Morgunblaðið - 23.11.1986, Page 32

Morgunblaðið - 23.11.1986, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 Gestir við opnun sýningarinnar. svipuðu má búast við hér í París. En á öllum stöðunum er um að ræða fjölþætta sýningarstaði þar sem jafnan er mikil umferð af fólki. En á tveimur fyrmefndu stöðunum virðist myndlistarsýn- ingin ekki hafa náð mikið til fjölmiðla nema sem kynning á því að þama sé opin íslensk myndlist- arsýning. Hvað sem verður í París þar sem samkeppnin er svo gífur- leg. I opnunarræðu sinni gat M. Fourré, þess, að þetta sé síðasti þátturinn í mikilli herferð félags- ins France-Islande til kynningar á íslenskri menningu á þessu hausti, með góðri aðstoð ýmissa aðila í báðum löndum. Nýafstaðin kvikmyndavika íslenzk málaralist Í50ár Yfirlitssýning á íslenzkum málverkum opnuð í París Nýlega var opnuð í París íslenska málverkasýningin „50 ans de peinture en Islande“, að viðstöddum sendiherra íslands Haraldi Kröyer og formanni félagsins France-Islande, þing- manninum Jean Pierre Fourré, sem opnaði sýninguna form- lega. Þessi sýning á 29 verkum úr eigu og lánuð af Listasafni íslands, hefur þegar veríð á tveimur stöðum úti á landi í Frakklandi við góða aðsókn á báðum stöðum, í Saint Malo og La Rochelle. í Paris er sýningin í hinu nýja visindasetrí í Vil- ette, í svokölluðum Grande Halle, þar sem eru tónlistarsal- ir og sýningarsalir af ýmsu tagi og mikil umferð fólks. Þar sem sýningin var komin á skrá á staðnum komu 200 manns þangað þegar daginn fyrír opn- unina og var hleypt inn, svo búast má við verulegrí aðsókn. Þessi íslenska málverkasýning er sett upp með aðstoð franska mennta- og samgöngumála- ráðuneytisins. Þessi sýning í París nær yfír 50 ára feril íslenskrar myndlistar, allt frá brautryðrjendunum þremur Kjarval, Ásgrími og Jóni Stefáns- syni og fram á okkar dag til yngstu málaranna Jóns Axels Bjömssonar og Jóhönnu Yngva- dóttur, sem fædd eru eftir 1950. Eru þar verk 22 málara, stórar mjmdir en aðeins 1—2 eftir hvem þeirra. Og eins og Selma Jóns- dóttir segir í sýningarskrá getur slík sýning og svo takmörkuð að stærð ekki gefið nema ófullkomna mynd af þessu 50 ára tímabili, sem hefur verið einstaklega frjó- samt í islenskrí listasögu. En S sérstaklega vandaðri sýningar- skrá, sem íslenska sendiráðið gekk frá, eru litmyndir af verkum allra listamannanna. Þeir eru í stafrófsröð: Ásgrímur Jónsson, Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonar- son, Erro, Finnur Jónsson, Gunnar Öm Gunnarsson, Gunn- laugur Scheving, Jóhann Briem, Jóhanna Kristín Ingvadóttir, Jó- hannes Jóhannesson, Jón Axel Bjömsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Jón Þorleifsson, Jón Engilberts, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Nína Tryggvadóttir, Snorri Arinbjamar, Svavar Guðnason, Þorvaldur Skúlason, Valtýr Pétursson. Eru allir þessir málarar kynntir í skránni og stutt greinargerð um íslenska málara- list. Sýningin opnuð af franska þingmanninum Jean Pierre Fourré, sem er formaður félagsins France- Islande. T.v. er Haraldur Kröyer, sendiherra. Nýafstaðin er íslensk kvik- myndavika í einu af kvikmynda- húsum Parísar, þar sem sýndar vom sex íslenskar kvikmyndir og boðið var frá íslandi tveimur