Morgunblaðið - 04.12.1986, Page 7

Morgunblaðið - 04.12.1986, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 7 ÆVISÖGUR í ÖrSDVEGI A misjöfhu þrífast bömin best Emil Bjömsson skrifar um eigið líf og aldarfar Málsnillingurinn séra Emil Björnsson, fyrrum fréttastjóri sjónvarps, lýsir eigin lífi og aldarfari. Fersónulegur stíll hans, alvara, skop og skáldleg efnistöK gera frásögnina einstæða og atburði ljóslifandi. Svona sKrifar sá einn sem er af Kynþætti aust- HrsKu sKáldanna. Segja má að þessi þroskasaga sé oft líkari skáldsögu en æviminningum, þótt heimildarsaga sé. Það gerir einmitt gæfumuninn að skáldleg sýn ræður búningnum svo hann verður aldrei hversdagslegur. Þó er það hversdagslífið sjálft og baráttan fyrir því sem er efni bókarinnar. Framan af er frásögnin eins konar fagnaðarljóð ungs hjarðsveins með tregablöndnum undirtóni, sem naumast lætur nokkurn ósnortinn. Er á líður harðnar tónn hörpunnar og þá fer bókarheitið, Á misjöfnu þrífast börnin best, að skiljast betur. rekur minningar sinar 6m 06 Q&Í.X&W HUjNKHí e. sm;iri)sso\ Minningar Huldu A. Stefánsdóttur 2. bindi — Æska Billn á að brúa MalldórE. Sigurðsson rekur minningar sínar — síðara bindi Hrafn á Hallormsstað og lífíð kringum hann Skráð af Ármanni Halldórssyni í öðru bindi endurminninga sinna rifjar Hulda upp æskuárin á Akureyri og unaðsstundir í Höfn. Fólk og atvik verða Ijóslifandi. Hulda rifjar upp kynni af æskuvini sínum, Davíð Stefánssyni, og bregður upp myndum af samverustundum þeirra uns leiðir skiljast. í bókinni eru rúmlega 80 gamlar Ijósmyndir sem varpa lífi og lit á horfinn tíma og umhverfi þeirra ævi- og menningarsögu sem þar er sögð. „Hulda Á Stefánsdóttir er ein þeirra kvenna sem sett hafa svip á öldina og þjóðin öll þekkir og ann." Litríkur stjórnmálaferill, átök innan fiokks og utan, samherjar og andstæðingar, minnis- verðir atburðir og uppákomur, hnyttni og gamansemi. Allir þessir þættir koma við þessa sérstæðu sögu. í fyrra kom út fýrra bindi endurminninga Halldórs E. Sigurðssonar fyrrum ráðherra, sem skipaði sér þegar í röð mest seldu bóka. Hér er komið síðara bindið þar sem Halldór heldur áfram að rekja minningar sínar og lýsir þátttöku í stjórnmálum undanfarna áratugi. Við sögu koma fjölmargir samferða- menn sem mótað hafa íslandssöguna um skeið. Hrafn á Hallormsstað hefur margt lifað og reynt, slarksamar ferðir á Lagarfljóti ísilögðu og á Fagradal í vetrarveðrum á bernsku- dögum bílaaldar. Frá mörgum samferða- mönnum segir hann í þessari bók og má þar t.d. nefna GunnarGunnarsson skáld á Skriðu- klaustri, en kynni þeirra urðu mjög náin. Hrafn hefur séð austfirskar byggðir taka miklum stakkaskiptum síðastliðna hálfa öld. Sjálfur hefur hann stundað búskap, vegavinnu, skógrækt, vörubílaakstur og sitthvað fieira. Lýsingar Hrafns á aldarfari og lífsháttum á Héraði og niðri á Fjörum eru þess eðlis að bókin mun verða talin merk heimild um það efni er stundir líða. BÓMÚTGÁFAN ÖRN & ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími 84866

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.