Morgunblaðið - 04.12.1986, Page 30

Morgunblaðið - 04.12.1986, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 Danskur Nóbelsverðlaunahafi: Alnæmishættan stórlega ýkt Væntir lækningar innan fimm ára „INNAN fimm ára verður búið að finna lækningu við alnæmi," seg- ir danski nóbelsverðlaunahafinn dr. Niels Jerne prófessor i viðtali við danskt blað nýlega. „Hættan af völdum sjúkdómsins hefur verið ofmetin og stórlega ýkt í fjölmiðlum.“ „Sá fjöldi fólks, sem látist hefur sóknir sínar á sviði ónæmisfræði. úr alnæmi, er hverfandi lítill, ekki síst þegar við höfum í huga dauða- slysin á þjóðvegunum," segir Niels Jeme, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1984 fyrir rann- GENGI GJALDMIÐLA London, AP. BANDARÍKJADOLLAR hækkaði í gær gagnvart flestum helztu gjaldmiðl- um heims. Síðdegis í gær kostaði sterlingspundið 1,4315 dollara í London (1,4330), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 1,9740 vestur-þýzk mörk (1,9730), 1,6495 svissn- eskir frankar, (1,6450), 6,4825 svissneskir frank- ar (6,4650), 2,2345 hol- lenzk gyllini (2,3200), 1.371,00 ítalskar lírur (1.368,50), 1,3835 kanadískir dollarar (1,3818) og 162,25 jen (161,82). Verð á gulli hækkaði og var það 391,10 dollarar hver únsa (388,40). Hann er nú eftirlaunaþegi og býr í Suður-Frakklandi. „Eg get ekki séð, að alnæmi sé sú ógn sem af er látið, en það er óneitanlega freistandi umíjöllunar- efni fyrir fjölmiðlana," segir Niels Jeme. Hann trúir mátulega þeim spá- dómum, að allt að ein milljón manna muni deyja úr alnæmi á næstu 10 ámm. „Þessi hætta, sem á að vera af alnæmi, er stórlega ýkt,“ segir hann. „Hún hefur því aðeins fengið þessa umfjöllun, að vettvangur hennar er á Vesturlöndum. Ef mal- aría heijaði á okkur Vestur- landabúa, hefðu menn fyrir löngu unnið bug á henni," segir Jeme. „Malaría og svefnsýki hafa hins vegar heijað í Afríku um árabil og leggja að velli milljónir manna á hveiju ári,“ bætir hann við. „En þar sem þessir sjúkdómar em ekki til staðar í Evrópu og Norður- Ameríku, er ekki lögð ýkja þung áhersla á að uppræta þá, þó að bæði sé vitað um upptök þeirra og útbreiðslu." Á þakkargjörðarhátíð Reagan Bandarikjaforseti og fjölskylda hans héldu svonefnda þakkargjörðarhátíð hátíðlega í Kali- foroíu um síðustu helgi. Standandi á myndinni talið frá vinstri eru Neil Reagan, bróðir forsetans ásamt Bess konu sinni, þá Dennis Revell, eiginmaður dóttur forsetans, Maureen Reagan.sem stend- ur þarna við hlið föður síns. Sitjandi eru Ron, sonur forsetahjónanna, þá forsetafrúin Nancy og yzt til hægri Doris Reagan. Endurminningabók um MI5: ERLENT Dómi um afhendingu leyniskjala áfrýjað London, Sydney, AP, Reuter. BRESKA stjórnin hefur ákveðið að áfrýja þeirri Vopnasalan til íran George Shultz fagnar útnefningn Carlucci . Washington, AP. GEORGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur látið i ljós ánægju með skipun Franks Carlucci í stöðu örygg- ismálaráðgjafa Reagans for- seta. Kom þetta fram hjá Charles Redman, talsmanni ut- anríkisráðuneytisins i gær. Sagði hann, að Shultz væri afar ánægður með, að forsetinn hefði skipað jafn reyndan og hæfileikamikinn mann og Carlucci i þessa stöðu. Carluci hefur áður gegnt ýmsum miklum ábyrgðarstöðum hjá Bandaríkjastjóm. Fyrst var hann- Frank Carlucci á leið fra skrifstofu sinni i Washington, eftir að hann hafði verið skipaður i stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Banda- ríkjanna. „Ég er mjög stoltur af þvi að hafa verið valinn í þessa stöðu,“ sagði Carlucci við fréttamenn. sendiherra lands síns í þijú ár í Portúgal. Síðan var hann m. a. aðstoðarforstjóri leyniþjónustunn- ___ ^ Fékk Iransstjórn vopn frá Belgíu? Briissel, AP, Reuter. BELGÍSKA ríkisstjórnin hefur fyrirskipað rannsókn vegna blaða- frétta um að írönum hafi verið seld belgísk vopn allt frá upphafi Persaflóastríðsins. Dagblaðið Le Soir sagði í frétt frá Kaupmannahöfn, að belgísku vopnaverksmiðjumar Fabrique Nationale de Herstal hefðu „vit- andi eða óvitandi verið einn af stærstu vopnasölunum", sem ír- anir skiptu við. Önnur belgísk blöð hafa