Morgunblaðið - 04.12.1986, Page 46

Morgunblaðið - 04.12.1986, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 4 46 Alþingishátíðarkvik- mynd Lofts Guðmunds- sonar endurgerð KVIKMYND Lofts Guðmunds- sonar sem tekin var á Alþingis- hátíðinni árið 1930 hefur verið endurgerð og tónsett. Af því til- efni efndu forsetar Alþingis til kvikmyndasýningar í Tónabíói sl. laugardag. Aukamynd á sýn- ingunni var stutt mynd sem tekin var af för íslenskra þingmanna til Kaupmannahafnar árið 1906. Þessi mynd var sýnd á fyrstu bíósýningunni á íslandi, í Reykjavík Biograftheater eða Gamla Bíói, í Fjalakettinum 2. nóvember það ár. í ávarpi á sýningunni í Tónabíó sagði Þorvaldur Garðar Kristjáns- Sjöjólalög ÚT er komin ný hljómplata, „Jólasnjór“ með átta jólalögum og eru sjö þeirra eftir G.R. Lúð- víksson með texta eftir Sigur- björgu Axelsdóttur. A plötunni leikur Om Hafsteins- son trompetleikari „Heims um ból“ tíg Freyr Friðriksson 10 ára Vest- mannaeyingur syngur sönginn um kynni sín af jólasveininum. Útgefandi plötunnar er hljóm- sveitin GRL en hljómplatan er framleidd í fjórum litum, hvitum, rauðum, bláum og svörtum. (Úr fréttatilkynningu) son, forseti sameinaðs Alþingis, að kvikmynd Lofts hefði verið talin glötuð í fjörutíu ár, þegar hún kom óvænt í leitimar í Hveragerði um áramótin 1982-83. Alþingi tók að sér að kosta viðgerð á myndinni. Hún var afrituð og skilti með skýr- ingartexta sem birtast á milli atriða voru tekin upp á nýtt. Einnig var Jón Þórarinsson, tónskáld, fenginn til að velja tónlist við myndina og semja upphafs- og lokastef. Jónas Þórir Þórisson lék tónlistina inn á myndina á bíóorgel, með hliðsjón af þeim tíðaranda sem var við líði á tímum þöglu myndanna. Umsjón með lagfæringu myndarinnar höfðu Erlendur Sveinsson, og Ásdís Egils- dóttir sem leiðrétti texta. Þingmannaförin er fimm mínútna löng þögul kvikmynd, án skýringartexta. Þetta er að sögn Þorvaldar Garðars elsta kvikmynd sem varðveist hefur af íslendingum. Hana tók konunglegur danskur hirðljósmyndari, Peter Elfelt, sem var brautryðjandi í danskri kvik- myndagerð. í upphafsatriði myndarinnar sést farþegaskipið Botnía leggja að bryggju í Kaup- mannahöfn. Þrátíu og þrír Alþingis- menn ferðuðust með skipinu en tveir þingmenn voru þá fyrir í Kaup- mannahöfn. Sýnd er heimsókn þeirra í háskólann og Tívolí. Einnig sjást þingmennimir aka í vagnalest með Friðriki 8. Danakonungi og fleiri þekktum persónum. Það var mikill handagangur í öskjunni á basarnum og margt fólk sem dreif að. Morgunbiaðið/Jón Sig. Blönduós: Eldri borgarar halda basar Blönduósi. ELDRI borgarar á Blönduósi voru með basar í Hnitbjörgum sl. laugardag. Til sölu var alls- kyns varningur sem eldri borgarar hafa gert i handa- vinnutímum i vetur. Það var mikill handagangur í öskjunni á basamum. Fjöldi fólks dreif að úr héraðinu til að skoða og kaupa. Þegar upp var staðið höfðu komið inn um 100 þús. kr. sem renna í ferðasjóð eldri borg- ara. Þessi ferðasjóður kemur sér ákaflega vel því eldri borgarar bregða sér árlega í heimsóknir til jafnaldra sinna í öðmm hémðum. Fyrirhugað er að vera með sölu á handavinnumunum tvisvar í viku fram að jólum eða þá daga sem handavinnutímamir em. Mjög góð þátttaka hefur verið í föndumámskeiðunum og er að Allskyns varoingur var til sölu og þegar upp var staðið voru um 100 þús. kr. komnar í ferðasjóð eldri borgara. jafnaði 30 manns sem taka þátt gamla fólkið en að öðm leyti ann- í þeim. ast Elísabet Sigurgeirsdóttir og Kristín Húnfjörð var með Agnes Jóhannsdóttir fondumám- keramiknámskeið í haust fyrir skeiðin. J5„ gig

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.