Morgunblaðið - 04.12.1986, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986
51
Ævintýrið
um Sampo
litlalappa
KOMIN ER út hjá Iðunni í
íslenskri þýðingu Þorsteins frá
Hamri sagan um Sampo litlalappa
sem er sígilt ævintýri eftir finnska
skáldið Zacharias Topelius.
Hér segir frá litla drengnum
Sampo sem á heima í Lapplandi og
lendir í ýmsum ævintýrum af því
Varnarliðs-
framkvæmdir 1987:
Nýtt hverfi
250 íbúða
MATTHÍAS Á. Mathiesen, ut-
anrikisráðherra, greindi frá því
á Alþingi í gær, að á árlegum
fundi með byggingardeild
bandaríska sjóhersins i Norfolk
í október s.l. hefðu íslensk stjórn-
völd fallist á varnarliðsfram-
kvæmdir í níu liðum á árinu 1987.
Þær framkvæmdir sem hér er
um að ræða eru eftirtaidar. 1)
Bygging húsnæðis fyrir húsnæðis-
skrifstofu varnarliðsins, ca 300
fermetrar; 2) Félagsheimili, ca. 400
fermetrar; 3) Húsnæði fyrir fjár-
mála- og bókhaldsdeild flughersins,
ca. 550 fermetrar; 4) Vegagerð,
bifreiðastæði, og að- og fráveitur
fyrir nýtt 250 íbúða hverfi; 5) 250
nýjar íbúðir, 2ja, 3ja og 4ra her-
bergja; 6) Verkstæði, ca. 180
fermetrar, við flugskýli 885; 7)
Tvær nýjar vararafstöðvar við
byggingu kafbátaleitareftirlitsins;
8) Framhaldsframkvæmdir við gerð
flughlaðs, akstursbrautir og flug-
vallarveg vegna nýju flugstöðvar-
innar; 9) Viðgerð á aksturbraut S-2
og S-3.
Utanríkisráðherra sagði, að allar
ofangreindar framkvæmdir væru
greiddar af Bandaríkjamönnum
nema viðgerð á akstursbrautunum
í 9. lið, sem NATO greiddi.
Fimm ný stjórnarfrumvörp;
Frumvarpið um virðis-
aukaskatt komið fram
að hann langar svo til að sjá risa-
konunginn ógurlega, en bara úr
hæfilegri fjarlægð!
Bókin er prýdd myndum eftir
Veronicu Leo.
FRUMVARP ríkisstjórnarinnar
um virðisaukaskatt kom fram á
Alþingi á þriðjudaginn. Megin-
efni þess er, að 24% virðisauka-
skattur komi í stað núverandi
söluskatts, sem er 25%. Frá þessu
frumvarpi var greint ýtarlega
hér í blaðinu s.l. laugardag og
sunnudag.
Á þriðjudaginn kom jafnframt
fram á þingi stjórnarfrumvarp um
breytingu á lögum um hlutafélög,
sem nánar verður fjallað um síðar.
Ein veigamesta breytingin á núgild-
andi lögum sem það frumvarp felur
í sér er að íslensk lög verði sam-
ræmd lögum nágrannalandanna um
kröfur að því er varðar fjölda stof-
enda og hluthafa. Lagt er til, að
ekki þurfi fleiri en tvo aðila til að
stofna hlutafélag og að tala hlut-
hafa geti farið niður í tvo.
Þá kom á þriðjudag fram á Al-
þingi stjómarfrumvarp um kjara-
samninga opinberra starfsmanna,
þar sem sett eru ný ákvæði um
samnings- og verkfallsrétt þeirra.
FVá efni þessa frumvarp hefur áður
verið greint í blaðinu.
Tvö önnur stjórnarfrumvörp em
komin fram. Annars vegar frum-
varp til laga um skipulag á fólks-
flutningum með langferðabifreiðum
og frumvarp til laga um sjómanna-
dag. í hinu síðamefnda ér ákvæði
sem segir, að fyrsti sunnudagur í
júnímánuði ár hvert skuli vera al-
mennur frídagur sjómanna með
þeirri undantekningu að beri hann
upp á hvítasunnudag skuli sjó-
mannadagur haldinn viku síðar.
....mm
BRONCOINN
ER KOMINN AFTUR
Vegna nýrra samninga við Ford verksmiðjurnar, getum
við bráðlega boðið metsölubílinn Ford Bronco II árgerð
1987 á hagstæðara verði en nokkru sinni fyrr.
Kr. 1 .078.000. OO
og þá er allur eftirfarandi búnaður innifalinn.
☆ Byggður á grind
☆ Vél 2.9 L V-6 m/tölvustýrðri
innspýtingu og kveikju,
140 hö.
☆ Aflhemlar, diskar að framan,
skálar að aftan m/ABS læsi-
vörn.
☆ 5 gíra skipting m/yfirgír (sjálf-
skipting fáanleg).
☆ Vökvastýri.
☆ Rafstýrð drifskipting sjálfvirkar
framdrifslokur.
☆ Tvílitur.
☆ Hábaksstólar (Captains
chairs).
☆ Hjólbarðar P195/75R x 15
m/grófu mynstri.
☆ Varahjólsfesting ásamt læs-
ingu og hlíf.
☆ Stórir hjólkoppar.
☆ Krómað grill og krómaðir
stuðarar.
☆ Skrautrönd á hlið.
☆ Stórir útispeglar, krómaðir.
☆ Vönduð innrétting m/tau-
áklæði á sætum, viðarlíkis-
klætt mælaborð, teppi á gólfi.
☆ Spegill á hægra sólskyggni.
☆ Opnanlegar vindrúður.
☆ Leðurklætt stýrishjól.
☆ Gleymskubjalla fyrir Ijós.
☆ Ljós í hanskahólfi, öskubakka
og vélarrými.
☆ Útvarp AM/FM stereo ásamt
klukku (digital), 4 hátölurum,
minni og sjálfleitun.
☆ Þurrkutöf/vindlakveikjari.
☆ Snúningshraðamælir.
☆ Skyggðar rúður.
☆ Öryggisbelti í fram- og aftur-
sætum.
☆ Skipt aftursætisbak.
☆ Þurrka, sprauta og afþíðing f.
afturrúðu.