Morgunblaðið - 23.11.1986, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.11.1986, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23 NÓVEMBER 1986 Engin aukaálagning vegna flutnings Þrjú ár frá stofnun einu heildverslunarinnar austanfjalls Selfossi. UNDANFARIN þjrú ár hefur Viðar Bjarnason á Selfossi starf- rækt einu umboðs- og heildversl- unina á Suðurlandi. Umsvif verslunarinnar hafa vaxið jafnt og þétt og nú er hún til húsa í vöruskemmu að Gagnheiði 13 á Selfossi og hefur 65 aðila í föst- um viðskiptum. Heildverslun Viðars er með um- boð fyrir 12 fyrirtæki þ.á.m. Frón Ora, Frigg. Papco, Nóa Sirius, Opal og Plastprent. Auk þess ýmis smærri fyrirtæki. Viðar er með allar verslanir á Ámes- og Rangárvallasvæðinu í viðskiptum sem á annað borð selja þær vörur sem hann hefur umboð fyrir. Af þeim eru 65 í föstum við- skiptum. Verslaimar fá allar vörur keyptar eftir gjaldskrá fyrirtækj- anna í Reykjavík og ekkert er lagt á vörumar aukalega vegna flutn- ings. Þær verslanir sem skipta við Viðar losna því við flutningskostnað og á þann hátt stuðlar þessi heild- verslun að lægra vöruverði en ella. Jólaösin hófst um sl. helgi þegar Viðar Bjamason við jólakonfektsendinguna ásamt starfsmanni sínum Emelíu Granz. flutningabílar frá Nóa Sirius komu með stóra sendingu austur fyrir fjall af jólakonfekti sem renna mun ljúft í munni Sunnlendinga á jólum. Auk Viðars starfar við umboðs- og heildverslunina einn starfsmaður í hálfu starfi. Sig Jóns. Þessir ungu drengir sem búsettir eru í Grundarfirði héldu hlutaveltu til styrktar byggingu íþróttahúss í Grundarfirði og söfnuðu þeir 276 kr. Þeir heita Árni Elvar Eyjólfsson 9 ára, til hægri, og Bjarni Kristján Ásgeirsson 7 ára, til vinstri. „Krókarefur“ í Dölum DALABLAÐIÐ, sem er héraðs- fréttablað Dalamanna, hefur nú komið út í rúmlega eitt ár og fengið hinar ágætustu viðtökur. Er það mál manna, að blaðið sé afar nauðsynlegur vettvangur fyrir skoðanaskipti og frétta- miðlun heima í héraði og þýðing- armikill tengiliður þeirra, sem burt eru fluttir úr Dalabyggð en vilja gjarnan fylgjast með því sem heima fyrir gerist. Þannig hefur Dalablaðið orðið kærkom- inn vettvangur fyrir skrif manna um málefni héraðsins og áhuga- efni þeirra, er hér lifa og starfa. Er vonandi að blaðið eigi sér langt líf fyrir höndum, en grundvöll- ur þess er þó ekki traustur, því svo til öll vinna við undirbúning blaðsins og ritstjóm og dreifingu er unnin kauplaust og áskrifendur mættu vera fleiri til þess að Qárhags- grundvöllurinn styrktist og vonandi þróast það í rétta átt. En aðstand- endur Dalablaðsins láta þó ekki deigan síga. Nýlega kom út fylgirit blaðsins, sem ber hið sérstæða nafn „Krókarefur". Um nafngiftina segir ritstjórinn, Ragnar Ingi Aðalsteins- son, svo í blaðinu: „En hvers vegna heitir ritið Krókarefur? Jú, Krókarefur var Dalamaður. Hann fæddist á Kvennabrekku og ólst þar upp sem kolbítur en drap síðan fyrsta mann- inn á Sauðafelli þegar hann reis úr öskustó. Hann varð frægur fyrir skipasmíðar og manndráp, nokkuð sem þótti mjög gagnlegt á okkar kalda eylandi til foma. Seinna flutt- ist hann til Grænlands og gerðist forgöngumaður um brunavamir þegar pólitfskir andstæðingar hans Kaupmenn - verzlunarstjórar GRÆNMhll VIKUNNAR Homafjarðartcartóflur, Halga, Gullauga og Promler, pakkaðar og ópakk- aðar - BökunarkartöHur - Stelkarkartöflur - Laukur, bollenskur, pakkaður og ópakkaður — Hvfttaukur — Petlulaukur — Rauðlaukur — Hvftkál — Rauðkál — Kihakál — Biómkál - Gufcófur — Rauðrófur - Gufcætur - Tómatar - Agúrkur - Paprðca rauð, gul, graen og hvit - Mats - Spergilkál - Eggakkn - Fennel - Radísur - Sellery - Rósin- kál — Courgettes — Stdnselja. Mikið úvval ávaxta. MATAHF SUNDAGORXHJM4 SIMI 68^300 PÓSTHOLF1600 121 REYKJAVÍK kveiktu í húsinu sem hann bjó í. Þótti vel við hæfi að láta heita eft- ir þessum kappa og halda þannig á lofti nafni hans, en fjarri er það þó aðstandendum ritsins að ætla að reka áróður fyrir hugðarefnum Krókarefs. Vér viljum eiga friðsam- ari samskipti við fólk en svo, enda hetjulund forfeðra vorra búin að laugast í kristilegum siðgæðis- hugmyndum í um það bil þúsund ár frá því að Krókarefur leið og hefur breyst lítillega, — Guði sé lof.“ Blaðið flytur ýmsan sögulegan fróðleik, smásögur og ljóð. Af efni þessa fyrsta tölublaðs má nefna: Ræða flutt á 40 ára afmæli Lauga- skóla í Dölum í fyrra af sr. Ingiberg J. Hannessyni, Guðrún M. Bjöms- dóttir og Skúli Jóhannsson skrifa ágrip af sögu bama- og unglinga- fræðsla í Laxárdalshreppi frá aldamótum, þá' er ræða flutt af Pétri Þorsteinssyni, sýslumanni Dalamanna, við afhjúpun minnis- varða um Snorra Sturluson í Hvammi í fyrra, Einar Kristjánsson, fyrrum skólastjóri á Laugum, skrif- ar um Laugar í Sælingsdal og birt er ræða Ásgeirs Bjamasonar, fyrr- verandi alþingismanns, í tilefni af 75 ára afmæli Kaupfélags Hvammsfjarðar. Þá er í ritinu smá- saga eftir Þorgrím E. Guðbjartsson á Sveinsstöðum og önnur eftir rit- stjórann og hann á þar einnig ljóð og sömuleiðis Sigurlína Davíðs- dóttir. Ritið er vandað að allri gerð og prýtt mörgum myndum. Ráðgert er að Krókarefur komi út einu sinni á ári framvegis. — UH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.