einnig flutt fréttir um, að Belgíumenn hafí stundað þessi viðskipti. Leo . Tindemans, forsætisráð- herra Belgíu, vísaði þessum fréttum á bug í fyrri viku og sagði, að frá árinu 1980 hefðu írönum aðeins verið seldir tveir æfíngarifflar, en nú hefur hann fyrirskipað rannsókn í málinu. A hún að upplýsa hvort um hafí verið að ræða ólöglegar leyfís- veitingar eða ónógt eftirlit með vopnaútflutningi. Le Soir hafði fréttina eftir dönskum sjómönnum, sem kváð- ust hafa siglt með fallbyssur, eldflaugar og varahluti til írans frá Atnwerpen og Zeebmgge. ar (CIA), er Jimmy Carter var forseti og hann var aðstoðarvam- armálaráðherra fyrstu tvö árin, eftir að Reagan tók við stjómar- taumunum. Við skipun Carlucci í embætti nú sagði Reagan, að reynsla Carlucci gerði hann „einstaklega hæfan" til að gegna embætti þjóð- ar- öryggisráðgjafa. Carlucci hefur lengi verið einn af nánustu samheijum Caspars Weinbergers vamarmálaráðherra og hefur það vafalítið átt mikinn þátt í skipun hans nú. Þannig var hann aðstoð- arráðherra Weinbergers, á meðan sá síðamefndi var ráðherra jrfír fjárlaga- og hagsýslustofnun Bandaríkjanna og síðar heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra í stjómartíð Nixons. Cariucci, sem er 56 ára að aldri, fór úr stjóminni 1982 og tók þá við forstjórastöðu hjá ráð- gjafafyrirtækinu Sears World Trade Inc. Hann mun láta af þeirri stöðu nú, þegar hann tekur á ný við mikilli ábyrgðarstöðu hjá Bandaríkjastjóm. ákvörðun ástralsks dómara, að henni beri að afhenda fyrrum starf smanni MI5- gagnnjósnaþjónustunnar leynileg skjöl. Njósnarinn fyrrverandi er að reyna að fá endurminningar sínar út- gefnar en stjórnvöld í Bretlandi gera hvað þau geta til að koma í veg fyrir það. Philip Powell, dómari við hæsta- rétt Nýja Suður-Wales í Astralíu, ákvað á mánudag að taka ekki tillit til mótmæla bresku stjómar- innar við því, að Peter Wright, fyrrum háttsettur maður í MI5, og lögfræðingur hans fengju í hendur leynileg skjöl. Hélt lög- fræðingur stjómarinnar því fram, að skjölin væm svo leynileg, að jafnvel dómaranum væri ekki treystandi fyrir þeim. Auk þess hefði Wright gengist undir trún- aðareiða þegar kom til starfa fyrir MI5. Powell fékk samt skjölin í hendur og eftir að hafa skoðað þau sagði hann, að óhætt væri að láta Wright fá þau þegar búið væri að má út vissa kafla. Þessum úrskurði ætlar breska stjómin að áfrýja en Powell heldur því fram, að í þessu máli hafí hon- um borið skylda til að taka hagsmuni Ástrala fram yfir hqgs- muni Breta. í leyniskjölunum umræddu er m.a. fjallað um Sir Roger heitinn Hollis, fyrrum yfirmann MI5, en Wright fullyrðir, að hann hafí ver- ið á mála hjá Sovétmönnum. Þá hefur Wright einnig krafíst skjala, sem Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra, studdist við árið 1981 þegar hún neitaði því, að Hollis væri útsendari Sovétmanna eða svokölluð „moldvarpa". Wright, sem er liðlega sjötugur, býr nú á Tasmaníu suður af ástralska meg- inlandinu. Annað mál þessu líkt hefur að undanfömu verið rekið fyrir hæstarétti Dyflinnarborgar á ír- landi. Snýst það um bók eftir annan fymirn starfsmann MI5, Sir Roger Hollis. Var hann „fimmti maðurinn", ein af „mold- vörpum“ Sovétmanna? Joan Miller, en breska stjómin fékk lögbann sett á hana eftir að hún var komin í verslanir á ír- landi og Bretlandi. í gær var lögbanninu hnekkt en ekki hefur verið ákveðið hvort þeim úrskurði verður áfrýjað. Miller og Wright fjalla bæði um þá spumingu, sem brunnið hefur á vörum margra allt frá því síðari stríði lauk: Hve mörgum „mold- vörpum" tókst Sovétmönnum að koma fyrir í bresku leyniþjón- ustunni? í mörgum bókum hafa menn velt því fyrir sér hvort um hafí verið að ræða „fímmta mann- inn“ auk þeirra Kims Philby, Donalds MacLean, Guys Burgess og Sir Anthonys Blunt. Thatcher sagði á þingi árið 1981, að ná- kvæm rannsókn hefði ekki leitt í ljós neitt misjafnt um Sir Roger Hollis, sem var yfirmaður MI5 á ámnum 1956-65, en Wright segist hins vegar vera „99% viss um, að Hollis var sovéskur njósnari".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.