Morgunblaðið - 04.12.1986, Side 13

Morgunblaðið - 04.12.1986, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 13 Með seldu skipunum fer sem sagt afli úr héraði og er það mörgum þymir í augum. Að sjálfsögðu hefur alltaf fylgt hverju skipi möguleikinn til að veiða fisk en nú geta menn nefnt tölur í þessu sambandi og það er salt í sárin þegar nýju eigendurnir versla svo með keypta kvótann. Ég spái heldur illa fyrir rekstri nokkurra þessara nýkeyptu skipa, ég held það væri betra að leyfa mönnum að selja sóknarmark, færa afla á milli skipa og auka þannig úreldingu á skipun- um. Ég er hræddur um að það kalli á lagabreytingar og þær bíða þá næsta hausts. Frumkvæði núverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðismenn hafa ekki farið með sjávarútvegsmál í ríkisstjóm nema í 4 ár (1974—1978) í aldar- fjórðung. Sjávarútvegsmálin eru alltaf í brennidepli og ráðherra þeirra mála þar með. Núverandi ráðherra nýtur óþarflega góðs álits þegar það er skoðað hvað hann hefur lítið lagt til málanna sjálfur t.d. í mótun fískveiðistefnunnar. Kvótinn var krafa sjávarútvegsins, sem Halldór Ásgrímsson gekk að nokkmm mánuðum eftir að hann tók við embætti. Síðan hefur hann að vísu yfirleitt hlýtt því sem sjávar- útvegurinn hefur sameinast um, en klúðrað ýmsu herfílega sem hann hefur ætlað að móta sjálfur svo sem hvalamálum, fiskmatsmálum, markaðsleit og fleiru. Sumir vilja halda því fram að ráðherra hafi aldrei látið pólitík blandast inn í ákvarðanir sínar. Það má þó benda á þó nokkur dæmi um slík skírlífis- brot. Hvemig stendur á því t.d. að togarinn Þórhallur Daníelsson frá Höfn er með sóknarkvóta norðan- togara? Hvers vegna fékk sláturhús Kaupfélagsins á Patreksfirði rækju- vinnsluleyfi? Ottó Wathne var keyptur á toppverði af ráðuneytinu þegar ljóst var til hvers fyrri eigend- ur myndu meta andvirðið. Ekki fékk Árver á Árskógsströnd rækju- vinnsluleyfi fyrr en KEA var orðið hluthafí. Ég vil vekja sértaka athygli á nýjasta fmmkvæði ráðherrans. Hann hefur að því er virðist einn og óstuddur hafið samningaumleit- anir við Norðmenn og Kanadamenn um gagnkvæm fiskveiðiréttindi hver í landhelgi annars, ef ástand fiskstofna leyfir, hver sem á nú að meta það. Það er vitað að aðeins örfá íslensk skip gætu notfært sér þetta en hinar þjóðimar, sérstak- lega Norðmenn, eiga gersamlega óvígan, ríkisstyrktan fiskiskipastól sem engin leið væri að líta eftir þegar hann væri kominn inn í land- helgina okkar. Til hvers háðum við þijú þorskastríð? Ég hef heldur aldrei skilið þessa sýndarmennsku og „snobb" gagnvart Færeyingum og Grænlendingum. Ég get ekki séð að við höfum haft annað en skaða og leiðindi út úr fiskveiðisambandi við þá. Það em þó smámunir hjá þessum nýju hugmyndum Halldórs Ásgrímssonar og þær verður að kveða niður hið snarasta. Við sjálf- stæðir íslendingar hljótum að standa þétt saman gegn þessu brölti ráðherrans og mín vegna má hann gera það að kosningamáli. Höfundur er annar af alþingis- mönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. Einsönffslög á nýrri hljómplötu ÞURÍÐUR Pálsdóttir óperusöng- kona syngur níu íslensk ein- söngslög á nýrri hljómplötu sem Forlagið gefur út. Á plötunni syngur Þuríður nokk- ur lög sem hún hefur flutt á tónlist- arferli sínum, þar á meðal átta sönglög eftir Jómnni Viðar. Elsta upptakan er frá árinu 1958 og er það „Hreiðrið" eftir Þorstein Erl- ingsson, við lag ísólfs Pálssonar, Páll ísólfsson leikur á píanó. Yngstu upptökumar em frá árinu 1971, „Viltu fá minn vin að sjá“, „Síðasti dans“ og „Hrafninn". Undirleik annast Ólafur Vignir Albertsson. Á plötuumslaginu er þess getið að Þuríður er komin af einni at- kvæðamestu tónlistarfjölskyldu á Islandi og að hún er einn af braut- ryðjendunum í ópemsögu þjóðar- innar. Þuríður er nú yfirkennari við Söngskólann í Reykjavík og hefur með kennslu sinni mótað fjölmenna kynslóð ungra einsgöngvara. Þuríður Pálsdóttir Prestsbakki: Metsölublaó ú hverjum degi! Séra Yngvi Þórir hættir SÉRA Yngvi Þórir Árnason, sóknarprestur í Prestsbakka- prestakalli, lætur nú af störf- um fyrir aldurs sakir. Séra Yngvi hefur þjónað Stranda- og Húnavatnsprófast- dæmum í rúm 42 ár. Hann mun fyrst um sinn setjast að ásamt fjölskyldu sinni í Reykjavík. Séra Yngvi þjónaði _við þijár kirkjur, á Prestsbakka, Óspakseyri og Stað. Hefur hann þegar kvatt sóknar- böm sín á tveimur fyrmefndu stöðunum, en veður hamlaði því að hann gæti kvatt með messu á Stað. Eiga heimamenn von á að svo verði þó bráðlega. Séra Yngvi Þórir Árnason Góð bók Hófí Dagbók fegurðardrottningar Jón Gústafsson skráir dagbók Hófíar árið sem hún bar titilinn Ungfrú alheimur. Hófí segirfrá frægðinni, ferðalögunum, fjöl- skyldunni og börnun- um, sem eru henni svo kær. 'm Dagbók (k fegurðar fegurðardrottningm KOSTA BODA Bankastræti 10. simi 13122 (■arOakanpuni (*ar<)al>a\ sími (»51812 Fögur hönnun, fágað handverk. Glös og skálar í úrvali — og nú fallegir kertastjakar, olíulampar og gluggaskraut. Klingjandi kristall.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.