Morgunblaðið - 18.11.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 18.11.1986, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 ÚRVALS vörur ÚRVALS verö SALERNI. Við bjóðum þér vönduð salerni af ýmsum gerðum. Ásamt ýmsum áhöldum á baðherbergið. Sérlega hagstætt verð. BAÐMOTTUR. Mikið úrval af baðmottum og ýmsum gerðum af bað- hengjum. Svo og öðrum smáhlutum á baðherberg- ið. STÁLVASKAR. Vandaðir stálvaskar í ýms- um stærðum og gerðum. GUFUBÖÐ. Bjóðum nú gufu og sauna- böð, er henta hvaða heimili sem er. Allt í einum pakka. BLÖNDUNARTÆKI. Ótrúlegt úrval af blöndun- artækjum. Stílhrein/falleg. STURTUKLEFAR. * Sturtuklefar er ganga hvar sem er. Af öllum stærðum og gerðum. 1 Er hungursneyðin í Súdan af nrannavöldum? eftirlnga Þorsteinsson Hungurdauði fjölda manns blasir við í Súdan. Er þetta í annað skipt- ið á sl. þrem árum sem þetta ástand skapast. En nú er vandamálið að mestu orðið til af manna völdum en ekki náttúrunnar. í fyrra skiptið, árið 1984, ollu þurrkar því að hungursneyð heijaði aðallega á vestur- og austurhluta landsins. Nú, á árinu 1986, er það í suðurhluta landsins sem dauðinn ber að dyrum vegna lyfja- og matar- skorts. En hver er ástæðan fyrir þessari hungursneyð, sem hrjáir um tvær milljónir manna í Suður-Súdan? Hún stafar af innanlandsófriði, sem ríkir milli ríkisstjómar landsins og herafla hennar gegn SPLA eða þjóðfrelsisher Súdans, sem hefur mestan hluta Suður-Súdans á sínu valdi. Vegna þessarar þriggja ára gömlu borgarastyijaldar hefur líf bænda, sem áður stunduðu arð- bæran landbúnað og nautgripa- rækt, truflast. Hafa margir þessara bænda flosnað upp af jörðum sínum í lejt að öryggi og fæðu. Á árunum 1984 og 1985 voru helstu erfiðleikamir fólgnir í því hve erfítt var að koma rnat og nauðsynj- um til Súdans. Í ár er vandinn fólginn í dreifingu á þeim nauðsynj- um, sem em fyrir hendi í Súdan, til þeirra, sem þurfa á þeim að halda. Það hefur verið mjög erfitt að senda lyf, fæðu og aðrar nauðsynj- ar með flugi til Suður-Súdan þessa dagana þótt nokkrar flugvélar hafi komist til Juba í Suður-Súdan og til Isora í Zaire í því skyni að flytja vistir landleiðina með vömbifreiðum til Juba. Er allt útlit fyrir að þessir flutningar séu nú strandaðir vegna innanlandsátaka. Afstaða ríkis- stjómar Súdans svo og SPLA er sú, að sá sem úthlutar nauðsynjum hljóti hylli og þakklæti fólksins. Um þetta snúast deilur þessara aðila og vegna þeirra sveltir fólkið. Alþjóðlegar hjálpastofnanir í Súdan em ekki öfundsverðar um þessar mundir. Margt af starfsfólki þeirra leggur líf sitt í sölumar við að reyna að veita aðstoð og að hálpa þeim, sem þurfandi em og þetta gerir fólkið í óþökk ráðandi afla í Súdan. Ríkisstjóm Súdans hefur verið neikvæð í garð alþjóð- legra hjálparstofnana að undan- fömu. Trúir almenningur í landinu því nú, að þessar hjálparstofnanir hafi valdið því, að meiri harka hef- ur færst í deilur hinna stríðandi fylkinga. í lok október gerðist það, að sérstakur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Súdan, sem fór með yfir- stjóm hjálparstarfs samtakanna í landinu, hefur verið rekinn af ríkis- stjóm landsins sem óæskilegur aðili (persona non grata). Talsmaður SPLA lýsti yfir í út- varpsstöð hreyfingarinnar hinn 31. október sl., að SPLA hefði flugvell- ina í Juba, Wau og Malakal á sínu valdi. Útvarpstöðin hélt því jafn- framt fram, að ríkisstjómin í Khartoum færi með algjör ósann- indi, þegar hún segðist ráða yfir flugvöllunum. Þá uppýsti talsmaður SPLA, að hreyfíngin hefði skotið niður Herkules C-130-flutningavél yfir Lado-hæðunum, sem em skammt fyrir norðan Juba. Útvarp- ið gat ekki nánar um afdrif flugvél- arinnar. Síðan hafa neyðarflutningar í lofti alveg fallið niður. Og það er mjög hættulegt að flytja vaming landleiðina frá Kenýa í gegnum Uganda og Zaire þessa dagana. Á meðan þetta ástand ríkir í Suður-Súdan þjást hundmð þús- unda fólks af hungri í þessum hluta landsins. Er ástandið verst annars- vegar umhverfís Malakal, sem er aðalborg Efri-Nílar-héraðsins, og hinsvegar umhverfís Wau, sem er aðalborg Bahr Al-Ghazal-héraðs- ins. Hungursneyðin hverfur ekki þótt matur kunni að berast. Dauðinn heldur áfram að heija, vegna þess að áhrif þriggja mánaða hungurs Ingi Þorsteinsson „Alþjóölegar hjálpar- stofnanir, sem viija aðstoða Súdan, geta lítið annað aðhafst þessa dagana en að bíða og safna birgðum lyfja og matvæla hér í Kenýa og í Khartoum, þangað til tekist hefur að miðla málum eða koma á vopnahléi milli deiluað- ila.“ hverfa ekki eftir eina eða tvær máltíðir. Alþjóðlegar hjálparstofnanir, sem vilja aðstoða Súdan, geta lítið annað aðhafst þessa dagana en að bíða og safna birgðum lyfja og matvæla hér í Kenýa og í Kharto- um, þangað til tekist hefur að miðla málum eða koma á vopnahléi milli deiluaðila. Ég tel litlar líkur á slíkri málamiðlun á næstunni, því stjóm- völd í Khartoum sýna ekki bilbug á afstöðu sinni til SPLA, og þau hafa varað alþjóðlegar hjálparstofn- anir við og segja að hverskonar sending lyfja og matvæla til land- svæða á valdi uppreisnarmanna sé frekleg íhlutun í innanríkismál Súd- ans, sem samrýmist ekki stöðu alþjóðastofnana. Höfundur er aðalrœðismaður ís- lands (Nairobi iKenýa. Þú svalar lestrarþörf dagsins á^tóum Moggans! LÍTIÐ VIÐ - VANDIÐ VALIÐ. Lietamaðurinn Karl Lagcrfcld hefur í samvinnu vi?> CHLOÉ-safnið i Paris hannað þcssi gullfallcgu matar og kaflistcll ..Kalablómið 'sem Ilutschcnrculhcr framlciðir úr postulini VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK af bcstu gcrð. @ SILFURBÚÐIN SÍMAR: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966 Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.