kvik- myndagerðarmönnum, til um- ræðna við áhorfendur eftir sýningu á „Land og synir" á laug- ardagskvöldið, þeim Kristínu Jóhannesdóttur og Ágústi Guð- mundssyni. Var aðsókn um 1.200 manns, og ágætar umræður um íslenska kvikmyndalist. í janúar mun útvarpið „France Musique" senda út upptöku á tón- leikum Eddu Erlendsdóttur píanóleikara hér í París nýlega, þar sem hún leikur m.a. verk eft- ir íslensk tónskáld. En þetta tónlistarútvarp kynnti íslenska músík í dagskrá sinni í eina viku í október í blönduðum þáttum. Hafði Gunnar Snorri Gunnarsson sendiráðunautur útvegað og valið með þeim tónlistina. En enn hefur ekki verið sett á dagskrá menn- ingardagskrá í útvarpinu „France Culture" um íslenskar bókmenntir og listir, sem búið er að taka upp með viðtölum við íslensk skáld og listamenn, byggt á dagskránni frá La Rochelle. Safnast þegar saman kemur og óhætt er að segja að þessi kynning á íslenskri menningu í FVakklandi á þessu ári hefur teygt anga sína víða og náð til margra. Það hefur verið ánægjulegt að fá tækifæri til að fylgjast með því og hitta á sýningunum margt áhugasamt fólk um Island og íslenska menningu, sem hefur við þetta átak fengið hvatningu sem eflaust á eftir að dreifa út frá sér. Þótt framtaki France-Islande sé að ljúka mun myndlistarkynn- ing frá íslandi ná fram á &nr Guðmundur Thoroddsen, myndlistarmaður, og Laufey Helgadótt- ir, listfræðingur, sem settu sýninguna upp. Málverk ljósmyndað á sýningunni. ! Grande Halle í La Vilette tek- ur þessi sýning sig ákaflega vel út, miklu betur en á hinum stöðun- um, enda er þama nægt rými og þar sem sýningarrýmið er langt og tengt með göngubrú þá er hægt um leið að fá mikla fjarlægð á myndir, svo sem mynd Gunn- laugs Schevings af bátum að koma í höfn, myndir Jóhanns Briem annars vegar og nokkrar abstraktmyndir hins vegar. En það sem eínkum ræður úrslitum um það hve þessi sýning svo sund- urleitra mynda verður þama falleg, er að þeim Laufeyju Helgadóttur listfræðingi, Guð- mundi Thoroddsen listmálara og Elísabetu Gunnarsdóttur arkitekti hefur tekist að tengja málverkin í listfræðilegt samhengi og gefa hveiju þeirra nauðsynlegt rými. En þau Laufey og Guðmundur munu vera allan tímann á víxl á sýningunni til gæslu og upplýs- inga á vegum félagsins France- Islande. í San Malo opnaði sýningin í sumar í sambandi við minningar- hátíð um dr. Charco í menningar- miðstöð sem gerð hefur verið þar í gamalli komhlöðu „Halle au Ble“. Samkvæmt fréttum frá Rachel Guilleuz, sem þar setti upg sýninguna, var hún vel sótt. í Rochefort, þar sem sýningin teng- ist aldarafmæli bókar Lotis um frönsku fiskimennina, koma einn- ig fréttir af mjög góðri aðsókn, en þar vom þijár íslenskar sýning- ar á bókmenntum, ljósmyndum og myndlist í gangi í einu. Og 1987, því í febrúar verður opnuð Norðurlandasýning á verkum myndlistarmanna, sem fæddir em fyrir aldamót, í Petit Palais í mið- borg Parísar. Og þar verða verk eftir Þórarin B. Þorláksson, sem alltof sjaldan hefur verið kynntur erlendis, en tilheyrir kynslóð Ed- vards Munchs o.fl., sem verða á sýningunni í Petit Palais. Verður þá búið að spanna að mestu mynd- listarferil íslendinga til kynningar í listaborginni París að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.