Morgunblaðið - 04.12.1986, Síða 19

Morgunblaðið - 04.12.1986, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 19 og góð skopteikning. Nú hefur Sig- mund úr miklu að moða. Frægir kappar þinguðu í návist íslenzkra drauga og heimsbyggðin beið í of- væni, rétt eins og heimamenn um allt land bíða eftir nýjum kosning- um, sem ekki eru langt undan. Bankar hrynja og hafskip sökkva, íjölmiðlarnir flæða yfir, og ég veit ekki hvað, en allt kemur þetta við sögu í þeim 126 myndum, sem sko- tið er á loft í Stjömustríði Sig- munds. Þessi útgáfa í ár er mjög lík þeim fyrri, en viðfangsefni Sig- munds eru, eins og gefur að skilja, síbreytileg og þróast í takt við þjóðlífið ár frá ári. Hinn persónu- legi stfll listamannsins heldur sér og þar er allt með sínu lagi. Enn einu sinni vil ég þakka þess- um sérstæða snillingi fyrir framlag hans til geðheilsu landsmanna og fyrir það, hvemig hann tuktar þá til, sem við stjómvölinn fikta. Menn sem Sigmund em nauðsynlegir, óborganlegir, í hvaða þjóðfélagi sem er. Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! Ragnar Lár Myndiist Valtýr Pétursson Sú var tíðin, að allir þeir, sem eitt- hvað til þekktu á myndlistarsviðinu, könnuðust við teiknarann Ragnar Lár. Hann var sem sé mikilvirkur á sínu sviði og kom fólki oft í gott skap með teikningum sínum. Ragnar hélt tvær sýningar á málverkum og grafík hér í borg fyrir ekki alls löngu, jafn- framt því sem hann stundaði auglýs- ingateiknun norður á Akureyri, en það var hans brauðstrit. Ragnar Lár fór í Handíða- og myndlistarskóla íslands og síðan komst hann í kynni við hinn hlédræga málara, Gunnar Gunnarsson yngri, og mun vera sá eini af núlifandi og starfandi mynd- listarmönnum, sem naut tilsagnar Gunnars. Ragnar Lár er liðtækur málari, það kemur skýrt fram á þeirri sýningu, sem hann hefur komið fyrir í MIR- salnum við Vatnsstíg 10, en ég man ekki eftir að nokkur íslenzkur mynd- listarmaður hafi sýnt þar verk sín áður. Þama eru gvassmyndir, teikn- ingar, vatnslitamyndir, klippimyndir, grafík og olíumáiverk. Af þessu má sjá, að Ragnar Lár leggur gjörva hönd á margt, og auðvitað verður árangur nokkuð misjafn. Að mínu áliti nær Ragnar beztum tökum á viðfangsefni sínu í sumum af vatns- litamyndunum, ennfremur sýnast olíulitimir falla vel að þeim stíl, sem Ragnar virðist hafa þróað með sér upp á síðkastið. Þama er einnig nokk- uð af eldri grafík, og er það ekki eins forvitnileg framleiðsla og sumt það, sem Ragnar hefur fengizt við að und- anfömu. Sem sagt, ágæt myndlist á köflum, en svo annað sem ekki er eins gott, en það má auðvitað segja um alla listamenn. Ég festi hugann einkum og sér í lagi við tvær litlar vatnslitamyndir, sem mér fundust tærar perlur, sem eins og glóðu í þessu umhverfi. Ragnar Lár er nú aftur fluttur suð- ur yfír heiðar og kominn í sitt upprunalega umhverfi. Þessi búsetu- flutningur ætti að hafa áhrif á eins viðkvæman málara og Ragnar er. Það verður því fórvitnilegt að sjá, hverju fram vindur hjá honum á næstunni, en þessi verk hans í MÍR-salnum em vel þess virði að eftir sé tekið. Ég vil færa Ragnari Lár beztu þakkir fyrir skemmtilega stund á sýningu hans. Form o g tjáning í hinu litla Galleríi Hallgerði stend- ur nú yfir afar geðþekk sýning á klippimyndum eftir Valgerði Érlends- dóttur, en hún er búsett norður á Siglufirði, og mætti því segja að hún væri komin í kaupstað með fram- leiðslu sína, innlegg af ágætri gerð. Valgerður mun hafa tekið þátt í nokkmm samsýningum, en ef ég veit rétt, hefur hún aðallega stundað textíllist og meðal annars lagt stund á þá iðju í sjálfri Prag. Allt það, sem Valgerður sýnir að sinni, er unnið á þessu ári, og hún sýnir eingöngu klippimyndir i Gallerí Hallgerði. Þessi verk láta ekki mikið yfir sér, en era afar vönduð og nostur- lega unnin. Þama er hvergi farið yfir strikið, allt er hnitmiðað, hvort heldur er í litameðferð eða notkun forms. A stundum finnst manni vandvirknin jafnvel jaðra við hreint nostur, en ef betur er að gáð, kemur í ljós að iista- konan notfærir sér þá tækni, sem hún ræður yfir, til að tjá fastmótaða myndbyggingu, sem er til orðin af hnitmiðuðum vinnubrögðum, sem eins og vaxa fram úr hugarheimi hennar. Það em 28 verk á þessari sýningu, og fara þau ágætlega í hinum þrönga sýningarsal, sem vart er stærri um sig en meðal forstofa í nýbyggingum þeirra múmðu hér i sveit. Þrátt fyrir smæðina er þessi sýningarstaður ágætur, ef vel er með farið og ekki hrúgað þar inn, eins og um austur- lenskan basar væri að ræða. Það er viss menningarblær yfir þessari sýn- ingu Valgerðar, sem ætti að verða henni til mikils frama. Þetta em að vísu ekki nein átakaverk í nútima skilningi, en þau bera með sér þokka og em vel gerð og tjá skemmtilega lífssýn, sem vemlega er þörf fyrir á seinustu og stystu dögum ársins. Valgerður tileinkar syni sinum — tíu ára — sýningu þessa, en hann svaraði, er móðir hans spurði: „Hvað er mynd?“ með titli sýningar Valgerð- ar Erlendsdóttun „Form og tjáning." . ..JOLATILBOÐ FJOLSKYLDUNNAR FRA PANASONIC Nú, þegar fjölskyldan slær saman í eina veglega jólagjöf, ermikið atriði að vanda valið. Á tímum gylliboða er nauðsynlegt að staldra við og hugsa sig vel um, því nóg er framboðið og ekki vantar hástemmdu lýsingarorðin. Við viljum þess vegna benda ykkur á Panasonic sem vænlegan kost, sérstaklega þegar það er haft í huga, að Panasonic myndbandstækin fara sigurför um heiminn og eru í dag lang-mest keyptu tækin. Einnig má minna á, að sem stærsti myndbands- tækjaframleiðandi heims, eyða þeir margfalt meiri peningum í rannsóknir og tilraunir en nokkur annar framleið- andi. Það þarf því engum að koma á óvart að samkvæmt umfangsmestu gæðakönnun sem framkvæmd hefur verið hjá neytendasamtökum í sjö V-Evrópulöndum varð niðurstaðan sú, að myndbandstækin frá Panasonic biluðu minnst og entust best allra tækja. Þessar staðreyndir segja meira en hástemmt auglýsingaskrum. Jólatilboð á NV-G7 frá 37.850,- m s :m WJAPIS BRAUTARHOLT 7 SÍMI 27133

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.