafsláttur, bama- bætur og barnabótaauki er hækkað um 20% en ekki 15% eins og gert hefði verið ef stefnt væri að óbreyttri skattbyrði tekjuskatts á næsta ári. Frumvarpið felur og í sér að lagaákvæði um bama- bótaauka verði gerð ótímabundin með ákvæðum þar að lútandi í Stjórnarfrumvarp um opinber innkaup, sem felur m.a. i sér að setja Innkaupastofnun ríkisins sérstaka stjórn, var tilefni nokk- urra orðaksipta í efri deild Alþingis í gær. Ami Gunnarsson (A.-Ne.) hélt því fram að til væri reglugerð i ráðuneytinu, sem heyrði til þessu frumvarpi, er gengi á efnisatriði þess. Ef reglu- gerðin væri skoðuð kæmi i ljós að tilgangurinn væri að þrengja að Innkaupastofnuninni, ekki efla hana. Þorsteinn Pálsson, fjármála- ráðherra, sagði að nefnd, sem samdi frumvarpið, hefði sent með því fylgigögn, þ.a.m. hug- myndir að reglugerð. Ráðuneytið hafi ekki tekið afstöðu til reglu- gerðardraganna sem slíkra, enda ekki hægt að setja reglugerðir um framkvæmd laga, fyrr en þau væru fullfrágengin af hálfu Al- þingis. Og að sjálfsögðu væri ekki hægt að víkja lagaákvæðum til hliðar með reglugerðarákvæð- um. Þorsteinn Pálsson, ráðherra, sagði sjálfgefíð að þingnefnd, sem frumvarpið fær til athugunar, fái jafnframt öll fylgigögn, sem frá viðkomandi nefnd hafí komið. Af hálfu ráðuneytisins hafí engin af- staða verið tekin til þessarra fylgi- gagna. Reglugerð, sem lýtur að framkvæmd fyrirhugaðra laga, yrði að sjálfsögðu ekki s^min fyrr en ljóst er, hvem veg þau verði frá hendi Alþingis. Hinsvegar sé út í hött að gera því skóna að ráðu- neyti muni víkja lagafyrirmælum til hliðar með gagnstæðri reglugerð. Þorsteinn taldi eðilegt að einstök ríkisfyrirtæki geti ráðið því, hvort þau feli Innkaupastofnun ríkisins að annast innkaup eða útboð fyrir sína hönd, eða geri það sjálf. Rangt sé að setja ófrávíkjanlegar reglur um þessi efni. Kaup á sérhæfðum lögum um tekju og eingaskatt. 4) Skattfrelsismörk éignar- skatts eru hækkuð um 23% eða um sama hlutfall og áætlað er að fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækki frá 1. desember 1985 til 1. desember 1986. Er þetta í sam- ræmi við þá stefnu sem mörkuð var við skattlalagabreytingar í fyrra, þ.e. að’ láta fasteignamats- hækkun á milli ára vera leiðbein- andi um hækkun skattfrelsis- marka eignarskatts í stað vörum geti t.d. verið betur komin hjá þeirri stofnun, er nýtir þær. Eins geti verið hagkvæmt að nýta samkeppni frá aðilum utan ríkis- geirans. Alþingi í gær: Frumvörp til nefnda Fundir vóru í báðum þing- deildum í gær. Rædd vóru bæði stjómarf rumvörp og þing- mannafrumvörp og afgreidd til nefnda. í neðri deild vóru fímm þing- mannafrumvörp afgreidd til nefnda: 1) Um verðlag, samkeppn- ishömlur og óréttmæta viðskipta- hætti, 2) Um lögtök og fjámám, 3) Um aðför, 4) Um Fiskveiðasjóð íslands (mismunandi lánahlutföll til skipasmíði, eftir því hvort inn- lendar eða erlendar skipasmíða- stöðvar eiga í hlut, flutningsmaður Halldór Blöndal), 5) um Skattadóm og rannsókn í skattsvikamálum (flutningsmenn Svavar Gestsson o.fl. í efri deild vóru rædd þrjú stjómarfrumvörp: 1) Um opinber innkaup (Innkaupastofnun ríkisins sett stjóm), 2) Um tékka (tengist löggjöf um sparisjóði), 3) Um Iðn- tæknistofnun íslands. Þá mælti Guðni Ágústsson (F.-Sl.) fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um tekjuskatt (frádráttarbæmi iðgjalda til lífeyrissjóða, fyrsta þingræða varaþingmannsins). Mapiús Magnússon (A-Sl.) mælti fyrir frumvarpi um kosningar til Alþingis (kjósandi raði frambjóð- endum með númemm á kjörseðli). Fmmvörpin gengu til nefnda. tekjubreytinga á milli ára. Áuk þessa fmmvarps verður lagt fram stjómarfrumvarp um þá breytingu á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga að fjárhæðir afsláttar til útsvars hækki um 31% frá síðustu álagningu. Samkvæmt fmmarpi þessu er gert ráð fyrir að tekjuskattur til ríkisins, þ.e. tekjuskattur og sjúkratryggingargjald að frá- dregnum persónuafslætti og bamabótum, lækki um rúmlega 300 m.kr. frá því sem verið hefði ef stefnt væri að óbreyttri skatt- byrði. Greiðsla miðað Greiðsla við óbreytta skv. skattbyrði frumvarpi Breyting Fjöldi millj. kr. millj. kr. millj. kr. Hjón án barna , 20.539 1.469 1.408 -60 Hjón með 1 barn 11.433 823 771 -52 Hjón með 2 börn 11.650 593 514 -79 Hjón með 3 börn eða fleiri 6.848 131 58 -73 Hjón alls 50.432 3.015 2.752 -263 Einhleypir 68.460 1.104 1.055 -49 Einstæðir foreldrar með 1 barn 4.442 -112 -129 -17 Einstæöir foreldrar með 2 börn eða fleiri 1.448 -102 -112 -10 Einstæðir forcldrar alls 5.890 -211 -238 -27 Frainteljendur alls 175.221 3.883 3.550 -333 Taflan sýnir hvern veg breytingar, samkvæmt frumvarpinu, dreifast, samkvæmt útreikningi byggð- um á úrtaki úr skattframtölum 1986 og reglum frumvarpsins. Almannatryggingalög verði endurskoðuð: „Orfáir sérfróðir menn þekkja lögin til hlítar“ - segir Þórdís Bergsdóttir Frádráttarliðir skattalaga hækkaðir: Skatthlutf öll skattstiga lækkuð Persónuafsláttur og barnabætur hækka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.