Morgunblaðið - 04.12.1986, Side 57

Morgunblaðið - 04.12.1986, Side 57
57 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 Larry Hagman: „Ég gæti aldrei búið í Dallas!“ Bandaríski leikarinn Larry Hagman er ekki par hrifínn af borginni Dallas, sem hann þó er samofínn við í hugum flestra sjónvarpsáhorfanda. „Það eru allir vopnaðir í Dall- as. Hver einasta kona sem ég þekki þar er með byssu í töskunni og flestir karlamir geyma byssu í bflnum“, sagði Hagman fyrir skömmu í bresku útvarpsviðtali og hann bætti við að í saman- burði við hina raunverulegu olíufursta í Dallas væri J.R. gunga ein. Hagman sagði að ofbeldi væri að færast í aukana og að ekki batnaði ástandið meðan sífellt fleiri ólöglegir innflytjendur flykktust til borgarinnar, flestir með óskráð skotvopn — jafnvel vélbyssur. „Fólk gengur með vopn undir því yfírskyni að þau séu aðeins til öryggis, en síðan fær það sér í glas, fer að rífast við einhvem og áður en nokkur fær rönd við reist er einhver búinn að draga upp Uzi og skýtur á allt sem fyrir er, því hann vill ekki skilja eftir vitni. Þetta em ekki ýkjur, því nákvæmlega þetta hef- ur gerst. Ekki bætir úr skák að skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist og ofbeldið með henni." Þegar Hagman var spurður hvort hann gæti búið í Dallas svar hann: „Góður Guð, nei! Ég vinn bara þar.“ Hann er heldur ekki hrifínn af bænum Plano þar sem Southfork-búgarðurinn er. „Ég gæti ekki búið á stað eins og Southfork. Þetta er leiðindastaður þar sem ekkert gerist. Hagman sem dvelst í Dallas tvo mánuði á ári sagði að í fyrstu hefði andað köldu milli borgarbúa og sjónvarpsfólks. „En eftir að þátturinn varð jafnvinsæll og raun ber vitni, breyttist þetta og nú er manni fagnað hvar sem maður fer. Það er næstum því eins og maður sé frændi allra“. „Nú orðið em gjaman haldnar grillveislur og hanstélssamkvæmi og fólk virðist hafa gaman af því að umgangast okkur, eins og við væmm Ewing-fjölskyldan.“ Leikarinn bætti því við að kon- umar í Dallas væm ekki ósvipaðar þeim, sem lýst væri í þáttunum. „Mér finnst konur Dallas-borgar alveg yndislegar. Þær em alltaf óaðfinnanlegar til fara og það er ekki óvanalegt að sjá konur bera skartgripi fyrir milljónir Banda- ríkjadala á betri kaffihúsum í miðri viku. Þær tala mjög blíðlega hver við aðra, en oftar en ekki em egghvassar athugasemdir í hverri setningu. — Dallas er at- hyglisverð borg, en hún á sér sínar skuggahliðar og þær er ekki endi- lega að fínna í skuggahverfun- um.“ Brúðhjónin borin í burðarstólum hringja bjöllum og kínverja (ekki mennska) Þegar komið er inn í rauðan sal- inn gnævir rittáknið „Tvöfold sæla“ yfír öllu, en íslendingar kannast e.t.v. við það af eldspýtustokkunum „Double Happiness". Þar votta brúðhjónin himni og jörð lotningu eisn og siður er og hneigja sig svo hvort fyrir öðm. Brúðguminn lyftir slæðunni frá andliti brúðarinnar. Sjálf giftingin fer fram að því loknu, þegar brúðguminn lyftir slæðu frá andliti brúðarinnar. Að sögn ferðaskrifstofunnar hef- ur þessi 2.000 ára gamla athöfn notið mikilla vinsælda meðal ferða- manna, þar sem athöfnin „helgi hjónabandið og geri það jafn end- ingargott og Kínamúrinn". HUGSAÐU UM ÖLL DÝRMÆTU AUGNABLIKIN í/efðu cfemaní Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta JQ «0 © 3 £ (0 XX (0 £ a> >_ n 3 > I (0 ‘55 o> >> «o (0 3 tr Ui LÆKKAÐ VERÐ Afsl. Málning ......... 15% Penslar, bakkar, rúllusett ........ 20% Veggfóður og veggdúkur. 40% Veggkorkur ....... 40% Veggdúkur somvyl . 50% LÆKKAÐVERÐ til hagræðis fyrir þá sem eru að BYGGJA - BREYTA EÐA BÆTA Líttu við í LITAVERI því það hefur ávallt borgað sig. m 3 c Q> o> cr *< <Q (O I < © * © TJ © c © ' 0« a- Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta --..W HWdý BARNAFATNAÐUR Nýkomnar úlpur og leikfimibolirnir vin- sælu. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Póstsendum. Leikfimibolir stærðir 6-16. Verð kr. 720—930. Bílastæði á bak við hús- ið. Innakstur frá Skúla- götu. Úlpur stærðir 6—16. Verð kr. 3.100—3.400. ALSPORT Hverfisgötu 105. Sími 23444.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.