Morgunblaðið - 04.12.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.12.1986, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 Fiskmarkaðarnir í Bretlandi og Þýzkalandi; Islenzk skip seldu fyrir 196 milljónir í nóvember Gámasölur í Bretlandi að verðmæti 159 milljónir ÍSLENZK fiskiskip seldu í síðasta mánuði um 3.460 lestir af ferskum fiski í Bretlandi og Þýzkalandi fyrir samtals um 196 milljónir króna. Á sama tíma voru seldar 2.650 lestir úr gám- um í Bretlandi fyrir samtals 159 milljónir króna. Upplýsingar vantar um sölu fisks í gámum til Erindi en ekki grein í gær var birt hér i blaðinu, erindi sem Jónas H. Haralz bankastjóri Landsbanka íslands flutti í byrjun síðasta mánaðar á ráðstefnu Verzlunarráðs íslands um fjárfestingu og erlent sam- starf. Vegna mistaka var ekki greint frá því að hér var um erindi að ræða, en ekki grein, eins og skilja mátti af kynningu. Á þessu er beðist velvirðingar. annarra landa en Bretlands, en samtals nemur fyrr greind sala 256 milljónum króna. í nóvembermánuði voru samtals seldar 2.650 lestir úr gámum að verðmæti 159,2 milljónir króna. Mest af því var þorskur, 1.811 lest- ir, 332 lestir voru af ýsu, 39 af ufsa, 80 af karfa, 200 af kola og 187 af öðrum tegundum. Meðalverð fyrir þorskinn var 56,63 krónur á kíló, 69,77 fyrir ýsu, 36,45 fyrir ufsa, 40,83 fyrir karfa, 71,81 fyrir kola og 76,40 krónur fengust að meðaltali fyrir aðrar tegundir. Skipin lönduðu samtals 1.516 lestum í Bretlandi að verðmæti 95,4 milljónir króna. Alls lönduðu 14 skip afla sínum í þessum mán- uði í Hull og Grimsby og var meðalverð í flestum tilfellum hátt. Hæst meðalverð fyrir aflann fékk Kambaröst SU, 73,78 krónur á hvert kíló. Þrjú önnur skip náðu meðalverði yfir 70 krónur, Hólma- nes SU, Sunnutindur SU og Krossanes SU. Samtals varð meðal- verð 62,92. Meðalverð fyrir þorsk var 63,23, ýsu 70,31, 40,20 fyrir ufsa, 42,66 fyrir karfa, 65,88 fyrir kola og 61,88 að meðaltali fyrir aðrar tegundir. íslenzk skip lönduðu alls 13 sinn- um í Þýzkalandi í nóvember, samtals 1.942 lestum að verðmæti 101,5 milljónir króna. Langmest af aflanum var karfi eða 1.011 lestir. Meðalverð fyrir einstaka farma var misjafnt eða frá 39 krónum á kíló upp í 66 krónur. Hæst meðalverð fékk Engey RE, 65,93 krónur og næsthæst meðalverð fékk Ýmir hf, 60,96. Meðalverð fyrir þorsk var 60,76, ýsu 56,85, ufsa 50,01, karfa 52,07 og aðrar tegundir 52,60 að meðaltali. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Um 200 kílómetra suður af Hornafirði en viðáttumikil 960 millibara djúp lægð sem þokast austnorðaustur en 1015 millibara hæð er yfir norðaustur-Grænlandi. Svalt verður áfram. SPÁ: í dag veröur áfram noröaustanátt á landinu en þó mun hæg- ari en í gær. Él verða um austan- og noröanvert landið en búast má við aö það létti til suðvestanlands. Hiti verður við frostmark með suöur- og austurströndinni, en -1 til -4 stiga frost annars staöar á landinu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR: Fremur hæg breytileg vindátt og él víða um land, einkum þó á miöum og annnesjum. Frost verður -3 til -6 stig á norðanverðu landinu en -1 til -3 stig fyrir sunnan. LAUGARDAGUR: Austan- og norðaustanátt og fremur kalt. Þurrt sumstaðar vestanlands en annars él. y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r / r r r r / Rigning r r r * / * / * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastlg: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El == Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður ■f m r w r w W' m MEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri -2 snjókoma Reykjavik -1 skýjaó Bergen 9 rigning Helsinki -2 alskýjað Jan Mayen -10 skýjað Kaupmannah. 