Morgunblaðið - 23.11.1986, Page 50

Morgunblaðið - 23.11.1986, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 Lára Davíðsdóttir að stðrfum á hárgreiðslustofu sinni. Hárgreiðslu- stofa í Ystaseli HÁRGREIÐSLUSTOFAN Evíta sem áður var í Mos- fellssveit hefur flutt starf- semi sína í Ystasel 15, Reykjavík. Hárgreiðslustofan býður eins og áður alla almenna þjónustu fyrir hár, svo sem klippingar, lagningar, blástur, stiýpur, perm- anent, glansskol, næringarkúra og fleira. Eigandi hárgreiðslustofunnar Evítu, Lára Davíðsdóttir hár- greiðslumeistari, hefur rekið hárgreiðslustofur í mörg ár og sótt fjölda námskeiða, bæði hér heima og einnig erlendis. Hljómsveitin „The Imagination" skemmtir gestum Hollywood 27. og 28. nóvember næstkomandi. TOYOTA 8900 er með 25 sporum sem gefa þér allar auðveldustu leiðirn- ar til frábærs saumaskaps. Þú snertir bara hnappinn og velur sporið sem þú vilt. SÖLUUMBOÐ VIÐ ERUM EINU SPORI A UNDAN TIMANUM: 'VARAHLUTAUMBOÐIÐ ISkotic ÁRMÚLA 23 SÍMAR 685870-681733 KLAPPARSTIG 31 SÍMI 14974 „The Imagination“ til Islands HLJÓMSVEITIN „The Imagin- ation“ er væntanleg tíl íslands og mun hún skemmta gestum veitingahússins Hollywood dag- ana 27. og 28. nóvember næst- komandi. Hljómsveitina skipa Lee John, Ashley Ingram og Errol Kennedy og hafa þeir félagar átt fjölmörg lög á vinsældarlistum viða um heim frá því sveitin var stofnuð fyrir fimm árum. Fyrsta plata þeirra „Body Talk“ fór beint í efstu sæti á breska vinsældarlistanum er hún kom út og þá má nefna lagið „Thank You MY Love“, sem gerði það gott á breska listanum um síðustu jól. Ný breiðplata er á leið- inni og ber hún nafnið „The Key“. Þeir félagar í „The Imagination" eru þekktir fyrir líflega sviðsfram- komu og fjörlega túlkun á þeirri danstónlist sem þeir flytja. Á síðasta ári komu þeir m.a. fram í Royal Albert Hall fyrir prinsinn og prinsessuna af Wales og ennfremur hafa þeir skemmt í afmælisveislu Karolínu prinsessu af Monaco, sem er einlægur aðdáandi þeirra. (Úr fréttatilkynningu.) Bókum líkamann BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur sent frá sér bókina „Svona erum við“, sem er ætlað að veita börn- um skilning á líkama sínum — og að hjálpa foreldrum að svara spurningum barna sinna. í fréttatilkynningi frá útgefanda segir m.a.: „Bókin er einkum sniðin við hæfi ungra lesenda — eða hlust- enda á aldrinum sex til tólf ára sem kynnast munu hér hugmyndum og hugtökum er tendra athygli þeirra og áhuga. Skipulegt og auðskilið mál ásamt smelinum og vel gerðum teikning- um sýnir hvemig við erum, hvemig við vöxum, hvemig líffærin starfa og hvers við þörfnumst til að halda heilsu. Þetta er fróðleiksrit og upp- sláttarrit handa allri fjölskyldunni." Bókina þýddi Ömólfur Thorlacius en hún er 96 blaðsíður í stóm broti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.