Morgunblaðið - 23.11.1986, Side 51

Morgunblaðið - 23.11.1986, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 51 Oddur Olafsson kjörinn heiðurs- formaður Oryrkjabandalagsins AÐALFUNDUR Öryrlgabanda- lags íslands var haldinn 31. október siðastliðinn. Fundinn sátu fulltrúar 14 aðildarfélaga bandalagsins auk fulltrúa þess í stjórnarnefnd og svæðisstjórnum um málefni fatlaðra. í tilefni 25 ára afmælis Ör- yrkjabandalags íslands sam- þykkti fundurinn einróma að kjósa Odd Ólafsson lækni og fyrrum þingmann heiðursfor- mann Öryrkjabandalags íslands. Oddur hefur staðið í fylkingar- brjósti fatlaðra hér á landi um áratuga skeið. Hann var einn af stofnendum Sambands íslenskra berklasjúklinga árið 1938 og átti drýgstan þátt í að Öryrkjabanda- lag Islands var stofnað árið 1961. Oddur var fyrsti formaður Ör- yrkjabandalagsins og gegnir enn stöðu formanns stjórnar hússjóðs Öryrkjabandalags íslands. A fundinum tók Amþór Helgason við formennsku Öryrlg'abandalags íslands, en Vilhjálmur B. Vilhjálms- son lét af því starfi. Aðalfundurinn samþykkti eftir- farandi ályktanir: Aðalfundur Öryrkjabandalags fslands, haldinn í Reykjavík 31. október 1986, skorar á stjómvöld að veita fé á fjárlögum næsta árs til þess að Tölvumiðstöð fatlaðra, sem stofnuð var 24. október 1985, geti tekið til starfa. Aðalfundurinn bendir á að tölvustýrð hjálpartæki eru helsta von fjölda fatlaðra um aukna þátttöku í námi og starfí og nauðsynlegt er að hér á landi starfí sérstök miðstöð, sem safni upplýs- ingum um hjálpartæki og aðlagi þau íslenskum aðstæðum. Aðalfundurinn skorar á ríkis- stjómina að sjá til þess að öryrkjar og aldraðir sem njóta lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins fái þær kjarabætur sem samið verður um í væntanlegum kjarasamningum auk þess sem lífeyrir hækki þannig að hann nægi til framfærslu á hveijum tíma. Aðalfundurinn skorar á félags- málaráðherra að hraða endurskoð- un reglugerðar um hálfvemdaða vinnu öryrkja, þar sem núverandi reglugerð hefur alls ekki hvatt ör- yrkja til að gera samninga við fyrirtæki og Tryggingastofnun i þeim mæli sem æskilegt væri. Washboard þvottaker WB 200 þvottaker er létt og fyrirferðalítið og hefur 2 gallona tank sem hægt er að dæla í eða úr kerinu eftir þörfum. Tilvalið fyrir ýmis verkstæði, i bílskúrinn og fleira. Verð aðeins kr. 5448,-. Þyrill sf.f Tangarhöfða 7, 2. hœð, sími 685690. sionln oavKMöttlr t>f ddl oo staMaeröi Matreiðslubæk- ur fyrir börn BÓKAÚTGÁFAN Setberg gefur út „Matreiðslubók barnanna" og koma nú tvær bækur „Veislumat- ur“ og „Heitir réttir". Þetta em matreiðslubækur samdar sérstaklega fyrir böm, texti og teikningar eru bömunum til leið- beiningar svo þau geti auðveldlega fylgt uppskriftunum. I bókunum er kennd nokkur und- irstöðuatriði matargerðarinnar. Sigrún Davíðsdóttir þýddi og stað- færði. VEISLUMATUR I j Bók um blönd- un drykkja BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur gefið út bókina „Kokkteilar og aðrir blandaðir drykki“. Símon Siguijónsson barþjónn annaðist útgáfu þessarar bókar. Litmyndir em af hverri upp- skrift, sem em af kokkteilum, löngum drykkjum, sterkum, léttum og óáfengum diykkjum, Fizz og Sting drykkjum, heitum og köldum púns og vínbollum. Fyrirlestur um Þjórsárver ÞÓRA Ellen Þórhallsdóttir held- ur fyririestur á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags nk. mánudagskvöld. I fyrirlestrinum verður sagt frá Ilfí í Þjórsárvemm, dregnar verða upp myndir af verunum á ólíkum árstímum og rakið hvemig gróður og umhverfisþættir breytast frá vori, yfír sumarið og fram á haust. Fyrirlesturinn verður i stofu 101 I Odda, hugvísindahúsi Háskólans, og hefst kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.