10 alskýjað Narssarssuaq -7 skýjað -Nuuk -6 snjókoma Osló 2 þoka Stokkhólmur 4 rignlng Þórshöfn 6 skúr Algarve 17 léttskýjað Amsterdam 10 mistur Aþena 16 helðskýjað Barcelona 15 mlstur Berifn 10 léttskýjað Chlcago 2 alskýjað Glasgow 10 rlgnlng Feneyjar 10 hálfskýjað Frankfurt 5 súld Hamborg 10 skýjað Las Palmas 21 léttskýjað London 12 skýjað Los Angeles 12 heiðsklrt Luxemborg 1 þoka Madríd 11 léttskýjað Malaga 18 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Miami 21 skýjað Montreal 1 ' rjgning Nice 14 heiðskfrt NewYork 14 rigning París 6 heiðskirt Róm 13 þokumóða Vfn vantar Washington 9 skýjað Winnipeg -11 skafrenn. Frá löndun á fiskmarkaði i Englandi Utgerðarfélag Skagfirðinga: Auka verður tekjur eða hlutafé til að tryggja reksturinn BOÐAÐ hefur verið til hluthafafundar í Útgerðarfélagi Skagfirð- inga þann 8. desember næstkomandi. Fyrir fundinum liggur að taka ákvörðim um fyrirkomulag rekstrar í nánustu framtíð. Eins og málum er háttað i dag verður félagið ekki rekið til lengdar án veru- legs taps nema hlutafé verði aukið. Ástæða erfiðrar rekstrarstöðu Útgerðarfélagsins eru meðal annars óvænt vélarskipti f togaranum Skapta, sem bræddi úr sér á þes Útgerðarfélag Skagfirðinga á og rekur þtjá togara, Hegranes, Skapta og Drangey. Skipt var um vél í Skapta í Busumer Werft í Þýzkalandi og þar voru ennfremur gerðar endurbætur á Drangeynni. Vinna við bæði skipin dróst veru- lega á langinn Útgerðarfélaginu til talsverðs óhagræðis. Félagið er í eigu Sauðárkróks- bæjar, frystihúsanna við Skaga- §örð, Hofósshrepps og nærliggjandi hreppa og Kaupfélags Skagfirð- inga. Sá háttur hefur verið hafður i án. á útgerðinni, að skipin hafa landað öllum afla sínum heima. Það er hins vegar ekki talið skila nægum hagn- aði til að standa undir rekstrinum, meðal annars vegna óvæntra út- gjalda sem fólust í vélarskiptunum í Skapta. Því mun það hlutverk hlutahafafundarins að ákveða hvort hlutafé verði aukið meira en aðal- fundur hefur samþykkt eða rekstr- inum verði breytt þannig, að frysting um borð í Drangey verði aukin og hvort farið verður út í sölu á ferskum fiski. Sjómannafélag Reykjavíkur: Yerkfall boðað á kaupskipum SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur boðað til verkfalls hjá undir- mönnum á kaupskipum skráðum i umdæmi félagsins frá og með 5. janúar næstkomandi. Félagið fer fram á að lágmarkslaun háseta verði um 27.000 krónur á mánuði og álag vegna yfirvinnu verði 80% í stað 60%. Síðastliðið vor fóru undirmenn á kaupskipum á félagssvæði SR í verkfall, en það var afnumið með bráðabirgðalögum. Lágmarkslaun þeirra þá voru 20.178 krónur á mánuði og kröfðust þeir 27.000 króna lágmarkslauna. Kjaradómur dæmdi í málinu á þá leið að undir- mennimir skyldu fá sömu hækkanir og samið var um á milli ASLÍ og VSÍ. Guðmundur Hallvarðsson, form- aður Sjómannafélags Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að lítið hefði þokazt í samkomulag- sátt. Tveir árangurslausir fundir hefðu verið haldnir nýlega. Þá hefðu útgerðarmenn sent um borð í skipin hugmyndir sínar um kjarasamning, sem hann teldi ekki koma til greina sem grundvöll viðræðna. Loks gat hann þess að ein útgerð á svæðinu hefði flutt lögskráningu áhafna sinna upp á Akranes, að því er virt- ist til að komast hjá samningum við Sjómannafélag Reykjavíkur. Ibúa og hagsmunasamtök í miðbænum: Afgreiðsla skipulags- tillögnnnar verði frestað Undir áskoranina skrifa Anna Kristjánsdóttir, formaður íbúasam- taka Vesturbæjar, Guðlaugur Bergmann, formaður Gamla mið- bæjarins, Guðmundur Gunnarsson, formaður íbúasamtaka Skugga- hverfis, Hildur Kjartansdóttir, formaður íbúasamtaka Þingholta, Hjörleifur Stefánsson, formaður Torfusamtakanna, Hólmfríður R. Ámadóttir, í stjóm íbúasamtaka Vesturbæjar syðri og_ Ragnheiður Þorláksdóttir í stjóm íbúasamtaka Gijótaþorps. STJÓRNIR sjö íbúa- og hags- munasamtaka í Miðbæjarkvos- inni eða við hana fara fram á það við borgarstjórn Reykjavík- ur að frestað verði að afgreiða skipulagstillögu fyrir miðbæinn, kvosina, sem tekin verður til umræðu á borgarstjórnarfundi í dag. Farið er fram á að tillagan verði tekin til endurskoðunar með hlið- sjón af þeirri gagnrýni sem fram hefur komið og með tilliti til breyttra forsendna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.